Vísir - 07.02.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 07.02.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginn 7. febrúar 1953 VISIR THOMAS B. CBSTAIH: Ei má sköpum renna. 97 „Hvernig gaztu gert þetta?“ „Það hryggir mig, að eg skyldi fara svo skyndilega -— en að- stæður voru ekki þær, að unnt væri að fylgja kurteisisreglum. Það mátti ekki tæpara standa.“ Hún svaraði lágt, en af niðurbældri ákefð: „Geturðu gert þér í hugarlund hvernig mér leið? Það var engu líkara en að á þessari stundu hefðirðu orðið að velja — milli okkar — og að þú veldir Gabrielle." „Það lá við, að allt kæmist í uppnám í forsalnum,“ flýtti hann sér að segja, og svo úti á götunni. Hún hefði aldrei komizt undan örugglega, ef við hefðum ekki komið henni til hjálpar.“ „Eg fékk orðsendingu frá Sir Róbert Wilson í morgun. Hann sagði hið sama.“ „Það getur ekki verið meining þín, Margot, að við hefðum ekki átt að fara henni til aðstoðar — og við hefðum átt að sitja kyrrir og láta hana mæta því sem koma hlaut eina?“ „Nei, nei,“ sagði hún eftir stutta umhugsun, — „þið urðuð að gera það og mér þykir vænt um, að þið skylduð koma henni undan örugglega — en“ — sama ákefðin var komin í rödd hennar, — ,,þú sagðir ekki eitt orð við mig, þegar þú fórst. Þú hentist í burtu, — það var eins og eg væri ekki til — væri með öllu gleymd. Mér leið eins og — ó, þú færð víst aldrei skilið, hvernig mér leið á þessari stund.“ að það veldur þér miklum sársauka og henni. Gabrielle var að gera það, sem hún gat, til bóta fyrir svik bróður síns.“ Hún sneri sér við snögglega og horfði á hann með ótta í augum: „Eg skil þig ekki. — Hvað hefir Gaby sagt þér?“ „Hún sagði mér hvern þátt hann átti í því að fá Lavalette dæmdan. Hún vissi það ekki sjálf fyrr en þau voru á leiðinni til Neapel, en undir eins og hún vissi, að hann hafði gerzt vitni fyrir stjórnina, kom hún aftur til Parísar, til þess að bæta um fyrir þessi mistök. Hún ætlaði sér að hvetja fólkið til þess að hefjast handa og krefjast réttlætis fyrir Lavalette. Hún gerir sér enn von um, að lífi hans verði bjargað.“ „Hún hefir gert illt verra,“ sagði Margot og var næstum orðin skrækróma af hugaræsingu. „Hvernig geturðu varið hana þeg- ar þú veizt, að eg er á algerlega andstæðri skoðun við hana?“ „Hún kom djarflega fram. Eg hefi fyllstu samúð með henni.“ „En þótt þú værir nú þeirrar skoðunar, að hún gerði það, „Eg veit, að framkomu minni var mjög ábótavant — eg verð. að réttlæta það með því, að eg hafði áhyggjur af öryggi' hennar. Þú hlýtur að skilja, að eg hafði. fyllstu samúð með henni í því, sem hún tók sér fyrir hendur.