Vísir - 19.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 19.02.1953, Blaðsíða 4
▼ ISIR Fimmtudaginn 19i febrúar 1953 ÐAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ’. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Þjsðleikhus íslendinga. "TF-jVÍ verður ekki móti mælt, að eftir að Þjóðleikhús okkar tók til starfa, hefur þjóðin eignazt stofnun, sem hún vildi ógjarnan án vera. Það er allt annað en auðvelt að byggja slíka stofnun frá grunni að heita má — í landi, þar sem leikmennt er á algjöru gelgjuskeiði, og starf leikarans hefur verið tóm- stundarstarf áhugamanna eingöngu. Hið mikla átak þjóðarinnar að reisa leiklistinni verðug heimkynni með glæsilegri byggingu hefur þegar hlotið verð- skuldaða viðurkenningu. Sjálft húsið er að gerð og frágangi í fremstu röð leikhúsa og glæsilegasta bygging höfuðstaðarins. Síarfsemi leikhússins hófst fyrir tæpum þrem árum. Þess var beðið með nokkurri óþreyju, hvernig takast mundi um reksturinn, svo að ekki hallaðist á um hinn ytri búning og listræn verkefni leiksviðis. Hinir svartsýnu voru með hrakspár og töldu leikhúsið hið mesta glæfrafyrirtæki, en allar slíkar raddir þögnuðu, þegar annar þátturinn hófst — starfið innan veggja. Staðreyndirnar um bygginguna og brautryðjendur hennar töluðu skýru máli, þegar hugsjónin var loks „holdi klædd“, og nú voru allir ánægðir með þann þáttinn — jafnvel hínir svartsýnustu, sem allt höfðu ,haft á fornum sér áður. Undanfarin þrjú ár hefur verið unnið markvisst að „innri smíði“ leikhússins. Það er stuttur tími, en hefur þó þegar fært heim sanninn um það, að mikils má vænta af starfsemi leikhússins. Verkefnin hafa verið mörg og margvísleg, og reynt að gera leikhúsgestum til hæfis með fjölbreytni í vali leikrita innlendra og erlendra öndvegishöfunda. Um leikbókmenntir og túlkun þeirra í leikhúsi hljóta ætíð að vera skiptar skoðanir, en það er skylda hverrar slíkar stofnunar að vera víðsýn í þeim efnum, og tefla óhikað fram því, sem sannfæringin býður, enda þótt stundum fari á mis við vinsældir og krónufjölda. Leikritaval hefur sýnt, að rétt er stefnt, en ekki má gleyma þeim þætti starfsins, sem er flutningur söngleikja. Þar hefur verið unnið brautryðjendastarf, og hiklaust lagt út á erfiða braut, sem talin var uggvænlegt ævintýri í augum hinna svart- sýnu. Þó hefur það sannazt, að íslenzkir söngmenn og hljóm- listarmenn geta með mestu flutt hér söngleiki sambærilega við það, sem gerist með öðrum þjóðum, er byggja á langri reynslu og erfðavenjum. Þjó'ðleikhúsið hefur ekki farið varhlutar af gagnrýni, enda sjálfsagt og nauðsynlegt, að henni sé beitt, þar sem við á. Því lögmáli er öll listtúlkun óhjákvæmilega háð. Gagnrýnendur blaða rökstyðja yfirleitt dóma sína, en til eru þeir, sem aldrei minnast svo á leikhúsið og stjórn þess, að ekki sé reynt að færa til verri vegar það, sem gert er. Yfirleitt dæma slíkar raddir sig sjálfar, og geta stjórn leikhússins og starfslið látið sér þær í léttu rúmi liggja. Allur þorri landsmanna mun láta Þjóðleikhúsið njóta sannmælis, þakka það sem vel er gert, og styðja hina ungu stofnun í starfi hennar að móta menningar- starfsemi á sviði, sem á rík ítök í þjóðinni. A því hefur aldrei leikið vafi, að Þjóðleikhúsið þarf drjúgan fjárhagslegan styrk, til þess að geta rækt hlutverk sitt. Sá styrkur er greiddur af opinberu fé. Hóflegri meðgjöf með þeirri starfsemi þarf engin að sjá eftir, meðan stofnunin er hlutverki sínu vaxin, því að þá kemur ríkulegur arður í aðra hönd — arður,- sem verður að vísu ekki talinn í krónum heldur verð- mætum, sem mölur og' ryð fá eigi grandað. Aðkoma erlenda ferðamanna. TTndanfarinn mánuð hefur ITótel Borg verið lokuð, þótt enn - VISINDi □□ TÆKNI - Svíi finnur upp lás, sem smí&a má í 4 billjónum „eintaka/ Og gengur þé enginn lykiff Eienta eð eimem fás. t§ Sænskur hugvitsmaður, Fabian