Vísir - 16.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 16.02.1953, Blaðsíða 4
▼ ISIB Mánudaginn 16. febrúar 19-53 WS SIR DAGBLAÐ ] Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. j Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJF. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Ur skræðum. Fróðleiksmolar úr ýmsum áttum. Seinagangur og slóðaháttur. ■Jr.að er orðið eitt helzta einkennið á þjóðfélagi íslendinga á **- miðri tuttugustu öldinni, hversu seint gengur að hrinda öllum hlutum í framkvæmd, þótt allir sé á einu máli um nauð- syn þeirra, og vitanlega sé til þess ætlazt, að þeim sé hraðað eftir fremsta megni. Þeir tímar, sem við lifum á, eru oft nefndir „öld hraðans“, en þó ræður hraðinn ekki nema á fáum sviðum. Hann er áberandi í samgöngum milli landshluta og annarra landa, en að öðru leyti hefur hann ekki haldið innreið sína nema að litlu leyti — hann er jafnvel minni á ýmsum sviðum én áður fyrr, þegar tæknin var á frumstigi. Mönnum verður eðlilega tíðrætt um opinberar stofnanir og embætti, þegar hreyft er seinagangj og slóðahætti í þjóðlifi okkar. Er það og eðiilegt, þar sem hinir opinberu starfsmenn eiga að vera þjónar þorgarana, og hlutverk þeirra er ekki annað eða meira en að leysa störf sín fljótt og vel af hendi. Á þessu vill oft verða misbrestur, því að mönnum í opinberum stöðum hættir alltof oft til að líta á sjálfa sig sem húsbændur þegnanna í stað þess, að þeir eru í þjónustu hins óbreytta borgara. Sá mannlegi veikleiki var að nokkru leyti skiljanlegur fyrir nærri, þremur öldum, þegar Sólkonungurinn sagði: „Ríkið, það er eg.“ En því miður eimir eftir af því, að embættismenn sé enn haldnir þessari firru. Þegar menn eru þannig „innréttaðir“, er vitanlega ekki við góðu að búast eða því, að þeir inni skyldur sínar af hendi, svo sem af þeim má krefjast. Alþingi verður heldur ekki undan þegið, þegar seinagangur eða slóðaháttur eru athuguð. Það skipar oft nefndir, sem ætlað er að athuga ákveðin mál, semja álit um þau eða jafnvel laga- framvörp að athugun lokinni. í slíkum nefndum eru ekki ævin- lega alþingismenn, stundum enginn, en þó ber Alþingi ábyrgð á því, að þær Ijúki störfum, og venjulega er þeim settur ákveð- inn frestur til þess að ljúka hlutverki sínu. En undantekning mun það mega teljast, ef nefnd hefur lokið störfum á tilskildum tíma, lagt fram gögn þau, sem henni var falið að afla eða unnið úr þeim og samið til dæmis lagafrumvarp. Það er alltof algengt, að nefndir eða einstakir menn hafi ekki lokið störfum á xéttum tíma, og komið mun hafa fyrir, að árabil hafi liðið, án þess að árangur hafi sézt af starfinu. Þótt enginrí nefndarmanna sé úr hópi þingmanna, ber þó þingið ábyrgðina, ef það gengur ekki nægilega ríkt eftir því, að verkinu sé lokið á réttum tíma. Þegar það hefur ákveðið, að ekki skuli eyða Iengri tíma en svo eða svo til þess að ljúka ákveðnu starfi, á það ekki að láta bjóða sér drátt á drátt ofan. Það er eitt atríði af mörgum, sem geta orðið til þess að rýra virðingu þingsins í augum þjóðarinnar, ef það hefur ekki gætur á því, að unnið sé sómasamlega á þessu sviði, þótt ekki væri fleira talið. En seinagangur á æðstu stöðum hefur áhrif á alla, sem undir þá eru gefnir, og það er ekki við góðu að búast hjá undirtyllun- um, ef höfuðið — Alþingi — gengur ekki á undan með góðu iordæmi. Skriffinnskan, sem hér hefur fest rætur eins og víðar, er einnig versti fjandmaður hraðans, og höfum við þar sömu sögu að segja og aðrar þjóðir. Alþingi getur dregið úr skrif- finnskunni, og það á að verða eitt aðalhlutverk hins nýja þings, sem kemur saman á næsta hausti. Það mundi spara þjóðinni fé og tíma — og auka virðingu Alþingis, ef það tæki rögg á sig í þessu efni, jafnskjótt og það hefur tækifæri til. Orðsending frá stjórn Frakka. T)íkisstjóm Frakklands hefur fyrir skemmstu sent ríkisstjórn Jt*"íslands orðsendingu varðandi stækkun