Vísir - 21.02.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 21.02.1953, Blaðsíða 8
 Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftijr 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Ilringið í síma 1660 og gerist • áskrifendur. Laugardaginn 21. febrúar 1953 Íþrótíahúsið að Ilálogalandi -var þéttskipað áhorfendum, er Erlendur Ó. Pétursson setti hnefaleikamótið langþráða í gærkveidi. Mótinu hafði áður verið frest- að, eins og kunnugt er, og nú biðu menn í ofvæni að sjá garp- ana þreyta þessa stórmerku í- þróttagrein, enda munu siimir hafa litið svo á, að heiður ís- lands væri í veði, því að í nokkr um leikjum var keppt við ÍBandaríkj amenn. Fyrsta keppnin var milli tveggja Bandaríkjamanna, sem munu hafa heitið Elmer Adams og Harold Reno, í veltivigt. Var tilkynnt, að hér væri aðeins um ,,sýningarleik“ að ræða, en keppendurnir virtust taka leik - inn mjög alvarlega, því að ekki varð annað séð, en báðum vteri íull alvara um að berja hinn sem kröftuglegast, enda vakti leikurinn mikla hrifningu. Að honum loknum teymdi kynn- irinn. annan þeirra inn á miðj- an hnefaleikapallinn og hróp- aði „Sigurvegarinn“, en ekki vissu menn, hvort sá var Adams eða Reno, enda skipti það engu máli. Var þetta mjög ánægju- legt. Nú kom þar að, að íslending- ur skyldi berjast við Banda- rikjamann, og hétu gai-parnir Guðbjartur Kristinsson og (að ég held) Tony Buzzi. Þetta var i fjaðurvigt, enda voru hnefa- leikamennirnir léttir á ,sér ,og liðlegir. Slcal ekki orðlengt um l>etta, en Guðbjartur sigraði, og var vel að sigrinum kominn. Áhorfendur fylgdust með þessu, sem væru þeir bergnumdir xnargir hverjir. Ljómandi falleg stúlka á rauðum kjól, sem sat -ekki allfjarri undirrituðum, fylgdist svo vel með leiknum, að við borð lá, að hún tæki sjálf þátt í honum, og rak upp hvatningarvein annað veifið. Næstir birtust á pallinum Þjóðverjinn Erichllúber úr KR. og Bandaríkjamaður, sem aldr- Oi upplýstist, hvað hét. (Slíkt á ekki að þurfa að koma fyrir). Er skemmst af að segja, að Húber varð að hætta keppninni, vegna meiðsla á höfði, og mæddi hann blóðrás. Þegar tilkynnt var, að í næsta leik skyldu þeir berjast Jón f0.000 hafa séð T©paz» Um 10.0060 manns hafa nú séð gamanleikinn Topaz í Þjóð- leíkhúsinu. Verður 20. sýning leiksnis í jkvðld, og er hann enn vel sótt- ur, enda góð skemmtun. í kvöld 'verður einnig sýning á Rekkj- "unni í Vestmannaeyjum og ekki er ósennilegt, að hún verði sýnd á Aiíureyri í næstu viku. Norðfjörð og Jack Shaff, kvað við óskaplegt öskur um gerv- allan salinn, enda mun Jón vera mjög vinsæll hnefaleika- maður. Kunnugir sögðu, að Shaff væri of þungur fyrir Jón, j og er það sennilegt, því að hér varð mjög' ójafn leikur. Var Jón barinn niður tvívegis, áður. en aðstoðarmaður hans henti hvítu handklæði inn á pallinn til merkis um, að Jón slcyldi gefa leikinn. Jón er annars rnjög harður bardagamaður, og víst ei' um það, að það þarf óragan mann til þess að ganga á móci slíkum slagsmálamanni, sem Bandaríkjamaðurinn Shaff er. Þá börðust þeir Friðrik Clau- sen og Jack Crump. Þetta var mjög jafn leikur, og hafði hvor- ugur betur. Allharður á köfl- um, en Clausen tók sér hvíld á góliinu andartak í 2. lotu. Dóm- arar úrskurðuðu. Clausen sigur- vegara eftir jafnan leik. í þungavigt barðist Jens Þórðarson