Vísir - 11.02.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 11.02.1953, Blaðsíða 2
visia MiSvikudagirui, 11. febi'úar 1953. Mifinisbiað aímennings. Miðvikudagur, 11. febrúar — 42. dagur árs- ins. Bafmagusskömmtun verður á morgun, fimmtu- daginn 12. febrúar, kl. 10.45— 12.30 í IV. og I. hverfi. Enn- fremur kl 18,15—19.15 í II. bverfi. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er frá kl. 17.00—8.25. Fióð verður næst í Reykjavík kl. 15.45. BÆJAR j Næturvörður þessa viku er í Ingólfs-apó- teki; simi 1330. Læknavarðstofau 1 hefir síma 5030. Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið þangað. Gengisskráning. 1 bandarískur dollar kr. 16.32 1 kanadískur dollar kr. 16.73 1 enskt pund .... kr. 45.70 100 danskar kr.....kr. 236.30 100 norskar kr.....kr. 228.50 100 sænskar kr. .. kr. 315.50 100 finnsk mörk .. kr. 7.09 100 belg. frankar .. kr. 32.67 1000 franskir fr. .. kr. 46.63 100 svissneskir fr. .. kr. 373.70 100 tékkn. Krs. .... kr. 32.64 100 gyllini..........kr. 429.90 1000 lírur ......... kr. 26.12 Söfnin: | Landsbókasafnið er opið kl. 10—12, 13.00—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema' laugardaga kl. 10—12 og 13.00 —19.00. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.00—16.00 á sunnudögum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Listasafn Einars Jónssonar er opið sunnud. frá kl. 13:30— 15.30. Náttúrugripasafnið er opið sunnudaga kl.* 13.30—15.00 og á þriðjudögum og fimmtudögum klö 11.00—15.00. K. F. u. m. Biblíulestarefni: Lúk. 10, 17—20. Komið aftur með gleði. Knattspyrmiféiagið Fram minnist 45 ára afmælis síns n. k. laugardagskvöld með borðhaldi I Sjáifstæðishúsinu. Menn snúi sér. til Lúllabúðar, og verzl. Sig Halldórssonar vegna miða að hófinu. N áttúrulækhingaf élag á Blönduósi. Nýlega var stofnað Náttúru- lækningafélag á Blönduósi með 22 félagsmönnum..í stjórn eru: Ðjörn Bergmann kennari, Steingrímur Davíðsson skóla- stjóri og Sólveig Sövík frú. — Félagið hefir ákveðið að kaupa kornmyllu til starfrækslu á Blönduósi. Útvarpið í kvöld. Kl. 17.30 íslenzkukennsla; II. fl. — 18.00 Þýzkukennsla; I. fl. -— 18.30 Bamatími a) Út- varpssaga barnanna: „Jón vík- ingur“; IX. (Hendrik Ottósson). b) Tómstundaþátturinn. (Jón Pálsson). — 19.15 Þingfréttir. — 20.00 Fréttir. — 20.30 Út- varpssagan: „Sturla í Vogum“ eftir Guðm. G. Hagalín; III. (Andrés Björnsson). — 21.00 íslenzk tónlist (plötur). —j 21.20 Vettvangur kvenna. Frú Kristín L. Sigurðardóttir alþm. | og frú Ragnheiður Möller tala um mæðralaun. — 21.40 Tón- leikar (plötur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Pass- íusálmur (9.). — 22.20 „Mdður- inn í bninu fötunum“, saga eft- ir Agöthu Christie; XTV. (Frú Sigríður Ingimarsdóttir). — 22.45 Dans- og dægurlög (plöt- ur) til kl. 23.10. Hvar eru skipin? Ríkisskíp: ‘Heklá eí : í Rvk; fer þaðan á föstudaginn austúr um land í hringferð. Esja fór frá Rvk. kl. 20 í gærkvöld vest- ur um land í hringferð. Herðu- breið fer frá Rvk. í dag austur um land til Bakkafjarðar. Þyr- ill verður í Hvalfirði í dag á leið til Rvk. Helgi Helgason fer frá Rvk. síðdegis í dag' til Vestm.eyja. Skip S.Í.S.: Hvassafell losar kol á Akureyri. Arnarfell losar hjallaefni í Rvk. Jökulfell lest- ar frosinn fisk á Austfjörðum. Eimskip: Brúarfoss fór frá Leith í gærkvöld til Reykja- víkur. Dettifoss fór frá Reykja- vík 4. þ. m. til New York. — Goðafoss kom til Álaborgar í gær, fer þaðan til Gautaborg- ur og Hull. Gullfoss fór frá Reykjavík kl. 17 í gær til Leith, Gautaborgar og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss kom til Ant- werpen 8. þ. m., fer þaðan til Rotterdam. Reykjafoss kom t-il Hamborgar 8. þ. m., fór þaðan í gær til