landhelginnar, og er þar talið, að véfengja megi einhliða aðgerðir íslands í þessu máli. Er hóflega farið í sakirnar í orðsendingu þessari, en þó minnzt á það, að Frakkar geti jafnvel talið sig eiga „sögulegan xétt“ til fiskimiða hér við land. Mun þar átt við það, að frönsku duggurnar voru hér margar fyrr á öldum, og mundi víst enginn amast við því, þótt þær væru á skaki hér við land nú sem áður. En málið er alvarlegra vegna þeirra stórvirku tækja, sem nú eru notuð við fiskveiðar, og það er meginatriðið. íslendingar geta ekki viðurkennt neinn „sögulegan rétt“ neinnar þjóðar til þess að.eyðileggja fiskimiðin umhverfis strendur lands þeirra, því að það værl bið sarría ,og að yiðurkenna, að við,telduni ptlendinga hafr, heimild til þess að svelta okkur í hel. Fastan. Níu vikna fastan stendui’ nú yfir, og enda þótt hún hafi ekki lengur þýðingu fyrir íslenzkt þjóðlíf eða trúarlíf, er hér þó um fornhelgar siðvenjur að ræða, sem höfðu geysiþýðingu fyrir þjóðina, meðan hún var kaþólskrar trúar og reyndar löngu eftir það. Löngum var það venja, að efnt væri til ýmiskonar skemmtana mánudaginn í föstuinngang. En þriðjudaginn næst eftir skyldi etið svo mik- ið kjöt, að manni lægi við spreng, og þaðan er nafnið sprengikvöld dregið en það er á morgun. Þá áttu karlmenn líka að hlaupa í fang þjónust- um sínum eins og segir í vís- unni: Þriðjudagskvöld í föstuinngang það er mér í rninni, þá á hver að hlaupa í fáng á þjónustunni sinni. Um þetta hefur síra Þorlákur Þórarinsson skáld einnig ort á þessa leið: „Nú hefst að höndum heilagt sprengikvöld, brakar í böndum, bjóðast veizluhöld, stíga glatt um stræti stúlkur með sinn yl, komin er á þær kæti, kaupsins. hlakka til, en vér heita heimtum bráð hér með feita, sé þess gáð, þá skal veita þeim í náð þjónustunnar skil.“ Þeim mun strangari var svo fastan eftir að hún byrjaði. Sá sem ekki gat „setið í föstunni" með því að nefna aldrei kjöt, mátti eiga von á vítagjöldum. Sá siður, að karlmenn bæri ösku og kvenfólk stein á ösku- daginn, var settur sem iðrunar- merki. I Biskupaannálum síra Jóns Egilssonar er sagt frá því að á pálmasunnudag hafi verið brenndir pálmar, sem menn kölluðu, eða seljuviðir á altar- isteinunum, til ösku, og askan geymd til þess að dreifa á menn á öskudaginn. En eftir siða- skiptin varð úr þessu einskonar leikfaríg, þar sem karlar og konur skiptust á að hjálpa hvort öðru til iðrunarinnar. Var það ætlunarverk kven- fólksins að koma öskunni á karlmennina, en þeirra aftur að koma steinum á kvenfólkið. Þar eð fastan þótti of ströng í sinni upphaflegu mynd, var ýmislegt tekið til bragðs til þess að þola hana og gera bærilegri. Meðal annars var leyft að borða þuri'an mat og síðar fisk, en forðast kjöt í sér- hverri mynd. Vegna þess að kaþólsku fólki er leyft að borða fisk um föstuna, hafa íslend- ingar löngum haft markað fyrir saltfisk í kaþólskum löndum, svo sem á Spáni og Ítalíu. \Matyt er shritiój Bretar fá ekki „synduga“ meginlandssunnudaga. Það verður ekki af því aðinu frá 10 árdegis til 4 síðdeg- sinni, að Bretar fái það, semis. Ennfremur er ólöglegt að margir menn þar í landi nefna „meginlandssunnudag“. Þannig er nefnilega mál með vexti, að á Bretlandi er óhaim- ilt að efna til íþróttamóta c leiksýninga á sunhudö~.:m, o;; fara út á bát, hvort sem er í at- vinnuskyni eða til skemmtunar. Parker þingmaður vill, að leyft verði að keppa í knatt- spyrnu, crieket og öðrum íþróttum á sunnudögum, svo og margt fleira cr bannaó bannlað leíkhúsum verði leyft að eina dag' vikunnar. Hefur þvi staría eins og kvikmyndahús- stundum vcrið hrcyf'. í r.: málstofunni, að slaka ætti á lagaákvæðum í þessU efni, og nýlega var borið fram frumvarp til laga um þetta, en það var fellt með 281 atkvæði gegn 57. Auk þess var felld breytingar- tillaga um það, að sérstakri þingnefncT yrði falið að. rann- saka mál þetta til hlítar. Hún var felld með 172:164. Það var þingmaður