Vísir - 16.02.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 16.02.1953, Blaðsíða 2
▼t&m Mámtdaghm-16, febrúar 1953 Aiinnisbiað aimennings. Mánudagur, 16. febrúar, — 47. dagur ársins. — Bolludagurinn. Ljósatími þifreiða og annarra ökutækja er frá kL 17.20—8.05. Flóð 'verður næst í Reykjavík fcl. 19.20. Rainiagnsskömfntun. verður á morgun, þriðjudaginn 17. febr. kl. 10.10—12.30, 1. hverfi og kl. 10.45—12.30 4. hverfi, ef bein nauðsyn krefur. Álagatakmörkun er sama dag kl. 18.15—19.15, 2. hverfi. Næturvörður er þessa viku í Laugavegs apó- teki, sími 1618. Læknavarðstofan hefur síma 5030. Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið þangað. Gengisskráning. BÆJA 1 bándarískur dollar kr. 16.32 1 kanadískur dollar kr. 16.73 1 enskt pund .... kr. 45.70 100 danskar kr kr. 236.30 100 norskar kr kr. 228.50 100 sænskar kr. .. kr. 315.50 100 finnsk mörk .. kr. 7.09 100 belg. frankar .. kr. 32.67 1000 franskir fr. .. kr. 46.63 100 svissneskir fr. .. kr. 373.70 100 tékkn. Krs. .... kr. 32.64 100 gyllini kr. 429.90 1000 lírur kr. 26.12 Söfnin: Landsbókasafnið er opið kl. 10—12, 13.00—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema laugardaga kl. 10-—12 og 13.00 —19.00. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.00—16.00 á sunnudögum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Listasafn Einars Jónssonar er opið sunnud. frá kl. 13.30— 15.30. Náttúrugripasafnið er opið sunnudaga kl. 13.30—15.00 og á þriðjudögum og fimmtudögum klö 11.00—15.00. MwAAgáta hk 1840 Lárétt: 1 varpa, 6 snót, 8 trana, 10 úrkomu, 12 sjór, 13 fangamark, 14 nafns, 16 spjóts- hluta, 17 skemmd, 19 hallast. Lóðrétt: 2 óþæginda, 3 haf, 4 gróður, 5 naut, 7 enn til, 9 „dropi“, 11 fugl, 15 í miðju, 16 á fuglsfæti, 18 tveir eins. Lausn á krossgátu nr. 1839: Lárétt: 1 mítur, 6 són, 8 ASÍ, 10 álf, 12 næ, 13 al, 14 dró, 16 efa, 17 kól, 19 kuldi. Lóðrétt: 2 ÍSÍ, 3.tjó,,4 una, 5 handa, 7 aflar, 9 sær*'Il'láf,*Í5' 6ku, 16 eld, 18 ól. Námskeið í uppeldisfræðum verður haldið í Háskólanum frá 1. júní til 30- júni n. k. Starfandi kennarar við fram- haldsskólana, er hafa áhuga á að sækja námskeiðið geri svo vel að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu háskólans fyrir 1. apríl n. k. Heimilisblaðið Haukur, ferbrúarheftið, hefur Vísi bor- izt. Á kápusíðu er falleg lit- mynd úr Æfintýri á gönguför, er sýnir þau Elínu Ingvarsdótt- ur og Gísla Halldórsson í einu atriði leiksins. Annars flytur ritið þýddar greinar og smá- sögur, svo og þátt um Karl O. Runólfsson tónskáld. Sjómannablaðið Víkingur, janúar-febrúarheftið, er ný- komið út. Þessir menn eiga efni í ritinu að þessu sinni: Gils Guðmundsson, Helgi J. Hall- dórsson, Egill Jóhannsson, Jón Otti Jónsson og Ásgeir Sig- urðsson. Auk þess er þýtt efni, fréttir o. fl. Esperantonámskeið. Athygli skal vakin á esper- antonámskeiðum þeim, sem pólski fræðimaðurinn dr. Mar- ek Wajsblum stendur fyrir. — Námskeiðin eru tvö, annað fyr- ir algera byrjendur og hitt fyr- ir þá, sem hafa lært dálítið í málinu. Ætlunin er, að þau standi í átta vikur, en þátttöku- gjaldið er 80 krónur fyrir tím- ann. Kennslan fer fram á tveim stöðum, mánudagskvöld í fund- arsal Óháða fríkirkjusafnaðar- ins í bakhúsinu á Laugavegi 3 og miðvikudagskvöld á efstu hæð Edduhússins við Lindar- götu. Fyrsti tíminn verður í kvöld kl. 9 að Laugavegi 3. Notið tækifærið og lærið al- þjóðamálið. Uppl. og innritun i Bókabúð KRON, sími 5325. Útvarpið í kvöld: 20.20 Útvarpshljómsveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórn- ar. 20.40 Um daginn og veginn (Gylfi Þ. Gíslason prófessor). 