Vísir - 13.02.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 13.02.1953, Blaðsíða 5
Föstudaginn 13. febrúar 1953. VtSiIR Áfengismálin í Svíþjóð: Skömmtunarkerfið hefir ekki dregið úr drykkjuskap æskunnar. IVýtt áfengisiagafrumvarp eftir Hinn 14. janúar sl. skilaði áfengislaganefndin sænska, sem starfað hefur síðan 1944, áliti sínu til Skjöld fjármála- ráðherra. Þar eð ný afengislöggjöf er einnig á ciagskrá hér á landi, er fróðlegt að kynna sér helztu breytingartillögur sænsku nefndarinnar. Þær eru þessar: Áfengiskaupabókin (motbok- en), sem allir hafa orðið, að nota við áfengiskaup í Svíþjóð síðan 1914, verður numin úr gildi. Áfengiskaup verða gefin frjáls. Fólk, sem orðið er 21 árs, getur án leyfis keypt áfengi, en þó er hægt að taka þetta leyfi af fólkí, ef um misnotkun er að ræða. Sentilítrakerfi veitingahúsa verður afnumið, nema hvað brennivín verður aðeins hægt að kaupa í 10 sentrilítra máli. Morgunverðarstaupin fást ekki lengur í veitingahúsum. Þar verður ekkert áfengi veitt fyrr en eftir klukkan 15. Konur hljóta sama rétt og karlar við áfengiskaup. Sala á áfengu öli verður leyfð í sömu verzlunum og þeim, sem selja létt vín og sterka drykki. Venjulegt öl má ekki hafa nema 2,8 prósent styrkleika. Verð á áfengi á að haldast óbreytt. Veitingastaðir, sem ekki hafa leyfi til vínveitinga almennt, t. d. matsölur, geta fengið leyfi til að veita vín við sérstök tækifæri, t. d. ef um silfur- brúðkaup, skírn eða anrtað á- þekkt er að ræða. Bannið gegn sölu áfengis á skemmtistöðum, þar sem sýnd- ír eru listfimleikar og fleira ára starf. svipað er til skemmtunar, verður afnumið. Sýslunefndir verða skipaðar, til þess að hafa eftirlit með sölu og veitingurn áfengis. í greinargerð segir m. a.: „Skömmtunarkerfið hefur mis- heppnazt. Það ber því að af- nema úr sænskum áfengislög- um“. Dagens Nvheter skrifar 16. jan: „Misnotkun áfengis í Svi- þjóð er mikið áhyggjuefni í samanburði við það, sem ger- ist í öðrum löndum. Einkum er áfengisnotkun æskunnar var- hugaverð, og hún virðist fara í vöxt. Skömmtunarkerfið hefur ekki afstýrt þessari þróun, en hefur sennilega átt sinn drjúga þátt í, hvernig komið er. ákömmtunarkerfið kosta.r ríkið 6 milljónir (nærri 20 milljónir isl.) króna á ári, og yrði þvi fé áreiðanlega betur varið til fræðslustarfsemi í þágu bind- indismála. Engin hætía er á, að ástandið verði eins og það var, áður en skömmtunarkerfið var lögleitt. Meðal annars er almenn menní- un á mikiu hærra stigi í Sví- þjóð nú en fýrir 40 árum. Umgengisvenjur og frístunda- iðkanir eru með meiri menning- arblæ. Gegn misnotkun er nú hægt að sporna með eftirliti og áfengisvörnum, sem ekki voru til þá. Nú riður á að notfæra sér reynsluna til þess að bind- indisfræðsla þjóðfélagsins komi að meira gagni en áður. Nefndin álítur, að ekki verði um að ræða neitt áfengisflóð, þegar skömmtunin verður af- numin. Keynsla annarra þjóða sýnir, að byrjunarörðugleika.r þeir, sem fylgjg alfrjálsri á- fengissölu, eru tiltölulega litlir og hverfa skjótt. Flestir, sem neyta áfengis í hófi, munu ekki breyta háttum, hvað áfengis- notkun snertir, enda gerir verð áfengis þeim það ókleift. Það má rneira að segja búast við, að margir, sem hafa keypt vín hingað til, til þess að missa ekki af skammtinum sínum, muni kaupa minna. Nokkrir munu þó halda upp á frelsið með því að drekka sig ofurölvi.