að nafni Parker, sem bar ofangreint frumvarp, sem átti þó aðeins að ná til Englands og Wales. Vildi hann fella úr lögum ýmis fá- ránleg ákvæði, sem í gildi eru frá fornu fari. Þau eru til dæm- is, að enginn megi ferðast lengra en fimm mílur á sunnu- degi — sem er þó ekki fram- fylgt — enginn megi leika ballskák eða dansa opinberlega, ólöglegt sé að efna til bý- flugnasýninga og að baka brauð eða bera mjólk í hús á tímabil- : i; um. Benti hann m. a. á það, að Bretum leyfðist að hlusta á leikrit í útvarpi og að sjá leikrit í sjónvarpi, svo að ekki væri óeðlilegt, að leik- húsin væru höfð opin einnig. Því til sönnunar, hver vit- leysa sunnudagslöggjöfin væri, benti Parkér á það, að leikari mætti lesa upp úr verkum Shakespeares, en ef hann gerð- ist svo djarfur að pata eitthvað út í loftið um leið, hefði hann gerzt brotlegur við lögin, því að það teldist leikur. Ef Skoti, er gengi í pilsi, færi upp á leik- svið, væri allt í lagi með það, en ef hann gengi ekki í pilsi að jafnaði, en gerði það, áður en hann færi upp á leiksvið, þá væri það orðið lögbrot, því að það teldist ekki leikur. * En þessu má ekki breyta, því að Bretar telja að „meginlands- sunnudagur“ sé eitthvað synrf- áámlégt!' ..... „Móðir“ hefur skrifað mér nokkrar línur, og fara þær hér á eftir: „Mig langar til þess að biðja Bergmál að koma þeirri. fyrirspurn fyrir mig á framfæri, hvort skólaþátturinn svonefndi. hafi verið lagður niður í útvarp- inu. Þáttur þessi var, að eg held, mjög vinsæll hjá aðstarídendum barna á skólaaldri, en undirbún- ingur allur mjög góður hverju sinni hjá Helga Þorlákssyni kennara, sem annaðist þenna þátt.“ þátt.“ — Sennilega liggur þáttur- inn nú níðri vegna dvalar H. Þ. erlendis, en annars er fyrirspurn- inni beint til réttra aðila. Inflúenzan. Starfsmaður Keflavikurflugvall- ar hefur sent mér svar við grein Olafs Hvanndals, „Inflúenza og varúðarráðstafanir". „Eg verð að segja það, herra minn, að grein yðar þann 4. þessa mánáðar er ekkert elskuleg i garð okkar, sem vinnum hérna á Keflavíkurflugvellinum. Þér deilið harðlega á borgar- lækni fyrir það, að einangra ekki Keflavíkurflugvöll. Hvernig í ósköpunum dettur yður i liug, maður, að ætla að kyrrsetja á annað þúsund manns liérna á vellinum, þegar ekki er um hættu legri veiki að ræða? Hafið þér nokkra hugmynd um, hvernig að- búnað við liöfum hérna á vellin- um? Vafalaust ekki, ellegar liefð- uð þér ekki látið svona vanhugs- uð orð frá yður. Nema þér álít- ið okkur einhverja niðursetninga. Hvar hefðuð þér hugsað yður að fá læknishjálp handa fleiri hundr uð manns, liggjandi þar hver innan um annan í óhreinuin og ísköldum bröggum, jafnt heil- brigðir sem sjúkir? Þó að menn séu ekki sjúkir nema nokkra daga þá fá þeir þó háan hita, svo eg reikna með, að við eigum von á læknishjálp, eins og hver annar,, eða eruð þér ekki á sama máli? Oleikur gerður. .Iá, herra minn, þér hafið gert okkur óleik með þessu brölti yð- ar. Þér megið ekki gléyma því, að það geta verið fleiri, sem hafa sania hugsunarhátt og þér, sem vilja gleyma því að við ermn menn eins og þið, og þurfum engu síður á góðri aðbúð að halda. Inflúenzu-æsing. Annars er það merkílegt, hva5 orið inflúenza hefur taugaæs- andi áhrif á yður. Þér farið að þvæla um Spænsku veikina, sem geisaði hérna á árunum. Ef satt. skal segja, þá varð eg liissa, þeg- ar eg lás þessa spænsku bombu yðar. Hvort þér eruð að g’eræ heilbrigðisyfirvöldunum að éin- hverjura jólasveinum, sem hafa ekki frekar vit á þessum máluni heldur en þér á liögum okkar, ellegar þér verðið svona ofsa- hræddur ef þér heyrið inflúenzu nefnda, veit eg ekki, en eg veifc aðeins það, að þér hefðuð mátt geyma þessa vizku með sjálfum. yður.“ Gáta dagsíns. Nr. 364: Ekki tuggið, ekki soðið, ekki kingt um góm, er þó mörgum ýtum boðið yndis krás er tóm. Svar við gátu nr. 363: Eldur undir potti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.