Vísir - 07.02.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 07.02.1953, Blaðsíða 8
LÆKNAR OG LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið i Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. LJÖSATlMI bifreiða er frá 16,25 til 8,55. Flóð er næst í Reykjavík kl. 21,15. Laugardaginn 7. febriiar 1953 Kanadamenn hafa þjálfað hjúkrunarkonur í að stökkva úr flugvélum í fallhlífum. Hér sést mynd af einni hjúkrunarkon- unni, nýkominni til jarðar úr stökki. Verðhækkanir draga úr opin- berum byggingaframkvæmdum. Tillögnuppdrættír gerðir að lög- regSustöð í Reykjauk. Unnið var s.I ár að sjúkra- húsabyggingum á fimm stöðum á Iandinu, samkvæmt því er segir í ársyfirliti húsameistara ríkisins. Sjúkrahús þessi eru á Akur- eyri, blóðbankinn og röntgen- deild Landsspítalans í Rvík, iæknisbústaðir í Búðardal og Hveragerði og fávitahælið í Kópavogi. Ennfremur hafa uppdrættir verið gerðir að Hjúkrunarkvennaskóla í Rvík og nýju fávitahæli í Kópavogi. Unnið hefur verið að tveim- Drengir hætt komnir á fleka. í gærkveldi voru tveir 12 ára drengir hætt komnir á ytri liöfninni. Höfðu þeir farið út á fleka- skrifli, sem þeir höfðu smíðað, rétt fyrir myrkur, og ætluðu frá Kirkjusandi að Laugarnesi. — Þeir réðu hins vegar ekki við flekann og rak frá landi. Var það hrein tilviljun, að skipverj ar á m.s. Helga Helgasyni, sem var á leið út úr höfninni, skyldu heyra neyðaróp drengjanna. Hafði flekanum hvolft undir drengjunum, og voru þeir blautir og lcaldir, er þeir voru dregnir um borð í skipið, sem fór með þá til Reykjavíkur, en ekki mun þeim þó hafa orðið meint við volkið. Skák: Lárus efstur eftir 6 umferðir. Biðskákir úr 6. umferð Skák- þingsins voru tefldar í gær- kveldi. Þar vann Lárus Johnsen Jón Pálsson en Ólafur Einarsson og Haukur Sveinsson gerðu jafn- tefli. Er staða skákmanna þannig að Lárus Johnsen er efstur með 5 vinninga, Ingi R. Jóhannes- son hefur 4% vinning, Jón Pálsson 4, Óli Valdimarsson 3 Va vinning og biðskák, en aðr- ir eru lægri að vinningatölu. ur kirkjum, nýrri byggingu að Ystaskála og endurbótum Stykkishólmskirkju. Ennfrem- ur var unnið að 5 prestsetrum, 9 barnaskólum og félagsheim- ilum og allmörgum sundlaug- um víðsvegar um land. Byrjað var á byggingu gagn- fræðaskóla á Siglufirði, en gagnfræðaskólinn í Vestmanna- eyjum var fullgerður að utan og að nokkru tekinn til afnota. Gerðir hafa verið tillögu- uppdrættir að lögreglustöð í Reykjavík og uppdrættir að lögreglustöð á Keflavíkurflug- velli. Þá hefur útvarpshús ver- ið nærri fullgert í Eyjafirði, byrjað á viðbyggingu lands- símahússins í Reykjavík, byrj- að á byggingu símstöðvar á Egilsstöðuin og uppdrættir gerðir að stækkun útvarps- hússins á Eiðum. Ýmsar aðrar framkvæmdir hafa farið fram á vegum húsa- meistara, auk teikninga, eftir- lits og viðhalds, en í heild má segja að byggingaframkvæmd- ir hafi dregizt saman á sl. ári, frá því sem verið hefur, og stafar það fyrst og fremst af verðhækkunum. Unnið