Vísir - 06.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 06.02.1953, Blaðsíða 4
s VISIB Föstudaginn 6. febrúar 1953 DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línurj. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Hvsl |erist í áfeiigisiiáEyisniii. Þrjár bæjarstjórnir hafa nú samþykkt, að innan bæjarfélaga þeirra skuli efnt til atkvæðagreiðslu um það meðal borgar- anna, hvort útsölum Áfengisverzlunar ríkisins á staðnum skuli lokað, og þar með fenginn úrskurður um það, hvort ganga skuli í gildi héraðsbann, sem svo hefur verið nefnt. Bæjarstjórn Reykjavílcur varð fyrst til þess að samþykkja, slík atkvæðagreiðsla skyldi fara fram hér og á hún , sam- kvæmt þessari samþykkt bæjarstjórnarinnar, að fara fram i þessum mánuði. Síðan hefur þetta mál mjög verið rætt manna á meðal, en hefur ekki verið ákveðið, hvenær atkvæðagreiðsla þessi skuli fara fram, og er haft fyrir satt, að það kunni að >dragast fram yfir mánaðamótin eða enn lengur. GóStemplara hafa oft og lengi borið fram kröfu um það, að lagaákvæðin um héraðabönn skuli ganga í gildi, svo að ein- ;staklingar á þeim stöðum, þar sem Áfengisverzlunin hefur ■ útsölur sínar, geti greitt um það atkvæði, hvort þær skuli vera ■opnar eða ekki. Þeir líta svo á, að því minna sem framboð er .af áfengi, og því erfiðara sem sé að afla þess, því minna sé um drykkjuskap og jafnframt dragi þá úr hverskyns afbrot- um- og böli, sem áfengisneyzlu fylgir. Er það og alveg rétt, sem ' bent hefur verið á, að færri menn hafi notið kjallaravistar hjá lögreglunni, þá 19 daga desember-mánaðar síðast liðins, sem .sölubúðir Áfengisverzlunar ríkisins voru lokaðar hér í bæ, meðan verkfallið mikla stóð, og afbrotum yfirleitt fækkað til : muna. En sagan er því miður ekki nema hálf-sögð með þessu, 'því að allt öðru máli mundi gegna, ef hér væri algert bann um langan tíma, en ekki tímabundið eins og fyrir tveim mánuðum. Þá lágu siglingar frá öðrum löndum niðri að heita má, en þótt bann væri sett, mundi hér ekki verða nein siglingastöðvun eins og í desember. Smygl mundi þá fara stórkostleag í vöxt, og öll- um ráðum verða beitt, til þess að koma áfengi inn í landið, :svo að hægt væri að selja það hinum þorstlátu fyrir okurverð. Samanburður, sem gerður er við verkfallstímabilið, stenzt því > ekki nema að litlu leyti. Samanburð er ekki heldur hægt að gera við fyrri tíma, er bann var hér á landi, því að samgöngur hafa breytzt svo mjög :síðan, ferðir tíðari milli landa —■ og flugferðir bætzt við auk siglinga — að margfalt fleiri leiðir og smugur eru til þss að koma áfengi til landsins nú en þá. Það er því mjög erfitt að fá ■ sannanir fyrir gildi banns og gagnsemi með því að gera slíka :.samanburði. Hitt er annað mál, og þar eru góðtemplarar ekki einir a bát, síður en svo, að gera verður raunhæfar ráðstafanir til þess : að draga úr drykkjuskap meðal þjóðarinnar. Þótt áíengisneyzlan á hvert mannsbarn fari minnkandi um þessar mundir, er enn drukkið of mikið hér, og er þó mesta hættan fólgin í því, að meðalaldur drykkjumanna mun fara sífellt lækkandi, menn eru æ yngri, er þeir verða drykkjuskapnum að bráð. Það eitt ætti að nægja til þess að sannfæra allan almenning um, að breytinga er þörf. En breytingin þarf að koma af frjálsum vilja, ■ hún á að vera áivöxtur þess, að augu þjóðarinnar opnist fyrir vesaldómi hennar í þessu efni. Því miður er íslenzkt þjóðar- eðli þannig, að landinn hlýðir flestu fyrr en valdboði, og því •ervænta jafnvel þeir, sem eru einlægir vinir bindindissemi, um •að bann komi að tilætluðu haldi. Hjálp til nauðstadé'a. > auði kross íslands tók ákvörðun um það í fyrradag, að efnt skyldi til söfnunar