21.00 Einsöngur: Paul Robeson syngur (plötur). 21.20 Dagskrá Kvénfélagasambands íslands.— Erindi: Urn nýtni (frú Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona). 21.45 Hæstaréttarmál (Hákon Guðmundsson hæstaréttarrit- ari). 22.00 Fréttir og veður- fregnir. — 22.10 Passíusálmur (13.). 22.20 „Maðurinn í brúnu fötunum“, sagá eftir Agöthu Christie; XVI. (frú Sigríður Ingimarsdóttur). 22.45 Dans- og dægurlög (plötur). K. F. U. M. Lúk. 13, 10—17. Hann kenndi og læknaði. Hollandshjálpin. Póst- og símamálastjórnin hefir látið yfirprenta nokkuð af upplaginu af tveimur algengum frímerkjum, 75 aura og kr. 1.25, með 25 aura yfirverði. Er ætl- ast til að frímerkin verði til sölu fram til 1. apríl n. k., en merkin verði' í gildi til 1. júlí i sumar. Með þessu móti getur alnienningur lagt nokkuð af ppgjckuni "úi bágstadds fólks á flóðasvæðunum. Slökkviliðið var í- gærkvöldi kl. hálf níu kvatt að Klapparstíg 26, enþar logaöi upp úr reykháí'L Eidur- inn. slokknaði af sjálfu sér, án þess að valda tjóni, en slökkvi- liðið var þarna á varðbergi. í öryggis skyni. Aðalfundur Jöklarannsóknafélagsins verður í kvöld í I. kennslustofu háskólans. Auk aðalfundar- starfa verður sýnd kvikmynd Loftleiða um björgun ■ skíða- flugvélarinnar af Vatnajökli. Ritið Jökull er komið út, og verður afhent félagsmönnum á fundinum. Hjónaefni. Laug'ardaginn 14. þ. m. op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Aðalheiður Kristjánsdóttir, Holtsgötu 41 B. Rvk. og Þor- steinn Jóhannesson, bóndi, Oddsstöðum, Hrútáfirði, Húna- vatnssýslu. Aiinæli Hvatar. Aðgöngumiðar að afmælis- fagnaði Hvatar, sem verður annað kvöld, verða seldir í dag og til hádegis á mogrun hjá frú Guðrúnu Óláfsdóttur, Veghúsa- stíg 1A. Sími 5092 og Maríu Maack, Þingholtsstræti 25. Veðrið. Djúp lægð ihilli íslands og Noregs á hreyfingu norð-norð- austur. Suður af Grænlandi er grunn lægð, sem hreyfist hægt norðaustur. Hæð yfir Austur- Grænlandi. Veðurhorfur: Vest- an gola og sums staðar létt- skýjað í dag, en suðaustan gola og skýjað í nótt.—■ Veðrið kl. 8 í i morgun: Reykjavík V 2, 3. Stykkishólmur V 3, 2. Horn- bjargsviti A 3, snjókoma, -—6, Siglunes NV 5, snjókoma, -4-5. Akureyri NNA 4, -4-1. Grímsev NNV 6, -4-7. Grímsstaðir SSV 5, -4-5. Raufarhöfn VNV 7, -4-6. Dalatangi NV 9, 4. Djúpivogur NNV 4, 1. Vestm.eyjar NV 6, 3. Þingvellir, logn, 0. Reykjanes- viti V 3, 4. Kefjavíkurflugvöll- ur V 3, 2. Reykjavík. Nokkrif útilegubátar komu inn um helgina. Hvítá var með 20 tonn í 4 lögnum, Ásþór svip- að, Björn Jónsson kom aftur í morgun með 2 tonn (1 lögn), hætti vegna óveðurs. Hafdís var með 30 lestir (5 lagnir), og Dagur 25 lestir (4 lagnir). Kári Sölmundarson var með 3 V> lest í laugardagsróðri og er ekki á sjó í dag. Sigurður Pétur kom í gær með 30 tonn, Faxaborg með 20 tonn og Sæfellið kom í morg- un, og var ekki vitað um aflann. Landróðrabátarnir, sem leggja upp hjá Fiskiðjuverinu, voru með 4—6 Jestir. Skíði, Hag- barður og Svanur eru aftur á sjó í dag. Togararnir. Bæjarútgerðartogararnir eru nú allir á veiðum, nema Þorkell máni, sem er í Reykjavík. Skúli Magnússon, Hallveig Fróðadóttir og Jón Þorálksson fóru á ísfiskveiðar 6.