Nilsson, hefur fundið upp nýja gerð af lás, sem er hinn fullkomnasti í heimi. Má víst telja, að jafnvel slyngustu innbrotsþjófar verði að gefast upp í viðureign við lás þenna, því að hægt er að búa til 4 billjónir lása — 4.000,- 000,000,000 „aðeins“ — án þess að nokkur lykili gangi nema að einum þeirra. Getur því hver maður á jörðinni eignazt 2000 slíka lása, án þess að hætta sé á því, að nokkur annar geti opnað hann með lyklum sínum. Gerð hans er svo frábrugðin eldri gerðum lása, að ekki er hægt að stinga hann upp, og ekki á heldur að vera hægt að sprengja hann upp, þótt dyna- mit væri notað. Nilsson •— hann er veður- fræðingur að mennt — hefur tekið út einkaleyfi fyrir lásnum um heim allan. Skráargatið ér örmjó rifa, því að lykillinn er tæplega sjöttungur millimetra á þykkt — svona eins og rak- vélarblað — og opnar hann lás- inn, án þess að honum sé snú- ið. A lyklinum eru nefnilega ; lítil göt, sem hreyfa örmjóar „nálar“ inni í lásnum og dregst , lokan frá, þegar ,,nálarnar“ j hafa fundið sinn samastað á I lyklinum. Síðan er hurðin opn- uð með sérstöku handfangi eða | hjóli. Lásnum er lokað án þess að lykillinn sé í, og þarf þá ekki u búi þar fáeinir gestir, en nú er altalað, að gistihúsinu verði lokað með öllu um mánaðamótin. Er þá lokað eina gistihúsið hér í bæ, sem hægt er að bjóða erlendum gestum. ÞaS er ekki hægt að tala kinnroðalaust um það ástand, sem við blasir. Hingað getur enginn maður boðið erlendum gesti eða útlendir ferðamenn komið af eigin hvötum um ófyrirsjáan- lega framtíð, án þess að þeir menn verði að vera viðbúnir að liggja úti eða rölta um víðavang, ef ekki er skotið yfir þá skjólshúsi eins og þurfalinga. Látum vera, þótt þeir geti ekki fengið áfengi í vistlegum veitingasal — hitt er verra, að þeir skuli ekki einu sinni geta fengið sómasamleg* húsaskjól. Síðasta Alþingi varð sér til minnkunar með meðferðinni á hinu nýja áfengislagafrumvarpi, því að þarna er árangurinn. Bezt y?erj,$ð JoJíS? íanQínttifyEÍr útlendingum, svo- að þeir þurfi iekki að kynnast honum, hi annað en að snúa handfanginu eða hjólinu í hina áttina. Nilsson hefur unnið að lásn- um í 7—3 ár, og fengið sérfróða menn til þess að reyna að stinga hann upp, en engum tekizt. Eru Lásar þessir fyrst og fremst Bílljósin lækka sjálfkrafa. í Bandaríkjunum hefur verið fundið upp tæki, sem lækkar sjálfkrafa Ijós bifreiða, þegar önnur kemur á móti. Er innbyggt „auga“ í bif- reiðum þessum, sem hefir þessi áhrif, þegar Ijósgeíslar annarra bifreiða íalla á það með vissum styrkleika. Þarf ökumaður þá ekki að hafa fyrir þessu. ætlaðir fyrir banka og fyrir- tæki, en síðar á að smíða lása fyrir hús bíla, o. s. frv. Það þykir mikill kostur við lása þessa — auk alls annars —•. að tíu lyklar taka ekki meira rúm en venjulegur vasahnífur. (SIP). ____________ Olíuleit úr lofti ber árangur. S. I. sumar var gerð teit að olíu á Skáni, m. a. beitt þeirri aðferð að leita úr lofti, og þykja tilraunir þessar hafa gefið góða raun. Sá heitir Hans Lundberg, kunnur sænskur námaverk- fræðingur, búsettur í Kanada, sem fyrir leitinni stóð. Notaði hann sérstakt tæki, sem er næmt fyrir svonefndum gamma-geislum. Er talið lík- legt, að möguleikar fyrir því, að olía finnist, séu a. m. k. 50%, og þykir það vænlegt. „Olíu- svæðin“ eru skammt frá Málm- ey. (SIP)._________ 80 km. hraði á sek. Tekizt hefur í tilraunastöð í Los Alamos í New Mexíkó að skjóta byssukúlu með 80 km. hraða á sekúndu. Þessi hraði svarar til þess, að kúlan fer 235 sinnum hraðar en hljóðið. Fyrir skemmstu hefir verið frá því skýrt, að flugvél ihafi tekizt að fljúga helmingi j hraðar en hljóðið, eða með 2100 jkm. hraða á klst. Þetta er þó hégómi á við hraðann, sem fyrr ’ greinir. í ýmsum tilraunastöðv- um Bandaríkjanna er nú verið að gera tilraunir svipað- ar þeirri, sem fyrr greinir, en þar með eru menn