Vísir - 26.02.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 26.02.1953, Blaðsíða 1
Wí: 43. árg. Fimmtudaginn 26. febrúar 1953. 47. IbL kæruhernaður í tónlistar- málum breytist i styrjöldL Ráðning dr. Urbancic að Þjóðleik- húsinu líkt við árásina á Pear! Harbor. kkl sfendur a a Hér að ofan sést Henry Cabot Lodge jr., sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, heilsa Trygve Lie í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Framlag Rússa í Kóreu fer mjög í vöxt, segir Lodge. Skorar á Vishinsky að afsanna, að Rússar hjálpi N.-Kóreumönnum. Henry CabotiLodge, hinn nýi aðalfuUtrúi Bandaríkjanna hjá S. Þ.,: flutti ifyrstu ræðu sína á vettvangi þeirra í gœr. Bar hann þáer sakir á Rússa, að þeir styddu kommúista í Kóreustyrjöldinni í vaxandi mæli. Þessi stuðningur hefði þó verið örlátalegur frá fyrstu, en framan af hefðu Rússar þó ekki Iagt þeim til þungahergögn, eins og þeir gerðu nú. Auk þess hefðu þeir lagt þeim til um 1250 þrýstilofts-orrustuflugvél ar af MIG-gerð og álíka marg- ar aðrar, eða samtals a. m. k. 2500 herflugvélar og væru þær allar smíðaðar af Rússum. Lodge skoráði á Vishinsky, að afsanna þessar staðhæfingar og kvaðst Vishinsky taka á- skoruninni og svara, er hann hefði kynnt sér ræðu Lodge til hlítar. — Þetta gerðist á fundi stjórnmálanefndarinnar í gær- kvöldi, en hún kemur aftur sam an til fundar síðdegis í dag. Bússar reyna enn. Felld var tillaga frá Rússum um að leyfa fulltrúum frá N> Kóreu að taka þátt í umræðum um Kóreustyrjöldina. Með til- lögunni greiddu 16 þjóðir at- kvæði, en 35 á móti, og sex sátu hjá; Dagskrárnefnd samþykkti í gær, að taka Kóreumálið á dag- skrá og verður það tekið fyrir fyrst höfuðmála, sem rædd verða á þinginu. Gestaþrawt Þjóðviljams. Þjóðviljinn getur helgað hugð- arefnum sínum enn meira rúm en áður, síðah „íslenzka blaðið" stækkaði. í morgun stendur til dæmis á einum stað: „Landneminn kemur út ánnan hvern föstu- dag. — Hvað sagði salernisvörð urinn?" Já, talaði hann um pappírinn éða efnið? Notendur sjónvarpsviðtækja í Bretlandi eru nú yfir 2 millj., en sjónvarps- og útvarpsvið- tækja 12,7 millj. Washingíon (AP). — Eisen- hower segir, að ekki skuli standa á sér, ef hægt sé að tryggja friðinn örugglega. Sagði forsetinn við blaoa- menn i gær, að hann mundi koma hálfa leið til móts við Stalin eða hvaða þjóðarleiðtoga sem væri í þessum tilgangi. E;i þá yrði liká að búa svo um hnútana, að staðið yrði við gerða samninga. Þó sagðist Eis- enhower ekki gera neitt í þess- um efnum, án þess að ræða fyrst við bandamenn Banda- rikjanna. Ganghraii ^Kórfoss1' 30 ittílur. Frásögn Vísis af Kórfossi, hinum nýstárlega farkosti Karlakórs Keykjavíkur, hef- ir vakið mikla athygli. Vísi hefir verið bent á, að svolítil villa hafi slæðzt inn í frásögnina í gær. Aflvél skipsins er ekki af Ford- gerð, heldur af WiUys-Over- land-Whippet-gerð, módel 1928. Vélfræðingar karla- kórsins fullyrða, að vélar af nýrri gerð hafi reynzt miklu verr. Þá er fullyrt, að ganghraði Kórf oss verði um 30 sjómíl- ur á klst. í sterkum mót- vindi Reynsluför verður e. t. v. farin á morgun, og er mikíll viðbúnaður, að því er Vísir faefir frétt. Skæi'uhernaður sá, sem Tón- listarfélagið hefur haldið uppi að undanförnu á hendur Þjóð- leikhúsinu vegna ráðningar dr. Urbancic að léikhúsinu út leik- árið, virðist nú hafa breytzt í fullkomna styrjöld. Vitnazt hefur um bréf, sem Ragnar Jónsson forstjóri hefur ritað Guðlaugi Rósinkranz, þar sem sveigt er þunglega að Þjóð- leikhússtjóra með næsta óvenju legu orðaíagi. Vísir hefur gert sér nokkurt far um að fygjast með þessari furðulegu styrjöld, þar sem yissulega er um að ræða mál, sem varðar allan almenning. Hefur blaðið átt stutt tal við Þjóðleikhússtjóra út af bréfi þessu, en hann kvaðst ekki kæra sig um að birta bréf Ragn- ars, en staðfesti hins vegar ým- islegt, sem Vísir