Vísir - 10.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 10.02.1953, Blaðsíða 4
TISIB Þriðjudaginn 10. iebrúar 1953. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJF. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Bandaríkin og Kína. 1 i vettvangi alþjóðamálanna hefur að undanförnu verið meira um það rætt en flest annað, að Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að kalla 7. flota sinn frá Formósu, en hann hefur haft bækistöð þar á eyjunni um all-langt skeið. Er uggur í ýmsum af þessum sökum, og meðal annars hafa Bretar látið í ljós ótta um það, að þetta kunni að leiða til þess, að styrjöldin í Kóreu breiðist út. Hlutverk þessa flota Bandaríkjanna hefur verið næsta ein- kennilegt. Það hefur sem sé verið að hafa hemil á Chiang Kai- shek og stjórn hans, sem hefur aðsetur í Formósu, koma í veg fyrir, að hann gerði árásir á meginland Kína, þar sem kommúnistar ráða lögum og lofum. Floti þessi hefur með öðrum orðum átt að veita stjórn, sem er fjandsamleg Banda- ríkjunum og yfirleitt öllum vestrænum ríkjum — kommúnista- stjóminni í Peking — vernd gagnvart annari stjórn, sem hefur miklu minna bolmagn en er vinveitt Bandaríkjúnum og lýð- ræðisþjóðunum. Menn sjá þegar, að hér er eitthvað óvenjulegt á ferðinni, því að venjan er að hlaupið sé undir bagga með vinsamlegri stjórn, til þess að hjálpa henni gegn fjandmönnum hennar, en þarna hefur verið farið öfugt að. Það verður ekki séð í fljótu bragði, hvaða óskunda Chiang Kai-shek getur gert á meginlandi Kína. Það" voru aðeins leifarn- ar af herjum hans, sem komust til Formósu, þegar varnir þjóðernissinnastjórnarinnar molnuðu á meginlandinu, og á eyjunni var aðeins lítið setulið fyrir. Her stjórnarinnar á Formósu hefur að vísu fengið talsvert af vopnum og ýmiskonar vígbúnaði frá Bandaríkjunum en fyrsta skilyrðið til innrásar í Kína er ekki fyrir hendi — nefnilega mikill mannafli, sem hægt er að nota til þess að skapa her. Hættan hefur því ekki verið — og er ekki — svo ýkja mikil fyrir því, að. stjórnin á Formósu leggi í það ævintýri, sem í því væri fólgið að leggja til atlögu við kommúnista á meginlandinu. Það mundi vera dæmt til þess að verða að engu frá upphafi. Hltt er annað mál, að tilraun til innrásar hefði til skamms tíma getað leitt til þess, að hersveitir þjóðernissinna á Formósu hefðu goldið svo mikið afhroð, að auðvelt hefði reynzt að gera innrás á eyjuna frá meginlandinu, og hefði þá ekki verið um neina bækistöð að ræða í grennd við Kínastrendur á öllu svæðinu frá Japan til Filippseyja, sem lýðræðisþjóðirnar gætu notað, ef kommúnistar legðu í stríð, til þess að leggja heiminn undir sig. Beinast virðist liggja við að álykta, að stjórn Bandaríkj- anna líti svo á, að varnir Formósu sé orðnar svo trausfar, að óhætt sé að láta þjóðernissinna gera það, , sem þeim sýnist gagnvart stjórn kommúnista á meginlandinu. Chiang Kai-shek hlýtur að vita, að honum er um megn að gera þar innrás með von um sigur, án þess að njóta til þess liðveizlu annarra ríkja — er mundu ekki veita honum brautargengi til þess — en jafnvel þótt hann fórni liði í strandhöggum, ætti honum að vera óhætt á eyjunni eftir sem áður, þar sem hann hefur haft tóm til þess að koma vörnunum í gott horf. Ofangreind ákvörðun Bandaríkjastjórnar mun því aðallega gerð vegna þess, að hún mun vilja hafa 7. flotann tiltækilegan, ef þörf skyldi fyrir hann annarsstaðar vegna nýrra ofbeldisat- hafna kommúnista. Þeir hafa sýnt, að þeir eru jafnan reiðu- búnir til að fara með báli og brandi, ef þeir gera sér vonir um eitthvert gengi. Samvinna viS Spánverja. ^íðan styrjöldinni lauk, hefur mikil breyting orðið á stöðu *^ Spánverja meðal þjóðanna. Þegar möndulveldin höfðu ver- ið að velli lögð, stóð Spánn samt eftir, þótt hann hefði verið vinaland þeirra, en aðrar þjóðir vildu sem minnst hafa saman við hann að sælda, svo að hann hefur verið útskúfaður úr samfélagi þeirra