Vísir - 18.02.1953, Blaðsíða 1
40. tbl.
43. árg.
¦
MiSvikudaginn 18. febrúar 1953
40 af mönniim Giulianos
fyrir rétti á Sikiley.
iLestur ábœruatriðaiitna t«Ic víliti.
Einkaskeyti frá AP. —
Palermo í gær.
Réttarhöld yfir 40 bófurn úr
flokki „Hróa hattar" Sikileyjar,
Salvatore Giulianos, hafa nú
staðið í hálfan mánuð og mið-
ar hægt.
Mönnum þessum er gefið að
sok að hafá framið átta morð,
og gert tíu tilraunir til morða,
en auk þess hafa þeir framið
nær óteljandi rán og mannránð
kúgað fé út úr mönnum hingað
og þangað um eyjuna og mis-
þyrmt f jölda manns.
Þar sem sakborningar eru
svo margir, er flestir þurfa að
vera saman í réttarsalnum, þar
sem þeir eru flestir viðriðnir
alla glæpina, varð að gripa til
þess árs að breyta einni af
kirkjum bæjarins í réttarsal.
Glæpamenmrnir eru jafnan í
járnum í salnum, en ékki er
samvizkubit á þéim að sjá, því
að þeir brosa og drepa tittlinga
framan í kunningja sína, sem
þeir sjá meðal áheyrenda.
Morðmgi Giulíanos.
Meðal hinna ákærðu er
Gaspare Pisciotta, f rændi
Giulianos og náinn samstarf s-
maðUr, er myrti bófaforingjann
í júní 1950, þegar hann hafði
samið um það við lögregluna.
Pisciotta hefur raunar þegar
verið dæmdur í ævilangt f ang-
elsi fyrir þátttöku i morði 14
manns, þ. 1. maí 1947.
Hundruð vitna munu verða
kölluð, þar á meðal magur
Giulianos, Pasquale Sciortino,
sem komst á ólöglegan hátt til
Bandaríkjanna, og fannst þar
í flughernum undir fölsku
nafni.
Ákærulesturinn
tók viku.
Svo yfirgripsmikið mál er
hér á ferðinni, að hinn opin-
beri ákærandi var alls viku að
lesa ákæruatriðin, enda varð
glæpaferili Giulianos og manna
hans sjö ár.
'etar §§ Egyptar
deítá
Ovíst um tútkim
samittngs.
Kairo (AP). — Deíla er upp
lcomin milli Breta og Egypta
nm skilning á samkomulaginu,
sem nýlega var gert um Súdan.
Egyptar vilja skilja samkomu
lagíð svo, að um tvennt aðeins
sé að velja fyrir Súdanbúa, —
algert sjálfstæði, eða samein-
ingu við Egyptaland* — en
jBretar, að ef Súdanbúar fái
fullt sjálfstæði, geti þeir tekið
hvaða ákvörðun, sem þeir vilja,
og haldíð tengslum sínum yið
brezka samveldið, ef þeir óska
þéss.
Var nokkuð rætt um þetta í
brezka þinginu í gær og svar-
aði Eden fyrirspurn frá einum
þingmanni íhaldsflokksins um
þetta mál.
KommÉiisfar fá
hvergi nærrt
að fconta.
Haág í morgun.
Fulltrúadeild Hollands-
þings hefur samþykkt, að
cnginn kommúnisti megi
eiga sæti í nefncí þeirri, sem
á að sjá um viðreisnina eftir
náttúruhamfarirnar.
Einn þingmanna sagði, að
þar sem það starf væri ná-
tengt Iandvörnum, mættö
kommúnistar þar hvergi
nærri koma.
Heldur fangefsi
eit Tékkesfó-
vakíu.
Einkaskeyti frá AP. —
Róm í morgun.
ítalskur kommúnistaleið-
togi, Mattero Massenzio, sem
flýði til Tékkóslóvakíu, til
t^ss að skjóta sér undan
þriggja ára f angelsisdómi, er
kominn heihi aftur.