að stofnun neytendasamtaka. Unnið er að ýmsum undir búningi að stofnun neytenda- samtaka hér í bæ. . Á fundinum, sem haldinn var á dögunum, var kjörin bráða- birgðastjórn, er annast skyldi undirbúning, leggja drög að lögum samtakanna og koma sér saman um fyrstu verkefni sam- takanna. Hefur hún setið á fundum, en búast má við, að formlegur stofnfundur verði svo haldinn innan skamms. FÍI 20 ára í gæi*: Launagreiðslur félaga hafa 75-faldazt á tímabilinu. HlellBIfiiafaSasi lieflr fifaláast. Hafin smíði annars skips fyrir E. S. í vor. Um mánaðamótin apríl—maí verður lagður kjölur að næsta skipi Eimskipafélags íslands. Hér er um að ræða 2500 lesta (DW) flutningaskip, eða held- ur minna en Lagarfoss og syst- urskip hans. Þetta verður flutn- ingaskip, og ekki búið frysti- tækjum, með meðal-ganghraða, 13—14 sjómílur á klukkustund. Skipið verður smíðað hjá Bur- meister & Wain í Kaupmanna- höfn, og væntanlega fullgert í febrúar næsta ár. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, var kjölur lagð- ur að smærra flutningaskipi í Danmörku í fyrra mánuði. Það verður um 1700 dw-lestir, og væntanlega fullgert í nóvember í gær voru liðin nákvæmlega 20 ár, síðan iðnrekendur liér á landi stofnuðu með sér samtök, sem síðan eru landsþekkt orð- in undir nafninu Félag íslenzkra iðnrekenda. FÍI var formlega stofnað 6. febr. 1933 og átti Sigurjón Pét- ursson, þá einn mesti iðjuhöldur hér á landi, drýgstan þáttinn í því að samtökin komust á lagg- irnar, og varð hann fyrsti for- maður þeirra, en gegndi síðan því starfi í 12 ár. 14 verksmiðjur. Fjórtán voru verksmiðjurn- ar, sem fyrst gengu í samtökin, og raunverulega stóðu að stofn- un þeirra. Greiddu þessar verk smiðjúr um 600 þús. í vinnu- laun á ári. Verksmiðjurnar voru allar í Reykjavílc eða nágrenni, en brátt bættust í samtökin verksmiðjur út um land allt. Óg þegar FÍI var 10 ára voru verk- smiðjurnar orðnar 68 og greiddu þær um 8 millj. króna í vinnulaun á ári. Russar fféiga Rauða Kross-söfnunin nam 13600 kr. í morgun. — Skrifstofan í Thorvcildsens- stræti 6, opin til kl. 5 e. h. — París (AP). — Rússar munu nú liafa 70—90 flugvelli með- fram vesturlandamæum sínum. Hafa þeir hraðað flugvalla- gerð að undanförnu, og ame- rískur flugforingi hér hefir lát- ið svo um mælt, að þeir muni nú eiga um 8000 þrýstiflugvél- ar, sem hægt sé að beita sam- tímis. :::! Berlin (AP). — Austur- þýzkir kommúnistar hafa líkt eftir Hitler og útbúið sér arn- arhreiður. Hafa þeir látið gera „tehús“ á fjallstindi einum í A.-Þýzka- landi, og er farið þar með tigna gesti stjórnarinnar til þess að skemmta þeim. Dregur úr frosti á Norðurlöndum. í morgun var hægviðri á Norðurlöndum og yfirleitt frost í nágrannalöndunum. Mest frost var í grennd við Helsingja botn nyrzt, um 26 stig. Annars háfa borizt fregnir um meira frost að undanförnu, 42 stig mest í Noregi og 50 í Finnlandi. í morgun var hægviðrí í Noregi og Svíþjóð og 10—20 stiga frost, en í Danmörku 10 —15 