Vísir - 17.02.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 17.02.1953, Blaðsíða 7
liráfaáÉóÉlftk-;4% -febrúar 1963 i ffiii~ii'j "ifa J* .. »n..iiiii i' ▼tsix KiiWMHUiiiiuuHiHinHniUHiMiuMniwunHiHnnM' THOKAS B. COSTAIN: ! Ei má sköpum renna. 105 Lope tók honum af miklum fögnuði, spratt á fætur og gekk á mpti honum með útbreiddan faðminn: , „Ha, hinn leyndardómsfulli Englendingur,“ sagði hann á bjagaðri frönsku. „Loksins fáum vér að sjá vemdarengi! vorn. Við hjónin höfum haft hinn mesta áhuga fyrir að kynnast yður, eftir allt sem greifafrúin hefur sagt okkur —• Eakel, eg kynni herra Allaire." Rakel, kona hans, sem birst hafði allt í einu ■— án þess Frank gerði sér grein fyxir hvaðan hún kom, hneigði sig fyrir honum. ,3dér fannst ekki hyggilegt, að koma í þessa kurteisisheim- sókn fyrr en komið var yfir landamærin," sagði Frank, „því að nokkui ástæða var til að ætla, að greifafrúin kynni að lenda í einhverjum erfiðleikum við landamærin. En nú eru þessir erfiðleikar að baki — og er það mest að þakka góðvild ykkar hjóna.“ „Ekki þéss vert, að á það sé minnst. Smámunir. Við höfum haft hina mestu ánægju af því, að hafa haft greifafrúna fyrir ferðafélaga. Gerið svo vel, að fá yður sæti, senor.“ Don Lope settist aftur og brakaði þá ískyggilega í stólnum. „Eins og eg sagði áðan höfum við heyrt mikið um yður og allt vinsamlegt. Og eg vona, að þér ferðist nú með okkur.“ Dona Mendoza brosti blíðlega, er hann sagði þetta. Rakel hafði vissulega verið fögur kona þegar hún var upp á sitt bezta, og enn vom augun ljómandi fögur og báru mikilil hjartagæsku vitni og allur va rsvipurinn blíðlegur, en frúin var svo gild orð- in, að til allmikilla lýta var. „Eg er smeykur um, að af því geti ekki orðið,“ sagði Frank, „þar sem þið ætlið að halda áfram ferðúm ykkar til Briissel. Eg er hinsvegar á leið til Englands —• og hefði eg helzt viljað, að greifafrúin kæmi þangað með mér.“ „Nei, nei, kemur ekki til mála,“ _jsagði Don Lope, „hún hefir lofað að koma með okkur.“ Frank leizt þessi hjón svo alúðleg' og vinsamleg, að hann ákvað að trúa þeim fyrir öllu, og' leita liðsinnis þeirra, og að þeim lestri loknum, sagði hann: „Eg geri mér vonir um, að hún játist mér — íallist á að verða konan mín. Eg hefi elskað hana í átta ár, og þetta er seinasta tækifærið til þess að fá samþykki hennar. Ef við skiljum nú sjáumst við kannske aldrei framar.“ Augu Rakelar Ijómuðu af samúð og' skilningi. „Þá megum við ekki leggja neinar hindranir í veg fyrir yður,“ sagði hún. „Átta ár — það er heil eilífð,“ sagði Don Lope. „Rakel var kona nefnd og heitir kona mín eftir henni. Já, og svo var það hann Jakob. Hann varð að þræla í sjö ár til þess að fá hana — átta ár, guð minn góður. — Nei, þú varst ekki harðlynd, Rakel mín, — var það ekki sjö vikur?“ „Sjö mánuðir, hjartað mitt,“ sagði sú gildvaxna og brost-i blíðlega til maka síns. „Það hljóta að hafa verið miMir erfið- leikar, senor, sem ollu því, að' þér urðuð að bíða svo lengi?“ „Það hafa alltaf verið einhverjir erfiðleikar, sem við var að etja. Fjölskylda Gabrielle fór til Frakklands frá Englandi og'skömmu síðar giftist hún, en það varð ekki hamingjusamt hjónaband. Og enn er við erfiðleika að etja. Gabrielle finnst — en það er víst ekki rétt af mér að ræða það, en af því að þið eruð ekkert annað en brjóstgæðin og velvildin, leita eg til ykkar og bið ykkur ráða. Sannleikurinn er sá, að henni finnst, að eg sjái ekki hvað mér sjálfum er fyrir beztu.“ Allt í einu barst mikill hávaði að eyrum ofan af loftinu og Don Lope hljóp til dyra og kallaði: „Hægan, hægan, Julian, Zavier, Cristina, Maria Rose.