Fór hann á fund yfirváld-
anna við hcimkomuna og
sagði: „EG TEK ÍTALSKT
FANGELSI FRAM YFIR
TÉKKÓSLÓVAKÍU". — í
fyrstu var Massenzio hínn
ánægðasii og fékk mikilvæg
hlutvcrk að vinna, en sú dýrð
stóð ekki lerigi, og seinast
varð hann að vinna algeng
framleiðslustörf. Loks íl.ýði
hann tií Austurríliis og bað
um að vcra sendur heim til
ítalíu. AMM
Togararnir ffiytja sig
suður fyrir land.
Islenzku togararnir eru nú
farnir að fiska á Selvogsbanka.
Munu þeir fyrstu hafa komið
þangað fyrir nærfellt 2 vikum,
en síðan farið fjölgandi þar,
enda farið að tregðast fyrir
vestan Iand.
Afli var mjög tregur hjá
þeim togurunum, sem fyrstir
komu, að því er kunnur útgerð-
armaður hér í bæ hefur tjáð
blaðinu í viðtali, en glæddist
Hver er húfit ?
Erlenálr keppencfur á
sktðaJamfsmotfnu.
Skíðalandsmótið verður háð
í Reykjavílt í lok marzmánaðar
og lýkur á Pálmasunnudag.
Sú nýbreytni verður tekin
upp á þessu móti, að keppt verð
ur um meistarastig og verðlaun
án flokkaskiptingar. Með þessu
falla niður keppnir í B- og C-
flokkum og gerir það mótið allt
og fyrirkomulag einfaldara í
vöfum en verið hefur til þessa.
Gert er ráð fyrir, að tveir
Svíar keppi sem gestir á mót-
inu og er annar þeirra Erik
Sðderin, sem var hér 1950 og
kenndi þá skíðaíþrótt á vegum
Ármanns.
V
Eisenhower ræðir
við blaðamenn.
Washington (AP). — Eisen-
hower forseti hefur Iýst yfir,
að hann sé sannfærður Um, að
Rússar eigi kjarnorkusprengj-
ur, og hafi sprengt þrjár þeirra
í tilrauna skyni.
Hann ræddi við blaðamenn í
gær í fyrsta skipti, eftir að hann
varð forseti, og tók fram í upp-
haf i ura hvaða mál hann ætlaði
að gefa upplýsingar. ¦— Eisen-
hower sagði, að hann hefði ekki
til athugunar eins og sakir
stæðu haf nbann á Kína, en hins
vegar væru sérfræðingar. hans
að athuga þáð mál o. fl.
Fyrsfa skiðamot Steykwíklnga
veriur hát á sunnudaginn.
Isað er St«rsvigsiai«etí«l s J«ssefsslal.
Stórsvigsmót Ármanns fer að
öllu forfaílalausu fram á sunnu-
daginn kemur í Jósefsdal og
verður það fyrsta skíðamót hér
sunnanlancls á þessum vetri.
Það er í f jórða skiptið, sem
Stórsvigsmótið er haljdið, en
upphaflega var til þess stofnað
að tilhlutan sænska skíðakenn-
arans Erik Söderin, er hér vár
á vegum Ármanns 1950. Varð
hann sigurvegari í fyrsta mót-
inu, ái-ið eftir varð Bjarni Ein-
arsson sigurvegari, en Ásgeir
Eyjólfsson sigraði í fyrra.
Þetta er eina stórsvigskeppni
vetrarins hér sunnanlands og
af mörgum talin skemmtileg-
asta skíðakeppni, sem völ er á.
Hverju félagi er heimilt að
senda 10 þátttakendur í karla-
keppni og er aðeins keppt í
einum flokki.
Á undanförnum árum hefur
verið keppt á 1800 m. langri
braut, sem talin er fullkomin
stórsvigsbraut. En nú er snjó-
lítið efra og má búast við, að
stytta verði brautina hiður í
1000 metra. Keppnin hefst efst
á tindum Bláfjalla og lýkur í
svokölluðu Suðurgili, en hið
neðra er gilið enn autt og af
þeim sökum verður brautin
styttri en áður. Gert er ráð fyrir
40—50 hliðum á brautinni.
Auk karlakeppni verður einn
ig keppt í stórsvigi kvenna á
700 metra braut, og er þátttaka
í því ekki neinum takmörkun-
um háð.
Nokkuð háir það keppendum,
hvað lítið hefur verið unnt að
æfa í vetur eg má því búast
við að árahgur verði ekki eins
góður og eila.
