Vísir - 24.02.1953, Blaðsíða 1
43. árg.
Þriðjudaginn 24. febrúar 1953.
45. tbl.
Bohlen sendiherra
USA í Moskvu.
Einkaskeyti frá A.P. —
Washington í morgun.
Eisenhower hefur tilnefnt
Charles Bohlen sendiherra í
Moskvu í stað Kennans, sem
féll í ónáð hjá Stalin fyrir ber-
sögli sína um ófrelsið í Ráð-
stjórnarríkjunum.
Aftufk-alláði ráðstjórnin þá
viðurkenningu sína á honum
sem sendiherra. Bohlen er sér^
fræðingur í málum, sem varða
Ráðstjórnarríkin. Var 'hann
túlkur Roosevelts forseta, er
hann ræddi við Stalin á stríðs-
árunum.
fii lífs, að fyrlr neðan
irsey er geil í brinig^rð
Bandaríkin hjálpa
Egyptum.
Kairo (AP). — Bandaríkja-
stjórn hefur ákveðiS að veita
Egyptum stuðning til endur-
reisnar og endurskipulagningar
iðnaðar síns.
Aðstoðin er veitt í samræmi
við áætlun Trumans um hjálp
til handa þjóðum, sem tækni-
lega eru skammt á veg komnar.
Skipmja tók út af vél-
báti, eit hann náltst.
tínnn g»t haldíð sér uppí,
unz hjálp bas-st.
Það slys vUdi til í gær á
vélbátnum Hafþór SA 90, að vél
stjórann tók út meðan verið
var að draga línuna, en vegna
þess aS hann var syndur gat
hann haldið sér á floti, þangað
til komið var til hans bjarg-
hring, og náðist hann af tur ef tir
um 10 mínútur^
Slysið vildi til norðarlega í
Kolluál, og var vélstjórinn,
Margeir Magnússon fár Reykja-
vík, að vinna aftarlega á bátn-
um, er báturinn lenti í kviku
og manninn skolaði fyrir borð.
Aðrir bátverjar urðu strax var-
ir við slysið og var þá skorið á
línuna og bátnum snúið við.
Síðar var látinn reka belgur
og bjarghringur með línu til
Margeirs, sem hann náði í eftir
7—8 mínútur.
Samkvæmt frásögn skipstjór-
ans á Hafþór, Eyjólfs Ólafsson-
ar, mun björgunin hafa tekið
um 10 mínútur, en báturinn var
stirður í snúningum, þar sem
línan vafðist um skrúfuna. Tel-
ur skipstjóri björgunina hafa
tekizt mjög giftusamlega og
þarna riðið baggamuninn að
Margeir var syndur.
Hafþór kom til Stykkishólms
í gærkveldi og fór ekki í róður
í dag. Var véistjórinn nokkuð
dasaður eftir volkið, en ekki
talið að honum yrði að öðru
leyti meint af.
FIugvélar fyrir
bómulL
London (AP). — Bretar hafa
seit Brasilíu 70 flugvélar með
þrýstihreyflum, og era þær af
gerSinni Meteor.
Brasilíumenn greiða ekki fyr
ir flugvélarnar með peningum,
heldur láta þeir 15,000 lestir af
bómull fyrir. Veitir þetta 2000
flugvélasmiðum atvinnu fyrst
um sinn.
Risaflugvirki í árásum.
Tokyo (AP). — Risaflug-
virki gerðu í morgun sprengju-
árás á stöðvar kommúnista
nálægt Pyongyang.
Varpað var niður 180 lestuœ
af sprengjum.
Iðnaðarbankinn tekur von-
andi til starfa þ. 1. maí.
Ymislegt íeeíÉi* tafið þall, alfc hægí
værí að opna feann ffyrr.
fðnaðarbankinn mun ekki
taka til starfa 1. marz næst-
komandi, eins og ráð hefSi ver-
ið fyrir gert, sagði Páll S. Páls-
son, formaður bankaráðsins, er
Vísir átti viðtal við hann í gær.