“ Hávaðinn hætti þegar og Don Lope settist. ,,Blessaðir angarnir," sagði hann. „Þeir eru svo fjöui'gix. Ef þau vissu, að Englendingur væri hér, mundu þau gera innrás. Þau tala mikið um yður, herra minn. Það var annars fyrirtak, að hún Gabrielle okkar fór snemma að hátta í kvöld,: svo að við getum spjallað saman óhindrað.“ „Þetta er mjög erfitt fyrir yður, senor,“ sagði Rakel. „Hefir Gabrielle gert yður.ljóst, að hún taki yður fram yfir aðra.“ „Það er nú ekki mikill vafi á því,“ sagði Don Lope. „Eg hefi gefið henni gætur — og þótt hún beri sig virðulega mjög og komi fram af þeirri ró, sem aðalskonu sæmir, þá fer hún að verða dálítið taugaóstyrk þegar líður á daginn — og þegar svo bréf kemur, maður guðs og lifandi, hvílílc breyting — en -í kvöld kom ekki neitt bréf, og það var engu líkara en Gabri- elle væri yfirkomin af sorg. Hún fór beint í háttiim. Nei, hún átti víst ekki von á, að þér kæmuð. Nei, Rachel mín, við þurf- um ekki um neitt að efast í því efni.“ ,,Það- gleðúr mig mjög'- að -heyra þetta,“ sagði Fraiik. ,,En eg er víst ekki. duglegur að tala máli mínu. Eg hefi ekki getað fengið hana tál þess að breyta ákvörðun sinni.“ ,>Þegar orð duga ekki,“ sagði Don Lope, „verður áð grípa til athafna. Senor, þér verðið áð grípa ti! yðar ráða — þar sem vilji er fyrir hendi er-alltaf vegur.“ „Og hvað dettur þér helzt í hug, hjartað mitt,“ sagði Rakel blíðlega og leit á maka sinn, sem opnaði munninn til þess að kynna hið gúllna ráð, en einhvem veginn lét hann sér nægja að gapa stundarkom án þess að koma upp einu orði. En loks fekk hann þó málið: „Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvert ráð.“ „Kannske það sé ráð,“ sagði Rakel og tók á sig byrðina af að leysa vandann, „ef þér eruð viss um, herra minn, að það sé ekki einhver önnur ástæða fyrir því, að hún vill ekki verða við óskum yðar.“ „Ekki það eg veit,“ sagði Frank. „Ekki ein einasta,“ fuilyrti Don Lope, „eg hefi fylgzt með öllu — þekki öll einkennin. Gabrielle bíður eftir því, að hann taki ákvörðun fyrir þau bæði. Svona eru allar konur. Það.verð- ur að hrífa þær-með snöggri skyndisókn, svo að allar ótta- og kviðahugsanir þeirra hverfi sem dögg fyrir sólu — er það ekki satt, Rakel mín?“ „Það er kannske einhver sannleikur í því,“ sagði Rake! — „en það gæti verið óheppilegt, ef við framkvæmdum það, -sem eg hefi i huga, ef hún heíði eitthvað i huga, sem okkur grunar ekkert um.“ j „Við verðum að hætta'á það. Herra Allaire verður að fá þetta tækifæri. Hvað hefirðu í huga — Rakel — Santa Maria —“ ] Frank hugsaði eitthvað á þá leið, að þau hefðu tekið málið í sínar hendur — og vissulega ræddu þau þetta eins og hinar fyrirhuguðu hernaðaraðgerðir kæmu honum ekki minnstu vit- und við. ,,Þú ert nú alltaf; svo óþolinmóður,“ sagði hin góðlynda kona og hélt svo áfram ósköp rólega: „Áform mitt er mjög einfalt. Við látum síra Iniguez vera reiðubúinn og höfum þetta her- bergi tilbúið fyrir athöfnina. Ó, það er ekki víst að eg geti út- vegað blóm í þessu kalda landi — það væri svo auðvelt heima — kannske ætti að vera hægt að fá sígrænar greinar. Altari verðum við að setja upp og kveikja á kertum. Senor Allaire sækir því næst Gabrielle og leiðir hana að dyrunum og er þær opnast —/ „Já, já, ósköp einfalt en hátíðlegt, alveg fyrirtak," sagði Don Lope og blátt áfram hossaði sér í sætinu af kæti. „Við koraum henni algerlega á óvænt. Hún má ekki vita neitt um þetta fyrr en hún gengur inn í herbergið.“ „Ekki vitund — ekki fyrr en altarið blasir við henni.