Vísir - 27.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 27.02.1953, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Föstudagirm 27. lebrúar 1953. DAGBLAÐ ; | | | Ritstjöri: Hersteinn Pálsson. | Skriístofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ*. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðj an hJC. Framtið iðnaðarins. TFTm langt skeið hefur verið haldið uppi þrálátum og illvígum áróðri á hendur iðnaðarmálaráðherra, Birni Ólafssyni, af Alþýðuflokknum sérstaklega, í sambandi við iðnaðarmáln. Hef- ur honum verið borið á brýn að hann stefndi markvisst að því áð drepa iðnaðinn og skapa sem víðtækast atvinnuleysi meðal iðnverkafólks. Allur hefur rógur þessi verið borinn uppi af pólitísku ofstæki og á rót sína að rekja til afnáms haftanna árið 1951. Með frjálsari innflutningi þurfti innlendur iðnaður að mæta harðari samkeppni en áður frá erlendum iðnaðar- vörum og fyrst í stað orsakáði þetta nokkra erfiðleika fyrir sumar iðngreinar. Iðnaðarmálaráðherra hefur litlu svarað þeim ógeðslega rógi, sem hann hefur verið borinn í sambandi við iðnaðarmálin, en 6. maí sl. skipaði hann fimm manna nefnd til að rannsaka af- komu og aðstöðu iðnaðarins. Nefndin skilaði áliti 1. nóvember síðastliðinn og lagði fram nokkrar tillögur til eflingar iðnaðin- um. Síðan hefur málið verið til athugunar í ráðuneytinu og í gær hélt ráðherrann útvarpsræðu þar sem hann slcýrði frá ráðstöfunum sem gerðar verði nú þegar til styrktar iðnrekstr- inum. Er frá þeim skýrt á öðrum stað hér í blaðinu. Þetta eru allt raunhæfar ráðstafanir, sem munu verða mikill styrkur fyrir iðnaðinn og marka raunverulega nýja stefnu í iðnaðar- málunum hér á landi. Framtíð iðnaðarins hér á landi hlýtur að markast af þvi hvernig að honum er búið gegn samkeppni erlendra iðnaðar- vara. Án allrar verndar getur lítið þrifist hér af iðnaði. Þess vegna verður tollalöggjöfin að mótast af þeirri stefnu, að hæfi- leg og skynsamleg vernd sé veitt innlendum iðnaði. Veigamesta atriðið í áður greindum ráðstöfunum, er vafalaust, að skipuð verður nefnd til að endurskoða tollalögin með tilliti til þess að iðnaðarvörunum sé veitt hæfileg vernd í samkeppninni við erlendu iðnaðarvörurnar. Með þessu er tekin upp tefna, er haft getur stórkostleg áhrif á alla þróun iðnaðarins í framtíð- inni. Fyrst í stað eftir að losað var um innflutningshöftin 1951 áttu ýms iðnfyrirtæki örðugt uppdráttar vegna samkeppninnar frá erlendu vörunum. En smátt og smátt breytist viðhorfið og menn fóru að laga sig eftir aðstæðunum. Erfiðleikarnir voru yfirunnir og breyttust í nýja framsókn og aukið átak til þess að gera framleiðsluna samkeppnishæfa. Munu nú flestir sam- mála um það, að hið nýja viðhorf, með frjálsari innflutningi, muni hafa holl áhrif á iðnaðinn þegar fram 1 sækir. Hitt er svo annað mál, að nauðsynlegt er að sýna honum fulla sanngirni og taka tillit til tillagna hans um bætta aðbúð honum til handa, sem á fullum rökum eru reistar. Þegar íslenzkur iðnaður er dæmdur og borinn saman við erlendan iðnað, má ekki gleyma því, að hann á sér skamman aldur. Hann hefur vaxið aðallega á einum til tveimum ára- tugum og að mestu leyti í skjóli innflutningshafta. Erlendi iðnaðurinn sem honum er ætlað að keppa við hefur að baki sér margra mannsaldra þróun þar sem öll tækni er komin á hátt stig. Hér er um að ræða misja.fna aðstöðu og menn verða að gera sér það ljóst að iðnaður eins lands vex ekki upp og verður samkeppnisfær á einum degi. Þess vegna verður að dæma iðnaðarframleiðsluna af skilningi og sanngirni og sýna henni umburðarlyndi og hjálpsemi meðan vaxtarverkirnir þjá hana. Hagsmunir iðnaðarins ver.