Vísir - 09.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 09.02.1953, Blaðsíða 4
B VlSIR ÐAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hi. „Íslenzkt fé" — „íslenzkt blað." T-vjóðviljinn — blað Moskvumanna — þykist fagna miklum •*- sigri þessa dagana, með þvi að blaðið hefur verið stækkað um helming með erlendri aðstoð. Vitanlega kannast Þjóð- viljinn ekki við það, að honum berist hjálp erlendis frá, því að hann hefur verið að safna „íslenzku fé handa íslenzku blaði“, en svo rækilega hefur verið sýnt fram á það hér í blaðinu að undanfömu, að Þjóðviljann muni skorta hundruð þúsunda, til þess að halda blaðinu úti með þessum hætti, að enginn lætur blekkjast af moldviðri kommúnista í þessu máli — frekar en öðrum, þar sem „íslenzkir menn“ eru að verki. Til þess að stækka Þjóðviljann um helming, eins og nú hef- ur verið gert, þarf hvorki meira né minna en hálfa milljón króna. Var því ákveðið að efna til fjársöfnunar, til þess að stækkunin yrði ekki eins grunsamleg I augum almennings, sem er lítt kunnugur kóstnaði við blaðaútgáfu, og var markið sett við 75 þúsund krónur, en að auki átti að safna nokkrum hundr- uðum nýrra kaupenda — eða vinna upp tap kaupenda, sem fengið hafa ímugust á stefnu blaðsins, og sagt því upp — svo og að leggja aukaskatt á hina tryggustu. Vísir sýndi fram á, að það fé, sem Þjóðviljanum mundi bætast með þessum hætti — þótt allt fengist — mundi hvergi nærri hrökkva fyrir þeim kostnaði, sem átti að leggja í — ekki sízt er tekið væri tillit til þess, sem er á allra vitorði, að Þjóðviljinn hefur verið rekinn með stórkostlegum halla um langt skeið eða frá öndverðu. Eða hvers vegna hefur Þjóðvíljinn sífellt verið að efna til alls- konar safnana, ef blaðið hefur borið sig stuðningslaust? Þjóðviljinn vaknaði við vondan draum þegar Vísir benti á, hversu augljósar blekkingar væru hér á ferðinni. Kommúnistar höfðu ætlað sér að fá þessa fjárhæð — 75 þúsund krónur — á pappírnum, þótt þeir vissu, að frjáls samskot mundu aldrei verða svo mikil, enda áttu þau aðeins að vera reykský, til þess að fela hinar erlendu gjafir. Þeir ruku því upp til handa og fóta, af því að nú lá mikið við — heiður „íslenzkra manna“ og „íslenzks blaðs“. Var gripið til þess ráðs að Ijúga og blekkja enn meira en ætlunin hafi verið, til þess að láta líta svo út, að sníkjurnar gengju enn betur en búizt hefði verið við. Og svo var sagt, að þetta væru viðbrögð alþýðunnar vegna árása Vísis á hið „íslenzka blað“ — alþýðan væri enn örlátari til þess að sýna vilja sinn í stækkunarmálinu. Sannleikurinn er allur annar. Vísir sýndi fram á blekkingarn- ar svo rækilega, að kommúnistaforsprakkarnir urðu hræddir við dóm almennings, og þeir gripu til þess 'ráðs, sem þeim þykir óbrigðult — þeir neyddust til þess að ljúga enn meira en þeir höfðu ætlað sér, til þess að gera það sennilegt, að hægt væri að stækka Þjóðviljann, án þess að til þess væri fengið erlent fé. Súlan, sem átti að sýna, hvernig féð streymdi til blaðsins, rauk upp úr öllu valdi, og svo mikil var þörfin fyrir „íslenzkt fé“, að stærð blaðsins nægði varla um síðir. Vísir hefur það frá góðum heimildum, að söfnunin hafi aðeins numið fjórðungi þess, sem látið er í veðri vaka. Þjóðviljinn hefur eðlilega farið kringum meginatriði þessa máls, eins og köttur kringum heitan graut. Hann hefur ekki gert tilraun til þess að hrekja eina af þeim tölum, sem Vísir hefur birt varðandi stækkunina, hvað þá fleiri. Mund hann ekki vera hortugur ef hann þyrði? Svari hver fyrir sig. Söfnun tiS verkfallsmanna. A nnað atriði er rétt að hafa í huga í þessu sambandi. Þegar J-*- verkfallið hafði staðið nokkurn tíma í desember, var á- kveðið að efna til samskota til styrktar verkfallsmönnum. I verkfalli voru menn af öllum flokkum, þótt kommúnistar og kratar væru foringjarnir. Það er því eðlilegt að álykta, að fé hafi borizt