Hún er aðalvitni í máli einu,
sem nú er á döf inni í New York
og vekur þar mikla athygli.
Lesið frásögn inni í blaðinu.
heldur seinni hluta síðustte
viku og um helgina. Hefur áttim
lengst af verið óhagstæð (suð-
austlæg) á bankanum, en þarr
er sem kunnugt er bezt í hægri
norðanátt. ]
Þorskur gengur ekki á bank-«
ann fyrr en um 30. marz og erf
það aðallega ufsinn sem sózb
er eftir í bili. Munu togaranifl
reyna bæði á Selvogsbanka og
Eldeyjarbanka. Fiska sumir tiX
herzlu og er gott verð á hertumi
ufsa, en aðrir fiska ufsa i salfe
í bili, eða þar til þorskveiðar)
byrja, og munu þeir sem þaðí
gera ætla að sigla til Engiands
með aflann. Verðið er fremu4
lágt, þar sem ekki er um neút
uppgrip að ræða, eða 50 stpcU
smálestin. ' |
Fremur tregur afli hefuií
verið á togara, sem fiska í ísa
og hafa þeir verið upp undir 12
daga í veiðiferð, þótt allufl
fiskur sé hirtur, og er það full-«
langt. i
" l
Maiur dírukknar
af vélbati.
í gærmorgun vildi það slys
til, að mann tók út af vélbátn-
um Haföldunni frá Ölafsvík,
og drukknaðihann.
V.b. Háfaldan lagði upp í
róðurinn á sjötta tímanum í
gærmorgun, og tók að leggja
línuna á grynnri miðunum.
Vildi þá það slys til um kl. 7,30,
að Sumarliði Guðbjartur S.um-
arliðason vélstjóri, festist á
öðrum fæti í línunni, er hún
rann út, og færði hami útbyrð-
is. Var vél skipsins þegar
stöðvuð, en síðan farið aftur á
bak og línan dreginn inn. En
Sumarliði var horfinn, og
fannst ekki, þrátt fyrir þriggja
klukkustundá leit á slysstaðn-
um, enda var hríð og illt í sjó-
inn. Fleiri Ólafsvíkurbátar tóku
þátt í leitinni, en allt kom fyrir
ekki.
Sumarliði heitinn var 25 ára
að aldri, ókvæntur en átti móð-
ur á lífi í Ólafsvík. Hann var
bróðir formaimsins á Haföld-
unni, Sigfúsar Guðna Sumar-
f liðasonar.
Togarar
Bæj arútgerðar innar
hafa verið að veiðum fyrir*
vestan land að undanförnu,
Jón Þorláksson kom í gær eftii?
12 daga veiðiferð með samtalst
202 lestir, þar af 161% lest af
ufsa og 19% af þorski, og fór*
mest allt í herzlu af þessuns
tveimur fisktegundum, en auk:
þess hafði hann 17 lestir af*
karfa og 4 af ýsu og lýsi 12}
lestir. ^
Jón Baldvinsson kom í gær-»
morgun af veiðum í salt, eni
hann fór á veiðar 23. jan. og,'
var afli fremur tregur. Hallveig
Fróðadóttir kom í morgun afí
ísfiskveiðum eftir 10 daga veiði~»
ferð, en Skúli Magnússon kem-
ur af ísfiskveiðum á fimmtu-
dag. Þorkell máni, sem veriðí
hefur hér til viðgerðar og eft-»
irlits, mun fara á veiðar umi
næstu helgi. Pétur Halldórs-
son fór á veiðar í salt 4. þ. m«
Meimúa Hur,
Fundurinn, sem halda átti í
sambandi við stjórnmálanám-
skeiðið í kvöld verður irestað.
Seitlaði gegnum
garða í nótt.
Sjávarflóð var nokkru meiraí
í nótt á austurströnd Englandst
en búizt hafði verið við.
Seitlaði gegnum varnargarðai
í Lincolnshire, en alvarlegt tiór*.
hlaust ekki af. Bráðabirgðavið-*
gerð á görðunum á að vera lok-»
ið fyrir næsta háflæði.
Aftökunni frestal.
Aftöku Rosenberghjónann^
hefur verið frestað til 30. marz,,
meðan Hæstiréttur hefur tit
meðferðar, hvort heimili I skulfc
að málið verði tekið fyrir at
nýju eður eigi.