Vísir - 13.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 13.02.1953, Blaðsíða 4
« ▼ ISIB Föstudaginn 13. febrúar 1953. || DAGBLAÐ Ritstióri: Hersteinn Pálsson. | Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Síldarrannsóknir í vetur. 'Fjótt ekki hafi farið hátt, og varla verið á það minnzt í frétt- •*- um blaða og útvarps, hefur skipi — vélskipinu Fanney — verið haldið úti við síldarrannsóknir í vetur, þegar hægt hefur verið — bæði vegna verkfallsins, sem stóð meira en hálfan desember-mánuð, og veðurfars. Hafa tvennskonar athuganir verið framkvæmdar á skipinu í leiðöngrum þeim, sem það hefur farið í. Annarsvegar hefur verið um leit að síldinni við ströndina að ræða og hinsvegar tilraunir með veiðafæri, sem nota má til þess að veiða „silfur hafsins", þegar síldin veður ekki, eins og hún gerir fyrir Norðurlandi á sumrin. Um það þarf ekki að ræða, hversu nauðsynlegt okkur er að afla sem víðtækastrar þekkingar á göngum ýmiskonar nytja- fiska umhverfis landið — hverrar tegundar sem þeir eru. Is- lendingar byggja afkomu sína alla að heita má á fiskveiðum, og okkur er því meiri nauðsyn en nokkrri annari þjóð að hafa sem haldbeztar upplýsingar um það, hvar afla sé helzt að íá og af hvaða tagi á hverjum tíma ársins. Með rannsóknum þeim, sem fram hafa farið á undangengn- um áratugum hefur tekizt að afla mikilvægrar þekkingar á göngum þorsksins og annars í sambandi við þann mikla nytja- íisk. í þorskveiðum ræður að sumu leyti hefð, sem sköpuð er af aldagamalli þekkingu landsmanna á því, hvernær afla sé helzt von, og eru vertíðarveiðarnar árangurinn af þekkingu manna að þessu leyti. En nákvæmari rannsóknir hafa fyllt í margar eyður og aukið þekkinguna á mörgum sviðum. Vitan- lega er margt enn hulið um þorskinn og göngur hans, en þó er svo mikið vitað um hann nú, að rannsóknir á högum hans og háttum eru ekki það vandamál á þessu sviði, sem mest og bezt þarf að hyggja að um þessar mundir. Það eru göngur síldarinnar, sem eru hið aðkallandi verkefni dagsins í dag og næstu framtíðar. Með hverju árinu sem líður verður þekking manna á síldinni meiri, en þó er enn langt frá því, að hún — þekkingin — nægi til þess að hægt sé að segja fyrir um afla eða vera viss um, að þessi eftirsótti fiskur fari „á sinn stað“ hér við land að sumarlagi, svo að hægt sé að ausa upp milljónum í mynd hans. Enn er ekki hægt að spá, hvort um uppgripaafla verður að ræða eða síldarleysissumar. Fyrir bragðið verða veiðarnar „lotteri“ ár eftir ár, og því fleiri sem taka þátt í því, því fleiri "tapa, er illa fer, og því meira verður tjón þjóðarheildarinnar. Það má teljast mannlegt, að skip sé send norður til sild- veiða upp á von og óvon, því að svo skjóttekinn er gróðinn, ef eitthvað aflast á annað borð, og á hinn bóginn er hlaupið undir bagga með mönnum, þegar þeir verða fyrir skakkaföllum af völdum aflabrests, svo að áhættan er minni en ella. En þessar veiðar verða aldrei tryggar, fyrr en fengin er fullkomin þekking á göngum síldarinnar, og úr því að við getum hætt milljónum króna á ári hverju í það happdrætti, sem síldveiðarnar eru, ættum við að geta hætt talsverðu, til þess að rannsaka göngur eins vandlega og kostur er. Virtist eðlilegt, að hverjum þeim, er gerði út á síld, yrði gert að greiða gjald, er rynni til rannsóknanna. Lágmarksgjald skyldi innt af hendi, er leyfi til síldveiða væri veitt, og yrðu útgerðarmenn að greiða það sjálfir, en síðan færi það hækkandi eftir aflabrögðum. Rannsóknirnar eru svo mikilvægar, að ekki er sæmandi, að við vinnum að þeim með hangandi hendi eða kostum minna til þeirra en margs annars, sem hefur í rauninni sáralitla þýðingu í samburði við þær. Kosningar í Dagsbriín. TTm