frá mönnum úr flokkunum öllum, en árangurinn varð þó ekki meiri en svo, að einungis safnaðist lítill hluti þess fjár, sem Þjóðviljinn segist nú hafa fengið til umráða til stækk- unarinnar. Í Ijósi þessarar staðreyndar verður það enn ósennilegrá, að Þjóðviljinn hafi raunverulega fengið það „íslenzka fé“, sem hann segir nú að komið sé í sjóð sinn. Engum blandast hugur um, að verkfallsmenn nutu meiri samúðar almennings, en Þjóðviljinn getur nokkru sinni vænzt að verða aðnjótandi, en úr því að til þeirra safnaðist ekki meira en raun bar vitni, .hvað hefur Þjóðviljinn þá fengíð meðalýalmennings? Ménn geta velt þessu fyrir sér, en riiðurstaðan verður ekki nema á einn veg. Það er ekki „íslenzkt fé“, sem notað er til )aess að stækka „íslenzkt blað.“ Ur skræðum. Fróðlejksmolar úr ýmsum áttum. Gömul lýsing á Moskóvítum. ■ í bók þeirri er Ný yfirskoð- uð ■" „Heimskringla“ heitir og Gunnlaugur Snorrason þýddi og gaf út í Hrappseyjarprenti 1779 er lýsing á íbúum Moskvu- borgar í Rússaveldi og fer hér á eftir stuttur útdráttur úr þeirri lýsingu: Þeir drekka sig ekki drukkna utan þrisvar eður fjórum sinn- um á ári. Þeir eru haldnir sem þrælar. Hatur og ósamlyndi er almennt hjá þeim, en engin tryggð. Þeir hlæja að því þeg- ar þeir gera öðrum skaða. Þeir bera sitt eigið góss inn í eins annars hús, og segja síð- an hann hafi stolið því, svo þeir sjái orsök til að rífast. Rétturinn gengur hjá þeim kaupum og sölum og vinnur sá, sem mest gjald hefir. Enginn fátækur má vænta þess að koma fram fyrir furstann, já naumlega fyrir ráðið. Enginn þorir undir lífsstraff út úr landinu nema hann gefi það áður til vitundar. Nær Moskóvítar fyrr á dög- um vildu útvelja sér nýjan stjórnara, báru þeir einn stór- an ferkantaðan stein á torgið, stigu svo, hver einn eftir ann- an þar uppá, hver sem nú svo gat varið sig, að honum yrði ekki útaf steininum hrundið, hann varð þeirrá höfuð. Mennirnir pískuðu konur sínar hvern dag í frekara lagi, og það af elsku, þar fyrir ef einn dagur féll undan, héldu konurnar að menn þeirra væru reiðir við þær, og voru þess vegna svo lengi hryggar, þar til þær voru pískaðar aftur. Lá við slysi. Þann 23. febrúar árið 1691, sem var mánudaginn annan í góu, réru nokkur skip frá Nesi á Seltjarnamesi og nokkur önnur frá Bessastöðum. Fyrir einu þessara skipa, er Bessa- stæðingar áttu, var formaður sá, er Þorsteinn hét Þorbjarn- arson, vel miðaldra. Var þann morgun hvasst 'landnyrðings- veður. Skipin fóru skammt frá landi, en er þau höfðu setið litla hríð, hvessti meira og gerði hið mesta rokviðri. Náðu sum skipin heim með naumind- um, en sum misstu lendinga ]sinna. Nú þegar komið var of- viðrið, gátu þeir Þorsteinn ekki sótt á móti, né ráðið við skip sitt, því það var mikið og óhægt, en þeir liðléttir. Dreif skipið flatt undan veðrinu að öðru skipi, sem var frá Nesi og var að taka stjórann. Þeg- ar skipin bárust saman, steyptu hásetar Þorsteins sér allir út úr skipinu í ofboði og á hitt skipið, en Þorsteinn varð einn eftir. Bar síðan brátt í sundur skipin, og rak Þorstein undan til hafs. Voru menn nú aldeilis örvona að til hans sæist fram- ar og þótti honum bráður bani búinn.^ En það er af Þorsteini að segja, að hami rak undan vestur á Svið Seltirninga, tvær vikur sjávar, unz hann kom á mið það, innarlega á Sviðinu, er Frh. á 5. síðu. [Margff er sktítié\ Buxnafeysi tvítugs manns veldur umræðum á BretaþingL ft/ióðir piSfs viidi ekki leyfa honum að fara úf. Það er víst óhætt að segja, að brézkir þingmenn láti sér ekk- ert mannlegt óviðkomandi, þegar spurningatími er í þing- inu. Þannig kom nýlega. til um- ræðu í neðri málstofunni at- vik, sem spratt af buxnaleysi ungs manns í gistihúsi einu í London, og er svo komið, að afleiðingar þess eru orðnar að vandamáli þjóða í milli. Málavextir eru þeir, að í ág- ústmánuði 1951 komu mæðgin nokkur frá Peru til