stiga frost. í Þýzkalandi mun víðast innan við 10 stig, í Fakklandi norðanverðu um 7 stig, en frostlaust á Bretagne- skaga. — í Bretlandi er víða 4 —5 stiga frost, nema í Cornwell og Vestur-írlandi er frostlaust. ■ ♦ Fara á fund Norð- urlandaráðsins. Auk íslenzkra þingmanna, sem sæti eiga í Norðurlanda- ráðinu, mun Norræna félagið hér senda fulltrúa til Hafnar, er fundur ráðsins verður settur þar hinn 13. þ. m. Hefh' áður verið greint frá kjöri þingmanna í ráðið, en auk þeiiTa fer héðan Sveinn Ás- geirsson hagfærðingur, ritari Norræna félagsins en frá hin- um Norðurlöndunum lcoma for- menn og ritarar deildanna þar. Þá mun nefnd sú, er kjörin var til að endurskoða kennslubæk- ur Norðurlanda í sögu, sitja þar á ráðstefnu. Mun Svein- bjöm Sigurjónsson sitja hana | af hálfu íslendinga, en hann á ; sæti í ríkisútgáfu skólabóka ‘ hér. 144 verksmiðjur nú. Við seinustu áramót voru í samtökum FÍI 144 verksmiðj- ur, er greiddu fyrir árið 1951 um 45 milljónir króna í vinnu- laun. Og sýnir þetta bezt hve gífurlega samtökin hafa þanist út á skömmum tíma. Langflest- ar eru verksmiðjur þessar í Reykjavík, en milli 20—25 ut- an höfuðstaðarins, aðallega á Akureyri, sem er orðinn mik- ill iðnaðarbær, eins og kunnugt er. Vaxandi verkefni. Starfsemi samtakanna hefur aukist með ári hverju eftir því sem félögum fjölgaði, og síðan árið 1940 hefur verið rekin sér- stök upplýsinga- og fyrir greiðsluskrifstofa í Reykjavík. Hefur skrifstofan það verkefni að greiða fyrir verksmiðjunum, veita upplýsingar fyrir við- skiptavini og hefur gagnsemi hennar sannast á margvíslegan hátt meðal annars fyrir þátt hennar í því að kynna íslenzka framleiðslu. Iðnaðarbankinn. Á þessu 20. starfsári samtaka FÍI tekur til starfa iðnaðar- þanki, en bankamálið hefur um árabil verið aðal baráttumál samtakanna. Vænta félögin inn an FÍI sér mikils af því að sér- stakur banki verður nú starf- ræktur, sem sérstaklega kem- ur til þess að annast og greiða fyrir íslenzkum iðnrekstri. En staðreynd er, að æ fleiri lands- menn eiga alla lífsafkomu sína undir þeirri atvinnugrein. Núverandi stjórn Fél. ísl. iðn- rekenda skipa: Kristján Jóh. Kristjánsson, Sig. Waage, Axel Kristjánsson, Magnús Víglur.ds- son, Sveinn Valfells. Vara- stjórn: Sveinn Guðmundsson og Gunnar Friðriksson. Fram- kvæmdastjóri FÍI hefur verið um 8 ára skeið Páll S. Pálsson lögfræðingur. Sig. Skagfleld syngur é úfvarpið annað kvöld. Á morgun syngur Sigurður Skagfield óperusöngvari í út- varpið kl. 21.10. Langt er síðan Sigurður lét til sín heyra í útvarpinu og söngskráin er ekki af verri endanum, en Sigurður syngur þessi lög, við undirleik Fritz Weisshappels: Kossinn, eftir Beethoven, Emn tónn, eftir Cornelius, Der Asra, eftir Rubinstein, Álfakóngurinn, eftir Schubert. Dauðinn og stúlkan, eftir sama, Söngdreng- urinn, finnskt þjóðlag. Hvers vegna? eftir Tschaikoskí og Ferð Óðins til Helgólands, eftir Carl Loewe.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.