ða þó jafnframt að skoðast frá al- mennu sjónarmiði og athuga verður hvernig þeir samrímast hagsmunum fólksins í landinu. Það er hægt að reka svo iðnað að hann verði baggi á almenningi. Slíkur iðnaður hefur ekki tilverurétt. Engin hætta er þó á því að iðnreksturinn komist nokkurn tíma út í slíkar öfgar ef heildbrigð samkeppni er ekki útilokuð. Hún er bæði iðnaðinum og almenningi trygging fyrir því að iðnaðurinn haldist heilbrigður og starfhæfur. En það er eitt sem aldrei verður um of brýnt fyrir almenn- ingi. Vantrúin á íslenzka framleiðslu verður að hverfa. Hinn .gamli undirlægjuháttur frá einokunartímunum, að vegsama allt sem úiiént dr, vcrður eiiiriig að hVeiTa. Ísléndíngum á að jþykja sómi að því að nota þá vöru sem unnin er í landinu, af íslenzkum höndum. Þjóðin sýnir vantrú á sínu eigin starfi nerna dhún kaupi fyrst og fr-emst það sem íslenzkt er. VÍÐSJ'Á VISIS: ítalskir tandleysingjar veria sjálfseignarbændur á 30 árum. BQO.QOQ hekturum skipt miiii þeirra. ítalskir bændur eru nú bjart- sýnni um framtíð sína en þeir hafa verið um langt skeið. Örsökin er sú, að þeir hafa nú betri von en nokkru sinni um að verða sjálfseignarbænd- ur, því að margir hafa verið leiguliðar mann fram af manni. ítalska ríkisstjórnin er hins- vegar farin að láta hendur starida fram úr ermum, að því er varðar skiptingu stórjarða, svo og annars landflæmis, sem hefir verið í órækt um aldir. Að undirlagi hennar hefir nærri 800.000 hektörum (hekt- ar er ca. 3 dagsláttur) lands verið skipt milli bænda, og þeir eru víða byrjaðir að brjóta landið, en ræktun þess verður ekki fulllokið fyrr en eftir tæp tíu ár. Ætlar ítalska stjórnin að verja sem svarar Í0 millj- örðum ítalskra króna til þess að hjálpa bændum til að gera jarðir sínar arðbærar og koma upp bústofni. Jarðir hinna nýju bænda eru allar af mjög svipaðri stærð eða 4—8 hektarar hver, og fer stærðin eftir því, hversu góður jarðvegurinn er — því meira landrými, sem hann er rýrari. Ekki fá bændur land þetta gefins, en þó með mjög góðum kjörum. Þeir eiga að greiða fyrir sjálft landið (og vérðið er undir markaðsverði), aðstoð við landbrot og verkfæri á 30 árum með 3.5% vöxtum. Fyrstu 3—4 árin greiða men 625 lírur á hektara lands, en síðan hækk- ar gjaldið smám saman, unz það nemur 1250 lírum eftir 15 ár, og tíu árum síðar er það komið í 1875 lírur, en fimm ár- um síðar á bóndinn líka jörð- ina kvaðalaust af ríkisins hálfu, ef hann hefir staðið í skilum. Fyrrverandi eigendur fá bæt- ur fyrir jarðirnar í 25 ár — fá afhent ríkisskuldabréf, sem bera 5% vexti, og fer upphæð þeirra eftir verðmæti jarðanna. ítalska stjórnin g erir ráð fyrir, að hún þurfi að greiða sem svarar 12 þús. kr. fyrir hvern hektara, sem skipt er milli bænda vegna allskonar umbóta, vegagerða, kaupa á dráttarvélum o. þ. h. IMýja Bíó: Stórfengleg kvikmynci smn. Hin stórfenglega, ítalska kvikmynd, „Lifum í friði“j hef- ur verið sýnd um hálfs mánað- ar skeið á hverju kvöldi í Nýja Bíó, en sýningum er að ljuka. Mynd þessi hefur alls staðar vakið feikna athygli, þar sem hún hefur verið sýnd, en aðal- hlutverkið leikur hinn heims- frægi Aldo Fabrizi, sem mestan orðstír gat sér í kvikmyndinni Óvarin borg. Myndin fjallar um viðhorf íbúa afskekkts fjallaþorps á Ítalíu til heims- styrjaldar og þótti svo góð, að hún hlaut sérstaka viðurkenn- ingu Sameinuðu þjóðanna. Með leikstjórn fer Luigi Zampa. Þessi snilldarlega mynd verð- ur sýnd í kvöld í kvikmynda- húsinu í síðasta sinn. Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaður. Skrifstofutíml 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950. Fálkar réðust á háspennulmuna og orsöku&u skammhlaup. En Ilelzt í relifii, er syngnr í einangrunarliúlunuan. Raforkumálanefnd Yorkshire og North-Lincolshire er enginn aðdáandi turnfálka, svonefndra, síður en svo. Þannig liggur í þessu, að nefndin lét á sínum tíma leggja 66.000 volta háspennulínu um umdæmi sitt, en upp á síðkast- ið hefir borið mjög á skamm- hláupum —■ straumrofum — á línunni, er hafa valdið alls- konar truflunum. — Gerast skammhlaup þessi ævinlega í dögun, en þegar gengið hefir verið meðfram línunni, hefir þar ekkert sézt, sem bent gæti til þess, hver ynni spellvirki þessi eða hvernig þau væru unnin. Loks var nefndarmönnum alveg nóg boðið, svo að þeir skipuðu svo fyrir, að haldinn skyldi vörður iheðfram línunni á þeim slóðum þar sem talið var, að spellvirkjamir ynnu iðju sína. Þurftu menn ekki að vaka margar nætur unz þaðj upplýstist, að sökina áttu —j turnfálkar. | Við nánari athugun kom í Ijós, að fálkarnir steyptu sér úr mikilli hæð ofan að posu- línskúlunum, sem einangra vírana. Héldu þeir sýnilega, að þar væri um bráð að ræða, því að þeir slógu til kúlnanna, en svo mikill var hraðinn á þeim, að snerting var svo snögg, að þeim varð ekki meint af. Ann- ars verða fuglar bókstaflega að engu, þegar þeir lenda á há- spennulínum sem þessum. Fuglafræðingar fóru einnig að rannsaka málið, og komust þeir að því, að fálkamir gerðu ekki þessar árásir sínar nema í röku veðri, því að þá syngur oft allhátt í kúlunum. Var nýlega sagt frá þessum athugunum í enska tímaritinu Þegar allt þrýtur þá tala menn úm veðrið — að sögn. En það er lika fúll ástæða til þess að minnast á veðurfarið, eins og það hefur verið í vetur um allt land. Annan eins vetur muna ekki elztu menn, en þannig er lilca tekiS til. orða, þegar einstæðir atburðir ske. Það má heita, að litinn sera engan snjó hafi fest hér í Rvík jí vétur, og i þau fáu skipti, sem eitthvað hefur snjóað cinhvern daginn, hefur lilákan séð fyrir . þvi næsta sólarhring. Snjókerlingin hvarf. Þéssi tiðu umskipti hafa orðið til þess, að unglingunum hefur ekki tekizt að koma sér upp al- mennilegum snjókerlingum, eins , og þeirra er yndi, og hafa þó- vérið gerðar margar tilraunir. ! S.l. sunnudagskvöld hringdu ung- lingar til mín og bóðu mig urn1 að sjá til þess, að inynd yrði tek- in af beztu snjökeríingu vetrar- ins, en hún væri vestur í Faxa- skjóli. Mér fannst auðvitað sjálf- , sagt að verða við beiðninni, þvi að fáar myndir liafa birzt af slíkum byggingarframkvæmduia ungu kynslóðarinnar. En viti menn, þegar niyndatökumaður- inn kom á staðinn daginn eftir, var kerlingin horfin. Hún varð: því ekki langlíf, eins og þó er tíðum um kerlingar. En ég vildi nota tækifærið og þakka þeim,. sem liringdu til mhi, fyrir að gera mér aðvart. Og liér licfnr verið skýrt frá ástæðunni íyrir því að myndin birtist ckki. Fé úti alla daga. Eg átti tal við bónda vestur á- Barðaströnd fyrir fáum dÖgum og sagði hann mér, að fé hans væri úti alla daga, aðeins hýst um nætur. Svipaða sögu mun vera að segja viða af landinu, og geta má nærri, að tiðarfar sem þetta sparar mikil hey fyrir bændur þessa lands. Eru þá bændur bel- ur undir það búnir að mæta ó- þui-rkasumri, sem engin ástæða er þó til að spá. Og það hve- snjólétt hefur verið, hefur líka? liaft mikil áhrif á allar samgöng- ur á landi, enda hafa þær verið. með bezta móti landshornanna á milli. Menn eru með hrakspár. En þrátt fyrir stökustu veður- blíðu yfirleitt, og kannske einmitt vegna hennar, eru ýmsir stöð- ugt með þær lirakspár, að nú muni þetta sennilega taka enda, og virðast ekki veri í rónni, fyrr en á skellur einhver fimbulvelur.. En við skulum samt vona hið bezta, og fyrir mitt leyti stæði mér alveg á sama, þótt við hefð- um ekkert af vetrarveðráttu aS: segja þenna vetur. Og svo mætti gjarnan koma bezta surnar á eft- ir. — kr. Gáta dagsins. Nr. 373: Drengir voru að veiði, fleygðu því, sem [þeir veiddu og báru það heim, sem þeir ekki veiddu. Svar við gátu nr. 372: Spegill. Nature, en því var bætt við,, að fálkarnir myndu ekki geta orsakað skammhlaup á há- spennulínum, sem komið yrði upþ; íí fraihííðihni —r eða þeim eldri — þvi að svo yrði um hnútana búið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.