“ ,,Þáð var einmitt þetta, sem var að brjótast í mér,“ sagði j Don Lope, „það hafði bara ekki fengið framrás enn. Þetta er í eina ráðið — fyrst ekki tókst að tala um fyrir henni með skyn- samlegum fortölum.“ Dona Mendoza kinkaði kolli hvað eftir annað. „En allt verð- ur undir senor Allaire komið. Þegar hún stendur þarna við dyrnar og sér hvað við höfum gert til undirbúnings verður hann að segja þau réttu orð — annars er allt eyðilagt.“ „Orð!“ næstum æpti Don Lope, „nei, mín kæra, engin orð duga — hann á blátt áfram að taka utan um hana og leiða hana svo örugglega og ákveðið að altarinu, áður en hún fær hið minnsta- tækifæri til umhugsunar. Framtak — það er það, sem þarf og hið eina sem dugar.“ Frank hlustaði á þetta hálfgert eins og í leiðslu. Honum veitt- Á kTÖldTÖkunni. Hvað eina sem sagt er við konu, fer inn um annað eyrað og út til nágrannakonunnar. ® Eg sá ungan mann vera að reyna að kyssa hana dóttur þína hér fyrir utan í gær- kvöldi! Og tókst honum það? ' Nei. Þá hefur það ekki verið dótt- ir mín. • Þrjá fet af sykurreyr þarf til þess að búa til einn sykurmola. © Góður piltur. — Pabbi, pabbi. Get eg fengið krónu handa fá- tækum .manni, sem stendur og úti á göt-u? Á hvað er hann að æpa? Hann æpir: Heit bjúgu, fyrir krónu! © Margir biðja um hönd konu aðeins til þess að leggja hana í bleyti í 'þvottabalanum. O Maður kom til læknis vegna þess að , hann var lasinn, og þreyttur. Læknirinn- .reyndi að hughreysta hann. „Þér eigið ekkert að vera að hugsa um neinar áhyggjur,“ sagði hann. „Það er alveg það sama, sem gengur að yður eins og honum Olsen, sem kom hér um daginn. Hann gat ekki sofið fyrir reikningunum frá mat- vörukaupmanninum. ‘ ‘ „Hvernig fóruð þér að því að lækna hann?“ „Eg sagði honum, að hann skyldi ekkert hirða um reikn- ingana. Láta sem þeir væri ekki til. Og það gerði hann.“ „Já, það vissi eg,“ sagði sjúk- lingurinn. „Það er eg sem er mat vörukaupmaðurinn. “ Qhu JíHHí ðaK... í bæjarfréttum Vísis 17. febr. 1918 segir svo: ,.Willemoes“ hafði farið fram hjá Raufar- höfn-á austurleið. Hann er því vonandi alveg sloppinn úr ísn- um, því íslaust er sagt fyrir Langanes. í skeyti, sem Eim- skipafélaginu barst í gærkvöld frá skipstjóranum frá Þórs- höfim segh;, að raikiR ;ís sé jineð- | fram allri norðurströnd lands- ins. Rafgeymar, hlaðnir og ,óh!, 6 og 12 volta. Rafkerti í flesta teg. bila. írostlögur 12 Xijósasainlokur, 6 og volta — Ljosapérur alls konah, 6 og 12 vnlta. Þokusamlokur Ljóskastarar Kastara-samlokur Ljósa- og miðstöðva rofar frá krónur 8,10 Gólfskiptar Starthnappar Flautuhnappar Sígarettu-kveikjarar, 6 og 12 volta Platínur í Ford, Chevrolet og Chrysler bíla Dýnamokol Startarakæl Coil í Ford og fleiri amer- íska bíla Coil í enska bíla Kveikjulok í jeppa og Chevrolet Kveikjuhamrar og þéttar í margar bílategundir Startaragormar í Jeppa Carburatorar í Ford og Chevrolet Eirrör 3/16, 1/4, 5/16. Fittings Gruggglös Þéttigúmmí Toppalakk Pakningalím Suðubætur Bætur og lím Bremsuvökvi kr. 20,10 Bón, fast og fljótándi Bremsuborðar og hnoð Viftureimar Vatnshosur og klemmur Miðstöðva-stútar í hosur Pedalagúmmí Speglar, úti og' inni Öskubakkar Skrúfjárn Stjörnuskrúfjárn Ventlatangir Þykktarmál, 26 blaða Sexkantar Keðjutangir fyrir vöru- bíla. Flautur í litla bíla frá krónur 64.80. Hljóðdeyfar í flestar bíla- teg., frá krónur 109.00 Púströrsbarkar 7 og 8 feta Gúmmímottur í flesta bíla að aftan og framan, til- sniðnar óg ótilsniðnar. Einnig litlar gúmmímott- ur, bæð'i fyrir bíla og heimili. Sætaáklæði fyrir nokkrar bílategundir. — Ennfremur fjöldinn aliur af öðrum bílahlutum. — Laugaveg 166.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.