Húsnæði það, sem bankinn
verður í, er ekki ennþá full-
gert, en eins og áður hefir verið
skýrt frá, verður bankinn til
húsa í Lækjargötu 2, þar sem
nú eru skrifstofur, flugfélagsins
Loftleiða h.f.. Afgreiðsla Loft-
leiða mun flytja í^Bíóbúðina, en
bankinn að mestu fá vistarver-
urnar, sem Loftleiðir liöfðu áð-
ur.
Verið er að smíða innrétting-
ar í væntanlegt húsnæði bank-
ans, og það með öðru mun tef ja
að starfsemih hefjist á tilsett-
um tíma. Það er þó ýmislegt
annað, ekki veigaminna, sem
kemur til. Ráðning bankastjóra
tafðist talsvert vegna þess að
(Fram a 8. síSu)
r her —
§g vandur
Rauði herinn minntist í
gær 35 ára afmælis síns með
mikilli viðhöfn og viðeigandi
ræðuböldum.
Þjóðviljinn, málgagn Rauða
hersins á íslandi, gat þessa
að sjálfsögSu i morgun undir
fyrirsögninni: „Rauði herinn
beztur í heimi." — Beztur í
hverju? Ekki skyldi það þó
vera í hermennsku, mann-
vígum, að maður segi ekki
morðum, ems og friðarvinir
á borð viS Þorvald Þórarins-
son myndu orða það. Ef til
vill á Þjóðviliinn aðeins við
að Rauði herinn sé slyngast-
ur í þjóðdönsum eða söng-
list, því að Rauði herinn hlýt
ur að vera öðru vísi en aSr-
ir faerir, annars mundi ÞjóS-
viljinn, merkisberi „friðar-
ins og mannúðarinnar" ekki
geta um afmæli hermennsku
stofnunar.
Sem sagt: Rússneskur her
er ekki aSeins „góður", held-
ur „beztur í heimi". Hins
vegar er amerískur her,
brezkur eða norskur „vondur
her".
*0
Ottast var nm
opinn bát.
Eftir að hríSinni létti í gær,
var hafin leit aS opnum vélbát
frá Hellissandí, sem óttast var
um.
Var hann á leið til lands, en
hvarf í hriðinni.
Fjórir bátar frá Ólafsvík og
Sandi leituðu hans og önnur
nærstödd skip voru beðin að
leita. V.b. Farsæll frá Hellis-
sandi fann bátinn á reki í Kollu
ál um kl. 4 og dró hann til
hafnar. — VeSur var hið versta
í hríðinni og mun sjór hafa
komizt í vélina. — Voru menn
mjög uggandi vestra um bát-
inn og áhöfn hans, og þykir
hér hafa farið giftusamlega. ;,
Samkvæmt nánari upplýsing-
uni frá Slysavarnafélaginu
hafði báturinn verið mjög hætt
kominn. Voru bátverjar langt
komnir að draga, er óveðrið
skall á, og vár báturinn fuílur
af fiski. F-yliti bátinn og stöðv-
aðist vélin. Urðu þeir að ryðja
burt' öllúm fiskinum, en gátu
ekki komið vélinni í gang, og
rak bátinn þá æ lengra. Fjórir
menn voru á bátnum.
eimnig stytsé til
wti.
JÞœr er
^veiiifeirni IIjjálmarssrni iókst
með snarræði að losa gúnimífeátinn.
Það sviplega slys varð í miðum Vestmannaeyjabáta
í gær, aS vb. Guðrún — 49 lestir, smíðaSur úr eik
árið 1947 — fórst undan Landseyiasandi, og með
honum íimm aí níu skipsverjum.
Er þetta fyrsti skipstapinn, sem verður á þessari vertíð, enda
fyrsta aftakaveðrið, sem gengur yfir á vertíðinni er annars
hefur einkennzt af góðviSri, svo sem veturinn yfirleitt.
Skipverjar á v.b. Guðrúnu
höfðu síðast samband við önn-
ur skip um klukkan hálfeitt.
Höfðu þeir þá tal af vitaskip-
inu Hermóði, sem gegnir eftir-
litsstörfum fyrir sunnan land,
og var þá allt í lagi á bátnum,
búið að draga netin og „gera
klárt" til heimsiglingar. Var
þá dimmt yfir og veðurhæð
mikil.