að mestu til skamms tíma. En frá styrjaldarlokum hefur mikið vatn runnið *til sjávar. Lýðræðisþjóðirnar hafa skilið, að þær verða að 'vera öflugar, til þess að verða ekki kommúnismanum að bráð, því að hann fór ekki að dæmi þeirra um að afvopnast, er stríðinu var lokið. Þeim er að verða það æ Ijósara, að Spánn getur verið mikilvægUr hlekkur í varnákerfi þeirra gegn yfirgangi komm- únismans, þótt herveldi sé hann lítið. Þær segja svo: Hitler og Stalín gerðu bandalag til að hefja styrjöld — hvers vegna getum við ekki gert bandalag ýið /ýán til þesS' að koma í veg fyrir hana? VWVVUVVVMMAIVVVWA^MMWUVVVWVUWWVVVMWV VVWVWVSW^VVWVSft^VWVVyVUVVVWWVWWV'WWS^ ■wwwvvvwwvwvwswwvvvvvvwwvwvw^wvwvvvv wwwvn wwvw% wvvwv vwvwv% vwww% fWWW? PWWW^ wwvw WWW' VWVW' wwws ÍWWW WWVWWWW 9 dljHýjltHHL www% VWWVSrt •wwwws vvvvw wwww wwvwv WWW1 ■oVUWVI vwww WWWWWAfl vwvwvwww. Nýtízku skartgripir úr „eldsteini“ frá Labrador. Mala er mikil á slikissai gripaiiai. Líklegt þykir, að „eldsteinn“ valdi byltingu í skartgripum kvenna. í St. Johns á Nýfundnalandi er þjóðlegur handíðaskóli, og hafa nemendur þar lært að skera og fága brothættan stein, svo að hann verði söluhæfur. Landkönnuðir uppgötvuðu steintegund þessa fyrir löngu eða ki’ingum 1770. Hefir steinn- inn ýmist verið kallaður „la- bradortseinn“, „páfugl“ eða „eldsteinn". Þetta er hálfgim- steinn, líkur marmara, litlaus, en þegar ljós skín á hann, koma fram skínandi litilr, bláir, fjólubláir, grænir, gullnir og rauðir. Það eru smá-agnix í steininum, sem ljósið brotnar í og valda þessum litbrigðum. Erfitt að vinna liann. Ameríkumaður einn sá í hendi sér, að þarna væri skrautsteinn, sem gera mætti verðmætan. Hann byrjaði vinnslu árið 1930 en gafst upp, þegar í ljós kom, hversu brot- hættur steinninn var. En nemendur skólans í St. Johns kunna allar nýtízku að- ferðir í að skera steina og fága. Þeir hafa búið til hringi, brjóstnálar og aðra skartgripi og skreytt þá þessum fögru „eldsteinum“. Kreppan, sem hófst um 1930 gerð það að verkum, að ódýrt skai-tpripaglingur var mikið keypt og notað. Sala mikil. í Providence í Rhode Island- fylki í Bandaríkjunum er skart- gripagerð mikil. Árleg fram- ■ leiðsla á skargripaglingri er þar j 150 til 200 milljón stykki, allt, nýtízku „gerfi“-skart. Þessi iðnaður er í bernsku, en hefir nú þegar notað allskonar1 efni í skartgripi sína og ódýra glismuni. Þar hafa sézt hnapp- ar, hnetur, stál, mislitt gler og nú verður „eldsteinninn*1 frá Labrador fáanlegur. Getur þá verið að Labrador, 10. fylki Kanada, fái þarna nýjan iðnað og arðvænlegan. Konur lýsa krýningtmvti* Seytján þulir munu lýsa krýningarhátíðahöldunum í London í sumar í útvarpi og sjónvarpi. Lýsingum á allri dýrðinni verður útvarpað, og mun það taka samtals sjö klukkustund- ir, svo að ekki er að furða, þótt margir þulir vei’ði að starfi. Meðal þulanna verða tvær konur, og heitir önnur Audrey Russell en hin Mary Hrll. 2ja bama möðir gerist brakún. Ilenni finnast verdliréí skálaileg. Margar ex-u þær konur, sem skilja ekkert í kauphallar- braski og þykja öll fjármál þrautleiðinleg. Þær geta nokk- uð lært af frú Katrínu Bonner. Frú Bonner er húsmóðir í New-Orleans. Hún kann vel við sig í kauphöllinni og starf- ar þar að staðaldri. — Það þyk- ir henni miklu skemmtilegra en að kynna sér nýjar matar- uppskriftir eða lesa tízkublöð. Og hana langar til að sýna öðr- um konum, að fjármálastarf sé skemmtilegt. Frú Bonnér er falleg kona, dökkhærð. Hún á tvö börn og hefir starfað að mörgu. Hún hefir unnið í lyfjabúð, verið ritari ogfjármálaráðunautur. Og nú hefir hún fengið’ ægilegan titil — brakún er hún orðin, og hefir unnið sér álit og virðingu í því stai’fi. En hingað til hafa aðallega karlmenn fengizt við slíkt. Sem sagt — það hefir verið þeirra starf, en inn í það komst hún, er hún las auglýs- ingu frá banka, sem óskaði eft- ir manni til að læra siíkt starf. „Verðbréf eru svo skáldleg,** sagði hún við vinkonu sína. „Þau eru svo nátengd heims- viðburðununi og alþjóðlégú >á- standi, að það er blátt áfram heillandi að athuga þau. Það er eins og maður sjái allan heiminn trítla fram hjá sér á fréttabandi.