Vísir - 12.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 12.02.1953, Blaðsíða 4
▼ XSXB Fimmtudaginn 12. febrúar 1953. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HP. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h;f. Á' i lll? r éf Þýðing Jiéraðsbanns hér. -Oamtök þeirra manna, sem vinna að bindindissemi meðal ^ landsmanna á ýmsum vettvangi, hafa nú látið frá sér fara _yfirlýsingu varðandi þá ályktun, sem bæjarstjórn Reykjavíkur ^amþykkti á fundi sínum um miðjan síðasta mánuð. í ályktun þessari var bæjarstjórnin méðmælt því, að hér væri efnt til atkvæðagreiðslu til þess að gengið yrði úr skugga um það, ihvort loka skyldi útsölum Áfengisverzlunar ríkisins í bænum, •en nánar var ekki ákveðið um atkvæðagreiðslu þessa. Vísir skýrði frá því nokkru síðar í fréttum, að templarar :mundu ekki vera þeirrar skoðunar, að héraðsbann hér í bæn- :um mundi koma að tilætluðu gagni, þar sem sjálfri Áfengis- verzluninni sem ríkisstofnun verður ekki lokað með einföldu ■héraðsbanni, til þess þyrfti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla ;um breytingu á bannlögunum. Það er nú komið á daginn, að rétt var hermt í Vísi, því að íí yfirlýsingu þeirri, sem framkvæmdanefnd Stórstúku íslands <og Samvinnunefnd bindindismanna hafa nú gefið út í sam- •einingu, segir einmitt, að það sé skoðun þessarra aðila, að ihéraðsbann muni ekki bera tilætlaðan árangur hér í höfuð- Ætaðnum. Orsökin er einmitt sú, að ríkisstofnunin, sem hefur á 'hendi innkaup, dreifingu og sölu áfengisins um landið, verður ístarfandi eftir sem áður hér í bæ og mun sjá til þess, að menn iskorti ekki varning þann, sem hún hefur á boðstólum. Á hinn ’bóginn er það skoðun þessarra sömu aðila, að koma beri á ihéraðsbönnum úti um land, þar sem tryggt sé, að ekki verði mm neina áfengissölu að ræða, þegar útsölum Áfengisverzlunar ixíkisins hafi verið lokað að undangenginni allsherjaratkvæða- .igreiðslu borgaranna á hverjum stað. , Þetta væri rétt, ef víst væri, að engum kæmi til hugar wð reyna að afla sér áfengis, þegar vínbúðunum á hinum ;ýmsu stöðum úti um land hefði verið lokað. En málið mun 'því miður ekki vera svo einfalt eða auðviðráðanlegt, því að mllir vita, að ekki verður minni eftirsóknin í áfengið en áður, ■■er hægt var að ganga að því vísu í útsölum ÁVR mikinn hluta ssólarhringsins. Menn munu neyta allra bragða til þess að afla ;sér áfengis, og mörg þeirra munu koma að tilætluðum notum, ssvo að áfengið mun ekki skorta. Og þetta mun einnig verða vatn •á myllu leynivínsala, sem eru, því miður, menn í meira lagi .framtakssamir og leggja mjög fram um að gera viðskipta- vinum sínum til hæfis. Þeir einir mundu græða á því, er hér- mðsbönn væru samþykkt úti um land, og þeir munu græða á -tá og fingri af þeim sökum. Þetta vita allir, sem hafa augu •og eyru opin fyrir því, sem er að gerast umhverfis þá. Því miður er hætt við, að héraðsbönn úti um land mundu Iþví ekki heldur koma að gagni þar, og hver yrði þá árangur- :inn? Hann yrði enginn eða verri en enginn, því að héraðs- 'bönn mundu ýta undir afbrot, þar sem ekki væri hægt að afla ;áfengisins í mörgum tilfellum nema með því að brjóta lög .-að einhverju leyti. ) í þessu efni ber að sama brunni, þótt í smærri stíl væri, og ■ef sett væri á algert bann, því að í báðum tilfellum mundu Ællar smugur verða notaðar til þess að afla áfengisins. Og þjóð- :in hættir ekki að drekka, fyrr en hún hefur öðlazt þroska og' igkynsemi til þess að sjá, að áfengið er fyrst og fremst eitur. Hétel Borg og ferðamenn. "|7'ngin rödd mun hafa heyrzt um það, að ísland geti ekki verið ferðamannaland, og eigi ekki að sækjast eftir ferða- rmönnum, sem eru mörgum þjóðum drjúg tekjulind. Hér eru '-einnig mörg skilyrði fyrir hendi, til þess að landið geti orðið «eftirsótt að þessu leyti: Náttúrufegurð í ríkum mæl-i, marg- víslegur farkostur, til þess að flytja ferðamenn til og frá dandinu, og kunnáttu menn á ýmsum sviðum, til þess að taka .