komnir ná- I lægt hraða loftsteina, en þessar j tilraunir munu hafa mikla þýð- ingu í sambandi við geimferða- lög. __________ Ericsson-félagið sænska fram leiddi á dögunum 5,000,000. tal- símatækið. Bergmáli hefur borizt eftirfar- anda bréf: „Herra Bergmálsritstjóri: Fyrir fáum dögum birtist í dag- blaðinu Tímanum frétt, sem prentuð var stóru letri á áber- andi stað í blaðinu, þar sem sagt var frá ýmsum framtíðarfyriræti- unum Flugfélags íslands. Voru þetta þó nokkui; tíðindi, og þótti mér sem fréttaþjónusta blaðsins hefði verið vel vakandi um þetta mál. „Fréttin“ hrakin. En svo kynlega hregður við, að tveim dögum síðar birtist it- arleg athugasemd frá forstjóra Flugfélagsins, sem var raunar meira en athugasemd, því að. þar var svo rækilega gengið frá frétt: blaðsins, að þar stóð bókstaflega ekki steinn yfir steini. Öll atriði fréttarinnar voru hralcin, enginn. fótur var fyrir hinum mikilvægu „upplýsingum“ Timans. Nú hélt ég, að blaðið hefði farið sér liægt eftir slíka ádrepu, sein vissulega gefur til kynna, að eklci sé of mikið leggjandi upp úr „rosa- fréttum" þess, lækkaði nú rost- ann og léti málið lognast út af. Þessu var þó ekki að heilsa. óhræddur fréttamaður. Fréttamaður Tímans stendur upp alls óhræddur í klausu aftan við yfirlýsingu forstjórans og segist beinlínis vita miklu betur um áform félagsins en hann! Mér er spurn, kæra Bergmál: Er þess konar algengt meðal islénzkra blaða? Vonandi ekki, því að þá væri eðlilegt, að ég og aðrir al- múgamenn tækju með nokkurri várúð fréttum, sem daglega birt- ' ast undir gleiðum fyrirsögnuni. Og ég rak augun i annað atriði í I lok hinnar furðulegu klausu Tímans: „Fréttin ... er runnin frá víðfæku fréttakerfi, sem blað- ið hefur aðgang að í ýmsum lönd- um“. „Víðtækt fréttakerfi“. Nú viidi eg, að Bergmál beindi þeirri fyrirspurn til Tímaris, hvert sé hið „viðtæka fréttakerfi", sem kann svo góð skil á því, sem hlutaðeigendur vita ekki einu sinni um. Eða getur verið, að hið „víðtæka fréttakerfi" sé eitt- hvað í ætt við „Gróusagnakerf- ið“ góðknnna? Með þöklc fyrir birtinguna. — Maður, sem Ies dagblöð“. Eins og framanskráð ber með sér, er þetta raunverulega óvið- komandi Vísi, en gjarna. mtni Bergmál birta eitthvað um Jietía frá viðkömandi dagblaði,, vérði þess óskað. Svíar reisa stærsfa raforkuverið. Svíar áforma nú smíði mesta raforkuvers landsins, og á það að vera fullgert árið 1959. Orkuverið verður reist við' Stornorrfors í Umeá í Norður- Svíþjóð. Ársframleiðsla raf- magns þar á að nema 2.200 milljón kílovattstunda, en ork- an er um 375.000 KW. Talið er, að orkuverið við Storrnorfors muni kosta um 200 millj. sænskra króna. Svíar hafa ann- ars mikil raforkuáform á prjón- unum, og gera ráð fyrir að árleg: rafmagnsframleiðsla hækki úr 20.000 millj. kílóvattstunda í 33.500 'millj. kílóvattstunda í0r lé'étí. (BIP). VÍÐS JA VíSIS: ,Drang nadi Osten" Þ|óð- verja í fnllnm gangi. Peir koma nu í stað ireta í EoyptetSaffMÍi. Bretum fer sífellt fækkandi í Egyptalandi, því að Þjóðverj- ar eru ráðnir í stöður, sem þeir hafa haft þar um langt árabil. Það hefur lengi verið eitt meginatriði í valdadraumum Þjóðverja, að þenja sig sem lengst austur á bóginn, og hefir þetta verið nefnt „Drang nach Osten“. Vilhjálmur keisari 2. reið meira að segja einu sinni um götur Dgmaskus og hét Miahameðstpiarmönnum ejlífri. vináttu Þjóðverja. Hitler brosti einnig til austurs, og síðan slóst upp á vinskap Breta og Egypta fyrir alvöru, eru Þjóðverjar komnir á vettvang og bjóða. þjónustu sína. Skaðabætty þær, sem Bonn- stjórnin hefur heitið að greiða Israel, hafa þó vakið nokkra gremju Egypta sem fleiri þjóða austur þar. Þó var þýzkri nefnd bærilega tekið í Kairo fyrir skemmstu, og stjórn Naguibs jsagði henni afdráttarlaust, Tiversu mikillar aðstoðar Egypt-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.