Um það bil hálfri klukku-
stund síðar reið brotsjór yfir
bátinn, svo að hann fór á hlið-
ina, og var hann ekki búinn að
rétta sig, þegar annað brot
skall á honum og reið það hon-
um að fullu.
Eftir því sem næst verður
komizt — að því er Lárus Ár-
sælsson útgerðarmaður skýrði
Vísi frá í morgun — munu 4—
5 menn hafa verið í stýrishúsi
bátsins. Urðu þeir að brjótast
út ur stýrishúsinu, og sýndi
Sveinbjörn Hjálmarsson sér-
stakt snarræði, er hann losaði
um gúmmíbátinn, því að allt
gerðist þettá á svipstundu.
Hvolfdi hvað
eftir annað.
Gúmmíbátur þessi er þannig
gerður, að hann fyllist 'af lofti,
ef kippt er í streng á honum,
en hann var á hvolfi í fyrstu.
Tókst þeim fjórum, sém kom-
ust af, að rétta hann eftir
nokkurn tíma, en veður og sjór
hvolfdu honum hvað eftir ann-
að, meðan hann rak að landi.
Munu þeir hafa kormzt að landi
um það bil hálfri fjórðu
klukkustund eftir að báturinn
fórst, og gengu til Hallgeirs-
eyjar, sem var næsti bær.
Geil í brimgarðmn.
Brimgarðurinn er mjög
breiður fyrir söndunum þarna,
enda útfyri mikið, og hefur
Lárus Ársælsson útgerðamiað-
ur það eftir bóndanum í Hall-
geirsey, að
Iþ.ar sem skipbrotsmenn hafi
borið aS landi, sé geií í brim-
garðinn, og hafi það orðið
þeim til lífs, að þeir komu
þar aS en ekki þar sem brim-
garSurinn er breiðari.
Þá er einnig styzt til bæja í
Landeyjum frá þeim stað, þar
sem gúmmíbáturinn tók land,
og sagði Guðjón á Hallgeirs-
ey, að hraktir og þrekaðir
menn mundu ekki hafa komizt
öllu lengra.
Skipbrotsmenn eru í Hall-
geirsey, þar sem þeim var tek-
ið ágætlega og hlynnt að þeim.
á allan hátt. Verða þeir þar að
minnsta kosti fram eftir degi.
Sveinbjörn meiddist nokkuð
en ekki alvarlega.
Fimm fórust.
Þeir, sem fórust, voru: Óskar
Eyjólfsson skipstjóri, sem verið
hefur aflakóngur Eyjanna und-
anfarin ár, Guðni Rósmunds-
son stýrimaður, Kristinn Aðal-
steinsson, ættaður úr Reykja-
vík, Sigþór Guðnason og Elía
Hinrikson, ættaður úr Fá-
skrúðsfirði. Þeir voru allir
kvæntir og áttu börn.
Þeir, sem af komust, eru allin
úr Vestmannaeyjum og heita
þeir: Jón Björnsson frá Ból-
staðarhlíð, Hafsteinn Júlíusson,
Sveinbjörn Hjálmarsson og
Bergþór Reynir Böðvarsson.
13.000 [fthlaupum
býðst uppgjöf saka.
London (AP). — 13.000 Bret-
um, sem gerðust HShlaupar á
stríSstímanum, stendur nú náð-
un til boða.
Ákvörðunin er tekin vegna
krýningar Elísabetar drottn-
ingar á sumri l^pmanda. Menn
verða að sækja um náðun skrif-
lega — þurfa ekki að koma í
„eigin persónu". Flestir þessara
manna hafa farið huldu höfði
árum saman.
Fjallið tepptist
skamma hríð.
Síðdegis í gær var hafist
handa um að ryðja Hellishei3-»
arveginn, en þar hafSi sett niS-
ur talsverSan snjó.
Mjólkurbílar komust þó
hindrunarlaust til bæjarins í
gær og eins í morgun, og var
heiðin teppt aðeins nokkrarí
klst. í gær, aðallega meðaa
veðrið var verst.