á móti erlendum gestum. Það er þó mjög erfiður þröslculdur, sem í rauninni hindrar, mð hingað sé verulegur straumur útlendinga, að mörg gisti- hús oltkar eru ekki boðleg mönnum sem eru kröfuharðir vegna prýðilegs viðurgernings annars staðar. Og nú er svo komið, að fullkomnasta gistihús landsins er í rauninni lokað, og verður svo að óbreyttum aðstæðum um ófyrirsjáanlega framtíð. Við getum ekki verið þekktir fyrir að bjóða útlehdingum upp á jþað að koma til landsins og geta ekki komizt í sæmilegt húsa- skjól. Ef það er ekki hægt, eigum við freltar að vara þá við .ierðum til landsins en að hvetja þá til að koma. - VISINDI DG TÆKNI - Tæki, sem hindrar 80% allra bifreiðaslysa. Það er fundið upp x Sviss* og viðu r- kenut a£ yiTrvöldum ]>ar. Svissneskur verkfræðingur hefur fundið upp tæki, sem að dómi fróðra manna ætti að geta komið í veg fyrir 80% allra bifreiðaslysa. Er tæki þetta einskonar teng- ing milli fóthemils og benzín- gjafa, og kostar innan við 50 svissneskar farnka. Það styttir mjög tímann, sem fer í að stöðva bifreiðir, og hefur fengið viðurkenningu lögreglu og vá- tryggingafélaga í Sviss, en uppfinningamaðurinn, Jakob Gossweiler að nafni, hefur tekið út einkaleyfi á uppfinningunni í ýmsum löndum. Uppfinningin er í því fólgin, að venjulegur benzíngjafi er tekinn úr bifreiðunum, en ann- ar festur við fóthemilinn og honum stjórnað með hælnum, meðan ökumaðurinn heldur fremri hluta fótarins á hemlin- um. Þegar hemla þarf, er fótur ökumannsins þegar á hemlin- um, og hann þarf ekki að gera neina tímafreka hreyfingu meS fætinum, til þess að stöðva bif- reið sína. Hemlaútbúnaðurinn stöðvar um leið benzínrennslið. Prófanir hafa einnig leitt í ljós, að bifreiðar með slíkum útbún- aði þurfa 7 metra minna rúm til þess að stöðvast, þegar ekið er með 40 km. hraða og 16 m. minna, þegar ekið er með 95 km. hraða. Það er einnig kostur við þenna útbúnað, að útilokað er, að mönnum verði það óvart a að auka benzíngjöfina í fáti, í stað þess að stíga á fóthemil- inn, en slíkt hefur oft valdið slysum. Býst hugvitsmaðurinn við, að hægt sé að komast hjá 80 % allra árekstra með notkun uppfinningar hans, þar sem hún styttir stöðvunartímann til svo mikilla muna. Bifreiðar.þær, sem eru búnar uppfinningu þessari nýju, eru merktar sérstaklega af log reglunni svissnesku, til þess að gefa öðrum ökumönnum til kynna, hversu fljótt þær stöðv- ist, þegar við liggi. Sími meö næturljósi. Hafin er framleiðsla erlendis á litlum lömpum, sem hægt er að setja á öll sjálfvirk símatæki, svo að hægt sé að velja númer að næturlagi, eða í myrkri. Þessir litlu lampar eru m. a. þannig' útbúnir, að á þeim kviknar fyrst, þegar heymar- tólið er tekið af, og þeir lýsa aðeins yfir töluskífuna. Tækið getur verið handhægt fyrir þá, sem hafa síma á náttborðinu hjá sér. Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaJBur. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Símí 1043 og 80950. „í 330 ár höfum viÖ ekki þurft á brezkum ölmusum að halda, og við getum staðið á eigin fótum.“ Þannig komst gildur borgari Bermuda-eyja — Seward Todding að nafni — að orði fyrir skemmstu. Eyjarnar hafa verið brezk nýlenda síðan 1684, og eyjaskeggjar vilja helzt 'losna úr því sambandi. Þó eru þeir ekki að hugsa um að rjúfa tengslin við brezka heimsveld- ið, því að þeir vilja aðeins kom- j ast í samband við Kanada, til þess að vera á dollarasvæðinu. En Bretar vilja ekki leyfa þeim að koma því fé, sem þeir eiga aflögu, í banka eða fyrirtæki á dollarasvæði, og þykir Berm- uda-búum það illt. Árið 1700 byrjuðu Bretar að hafa nokkurt setulið á eyjun- um, og svo var til ársins 1951, er þeir ákváðu að spara við sig með því að kalla liðið heim, en í því voru þá 154 menn. Ætla Bretar að fela A-banda- laginu að sjá að öllu leyti um varnir eyjarinnar. Flota hafa þeir ekki haft þar í meira en 10 ár e$a. síðan þeir létu Bandaríkjunum í té aðistöðu