Austfjarða. Selfoss fór frá Leith 7. þ. m. til Norður- landsins. Tröllafoss er í New York, fer þaðan til Reykjavik- ur. lögn netánna vegna hvassviðris. Þar sem gera má ráð fyririítilli netaveiði út þenna mánuð þykir ekki rétt að leggja netin í slæm- um sjó, þar sem af þvi gæti hlotizt tjón. Grindavík. Hjá Grindavíkurbátum var aflinn í gærróðrinum 3—714 tonn og var Vonin frá Grenivík hæst, eins og fyrri dagiim, með 7Vi, tæplega þó. Talsverður strekkingm- var á xniðuntim. í dag eru bátarnir aftur á sjó, en veðrið er mun betra. Heijissandur. Tveii- dekkbátar og 4 trillur eru gerðar út á línuveiðar frá Sandi á vertíðinni. í febrúar hefur afli stærri bátanna verið 4—8 tonn í róðri og er miklu betri en í fyrra. Trillumar hafa líka aflað vel, allt að 4% lest í róðri. Trillumar eru á sjó í dag, en erfitt er að halda stærri bátunum úti vegna manneklu. tíwMfáta hk /S36 Lárétt : 1 Óíögleg "átþöfn, 6 kasta upp, 8 eftir eld, 10 verk- ur, 12 tímatal, 13 ósamstæðir, 15 vesæl, 16 reitt til reiði, 17 fugl, 19 fyrir vatn. Lóðrétt: 2 Virðingarverð, 3 hlýju, 4 hola, 5 ílát, 7 Evrópu- maður, 9 fóðruðu, 11 einkasala, 15 fita, 16 ekki hætt, 18 guð. Lausn á krossgátu nr. 1835: Lárétt: 1 gerla, 6 spá, 8 nös, 10 nei, 12 al, 13 RL, 14 glæ, 16 önd, 17 :|ól,yy£,hu j:j|’ Lóðrétt: 2 ess, 3 Rp, 4 lán, 5 snagi, 7 hildi, 9 öll, 11 ern, 15 æsa, 16 öln, 18 óf. Veðrið. Hæð yfir NA-Grænlandi, suður um austanvert Græn- landshaf. Lægð að nálgast Suð- ur-Grænland úr suðvestri. Veðurhorfur: N-gola, víðast léttskýjað í dag', þykknar upp með SA-kalda í nótt. Veðrið í morgun kl. 8: Reykjavík VNV 3, -r-1, Stykk- ishólmur NNA 4, h-1, Hom- bjargsviti NNV 2, h-3. Þing- velilr NNV 2, 0. Reykjanesviti N 4, ,H-1, Keflavíkurvöllur N 3, Togararnir. Þorsteinn Ingólfsson kom í morgun. Egill Skallagrímsson býrjaði að landa í gær og er haldið áfram löndun i dag. Mun hann vera með 200 tonn af ís- fiski.'Sólbörg'er í slipp í ketíl- hreinsun og Geir vegna lagfær- ingar á skrúfu. Ólafsvík. Sjö landróðrabátar eru gerð- ir út frá Sandi og höfðu þeir farð í frá 19—23 róðra fram til sl. laugardags. Bátarmr og afli þeirra, 'er’sem hér segir: Froði 122,350 kg. í 23 róðrum, Haf- alda 24,370 kg. (22 r.), Týr 112,190 kg. (21 r.), Mummi Ití6j300.„ k0^ 106,620 kg'. (2Í r.), Glaður 103,070 kg. (22 r.) og Fylkir £7t360 ,kg, (19. r.ý Meðalafli í örLlNCrAR róðri er 5—6 tonn og er það miklu betra, en var á sama tíma í fyrra, en þá mun hafa látið nærri að meðalaflinn væri 3 tonn. Akranes. Akranesbátar voru á sjó í gær, en rok var á miðunum og var afli þeirra 2—8 tonn, og þótti gott eftir öllum atvikum. Einn bátur var með 2 tonn, en aðrir bátar með sæmilega út- komu. í dag eru allir bátarnir 17 á sjó. Hafnarfjörður. Afli Hafnarfjarðarbáta var mjög jafn í róðrinum í gær og voru þeir flestir með um 5 tpnn og þykir sæmilegt. í dag eru bátarnir aftur á sjó og veðrið betra. Togarinn Bjarni riddari var mfeð 220 lestir, og for''h.£l- inn að" mestu í herzlu. Röðull kom í morgun með 180 lestir, einnig í herzlu, nema ýsa og karfi fer í frystihús, eins og venja ef til. Afli togara er treg- ur, Jiyt þeir þyrftu að vera með 250 1estir eftir jafn langa úti- vist. A’1- Sandgerði. Saridgerðisbátar voru allir á sjó í gær, enda þótt veður væri fjreka.r ^óhagft^ætt, ý^li var 4—8 toxm. í dag eru bátarmr aftur á sjó. Netabáturinn Hugur hef- ur enn orðið að fresta fyrstu 6000 íslenzk nýyrÖB. Menntamálaráðuneytið hefur nýlega gefið út safn nýyrða, sem dr. Sveinn Bergsveinsson hefur tekið saman og búið undir prentun. í útgáfu bókar þessarar var ráðist fyrir tilstuðlan Björns Ólafssonar menntamálaráð- herra og fól hann þeim pró- fessorunum Alexander Jóhann- essyni, Einari Ól. Sveinssyni og Þorkatli