“ „Það á eg bágt með að skilja. Þú fórst í fangelsi fyrir að gagnrýa þína eigin ríkisstjórn, þegar þér famist hún sýna lítið framtak og dugnað í styrjöldinni. Þú sagðir oft, að öllum heim- | inum stafaði hætta af Bonaparte. Getur þér ekki skilizt, að sá tími er kominn, að einhverjum verður að hegna öðrum til við- vörunar,“ „Færðu ekki skilið, að Evrópuþjóðirnar, sem eiga um sárast að binda af völdum Napóleons, ala ekki neina löngun til að sjá Ney hershöfðingja drepinn öðrum til viðvörunar. Hann var skotinn til þess að svala hefndarþorsta franska aðalsins. Djarf- ur hermaður, sem unnið hafði margar hetjudáðir, varð að láta líf sitt til ánægju einskis nýtum hirðaðli. Fáir munu þeir vera, sem vilja, að Lavalette bíði sömu örlög. Hann var vinsamlegur og heiðarlegur maður, sem hafði orðið það eitt á að kvongast inn í Bonaparte-fjölskyldu, og það verður að fórna honum, svo að hinar konunglegu hirðmeyjar verði ánægðar.“ „Eg botna ekkert í þér. Og að því er Gabrielle snertir var framkoma hennar óafsakanleg. Eins og leikþáttur, — svið- settur tií þess að vekja eftirtekt á sér.“ Hann horfði á hana fast og lengi. ,,Eg held, að þú gerir þér ekki grein fyrir því, Margot, hvað það var, sem hvatti hana til þess. Ef þú gerðir þér það ljóst mundirðu ekki segja þetta.“ „Þú getur ekkert sagt henni til afsökunar. Hún móðgaði konung sinn í allra augsýn og áheyrn. Slík framkoma verður ekki afsökuð." Eftir nokkra umhugsun sagði hann: „Mér þykir leitt að vera að segja þér þetta, því að eg veit Viljið jsið seija? Eg vil taka að mér að selja íslenzkar iðnaðarvörur og einnig heimilisiðnað. Hef mikla möguleiká til að koma vörum yðar í peninga. — Ef þér hafið eitthvað á boðstólum, þá hafið samliand við mig sem fyrst. — Sími 82168. Reykjavik | Selfoss Eyrarbakki Stokkseyri Frá og með 9. þ.m. þar til öðru vísi verður ákveðið verða tvær ferðir á dag: Frá Reykjavík ...... kl. 9,30 f.h. og kl. 6,30 e.h. Frá Stokksevri ..... kl. 9,45 f.h. og kl. 3,30 e.h. Frá Evrarbakka .. .... kl. 10,00 f.h. og kl. 4,00 e.h. Frá Sell'ossi ...... kl. 10,30 f.h. og kl. 4,30 e.h. Frá Hveragerðí..... kl. 11,00 f.h. og kl. 5,00 e.h. Morgunferðjn frá Reykjavík og kvöldferðin frá Stokkseyri skiptist vikulega þannig: að aðra vikuna keyrir Rifreiðastöð Steindórs, en liina vikuna Kaup- félag Árnesinga. Afgreiðslur fyrir morgunferðina: Bifreiðastöð Steindói-s og' Frímann í Hafnarhúsi. Afgreiðsla á Selfossi: Feröaskrifstofa K. Á. Afgreiðsla fyrir kvöldferðina eins og- áður hjá Fx'ímanni og- Ferðaskrifstofu K. Á. KíbsspÉY>£a?g Ármesfatgíi j 88£/W*£ ÖBBS t(i«$ •St&ÚBSBÍ&FS Stért skrifborð til sölu. Verð kr. 500,00. Uppl. í síma 5012. W.C. kassar háskolandi, nýkomnir. — Sighvatur Einarsson & Co. Garðastr. 45, sími 2847. Wehag huréarhúnar nýkomnir. JUZ nmuAvtH Hurðagormar Hurðafjaðrír nýkomið. jLZi imamt £ Sasidrikens sagir: Handsagir, bútsagir Bakkasagir Stingsagir Sikklingar Sagarskrúfur á BIVHJAVIll Hann stjórnaði sjálfur samtalinu, og var grimmdarlegur ásýndum. Tornös ’ urraði': „Þessi maður kom hingað til þess að drepa drottning- unaJ Hxin ákvéður daúðdaga hans.“ mælti nú hastri röddu: „Færið fangann nær.“ — TARZAN B34 Nú var opnuð hurð í öðrum enda salarins, og gamall vörður hrópaði: „Drottningin kemur!“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.