Vísir - 14.02.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 14.02.1953, Blaðsíða 1
. 43. árg. Laugardaginn 14. febrúar 1953. 37. tbl.. a er Tilkynning var birt um það í Moskvu í gærkvöldi, að Mehlis — sem átti sæti 1 miðstjórn kommúnistaflokksins —J væri látinn eftir langa legu. Tekið var fram, að hann hefði verið „seinasti Gyðing- urinn í miðstjórninni". — Hann hafði verið sæmdur æðstu heið- ursmerki Ráðstjórnarríkjanna, Leninorðunni t. d. 4 siimum. — Líkið á að liggja á viðhafnar- fcörum, þar til útför fer fram. Fyrsta flugferð fullskipuð. Fullskipað er nú í fyrstu Slugvélina, sem í'er til Spánar nieð skemmtiferðafólk héðan iiandir vorið á vegum Ferða- skrifstofunnar. Eins og áður hefur verið get- ið flytur Gullfaxi ferðamenn- ina, um 50 í hverri ferð. Verða tvær ferðir farnar í apríl og sú 'þriðja í byrjun maí. Allar lík- ur eru fyrr, að hvert sæti verið skipað í öllum flugferðunum. Á suðurleið verður flogið um París og dvalist þar í tyo daga, en aðaldvöliná Spáni, og heim verður flogið um Prestvík. Frakkar og Bretar reeðast við. London (AP). — Tveggja daga yiðræðum milli brezkra og franskra ráðherra er lokið um sinn. Brezka stjórnin mun taka til gaumgæfilegrar athugunar til- lögur Frakka varðandi nánara samstarf Breta við Varnarsam- tök V.-Evrópu, pg þá einkum liinn fyrirhugaða Eyrópuher. Þá var og rætt um styrjöldina í Indokína, verzlunarviðskipti Breta og Frakka o. fl. Sundkeppni milli Reykvíkinga og utanbæjarmanna. Á vori komanda fer fram í Hafnarfirði keppni í sundi á milli Reykvíkinga og íbúa ann- arra landshluta. Er þetta önnur keppni þess- arar tegundar, en sú fyrsta var háð í Reykjavík fyrir tveimur árum og lyktaði þá með knöpp- um sigri Reykvíkinga. Keppnin fer að öllu forfalla- lausu fram í júnímánuði n, k. og stendur yfir í 2 daga. Keppt verður samtals í 18 greinum bæði fyrir fullorðna og ung- linga. Búizt er við a ðkeppnin verði tvísýn því utanbæjarmenn hafa mjög sótt sig síðustu árin og sást það t. d. á því, hvað utan- bæjarmenn urðu sigursælir á sundm.óti Ægis, enda.þótt Reyk víkingar ættu ekki þar við aðra keppendur en úr næsta ná- grenni svo sem Suðurnesjamenn og Akurnesinga. lunann sreia væntanleg II á bak aftur/' segja rot- ítalir. í lok „Ævintýrsins" í gærkveldi: Jóhanna og Herlöf stúdent, Anno 18&8 og 1953: Friðfinnur og Gunnþórunn, og Steindór Hjörjeifsson og Ragnhildur Steingrímsdóttir. Koin beim eltlr 34 ár. Otta-wra XAP). — Napoleon Mayotte hefur snúið h^im eftlr 34ra ára f jarveru. í september 1919fór hann í verzlanjr fyrir .konu sína, .en missti minnið á leiðinni. Fann dóttir hans hann loks af til- yiljun í sjúkrahúsi í Toronto í sl. viku. / Herlög á Band- .skjálftasvæði. Teheran <AP). — Herlið hef- ur verið sent tii landskjálfta- svæðanna í Norður-Persíu. Mörg þorp.eru þar í rústum og þúsundir manna heimilis- lausir. — Á annað þúsund manns hafa farizt. 95 Í4 sama á 150. sýningTOni. Crnnnþórunii og Fiiðfinnur, sem lékn í því árlð 1S98, Jheiðruð í gær. Ekki sér högg á vatni, þótt íhiiij. lesta sé dælt á brott. Skelfing í Hollandi í nótt, er skarð kom í garö. London (AP). — MikU skelf- ing greip um sig á einum stað á strönd Hollands í nótt, er skarð myndaðist í einn sjó- varnargarðinn. Hættunni af þessu var þó fljótlega afstýrt, því að verðir voru hvarvetna á görðunum, þar eð stórstreymi var, og hætt- an því meiri, ef illt yrði í sjó- inn. Voru menn því reiðubúnir, er fréttist uni það, að garður hefði brostið; og var hægt að gera við tjónið á skömmum tíma. En hætturnar eru ekki liðnar hjá enn, þvi að stór- straumsins mun gæta fram um miðja næstu viku, og að mikilvægt þess vegna veður verði kjrrrt. Enginn dregur af sér við að styrkja, vamargarðana og fjöl- margar, öflugar dælur haf a verið teknar í notkun, til þess að unnt sé að þurrka landið sem fyrst, og dæla þær milljón- um lesta á sólarhring hverjum, og þó sér vatr „högg á vatni". Bretum hjálpað. Állt var kyrrt á ströndum Bretlands í gær, og kom hvergi skarð í garð. Þar er hættan þó ekki heldur talin hjá liðin, en Bretar eiga nú von á hálfri sjöttu milljón sandpoka frá öðr- um þjóðum, og