Vísir - 23.02.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1953, Blaðsíða 2
t . Mánudaginn 23.J febrúar 1953. Frú B.: ,.Nei, vissulega ekki Reyndu einu sinni haframjölið og þú munt undrast yfir, • hvað eiginmanninum og börnunum þykir hafragrauturinn betri,“ HA-NAQSTCÆTI 4 BÆJA | Minnisblað | almennings. Mánudagur, 23. febrúar — 54. dag'ur árs- ins. Rafmagnsskömmtun verður á morgun, þriðjudag- inn 24,'febrúar kl. 10.45—12.30 I. og III. hverfi. Ennfremur kl. 18.15—19.15; IV. hverfi. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja erkl. 17.45—7.40. Næturvörður er þessa viku í Réykjavíkur Áþóteki; sími 1760. Læknavarðstofan hefir síma 5030. Vanti yður lækni, þá hringið þangað. F1Ó3 .verður næst í Reykjavík kl. 14.05. K. F. U. M. Biblíulestrarefni: Lúk. 25—35. Án hirðis. 14, Gengisskrániug. 1 bandarískur dollar kr. 16.32 1 kanadískur dollar kr. 16.73 1 enskt pund .... kr. 45.7t) 100 danskar kr.....kr. 236.30 100 norskar kr.....kr. 228.50 100 sænskar kr. .. kr. 315.50 100 finnsk mörk .. kr. 7.00 100 belg. frankar .. kr. 32.67 1000 franskir fr. .. kr. 46.63 100 svissneskir fr. ... kr. 373.70 100 tékkn. Krs. ... . kr. 32.64 100 gyllini ........ kr. 429 90 1000 lírur ........ kr. 26.12 Söfnin: Landsbókasafnið er opið kl. 10—12, 13.00—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13.00 —19.00. ÞjóðminjasafniÖ er opið kl. 13.00—16.00 á sunnndögum og kL 13.00—15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Listasafn Einars Jónssonar er opið sunnud. frá kl. 13.30— 15.30. Náttúrugripasafnið er opið sunnudaga kL 13.30—15.00 og á þriðjudögum og fimmtudögum klö 11.00—15.00. Landsmálafélagið Vörður efnir til fundar í Sjálfstæðis- húsinu kl. 8.30 í kvöld. Rædd verða þingmál og landsmála- viðhorfið. — Frummælendur verðá þeir Jóh. Hafstein og Sigurður Bjamason alþingis- menn. Útvarpið í kvöld: 20.20 Útvarpshijómsveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórn- ar. 20.40 Um daginn og veginn (síra Gunnar Árnason). 21.00 Einsöngur: Sigurður Ólafsson syngur; Fritz Weisshappel að- stoðar. 21.20 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjánsson ritstjóri heimsækir mjólkurstöðina í Reykjavík. 21.50 Tónleikar I (plötur). 22.00 Fréttir og veð- 1 urfregnir. 22.10 Passíusálmur ■ (19.). 22.20 „Maðurinn í brúnu |fötunum“, saga eftir Agöthu * Christie; XIX. (frú Sigríður 1 Ingimarsdóttir). 22.45 Þýzk dans- og dægurlög (plötur). — Kvenréttindafélag íslands heldur aðalfund sinn annað kvöld kl. 8,30 í Tjarnarcafé. Minningarsýning um Emil Thoroddsen, sem hætta átti í gær, verður opin í nokkra daga enn vegna mik-; illar aðsóknar. Næstu daga mun skólum gefinn kostur á að 1 skoða sýninguna. Þó er ekki gert ráð fyrir að sýningin geti orðið opin nemá fáa daga og varla út vikuna. Hvar ex*u skipin? Eimskip: Brúaríoss fór frá Djúpavogi 20. febr. til Stöðv- arfjarðar, Vopnafjarðar, Þórs- hafnar og Húsavíkur. Dettifoss fór frá New York 20. febr. til Rvk. Goðafoss fór frá Hull 20. febr. til Norðfjarðar og Rvk. Gullfoss fór frá K.höfn á há- degi á Laugardag til Leith og Rvk. Lagarfoss fór frá Rvk. í gærmorgun til Keflavíkur. Reykjafoss fór frá Kópaskeri í gær til Húsavíkur og Akui’eyr- ar. Selíoss er í Rvk. Tröllafoss er í Rvk. Mynd þessi er á minningarsýningimni um Emil Thoroddsen í í Listamannasalnum, sem opin verður næstu daga. HnMtfáta hh /846 Lárétt: 1 Meiðslið, 6 pest, 8 lífgjafi, 10 amstur, 12 þyngdar- eining, 13 yngri (erl.), 14 um aldur, 16 veiðarfæri, 17 Evrópumaður, 19 hundsnafn. Lóðrétt: 2 Máttur, 3 á skipi, 4 eyjarskeggja, 5 togaranafn, 7 ljós, 9 skelfing, 11 grönn, 15 áfengi, 16 egg, 18 guð. Lausn á krossgátu nr. 1845. Lárétt: 1 Texas, 6 xin, 2 efa, 10 ask, 12 TÖ, 13 no, 14 urg, 16 bút, 17 all, 19 Áslák. Lóðrétt: 2 Eva, 3 XI, 4 ana, 5 vetui', 7 Skoti, 9 för, lí snú, 15 gas, 16 blá, 18 LL. Veðrið. Djúp og viðáttumikil lægð um 700 km. suðvestur í hafi á hægri hreyfingu til norðausturs. Veðurhorfur: SA-stormur, slydda og síðar rigning. Veðrið kl. 8 í morgun: Reykjavík A 7, 1, Stykkishólm- ur A 3, 0, Hornbjargsviti SA 3, -e-1, Akureyri SV 3, -f-1, Grímsey S 3, 