“ Dagens Nyheter getur þess, að bindindismenn séu ánægðir með frumvarpið. Hinsvegar er veitingamönnum illa við, að áfengissala skuli ekki mega hefjast fyrr en klukkan 15, enda kunna ferðamenn og aðr- ir, sem eru að skemmta sér, sliku illa. Langholtsbúar vinna að fram- faramálum hverfisins. Vilja hitaveitu og bættar santgöngur. Fram minnizt 45 ára starfs. Knattspyrnufélagið Fram er 45 ára um þessar mundir, og efnir til afmælishófs í Sjálf- stæðishúsinu annað kvöld af því tilefni. Það mun hafa verið um miðj- an maí árið 1908, að fimmtán röskir drengir hér í bænum komu saman á fund, stofnuðu knattspyrnufélag, og kölluðu Kára. Því nafni var fljótlega breytt, því að þrem dögum síðar var félagið nefnt Frarn, og hefur heitið það æ síðan. Fyrstu stjórn Fram skipuðu þeir Pétur Hoffmann Magnús- son formaður, Arreboe Clausen ritari og Pétur Sigurðsson gjaldkeri. Annað knattspyrnu- félag var hér starfandi er Fram var stofnað, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, en fyrsti opinberi knáttspyrnukappleikurinn fór fram 17. júní 1911 milli þessara félaga. Lauk honum með jafn- tefli, 0:0, en í öðrum leik sigr- aði Fram með 2:1. Félagið hefúr unnið mikið brautryðjendastarf á sviði knattspyrnu hérlendis, enda ætíð verið í fremstu röð. Fé- lagið hefur knattspyrnuvöll í „grjótnáminu“ við Sjómanna- skólann, svo og félagsheimili. Stjórn Fram skipa nú: Gunnar Nielsen formaður, Böðvar Pétursson, Hilmar Ólafsson, Jón Sigurðsson, Böðvar Stein- þórsson, Haukur Bjarnason. Framfarafélag Vogahverfis efndi til fundar meðal Lang- holtsbúa s.I. sunnudag. Voru þar einkum rædd hit- unar- og samgöngumál hverfis- ins. í Kleppsholti og Vogahverfi búa á sjötta þúsund manns í nær 550 húsum, og mikill hluti húsanna hitaður olíukyndingu, sem er a. m. k. 50% dýrari í upphitun en þar sem hitaveita er, en eldhætta talsverð. Ræddu menn um, hvernig unnt væri að breyta þessu, svo og, hvernig bæta mætti samgöngur við hverfið, enn fremur greiða úr vandræðum þeim, sem leiða af því, að þar er ekkert húsnæði til samkomuhalds. Margar ályktanir voru gerð- ar, og skal þeirra helztu getið I hér: Skorað var á viðkomandi yfirvöld að beita sér fyrir því, að hitaveita nái sem fyrst til allra húsa hér í bænum, og í því sambandi skorað á hita- veitustjóra að gera kostnaðar- áætlun um hitaveituhverfi ívrir Langholtsbyggð. í samgöngu- málum var skorað á vegamála- stjóra og bæjaryfirvöldin að láta fram fara umbætur á Suð- urlandsbraut, gera áætlanir um gatnagerð í hverfinu, enn freni- ur að auka strætisvagnaferðir til hverfisins og leyfa innflutn- ing fleiri strætisvagna. Þá voru gerðar ályktanir um, að reisa beri samkomuhús í hverfinu, fullgera leikvöll og hefja andiv- búning að skemmtigarði nverf- isins. Þá var talið nauðsynlegt að koma upp slökkvistöð í Lang holtshverfi, og bent á, að í.aka. beri tillit til búsetu manna í bænum við álagningu útsvara. InfSúenzan breiðist hægt út og er væg. Inflúenzan breiðist enn hægt út hér í bæ og er yfirleitt væg. Rétt þykir þó að mælast til. þess við íbúa Reykjavíkur og nágrennis, að þeir fari ekki. í sjúkraheimsóknir að óþörfu,. sérstaklega ef innflúenzan hef- ir komið upp á heimili þeirra. Þá er mönnum og ráðlagt að> forðast eftir mætti kulda, vos- búð, vökur og þreytu. Enn- fremur er hyggilegt að forðast . fjölmenni, eftir því sem við'' verður komið. Þeir, sem taka veikina, ættu að gæta þess að leggjast strax: í rúmið og fara ekki á fætur fyrr en þeir hafa verið