verður þeim mikil- hjálp í þeim. „Ævintýri á gönguför" var leikin í 150. sinn á vegum Leik- félags ileykjavíkur í gærkveldi, — og þarf naumast að taka fram, — fyrir troðfullu húsi. Þessi hugstæði söngyaleikur Hostrups vakti enn sem fyrr hinn mesta fögnuð, og var lejk- endum þökkuð frammistaðan æ ofan í æ, meðan á leiknum stóð, og eins í lokin. En þetta var• jafnf ramt nokk- urs konar hátíðasýning til þess að minnast þess, að fyrir 55 árum var leikurinn .fluttur í fyrsta skipti á vegum L».R., og nú eru sýningar orðnar 150 talsins, eins og fyrr greinir. Tveir leikendanna, sem hlut- verk áttu í sýningunni hinn 19. febrúar 1898, þau Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjónsson, voru á sýningunni í gær, og ávarpaði Brynjólfur Jóhannesson þau í sýningarlok, og bað þau koma upp á sviðið. Þakkaði Brynjóífur þeim í snjallri og hugnæmri ræðu hinn merka þátt þeirra í þágu ís- lenzkrar leiklistar og ótal á- nægjustundir, sem þau hafa veitt leikhúsgestum um dag- ana. Tóku gestir undir ræðu Brynjólfs með dynjandi húrra- hrópum. Gunnþórunn lék Jóhönnu. á frumsýningu L.R. fyrir 55 ár um, en ¦ Friðfinnur Guðjónsson Herlöf stúdent. Nú komu þau Jóhann og Herlöf ársins 1953, Ragnhildur Steingrímsdóttir og Steindór Hjörieifsson, fram á sviðið og færðu þeim blóm- vendi, við mjkinn fögnuð leik- húsgesta. Var sýningin í gær hin eftir- minnilegasta og skemmtilegur vottur um áframhaldandi „tradition" Leíkfélagsins í hin- um gömlu en«hlýlegu húsakynn- um Iðnó. v Svíar eiga skipa- smíðatnetið. St.hólmi. — Kockum-skipa- smíðastöðin í Malmö lauk smíði stærri skipastóls á sl. ári en nokkur önnur í heiminum. Hleypti hún af stokkunum skipum, sem voru samtals 132 þús. lestir, og var þetta annað árið í röð, sem hún hefur heimsmet í þessu. í fjórða og sjötta sæti voru skipasmíða- stöðvar í Gautaborg. Á árinu smíðuðú aðeins tvær þjóðir — Bretar og Japanir — stærri skipastól.en Svíar. (SIP). ¦----------------------------------------»-_-— 5400 doliarar söfn- tiðust á flugveSiinyni. Á ári hverju er efnt til f jár- söfnunar í Bandaríkjunuin vegna barátiunnar gegn iöni- unarveikinni. Meðal varnarliðsmanna í Keflavík var nýlega efnt til slíkrar söfnunar — sem nefr.d er „March of Dimes" — og söfnuðust yfir 5400 dollarar eða þrisvar meira en í fyrra- vetur. Olía flutt frá Abadan til Feneyja. Hfeiri olía sátt á næstunni. Enkaskeyti frá AP. —? Róm í morgun. ítalska olíiifélagið EPIM ætl- ar á næstunni að senda annað olíuflutjiingaskip til Abadan. í gær kom til hafnar í Fen- eyjum, þar sem starfrækt er nýtízku olíuhreinsunarstöð, olíuskipið Miriella, sem er með um 5000 lestir af óhreinsaðri olíu innanborðs. Skip þetta tók . farm sinn í Abadan í Persíu . fyrir fjórum vikum, pg fór um Suez-skurðinn á leiðinni til ítalíu. Varð það hvergi fyrir . töfum af völdum Breta, en Brezka-íranska félagið hefur lýst yfir því, hvað eftir annað, að félagið telji sig eiga. olíuna, sem í skipinu er, og mun það höfða mál til þess að fá það staðfest, en síðan mun -það krefjast skaðabóta af ítalska félaginu, ef dómurinn fejlur. því í. vil. Olíubannið úr sögunni. De la Zonca greifi, sem er driffjöður olíufélagsins EPIM, og hefur unnið manna mest að því að koma á samningum við Persa um kaupin á olíunni, og var hann staddur í Feneyjum, þegar skipið kom þangað, en því var tekið með nokkurri við- höfn. Lét hann svo um mælt við blaðamenn, að Miriella væri ekki síðasta skipið, sem fé- lag hans mundi senda til Abadan, til þess að taka þar olíu, og vonandi tækist fé- laginu að brjóta olíubann Breta endanlega á bak aftur. Vildu láta stöðva skipið. Brezk blöð fylgdust vandlega með því, þegar Miriella kom til Abadan, tók þar olíufarminn og hélt síðan heimleiliðs. Birti t. d. Daily Mail uppdrátt, þar sem sýndar voru tvær hugsanlegar siglingaleiðir skipsins — önnur suður fyrir Afríku, en hin um Rauðahaf og Súez-skurð, og látið í það skína, að skipið mundi verða stöðvað á leiðinhi. Af því varð þó ekki, og rui hefur stjórn EPIM tilkynnt, að skip fari til að sækja olíu. i Abadan á næstunni. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.