þar á stríðsárunum fyrir hóp gamalla tundurspilla, sem Bret- um lá mjög á að fá til að vernda skipalestir sínar. Hafa Banda- ríkjamenn síðan gert nýja eyju þarna og hafa þar mikla bæki- stöð. Bermuda-búum þykir það einna verst, að þeir skuli ekki mega eignast innstæður í Kan- ada eða Bandaríkjunum og tala um, að þeir sé „hengdir við skott ljóssins“. Það er nefni- lega tekjuafgangur í fjárlögum eyjanna á hverju ári, og greiða menn þó engan tekjuskatt þar. Liggja miklar fjárhæðir í bankanum í Hamilton, höfuð- borg eyjanna, en engum kem- ur til hugar að senda það fé til Englands. Kanadiskir * blaðamenn voru ekki lepgi að þefa óskir Berm- udabúa uppi, og það er ekki langt síðan borgarstjórinn í Hamilton, E. R. Williams, kom til landsins við 18. mann í kynnis- og vináttuför. Ef af yrði, mundu eyjarnar verða 11. fylki Kanada. En stjórnarvöld þar vilja ekki ræða málið, þótt þau „fylgist með“, eins og þau kom- ast að orði. Þegar Nýfundna- land bættist í tölu fylkjanna 1949, lét Kanadastjórn at- kvæðagreiðsluna afskiptalausa, en opnaði svo móðurfaðminn,. er hún var á enda. Nú vii’ðist hún ætla að fara eins að. „Fjölnir“ sendir Bergmáli þetta bréf: „Margur er rikari en hann hygg ur, segir gamaít máltæki. Þetta flaug mér í hug, þegar ég las um- mæli danska prófessorsins Ru- bows um islenzku.þandritin, sem Danir geyma fyrir okkur. Eg liafði í einfeldni minni haldið að þessi handrit skiptu fyrst og fremst máli fyrir okkur Islend- inga, væru okkur eins konar and- legt erfðasilfur. Að visu hefur enginn borið brjgður á þessa skoðun beinlinis, en ég sé nú að eins dýrmæt og liandritin eru okkur, eru þau Dönum enn dýr- mætari. Það er sem sé komið á daginn, að Danir eiga þessum gömlu bókmn þjóðlega sjálfstæð- iskennd sina að þakka, og þeir hefðu ekki verið sjálfstæð þjóð án þeirra. Meining .Dana. Léngi höfum við haft allsterk- an grun um, að margt merkilegt liafi verið sagt og gert í gönilu íslenzku torfbæjunum, en ekki vissum við áður að menningar- grundvöllur dönsku þjóðarinnar var hvergi til nema þar. Við még nm vera Rubow prófessor þakk- látir fyrir að tjá þjóð sinni liversu litils hún liefSi verið megn ug, án íslenzku skinnhandritanna. Leggur okkur skyldur á herðar. En menningaruppeldi það, sem við höfum veitt Dönum, leggur okkur miklar skyldur á lierðar. Við megum aldrei gleyma því að við eigum fjórar milljónir and- legra fóstursona og dætra, rnilli Eyrarsunds og Norðursjávar. Þar eð við erum fámenn þjóð þurf- um við að vera hagsýnir i eftir- liti okkar nieð þessu fólki, þar eð okkur skortir mannafla til þess að veita hverjum og einum þá persónulegu liandleiðslu, seni lielzt myndi kosið og vert væri. Senda þeim kennara. Það liggur i augum uppi, að við megum ekki taka liandritin frá þessu fólki, að svo stöddu. Hins vegar verðum við að senda því lærða menn, til þess að lesa í þeim við og við, því svo er nú ástatt í Danmörku að fáir menn eru læsir á þessi merku fræði, og enginn danskur maður hefur gefið út íslenzkt liandrft síðan 1928. Vera má að Danir þroskist svo með tímanum, að þeir geti sjálfir skapað gersémar nokkrar, er þeim mega kærar verða og til þess fallnar að minna þá á þjóð- lega sjálfskennd. Þcir eiga nú þegar liús nokkur löguleg, svo sein ThorvaldSens Museum, Glyp- toteket og Nationalmuseet. Pró- fessor Rubow minnist á tilveru þessara liúsa, en getur þess um lcið að ekki megni þau, né það sem þau hafa að geyma, að lialda uppi danskri menningu, enda sé þau ekki á marga fiska í saman- burði við ormétnar íslenzkar bækur. Heimsóknir nauðsynlegar. Mér liéfur verið tjáð, að einn af helztu rithöfundimi Dana hafi lieimsótt lsland s.l. sumar, og liafi liann skrifað bók uin för sína. Eg hygg að fleiri danslcir rithöfundor ættu að heimsækja Island. Mætti þá svo fara þegar Gáta dagsins. Nr. 361. ........ Tær systur tyggja hvor í aðra. Svar við gátu nr. 366: Spónn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.