hérlendis vegna fólks þess, sem nú á um sárt að binda af völdum náttúruhamfara í Englandi og Hollandi. Hafa menn þegar brugðið við og látið nokkurt fé af hendi rakna til söfnunarinnar, og er þó enginn skriður kom- inn á hana enn — það er varla hægt að segja að hún sé komin •af stað. íslendingar hafa löngum þótt hjálpfúsir og örlátir, þegar til þeirra hefur verið leitað vegna vandræða manna, hvort sem hjálpar hefur verið þörf innan landsteinanna eða utan. Má í því sambandi minnast söfnunar þeirrar til frændþjóða okkar, sem ■efnt var til laust eftir stríðið, en hún er eitthvert bezta dæmið um örlæti landsmanna. Því fyrr sem hjálpin berst-undir slíkum kringumstæðum ■sem nú eru ríkjandi á stórum svæðum í Englandi og Hollandi, því meira gagn verður að henni. Er því ástæða til þess að hvetja menn til þess að láta framlag sitt, sem fer eftir efnum og ástæðum hvers og eins, komast sem fyrst í hendur Rauða lcrossins/ . Vf\ VIÐSJA VISIS: borSð fram við Elseniisw©!3 Mark Wayne Clark hers- höfðingi og Eisenhovver forseti eru gamlir stríðsfélagar sem kunnugt er, og þegar Eisen- hower fór til Japans og Kóreu í desember, var Mark Clark að sjálfsögðu hans liægri hönd þar. Clark er ekki haldinn neinni minnimáttarkennd gagnvart yfirboðurum sínum. Þess þarf hann ekki. Þegar 1943 var hann búinn að geta sér það orð á Ítalíu, að í allri hernaðarsög- unni höfðu fáir hershöfðingjar getið sér slíkt frægðarorð á hans aldri. LíkLegt er talið, að Clark hafi rökstutt eftirfarandi við Eisenhower: Sókn. Þörf myndi þrigga til fjög- urra bandarískra herfylkja til þess að sæka fram norður á bóginn, þar sem Kóreusaginn er mjóstur •—■ styztu víglínu yrði að verja. Hersveitir Cliiangs. Kínverskir þjóðernissinnar mundu hafa fullþjálfuð 2—3 herfylki næsta liaust, en þau munu þurfa aukinn herbúnað. Notkun þeirra í Kóreu eða að- stoð við þær til að lenda á meginlandi Kína myndi leiða til endurvakningar borgara- styraldar í Kína. Hvað gera bæri í þessu efni væri stjórn- málalegt viðíangsefni fyrir ut- an verkahring hans (Clarks). Clark er sammála van Fleet um að beita meira SK-herliði, en meiri hergagna er þörf þeg- ar í stað. Rauði kross íslands hefir nú, sem oft áður, tekið forystuna í sínar hendur, þegar um líkn- armál er að ræða. Eins og skýrt var frá í fréttum blaðanna í gær hefir R.K.Í. ákveðið að gangast fyrir fjársöfnun hér á landi til styrktar því fólki, sem harðast hefir orðið úti á flóða- svæðunum á Bretlandi og Hol- fyrirtæki, þar sem tefla ýrði, landi. Munu deildir Alþjóða fram miklu flugliði, fjölda' - Innrás norðan víglínunnar væri mikið og áhættusámt rauða krossins víða um heim herskipa og innrásarsveitum. | hafa hafið starfiSj og fréttir Mikið gæti komið „í RÓkann** hafa einnig borizt um að deUdir — ef til vill hundruð þúsunda fanga — en ef þetta misheppn- aðist, gæti illa farið. hans í nágrannalöndum haíi þegar sent birgðir af hjúkrun- arvörum til flóðasvæðanna. Aukinn lofthernaður. Clark kann að hafa aðhylst, skoðun yfirstjórnar flughers- ’ ins, eða beita fleiri bandarísk- um flugvélum í Kóreustyrjöld- inni en nú. Margar „árásar- stöðvar“ í Mansjúríu gætu Kín- verjar flutt lengra inn í landið. Feikna fjölda flugvéla þyrfti; til að eyðilegg'ja samgöngukerfi Kína. Raunverulega er lögð mest áherzla á að bygga upp her- afla SK-manna, eins og var orðin stefna Trumans, vegna þess að áhyggjurnar hafa farið sívaxandi út af vígbúnaði kom- múnista — en hitt jafnframt tekið með til athugunar. Margt smátt .... Það má vafalaust segja að minna muni um okkar fram- lög, en hinna þjóðanna, sem stærri eru, en safnast þegar saman kemur. Neyðin er ægileg' hjá tugþúsundum, og brýn nauðsyn á því