helgina ganga Dagsbrúnarmenn til stjórnarkosninga, og ^ hafa verið bornir fram 2 listar að þessu sinni sem oft áður, annar borinn fram af kommúnistum, hinn af krötum. Sjálf- stæðisverkamenn bera ekki fram lista að þessu sinni, og styðja hvorugan aðilann að málum. Af kosningabaráttu vopnabræðranna úr verkfallinu í vetur sannast hið fornkveðna, að „margt kemur upp, þá hjúin deila“. Alþýðuflokksmenn lýsa því, hvernig kommúnistar nota Dags- hrún aðeins í þágu kommúnistaflokksins, og af skrifum komm- únista er ljóst, að þeir vænta hins sama, ef kratar kæmust í stjórnaraðstöðu. Mun kjöftugum ratast satt á munn í þetta sinn sem oftar, því að flokkshagsmunir eru látnir sitja í fyrir- rúmi hjá báðum, og er því ekki von á að stjórn Dagsbrúnar hafi verið góð eða verði það. - VÍSINDI DG TÆKNI - George M. Humphrey fjár- málaráiherra Eisenhowers. Hann er þekktur fyrir að taka „rétta ákvörðun á réttri stundu.“ George Magoffin Hmnphrey, hin nýi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefir alla tið verið hlédrægur maður, er \nll helzt vinna í kyrrþei, en er jafnan reiðubúinn — og það þótt stundum fylgi áhætta — að taka mikilvægar ákvarðanir. Svo vel hefir tekizt um hans ráð og gerðir, að hann hefir fengið orð á sig fyrir að vera maður, sem „tekur rétta á- kvörðun á réttri stundu“, Menn segja, að hann hafi með- fædda hæfileika í þessa átt, en hér kemur einnig til greina löng reynsla á sviði kaupsýslu, framleiðslu og fjármála. Humphrey hefir nefnilega lengi verið að kalla einvaldur í sínu „ríki“ — fyrirtæki í miðvest- urhluta landsins, sem ræður yfir kola- og járnnámum, og starfrækir stálsmiðjur, silki- og plastsmiðjur, og flota skipa, sem annast flutninga á vötn- unum miklu. Sú reynsla, sem hann hefir aflað sér, kemur honum vafalaust að góðu haldi nú. er hann stjórnar fyrirtæki, sem greiðir á ári næstum 79 milljarða dollara og hefir í tekjur á sama tíma 69.7 mill- jarða, og slculdar 266.8 mill- jarða. Hann var framkvæmdastjóri hins kunna M. A. Hanna Co. í Cleveland um langt árabil. Er hann var ungur lögfræðingur í fæðingarbæ sínum, Saginaw í Michigan, fengu eigendur þessa fyrirtækis augastað á honum. Hann réðst til félagsins 1918 og varð framkvæmdar- stjóri og varaforseti þess 7 ár- um síðar. Félag þetta var þá rekið af erfingjum Mark Hanna, sem var mektarmaður mikill í flokki republikana og ráðunautur McKinleys forseta á sinni tíð. Árið 1929 tapaði fyrirtækið 2 millj. dollara. Humphrey sá hvar meinið var — of mikið af námum og bræðsluofnum, sem ekki skil- uðu arði. Hann hófst handa um róttækar aðgerðir — gömlu karlarnir í félaginu hugðu hann brjálaðan — en Humphrey kom öllu á réttan kjöl og fyrir- tæki undir hans stjórn hafa alltaf borið sig síðan. Framh. á 7. síðu.; ClMargt er sktít0jf Landlaust, „sjálfstætt ríki“ óhlýðnast Páfastólnum. ^fölturiddararnir viija ekki láia skerða sjállístæði siít. Riddarareglan, sem - kennd cr við eyjuna Möltu, á nú í nokkurri deilu við Páfastólinn í Róm. Hefur reglan tilkynnt, að hún muni ekki sætta sig við neina skerðingu á sjálfsforræði sínu, þótt nefnd kardínála, skipuð af páfa, hafi lagt til að svo verði gert. Deila þessi reis fyrir rúmu ári, og stafar af því, að regla þessi er í senn trúar- regla og sjálfstætt ríki. Um fimmtíu áhrifamestu riddar- arnir hafa unnið- regluheit, og hlíta sömu lögum og munka- reglur, en að auki eru Möltu- riddarar viðurkenndir sjálfstætt ríki að því leyti, að þeir hafa sérstakan stjórnmálaerindreka í Páfagarði. Þessi tvöfalda staða þeirra hefur oft leitt til deilna. Sú deila, er menn reyna nú að ráða fram úr stafar af því, að fulltrúa páfastólsins var falið að hafa umsjá og eftirlit með Mölturiddurunum