—8, þ. m. — Ingólfur Arnarson landaði 9. þ. m. 76 lestum af nýjum fiski og 106 1. af saltfiski óg hafði auk þess 11 % lest af lýsi. í veiðiferðinni landaði hann 16 V2 lest á Flateyri. —- Þor- Steinn Ingólfsson kom af veið- um 11. þ. m. og landaði 112 lestum af ísuðum þorski, 37 lestum af karfa og 37 1. a£ öðr- um fiski. Auk þess hafði hann 6 lestir af lýsi. Fór á ísfiskveið- (ar 12. þ. m. Pétur Halldórsson - fór á saltfiskyeið^r,'4. þ.;fe:/'j3g iíón Baldvinsson' 23. jan. — í fiUN64R þessari viku unnu 150 manns í fiskverkunarstöð Bæjarútgerð- arinnar. Gríndavík. Aflinn var á laugardaginn 2 V2 —7% tonn og var Von frá Greni vík hæstur. Meðalafli var 4 tonn. í gær var aðeins neta- báturinn Ársæll Sigurðsson á sjó og fékk % tonn í 2 trossur yfir nóttina. í dag eru aðeins Ársæll Sig. og Hannes Hafstein á sjó. Afli netabáta er enn sára tregur. Allmargir bátar munu samt fara að skipta yfir á net. Akranes. Á Akranesi var bezta veður í morgun, en aðeins 3' bátar eru á sjó, og réru þeir ekki fyrr en seint í nótt, vegna hvassrar vestanáttar í gærkvöldi. Á laug ardag var afli bátanna 84% lest á 15 báta, eða 3V2—8V2 lest. Heimaskagi (útilega) kom í gær inn með um 40 lestir eftir 7 lagnir. Haínaríjörður. Línubátar frá Firðinum voru ekki á sjó í gær, og í dag er heldur enginn á sjó, því um róðrartímann í gær gerði vest- an hvassviðri, sem hélzt fram eftir kvöldi. Þrír útilegubátar komu inn um helgina, Fiska- klettur með lítinn afla eftir 2— 3 lagnir, Ásúlfur með 12 tonn og Hafnfirðingur 16—17 tonn. Surprise kom af veiðum í gær og mun aflinn vera hátt í 300 lestir, mest ufsi, og Júlí með liðlega 200 elstir. Afli þessi fer að mestu í herzlu. afborgunum getum við nú seít: sem kosta kr. 760,00 til 1285.00. sem kosta kr. 1274,60. Strauvélar sem kosta kr. 1985,00. Gerið svo vel að líta á vör- urnar og kynnið yður greiðsluskilmála. VÉLA- OG RAFTÆK JAVERZLUNIN Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23, sími 81279. SKipAlÍTGeRÐ RIKTSINS #/Esjaí# vestur um land í hringferð hinn 20. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna vestan Þórs- hafnar í dag og þriðjudag. — Farseðlar seldir á fimmudag. Hj. Heiðubieið vestur um land til Akureyrar hinn 20. þ.m. Tekið á móti flutningi til Táknafjarðar, Súg- andafjarðar, Húnaflóa- og Skagafjarðarhafna, Ólafsfjarð- ar og Dalvíkur í dag og þriðju- dag. — Farseðlar seldir á mið- vikudag. RLs. Heida austur um land í hringferð hinn 23. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna milli Djúpa- vogs og Bakkafjarðar á þriðju- dag og miðvikudag. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. M.s. Helgi Heigason Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja dag'lega. $múíhú<Hw Þér, sem eigið smáíbúS í smíðum, athugið: Hjá okkur fáið þér alit efnið í miðstöðina og öll hreinlætistækin. Við framkvæmum allskon- ar pípulagningar. Gjörið svo vel að tala við okkur sem fyrst. JJeLi n y la^núáson, & Co. Heildsölubirgðir Kristján Ó, Skagfjörð kJ. Sími 3647. ’ '?■$ tt t < i ■' í’ 1»} kfiu í' i <'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.