Jóhannessyni að sjá um verkið, en þeir riéðu aftur dr. Svein til þess að safna orð- unum. í nýyrðasafni þetta var viðað héðan og handan, bæði úr prentuðu og óprentuðu máli og eru samtals um 600 orð í því. Hér er því aðerns um lítið sýn- ishorn að ræða, en ekki ósenni- legt að það kunni að verða upp- haf stærra verks síðar. Tilgangur orðakversins er fyrst og fremst sá að safna fræðiheitum á einstökum svið- um og hinni réttu tæknilegu þýðingu þeirra á þekktu Ev- rópumáli frá bæjardyrum okk- ar íslendinga séð. Gegnir bókin að verulegu leyti sama hlut- verki og safn alþjóðaheita (fremmedordbog) svo langt sem hún nær. Nýheitunum er skipt í 5 meginkafla. Fjallar sá fyrsti um eðlisfræði, kjarneðlisfræði, raftækni, efnafræði og skyldar greinar. Annar kafli fjallar um bifvélatækni, þriðji kafli um sálfræði, rökfræði og almenn fræðiheiti, sá fjórði um líffræði og erfðafræði, en 5. kafli um ýms heiti. Aftast í bókinni eru svo erlendu orðin með tilvísun á íslenzku þýðinguna. , Kyerið er röskar 100 síður að stærð. Bókaútgáfá Menningar- sjóðs annast dreifingu þess. Pólskur doktor kennir esperanto. Hingað er kominn á vegum esperantistasamtakanna dr. Marek Wajsblum, pólskur maður, búsettur í London. Hingað er hann kominn til þess að kenna esperantisto, kynnast landi og þjóð og síðar rita greinar um íslenzk mál- efni í pólskt blað, sem út kem- ur i London. Það er Auroro, esperantista- félagið hér, og La verda insulo í Vestmannaeyjum, sem hafa gengizt fyrir kómu. dr. Wajs- blums, en hér mun hann dvelja úm tveggja mánaða skeið. Hafnarfjöröur: V erzlunar mannasamn- ingar samræmdir stétt- arfélagasamninguiHim. Nýlega voru undirritaðir samningar um kaup og fcjör verzlunar- og skrifstofufólks í Hafnarfirði milil Kaupmanna- félags Hafnarfjarðar, Kaup- félags Hafnfirðinga og annarra kaupsýslumanna í Hafnarfirði annars vegar og Verzlunar- mannafélags Hafnarf jarðar hins vegar. Hinir nýju samningar eru í aðalatriðum framlenging fyrri samningá, að því viðbættu að yísitölugreiðsla er færð til sam- ræmis við þá kjarasamninga er gerðir hafa verið tmdanfarið milli ýmsra stéttarfélaga og at- vinnurekenda og byggðir hafa verið á tilhlutan ríkisstjómar- innar í des. s.l. varðandi verð- lag, niðurgreiðslur o. fl. Byrj- unarlaun afgreiðslufólks í verzl unum (III fl. B) eru færð til meira samræmis við næsta launaflokk fyrir ofan. Sumar- leyfi lengist úr 12 í 15 virka daga á ári. Lokunartími sölubúða breyt- ist á laugardögum yfir sumar- tímann. Lokað verður kl. 12 á laugardögum í stað kl. 1 áður. Sérstakt ákvæði var fellt inn í samningana varðandi fram- kvæmd lögreglusamþykktar Hafnarfjarðarbæjai', að því er snertir lokun sölubúða í bæn- um. Samningurinn gildir frá 1. jan. 1953. Slapp úa* nauð- ungarviiinu. Berlin (AP). — Þýzkur fiug- véiaverkfræðingur, Bernd Rot- hroeckl, hefur sloppið af her- nánissvæði Rússa. Maður þessi starfaði áður hjá Messerschmitt-smiðjunum, og hefur verið 5 ár í nauðungar- vinnu í"Á--Þýzkalandi, þar sem hann var látinn. starfa við flug- vélateikningar. Aukaver5iaun ís- lenzkra getrauna. Breyting hrfur verið grrð á reglugerð íslenzkra getrauna, er miðar í þá átt að hækka vinu inga þeirra, sem fá 12 úrslit rétt. : Samkvæmt filkynningu sem Menntámálaráðherra hefur gef- ið út um þetta, ber að leggja 5% af andvirði allra getrauna- seðla í sérstakan sjóð, en helm- ingi þess, sem eftir er, skal var- ið til vinninga. Sjóðnum skal síðan verja í aukaverðlaun handa þeim, sem fá 12 úrslit rétt, og getur auka- vinningurinn numið mest 5 þús. krónum. Svo sem kunnugt er skal verja tekjunum af íslenzkum getraunum til þess að byggja íþróttamannvirki í landinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.