borgarinn- ar og fengu leigð tvö herbergi í gitsihúsi í Bayswater. Piltur- inn var tvítugur, en ekki er getið aldurs móðu,rinnar, en hitt er aðalatriði í máli þessu, að um kvöldið lokaði hún son sinni inni í herbergi hans, þegar hún var búin að taka frá honum buxur hans. Vildi hún koma í veg fyrir það með þessu, að pilturinn gæti kynnzt næturlífi heimsborgai'innar. Suðurlandabúar eru menn fljótir að reiðast, og svo varð um þenna ungling. Þegar það rann upp fyrir honum, hvers vegna móðirin hafði tekið bux- urnar — hún hafði ætlað að gera lítilsháttar við þær! — varð hann æfur, tók húsgögn og braut glugga með þeim og fleygði síðan öllu, sem hann náði til, niður á götuna. Tveir stálstólar og marmaraplata af „servanti“ lentu til dæmis á þaki flunkunýrrar bifreiðar og skemmdu hana til muna. Sendiráð Perus komst í mál- ið, og þar sem það upplýsti, að mæðginin væru efnuð, þótt ekki hefðu þau farið í fyrsta flokks gistihús, var þeim heimilað að halda ferð sinni til Rómaborgar áfram næsta dag gegn loforði um greiðslu á 90 pundum í skaðabætur. Margar rukkunarferðir til sendiráðs- ins hafa verið til einskis, svo að gestgjafinn fékk lolts þingmann sinri til 'þésS' að hreyfa máilnu á þingi, og voriast nu til1 þess að skriður kornist á það. Mánudaginn 9. febrúar 1953., Hið hönnulega ástand á flóða- svæðuniim á Engalndi og i Hol- lándi héfur eðlilegá vakið mikla samúð almennings hér á landi með hinu nauðstadda fólki. Sýnir það Ijósar en nokkurt annað, hve góðar undirtektir söfnun RKÍ hefur fengið. — Þegar hún hófst, bárust strax miklar og rausnarlegar peningagjafir, en víst er, að mikið á eftir að berast. Það er erfitt að gera sér Ijósa grein fyrir því voðalega ástandi, er þarna ríkir, en dæmi hafa verið nefnd í fréttum, hvernig flóðin þurrkuðu út lieilar fjöl- skyldur, en annars staðar urðu börn viðskila við forcldra, og oft urðu foreldrar að horfa upp á börn sín drukkna fyrir augun- um á sér, eða börnin foreldrana. Eig-natjónið gífurlegt. Þótt ægilegast sé auðvitað mann tjónið, er eignatjónið ekki síður tilfinnanlegt. Þúsundir fjöl- skyldna standa uppi snaúðar,. sem áður voru vel bjargálna, og tjónið er svo útbreitt, snertir svo marga, að það híýtur að taka áratugi að bæta það, ef það verð- ur nokkru sinni bætt. Talið er, að líða muni mörg ár, þangað til jarðvegurinn nær sér aftur eftir að sjórinn hefur legið döguni saman á ræktuðu landi. Og mtm þess vegna tjónið ekki sízt snerta bændastéttina í Hollandi. Hjálp berst hvaSanæfa. En hjálp er nú óðum að berást frá öllum nágrannalöndum, sem sluppu við þessar Hattúruhamfar- ir. Iiafa t. d. nágrannar Hollend- inga boðizt til þess að taka börn til fósturs um tima, meðan verið er að bæta mestu skemmdirnar, en heima fyrir hafa verið mestu örðugleikar á að koma þvi fólki fyrir, sem tekizt liefur að bjarga af flóðasvæðinu. Það er heldur ekkert smáræði, þegar sjötti hluti landsins er undir sjó, þar sem áður voru þéttbýlar, blómlegar byggðir. Mildur vetur hér. Hér á landi hefur velurimi verið mildari en við eigum að venjast og það, sem mest er uni vert, að goti tíðarfar hefur verið um landið allt. Hefur þetta orðið til þess að við höfum minna haft af sjóhrakningum eða sjóslysum að segja, en oft áður, en iindir veðráttunni eigum við íslending- ar álla okkar afkomu. Yæri það ekki þess vegna ráð að minnást þess milda vetrar með því að rétta hjálparhönd þeim, sem óblíS náttúruöflin hafa vegið að á þungbæran hátt. — kr. Gáta dagsins. Nr. 360. ......... Gaur eg leit, með geiflu var, grunnsóp manna byggð um jók, i eyrnaker hann allt 'það bar, úr þeim smærri byttum tók. Svar við gátu nr. 359: Millur á upphlut. Útsala Kvenblússur frá 50 kr., brjósthöld 10 kr., barnaföt 1—3ja ullar 35 kr., barna- kápur ullar á 150 kr. Ýms metravara ágætis verð. Verzl. Fram Klapparstíg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.