** Hún tekur húsmæður með sér í kauphöllina á vissum tímum og útskýrir fyrir þeim Frh. á 5. síðu. atur Kjötrönd með brúnuðu hvítkáli og einnig hvítri sósu. Hvítkálshöfuð er skorið í þunnar sneiðar og skipt til helminga. Annar helmingurinn er soðinn í dálitlu saltvatni og síðar borinn fram í mjólkux- sósu. Helmingurinn er brúnað- ur í steikarpotti. Síðan er vatni hellt á og salti og pipar dreift yfir. Sé hvítkálið erlent þarf það allt að klukkustundar suðu, en íslenzkt hvítkál þarf ekki meira en 15—20 mínútur og gæta verður þess að vatnið sé aðeins lítið. Kjötröndinni er hvolft á fat og káli og sósu hellt innan í röndina. Brúnaða kálinu er dreift kringum kjötröndina. Bergmáli hefur borizt éftirfar- andi bréf frá Þorleifi Eggerts- syni um áfengismálin, eins og þau köma honum fyrir sjónir: „Mikið er á þessum döguxn rætt og ritað um áfengismál okkar. Og er það sízt fui’Sa, því að sögn kunnugra ei’u hundruð manna i þessai’i litlu borg ofurseldir of- drykkju og sumir heilsulausir af þeim sökum. Og íslenzka ríkið sjálft er bölvaldurinn, Ríkið lat- ur þjóðinni þetta eiturlyf tak- mai-kalaust í té, með svívirði- legu okurverði og eyðileggxxr þannig efnahag, líf og heilsu fjölda manna, til þess að :tfla sér tekna. Stofnar hæli. Það fær svo þessa úttauguðu vesalinga á sig og stofnar fyrir þá liæli með starfsfólki og lækn- um, sem kostar ærinn pening, þegar fram i sækir. Auk þess þarf það kannske að sjá fyrir konum þeirra og börnum. Er hægt að gera óheillavænlegri. ráðstöfun eða heimskulegri til fjáröflunar fyrir ríkið en svona? Það, sem gera þarf til að forða þjóðinni frá þessari ómenningu, er að loka öllum vínbúðum, i fyrstu árlangt. Mætti gera það með bráðabirgðalögum eins og þegar tollar og skattar eru hækk- aðir. Herða eftirlit með öllii smygli, hvert skip skal vandlega skoðað. Þungar sektir lagðar við, ef út af er brugðið. Sömuleiðis skal varnarliðinu stranglega bann að að láta af hendi vin til ís- lendinga, og varði það einnig þungum viðurlögunx. Hvernig afla skal tekna. Eg býst nú við, að sagt verði, að í'íkið geti ekki misst tekjurnar af vínverzluninni. Því er til að svara, að það er leikur einn að di’aga svo úr óhófseyðslu þeirri, sem viðgengst í öllum í-ekstri. Mætti ekki t. d. fækka nefndum? Ríkið þarf að fækka þingmönnuin um 13, annað er varla sæmilegt svona lítilli þjóð, enda næsta ó- líklegt að þjóðin kjósi nokkurn kommúnista inn á þing næst. Ætli mætti ekki líka fækka sendi- ráðum, minnka veizluliöld, fækka luxusferðum o. m. fl. Vilji ráða- menn og þjóðin bjarga sér frá ómenning, þá verður að sýna þor til að mæta örðugleikum uxn stund. Allir leggist á eitt. Þjóðin á öll að leggjast á eitt, og hún gerir það, ef h'ún sér ráðamcnn sina ganga á undan,* en þá reyuist liún jafnan ótrauð. Það er verið að guma af menn- ingu okkar. Hvar er lxún? Ekki er liún í áfengislöggjöfinni, tæp- lega í fjármálum okkar — er hún kannske í þólitík eða skáld- skap og listum? T. d. Gerpla Iíiljans? Nei. Hún cr líklega i ti’úarlífinu. Og vafalaust er hún það mikil, að okkur tekst að út- rýma innan skamms þessari ,ó- fremd í áfengismálum pkkai’, Tvær leiðir og þó þrjár. Annars eru tvær leiðir til i þessum átökum, þó önnur sé kannske sem ákjósanlegust, og hin heldur ekki á valdi neinnnr stéttar, nema fyrir eigin jxersónu. Það er bara hugarfar einstaklings og þjóðar taki þeim stakkaskipt- um fljótlega, að finna og hafa skömm á þeiri’i vansæmd að ger- ast ofurölvi með öllu cr því fylg- ir, Geti nú hvorug framangreinil leið orðið framkvæmanleg þá er sú þriðja þó fær. Einkasala rikis- ins hætti að vera til, en allar verzlanir, scm vilji þiggja sæuid-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.