1, Grímsstaðir SSA 2, -h6, Raufarhöfn SSV 3, -f-5, Dalatangi logn, 0, Djúpi- vogur V 1, -f-3, Vestmannaeyjar SA 8, 3. Þingvellir ASA 3, 0. Reykjanesviti A 6, 3. Kefla- víkurvöllur ASA 5, 2. Reykiavík. Landróðrabátar frá Reykja- vík eru á sjó í dag, enda þótt veðurútlit sé ískyggilegt. — Á laugardag var aflinn allmisjafn, var Hagbarður með 5V2 lest, Skíði og Svanur með um 4 lest- ir hvor og Kári Sölmundarson 8 lestir. I gær var aflinn rýr- ari, en þó var Kári með 7 lestir, Hagbarður 3 og Skíði og Svan- ur með 2Va lest hvor. Faxaborg- in (útilega) kom í gærkvöld og er verið að landa úr bátnum. Aflinn er um 30 lestir í 4 lögn- um. Enn fremur komu um helg- ina Dagur og Hafdís með um 35 lestir hvor eftir 4 lagnir. Ásgeir (landi'óðrabátur) var með 3 tonn á laugardag og í bær sama. — Útilegubáturinn Marz kom í nótt og mun aflinn vera um 40 tonn, Áslaug er með 35—40 tonn og Þórir (neta bátur) með 10 tonn eftir 3 vitjanir. Halnarfiörður. ílafnarfjarðarbátar eru líka á sjó í dag. Seínustu tvo róðra hefur afli verið lélegur, en á laugardag . var bezti afli efii r 6V2-—7 tonn. og niður í 3V2 og i í gær enn lakara eða 3—5 tonn. Kefiavík. I dag em allir bátar á sjó. í róðrinum í gær og laugardag var aflinn ákaflega misjafn. í gær t. d. fengu bátar frá 1 lest í 13 lestir, en meðalafli mun þó vera nálægt 6-—7 tonnum. Á laugardag var afli svipaður og í gær. Bátar, sem lögðu lín- urnar í Grindavíkursjó fengu jafnbeztan afla. Loðna hefur veiðzt alla dagana og fer hún ýmist í beitu eða er fyrst. Sára- tregt er enn hjá netabátunum. Grindgvík. Afli Gi'indavíkurbáta var frekar dræmur bæði laugardag og sunnudag. Von frá Greni- vík var hæstur bátur í gær með 8 lestir, en annars var aflinn frá 2 lestum, og meðalafli um 4 lestir. Netabátar fá þetta 4—• 5 lestir yfir nóttina og þykir lélegt, en menn vona að bráð- um fari aflinn í netin að batna, ef frátök verða ekki mikil. Veð- ur var mjög að spillast um há- degið þar syðra, og von á SA- storm. Bátar voru farnir að tín- ast að landi og margir án þess að draga línurnar. Fötin pressui, meðan menn bíða. „Litla efnalaugin“ 1 Mjóstræti 10 mun framvegis leggja aðal- álierzlu á að pressa föt manna, meðan beir bíða eftir þeim. Vitanlega verður al.lt tekið til hreinsunar og litunar, en sérstök áherzla verður lögð á gufupressun, sem framkvæmd ver'ður tafarlaust,. Kemur þetta sér sérstaklega vel fyrir t. d. ferðamenn, er hafa ekki föt til skiptanna meðferðis, svo og' aðra, er þurfa skyndilega að láta pressa föt sín, en geta ekki komizt heim til þess af einhverj um ástæðum. Ileíur efnalaugin biðherbergi fyrir þá, sem þetta ,gera, og er þetta vel til fundió. Lárus Johnsen verður skáhmeistari. Næst síðasta umferð Skák- þingsins var tefld í gær. Þar vann Lárus Johnsen Steingrím Guðmundsson, Þórii: Ólafsson vann Hauk Sveinsson og Jón Einarsson vann Ólaf Einarsson. Jafntefli varð hj.á Óla Valdimarssyxii og Þórði Þórðarsyni, en aðrar skákir fóru í bið. Lárus Johnsen er nú orðinn öruggur sigurvegari í mótinu og hlýtur því titilinn: Skák- meistari Reykjavíkur. — Hann hefur nú 8% vinning', en næsti maður 6(4 vinning. Biðskákir verða tefldar á fimmtudaginn kemur, en 11. og síðasta um- ferð verður væntanlega tefld íöstudaginn 27. þ. m. BEZT AÐ AUGLYSAI VISI taaaao&maom Fróðlegar myndir hjá Fiskifélaginu, Fiskifélagið hefur fengið hing að til lands fjórar kvikmyndir varðandi fiskveiðar, eins og getið hefui' verið í blaðinu. Voru myndirnar sýndar gest- um félagsins í Tjarnarbíó á laugardag'. Fjallar ein um lúðuveiðar við Alaská, önnur um síldveiðar við austurströnd Bretlands, þriðja um veiðar þýzks tog'ara við Austurland og hin síðasta sýnir, hvernig tog- varpan hegðar sér á sjávar- botni. Þótti mönnum eðlilega mestur fróðleikur að henni, en allar voru myndirnar eftir- tektarverðar. Sunbeam hrærivélar fyrirliggjandi. — Verð Kr. 1285,00 með hakkavél kr. 1652,00. VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN Bankastræti 10. Sími 2852. Ti-yggvagötu 28, sími 81279. Frú A.: ,,Er ekki sama hvaðav Vxofr’orrxinl má^nr lúíjnrrir*?<;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.