úr Ármanni við Bandaríkjamann, sem einnig vérður að vera nafnlaus. Báð- ir voru þessir menn miklir beljakar, enda óskemmtilegt hljóðið, þegar þeir börðu hyor annan í andlitið, og það gerðu þeir ósvikið og af mikilli piýði. Ekki . varð annað séð, en að Bandaríkjamaðurinn væri. lið- legri og í betri þjálfun, og þar af leiðandi ágengari, en Jens stóð sig samt vel eftir atvikum. Flestum mun hafa þótt vafa- samt, að Bandaríkjamaðurinn skyldi tapa þeim leik, en hin æðri vísindi þessarar göfugu í- þróttagreinar munu hafa skorið úr um þetta. Talsvert var þarna af smá- di-engjum, 11—15 ára, og sýn- ist ástæðulaust að leyfa þeim aðgang að rothöggakeppni. Þieg' ar drengjum á því aldursskeiði er þannað sjá slagsmál í bíó, sýnist fráleitt að leyfa þeim að sjá lifandi menn berja hver aðra inni á Hálogalandi. Radd- bönd og lungu viðstaddra virt- ust í mjög góðu lagi, og er það ánægjulegt í þessari livef-tíð. ThS Hollandssöfiumm nemur nú kr. 268.000.00. Berast nú gjafír víða aS af íandinu. í fyrradag, bárust 28.576 kr. Frá Eimskipafélagi Islands báiust 10 þúsund , krónur, frá Rauðakrpss deildinni á Seyð- isfirði 3175, frá íbúum’Vatns- leysustraiidarhrepps 5361 kr., frá hjónaklúbb Kefalvíkur 2000 kr., frá Ólafsvík 2300 kr., frá íbúutn Hrunamannahrepps 2160 og frá nemendum Laugar- vatnsskóla 2074 o. fl. í gær. söfnuðust kr. 31.060. Minningirsýniíig Emiis: Síðasta tækifæríð í og á morgun. Þetta líkan er gert úr snjó á miðju Ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn. Danski höggmyndasmiðurinn Mogens Krause stóð fj'rir verkinu, en það á að tákna neyðina í Hollandi og Englandi vegna flóðanna. Síðan fer fram fjársöfnunin og eru allir veg- farendur, sem nema staðar, beðnir að leiggja eitthvað af mörkum til bágstadda fólksins á flóðasvæðunum. voru M®rlt,|asala 8S2ÍS. ust f . kr. Öskudagssöfnunun Rauða kross ísiands varð meiri í ár en nokkru sinni fyrr, en merki seldust alls fyrir um 80 þús. kr. í Reykjavík. í tilkynningu frá RKÍ segir, að ReykjavíkurdeáMin sé bæj- arbúum þakklát fyrir glæsileg- ar undirtektir, sem auðveldi allt starf deildarinnar. Einkpm er RKÍ þakklátur börnunum, sem aðstoðifðu við sölu merkj- anna, en alla gáfu sig fram um 1800 börn lil að selja merkin. Nú fer liyer að verða síðastur að sjá listaverkin á Minningar- sýningunni um Emil Thorodd- sen. Sýningin hefur vérið oþin í Listvinasalnum í nær tvær vik- ur og hefur aðsókn síðari vik- una verið góð, áð því er blaðinu hefur verið tjáð. í dag er næst síðasti; dagur,, en á morgun, seinasta daginh, yerður sýning- ,in opin heldur lenguí en venja hefur verið, eða frá kl, 10—23. Gera má þáð fyrir; að enn sýu eftir ýhisir listunnendur . og kunhingjar listarnannsins, sem ekki vilja láta tækifærið ónot- að, en þetta mun verða sein- asta og einásta tækifærið til þess að skoða yfii-litssýningu yfir málverk hans, en þau eru öll í einkaeígn dréifð um allt land. ; mjög Eins.og skýrt var frá í blað- inu í gær, fóru leikar svo á handknattleiksmeistaramótinu í fyrra&völd, að K.R. vann E.H. í B-deild 24:8 og Ánnann ¥ík- ing í A-deiId 16:13. B-deildar le'ikúrinn var háð- ur fyrr og vour liðin jöfn til að byrja méð: Þó sýndú Hafnfirðingar öilu betri leik í fyrstú og héldu ýfirhendinni allt fram undir lok hálfleiks- ins, en þá tókst K.R.