hafði heyrt að stæði í því. í bréfinu er ráðningu dr. Urbancic sem hljómsveitar- stjóra Þjóðleikhússins líkt við árás Japana á Pearl Harbor. Þá telur Ragnar ráðninguna „einhverja ógeðslegustu menn- ingarárás, sem hann hafi orðið vitni að", og að hún sé „rauna- legur þáttur í menningu okkar, sem verði skrifaður á reikning Guðlaugs Rósinkranz". Þá full- yrðir Ragnar, að með hinni nýju hljómsveit Þjóðleikhússins „sé hörfað aftur á bak um 10 ár". Þjóðleikhússtjóri sagði í við- tali við Vísi í morgun, að stefna Þjóðleikhússins í tónlistarmál- um væri óbreytt þrátt fyrir þessi viðbrögð Ragnars og Tón- ,listarfélagsins. Allt bendir þó til, að ekki sé búið að súpa kál það, sem í ausuna er komið, og að ým- islegt eigi eftir að gerast, sem varpa muni enn skýrara ljósi yfir þessa undarlegu styrjöld í heimi íslenzkrar tónlistar. Evrópiilierinn ekki í höfn. Róm (AP). — Fundum utan- ríkisráðherranna er lokið, og náðu þeir nokkru samkomulagi en ekki algeru. Náðu þeir aðeins samkomu- lagi um það, að þeir skyldu leggja eindregið til við stjórnir sínar, að þær hröðuðu fullgild- ingu samningsins um Evrópu- her. Getur því enn dregizt, að samningurinn verði fullgerður, og einkum er búizt við þvú. að franska þingið kunni að verða erfitt viðureignar. /Etlu5u til sjós á þvottabala. Btllinn fiorfinn, er komift var á vettvang. I fyrramorgun var lögregl- unni símað úr Ananaustum, að þar væru nokkurir smákrakkar að búa sig út í sjóferð, en far- kosturinn væri gamall þvotta- balL Lögreglan brá við og fór á staðinn, og voru krakkarnir þá æwwi 51 þúsund ferðamenn lögðu lelð sína um ICefSavíkurvöII á sL ár« illilarodafliEgvélar Senfu; 14B3 sisinum. Á árinu sem leið urðu lend- ingar á Keflavíkurflugvelli, annarra en herflugvéla, samtals 1656, en alls fóru 50.996 far- þegar um völlinn á árinu. Af þessum 1656 lendingum voru 1483 millilandaflugvélar. í hitt eð fyrra urðu lendingar samtals 1972. Efst.á blaði að þvi er lend- ingar snertir, var brezka félagið BOAC, með 324 lendingar, þar næst kanadíska félagið TCA, þá j og 1% frá KLM. íslenzkar einkaflugvélar, 147,1 Flestar urðu lendingarnar síðan PAA, 137, Air France, 132, KLM 105 og Seaboard & Western 91 lending. Auk þess voru þarna ýmis félög og fyr- irtæki með færri lendingar,- svo sem Israel Áirlines, 46 lend- ingar, Arabian-American Oil Co., 2, Ind-Amer. Inc. (Ind- versk-ameríska félagið), 2, ríkisstjórn Mexíkó, 2. o. s. frv. , • Af. millilandalendingum voru 22%. frá.BOAC, 16% frá TCA, 9% frá PAA, 9% frá Air France ágústmánuði, eða 192, en fæst- ar í desember, 53. Tala farþega varð 50996, eins og fyrr segir, en 63.931 árið 1951. Til Keflavíkurvallar komu 1013, en þaðan fóru 1012. Vöruflutningar með vélum um völlinn námu samtals 1.506.995 kg., en til Kefalvíkurvallar komu 30.941 kg., en þaðan voru send 14.184 kg. Póstflutningar um völlinn námu samtals 311.727 kg. en til vallarins komu 11.678 kg., en þaðan fóru 3.829 kg. í þann veginn að ýta úr vör á þvottabalanum. Lögreglan tók balann af þeim og fylgdi krökk- unum heim til þeirra, og þan með var ævintýri þetta úr sög- unm. Um tíuleytið í fyrrakvöld var hring til lögreglunnar og til- kynnt, að vegfarendur um. Hafnarfjarðarveg hefðu séð þíl á hvolfi þar við veginn skömmu áður. Lögreglan tók þá að halda uppi spurnum um atburð þennan og kom þá upp úr kafinu, að bílstjóri á áætl- unarbíl Landleiða hafði um kl. 9 um kvöldið orðið var við bíl á hliðinni eða á hvolfi við veg- inn á móts-við Arnarnes. Jafn- framt sá hann menn vera aðí hjálpa farþegum bílsins út úr honum, en meira vissi hanm ekki um atburð þennan eða -til— drög hans. Lögreglan sendi bíl og menrt á staðinn, en þá var þar engan^ bíl að sjá, né nokfcur ummerkii um slys. Ekki hafði heldur ver- ið komið með slasað f ólk hvorki á Slysavarðstofuna né Land-* spítalann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.