eins og öðrum trúarreglum. Þetta fannst riddurunum lítt þolandi, því að það væri skerðing á sjálfstæði þeirra. Skutu þeir máli sínu til páfa, er skipaði nefnd fimm kardínála til þess að athuga málið. Skýrsla nefndarinnar mun nú í þann veginn fullgerð, en riddurunum hefir borizt til eyrna, að hún verði á þá leið, að fulltrúa páfastólsins skuli heimilt að hafa eftirlit með þeim eins og öðrum samtökum í trúmálum. Hafa riddararnir því slegið þann varnagla, að þeir muni ekki viðurkenna úr- skurð kardinálanefndarnnar, ef hann skerði sjálfsforræði þeirra. Riddararegla þessi var stofn- uð snemma á 12. öld, og jafn- vel á tímum fyrstu krossfarar- innar, sem hófst árið 1096. Voru þeir þá nefndir musterisridd- arar Jerúsalemsborgar. Þeir urðu svo að flytjast til Rhodos- eyjar á 14. öld, og á 16. öld fluttust þeir til Möltu, og loks til Rómaborgar á fyrstu árum 19. aldar, þegar Napóleon gerði þá útlæga frá Möltu. í regl- unni eru nú um 5000 menn, sem eru dreifðir um ýmis lönd víða um heim. Það fór heldur hljótt, er böggla- smjörið var liækkað um daginn, sagði kona við mig í síma í gær. Einn daginn, þegar eg kom í búð- ina, átti eg ekki lengur fyrir mínum skammti. Þá var búið að hækka kílóið um 5 krónur. Þetta býst eg við, að mörgum hafi komið illa, en hitt verður aS segjast, sem rétt er, að böggla- smjörið hefur farið batnandi, og er nú lítill munur á því og rjóma- bússmjörinu. En eg er lirædd um, að þessi hækkun verði aðeins til þess, að fólk takmarki við sig notkunina, og er þá gróði fram- leiðenda litiIL Ostar þyrftu að lækka. I þessu sambandi langar mig til þess að tala dálítið um ostana. Eg er á þeirri skoðun, að mjólk- urostur þurfi að Iækka í verði, og það talsvert. Ostur er mjög holl fæða og góð, og tel eg það áreiðanlegt, að allur fjöldinn myndi kaupa miklu meira af þeirri mjólkurvöru, ef verðið væri lægra. Flestum þykir ostur góður, en spara hann þó við sig einungis vegna þess, að hann er dýr, og ekki í færi almennings að leggja sér hann til munns dag- lega. Sannleikurinn er hins vegar sá, að allir ættu að borða ost daglega, og það meira að segja mikinn ost. Fjölbreyttni í ostaframleiðslu. Ostaframleiðslu hefur mikið farið fram hér hin síðari ár, og má með sanni segja, að ostar, sem hér eru framleiddir af mjólk- urbúunum séu afbragð. Bæði mjólkurostur og gráðostur. Þú gæti ostaframleiðslan verið enn fjölbreyttari, og væri reynandi fyrir mjólkurbúin að hefja sam- vinnu um ostaframleiðsluna á þeim grundvelli, að Iivert bú unr sig framleiddi eina tegund sér- staklega, og svo aðrar með, ef ástæða væri til. Ekki er að vita nema það mýndi auka sölu á> ostum, ef fjölbreytnin er meirh. Ostaréttir. Það ætlar samt að ganga treg- lega að kenna Islendingum átið í þessu efni. Hér á landi er ostur yfirleitt aðeins etinn með brauði, og þá þunnt skorinn, eins og til bragðbætis. En sannleikurinn er sá, að ostur getur verið alveg sjálfstæður réttur, þarf jafnvel ekkert brauð með honum. Hann er ágætur með alls konar ir.at,. og ætti jafnvel frekar að etast sem aðalréttur en bragðbætis- malur, einmitt vegna þess, hve holl fæða hann er. En meðan lítið oststykki, sem nægir lítilii fjölskyldn á brauð til lcvölds, kosta 10 krónur, verður hann sjálfsagt ckki mikið keyptur. Heilir ostar ódýrari. Þó er sá söluliáttur hafður á, að Iiægt er að fá ost ódýrari, ef hann er keyptur í stærri skömmt- um, lieilir eða hálfir ostar, og munu margir nota sér það. En ostaát þyrfti enn að verða al- mennara. — kr. Gáta dagsins. Nr. 362. Birtist mér í dag einn drengur, dapur lítt í fjúki. Ekki flýgur og ekki gengur, en þó líf í búki. Svar við gátu nr. 361: Skaarakinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.