hita- lausir í 1—2 daga og þá aðeins: að ekki sé um verulegan slapp- leika að ræða. (Frá borgar- laékni). Ódýrt Barnainniskór frá kr. 10,50 Kveninniskór frá kr. 25, 50 Karlmannainniskór frá kr. 38,50 VERZL Jakkinn þessi með Iiðsforingjakraga er íeiknaður af tízku- teiknaranum Luisa Spagnoli, og hefur náð vinsældum. — Spagnoli er sjálf í frakkanum á þessari mynd. í ráði er að bráðíega liefjist við Ilandíðaskólann námsskeið í tækniteiknun fyrir húsgagna- smiði. Kennsluna mun annast Sveinn Kjarval liúsgagnaarki- tekt. Hefir Sveinn lagt stund á nám í Danmörku, en sem kunn- ugt er standa Danir mjög framarlega í húsgagnagerð. — Kennd munu verða grundvall- aratriði húsgagnateiknunar og kynntar ýmsar helztu nýjung- ar á sviði húsgagnagerðar með fyrirlestrum og skuggamynd- um. í haust hófust við skólann námskeið í leirmunagerð og var kennari Gestur Þorgríms- son, sem flestum er kunnur af framleiðslu sinni á hinum svo- nefnda Laugarnesleir. Er nú í ráði að efna til nýrra náms- skeiða, sem munu fara fram í húsi skólans, Grundarstig 2 A. Hollendingar hafa löngum þótt snjallir skautamenn, enda aðstæður að mörgu leyti góð ar til skautaiðkana í landi þeirra, skurðir og síki, eins og alkunna er. En þó mun mörg- um hafa kómið á óvart nýtt og glæsilegt heimsmet, sem Kees Broelcman setti í 5000 m. hlaupi í Davos í Sviss fyrir skemmtu. „Galdraniaðurinn“ Hjalmar Andersen frá Noregi (Hjallis) átti metið, sem ekki var af verri endanum, 8,07.3 mín., en Broek- man bætti það um 7/10 úr sek., hljóp á 8.06.6 mín. ísinn þótti rnjög' góður, en þó var tölu- verður gustur á köflum. Hjalrn- ar Andersen var viðstaddur, er metið var sett, en hljóp ekki, enda lasinn, hafði sótthita. Hollendingar voru mjög sigur- sælir á þessu rnóti: Van der Voort vann 1500 m. á 2.14.9 mín., og Gerard Marse 500 metrana á 42.9 sek. ★ Sverre Iíaugli lieitir núver- andi Noregsmeistari í skauta- hlaupi. Sigraði hann með yfir- burðum, því að hann varð fyrstur í þrem greinum (af fjórum), 10.000 metra hlaupi, á 17.23.7 m.n, 1500 m., sem hann hljóp á 2.20.2 mín., og 5000 m. Aðrir skautamenn, sem mikið her á í Noregi nú í fjarveru meistarans Hjalmars Andersen eru þeir Roald Aas og Nie Stene. Carol Heiss heitir 13 ára telpa, sem er Bandaríkjameist- ari í listskautahlaupi kvenna. | Hún er nú stödd í Davos í Sviss,. og tekur þar þátt í heims- meistarakeppni í listskauta- hlaupi, sem þar fer fram um þessar mundir. Keppendur hennar verða allir eldri, þar eð engin „yngri deild“ (Junior) er í slíkri keppni að þessu sinni. ic John Landy þykir með efni- legustu 800 metra hlaupurum, J sem nú eru uppi. Landy, sem er Ástralíumaður, setti nýlega nýtt Ástralíumet í 880 yards I hlaupi í Perth. Rann hann ^ skeiðið á 1.53.G mín. Geta má | þess, að Landy var um 20 metr- um á undan næsta nianni í mark. Heimsmet á þessari vega- lengd eiga þeir Stan Wooderson - (Bretl.) og Malvin Whitfield (Bandar.), 1.49.2 mín. ★ Ákveðið hefur verið að næstu . Olympíuleikar, árið 1956, verði . háðir í Melbourne í Ástralíu. Þegar er fariS að vinna að und- irbúningi þar, en þó er ekki fullráðið, hvort aðalleikvang- urinn skuli vera á cricket-velli borgarinnar, eða Carlton- knattspyrnuvellinum. Fyrst var eindregið gert ráð fyrir, að Carlton-völlurinn yrði fyrir valinu, en kostnaður við hann er áætlaðúr yfir 70 míllj. ísl. króna, og þykir það alími’-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.