að sem flestar ! legg'i fram eitthvað af mörkum til þess að rétta hjálparhönd hinum bágstöddu. Þegar neyðin hefur knúð á dyr hjá nágranna- þjóðum okkar höfum við ís- lendingar alltaf verið stórtækir og framlag' okkar hefur verið mikið í hlutfalli við. höfðatöl- una. Mun það sannast nú. Árrisiill og lieimakær. Clark er morgunmaður. Hann kemur í höfuðstöðina um kl. 8 á hverjum morgni, situr ráð- stefnur og gefur fyrirskipanir, Vafasöm útvarpssaga. Það hefur verið haft á orði á því við mig, að útvarpssagan, sem nú er hafinn lestur á, hefði getað verið betur valinn. Þa'ð er auðvitað ekki vegna þess, að , skáldsagan Sturla í Vogum sé ekur heim a slagmu 12, .og er „ . . * ö ’ ö i ekki agæt ut af fynr sig, að kominn aftur kl. 1.30. Hann kýs helzt að afgreiða málin milliliðalaust. Kl. 5—-5.15 geng- ur hann frá öllu á skrifborði sínu og ekur heim — eða geng- ur — 9 kílómetra leið. — Hann ver frístundunum með Mau- Framlr. á 7. síðu. Tgt sktiiiS, S kifkju í 20 Presturínn „víggirti“ prestssetrið. Fyrir nokkru Var fár því greint í einu blaði hér, að sóknarbörn hefðu sett eins- konar „messubann“ á prest sinn. Hafði presti sinnazt við sókn- arbörn sín, þar sem bonum mis- líkaði atriði eitt á skemmtun þeirra, og ekki dregið dul á skoðun sína í þessu efni. Varð þetta til þess, að prestur varð að messa yfir auðum bekkjum eða því sem næst sunnudaginn eftir. En það er víðar, sem slíkt gerist, að sóknarbörnin geri verkfall gagnvart presti sínum. Erlend blöð segja til dæmis nýlega frá andláti ensks prests, sem messaði yfir tómum bekkj- um í hvorki meira né minna en tuttugu ár. Átti þetta sér stað í Warleggon í Cornwall, og preStur sá, sem átti í þessu tuttugu ára stríði við sóknar- börn sín, hét Frederick W. Densham, og andaðist hann laust fyrir mánaðamótin. Síra Densham var settur prestur í Warleggon árið 1931. Hann hafði ekki verið þar lengi, þegar sóknarbörnin sendu biskupnum kvörtunar- bréf, þar sem frá því var skýrt, að prestur væri búinn að loka sunnudagaskólanum, hánh hótaði að selja orgel krkjunn- ar, neitaði að messa þegar sóknarbörnin óskuðu þess og hefði loks sett öfluga gadda- vírsgirðingu umhverfis prests- setrið, en innan hennar léku „villtir11 Elsass-hundar lausum hala. Upp frá þessu hættu sóknar- börnin — nú eru alls 217 manns I söfnuðinum í Warleggon —1 að sækja kirkju, og lauk stríði þessu með því, að prestur fannst dauður í húsi sínu þ. 24. janúar sl. fólki finnst valið einkennilegt. Heldur mun mörgum finnast sagan vera það kunn, og eink- um í sveitum, þar sem gera má ráð fyrir að meira sé hlustað á útvarpssöguna, heldur en t. d. í Reykjavík. Það má gera ráð fyrir því að allur fjöldinn af hlustendum sé búinn að lesa söguna, og hefur þá lítið við það að gera að fá hana lesna í útvarpi. Og svo fer lesturinn auðvitað fram á þeim tíma, sem margir myndu annars vilja sitja og hlusta á útvarp sitt. Annað sjónarmið er það, sem annar góð.ur út- varpshlutsandi lét í ljósi, að yfirleitt mætti gera ráð fyrir að það fólk, sem væri bók- hneygt og fylgdist vel með beztu verkum skálda okkar hlustaði yfirleitt ekki á framhaldssögur í útvarpi. Aftur á móti væri í hópi þess fólks, er yndi hefði af útvarpsögum einmitt þeir, sem lítið fylgdust með bókmenntum annars. Þess vegna þyrfti að vanda til um val á útvarps- söguna og vel til fallið að velja einmitt þekktust Islenzk skáld- verk. Sé síðara sjónarmiðið rétt kemur einungis til álita hvort bókarvalið var rétt.—■ kr. Gáta dagsiBS. Nr. 358. Áður var eg keti klædd, kynja mjuk í liðum, en nú er eg utan böndum brædd, býsna þung í riðitm. Svrar við gátu nr. 357; Tágakarfa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.