-ingum að jafna og lyktaði. hálf leiknum é:6. í seinni hálfleik léku K.R.- ingar betur og sýndu þeim mun meir; yfirfaurði sem lengúr leið á leikinn. Hafnfirðinga skorti sýnilega úthald og náðu engum samleik i seinni hiuta keppn- iiefir siáð Keflavík. £n hún hefir Ld. ekfei borizt til Grindayikur. Vísir átti í morgim stutt við- tal við héraðslækninn í Kefla- vík, Karl Magnússon og spurði hann om útbreiðslu inflúenz- unnai' í héraði hans. Kvað hann hana hafa breiðst út um ; mikinn hluta héraðsins, en þó hefði hennar t. d. ekki orðið vart í Grindayík, en þar kemur héraðslæknir vikulega. Héraðslæknir taldi senni- legt, að veikin hefði náð há- marki I héraðínu og myndi nú fara rénandi lir þessu. Ekki kvað harm hafa orðið vart fyigikvilla að ráði, en stöku maðúr hefði fengið' lungnabplgu upp úr inflúenzu. Yfirleitt : h.efur . veikin verið væg’. : Hér í Reykjavík heklur in- flúeiizan áfram að breiðast út og nokkru urara en áður, og er yfírleitt fremur væg. Eftirfar- andi skýrslu um útbreiðslu in- flúenzunnar í bænutn (og amrara: farsótta) fékk blaðið. hjé skiifstofú borgarlæknis. ár-: degis' í-^dag. . Skýxslan nær >-fir vikuna 8.—14 þ. m. og er frá 47 lækn- um eða fleiri en nokkurn tíma áður (42. vikuna þar á undan): Hálsbólga 104 ( 98). Kvef- sótt 271 (261). Iðrakveí 49 (46). Inflúenza 218 (82). Kvef- lungnabólga 22 (26). Taksótt 1 (1). Munnangur 1 (1). Hlaupabóla 18 (23). Lomlon (AP). — Kolaverð hækkaði s Breílandi í gær, að meðalta’i um 5 sh.. og 6 d. smá- lestim Hækkunin miðast við verð- lag á nátnusvæðum og á ekki a5 ná til nfílutnings- og skipa- kpla. Framleiðslukostnaður járns Og stáls mun ankast um 1— 1 Vís %: yegna kol a verð'hækku n - arinnar og hefur verið farið rfam á nð leyfð verði verð- hækkun jáms og stáls. innar. Þórður Þorkelss. dæmdi leikinn. A-deildar leikurinn var . ró- legur og prúðmannlegur frá upphafi, óg í fyrri hálfleik virt- ust, liðin vera mjög jöfn. Vík- ingar náðu þó stundum snögg- urrí. og hættulegum upphlaup- urn, enda héidu þeir forystunni lengst af hálfleiksins. Armenn- ingar. léku með jöfmim hraða og gættu þess að gefa Víking-; um. aldrei stórt forskot á marka fjölda, Undir lok hálfleiksins tókst Ármenningum að jaína og ná auk þess einu marki yfir 7:6. I seinni hálfleik, héldu Ár- menningarnir öruggri forys.tu með sínum jafna hraða og á- kveðnu skothörku. Hjá Víkings liðinu -gætti þá nokkurrar kyrr- stöðu, enda þótt það gæfi Ár- menningum aldrei ; kost á að leng'ja markaf jöldabilið að ráði. Dómari var Valur Benedikts- son. Næstu leikir fara frgm á sunnudaginn og leika þá saman Fram og Afturelding og Í.R. við Val. Tveir Reykfavikur- „stéia- •ii Kirkjugestum í Hallgríms- kirkja mun e. t. v. þykja ný- stárlegt að sjá sr. Jón Thorar- ensen úr Nessókn stíga þar í stólinn kl. 11 á morgun, og eins mun Nessóknarfólki í Mýrar- húsaskóla bregða í brún, er sr. Jakob Jónsson prédikar þar k!. 2.30 á morgun. En það er sem sagt engin prentvilla, það sem stendur í þæjarfréttum Vísis í dag um messurnar á morgun, að þeir sr. Jakob og sr. Jón hafa „stóla- skipti“ í þetta skipti. Mörgum mun þykja þetta vel til fundið hjá þessum prestum. í þessu felst ánægjuleg til- brej-tni, og jafnframt ber ,það vott am samstarf saínaðanna, sem nokkuð virðist hafa þótt skorta á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.