Vísir - 27.02.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 27.02.1953, Blaðsíða 5
I'östudaginn 27. febrúar 1953. VÍSIH Ráðsfafanir gerðar til Endurskoðtm totlalöggjafarinnar — hækkun fyrninga — lækkaðar fyrirframgreislur — innflutningur hráefna. Björn ólafsson, iðnaðarmálaráðherra, hélt útvarpserindi i gser um iðnaðarmál og tilkynnti um ým’sar ráðstafanir, sem gerðar verða til eflingar iðnaðinum..Vísir birtir hér káfla úr ræðunni og hvaða ráðstafanir gerðár verða. Fullyrðingar, en ekki staðreyndir. Talsvert miklar umræður háfa farið fram um iðnáðar- málin hér á landi undanfarin þrjú misseri. Hafa þær aðallega snúist um afkomu iðnreksturs- ins í samþandi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að leysa inn- flutningsverzlunina að veruiegu ieýti úr þeim haftaviðjum, sem hún hefur verið hneppt í uhd- anfarna tvo áratugi. í þessum umræðum hefur það verið óspart notað af pólitískum and- stæðingur stjórnarinnar, að stefnt væri að því vitandi vits, að leggja iðnaðinn í Iandinu i rúst, og valda með því miklu atvinnuleysi meðal almenn'.igs. En eins og oft vill verða, beg- ar slík mál eru gerð að póli - tískum baráttumálum, styðj- ast fullyrðingarnar lí'.t við staðreyndirnar og gera þ / i máli lítið gagn, sem þær eiga að veita brautargengi. í byrjun var ekki laust við, að þeir, sem að iðnaðinum stóðu, tryði þcim fullyrðingum, að verið væ;i að reiða öxina að rótum þessa at- vinnuvegar og voru því í fyrstu uggandi um sinn hag. Eiikum var því haldið á lóft, að nokkr- ar iðngreinar, sem illa voru undir samkeppni búnar, urðu að draga saman selgi:i, og ffekka við sig fólki. Nýtt viðhorf. En þegar frá leið, verkaði hið nýja viðhorf þannig, aíi nýr iíískraftur og vaxandi viðleitni fór að gera vart við sig í iðr- aðarframleiðslunni. Dugnaður- inn og framtakið, sem kemur á fót nýjum atvinnuvegi, vav vei lifandi í iðnaðinum. Þeir, sem að honum stóðu, vildu sýna að hann ætti sér tilverurétt. Menn fóru að endurskoða tækni sína og framleiðslu, vörugæði og afköst, með tilliti til sam- keppni erlendra iðnaðarvara. Mönnum varð nú Ijóst, að iðn- aðarframleiðslan hlaut að fylgjast með tímanum, eí hún átti að taka sess sem þriðji höf- uðatvinnuvegur .. landsmanna. Auk þess var það frumskilyrði, að efla skilning almennipgs a nytsemi iðnaðarins og hlut- verki hans í þjóðarbúskapnuni. Sýnilegur árangur þessarar vakningar var hin fjölbreytta og myndarlega iðnsýning, sem hér var haldin í fyrra haust. Sýningin var mikið átak og sýndi þann mátt er í íðuaðio- um býr, ef dugnaður, hugvit og framtak, sem hann ræöur yfir, er leyst úr læðingi. En til þess þarf Jiann að anda að sér hreinu lofti heilbrigðrar sani- keppni. Kyrrstaða haítannp gerir andrúmsloftið óhoit, og þeir, sem lifa um of í skjóii þeirra, missa þörfina og hæfi- leikana til að framleiðá stöðugt nýrra og betra, en það éi; lífs- andi heilbrigðs iðnaðar. Innflutningshöft og iðnþróun. Eips og alþjóð er kuni ugt, hafa hér verið í gildi inní.utn- ingshöft síðan 1931. Hafa bau v’erið framkvæmd af misjöfniun strangíeika eftir því sem gjald- éýrisástandið hefur gefið á- stæðu til á hverjum tíma. — Á þessu tímabili hefur oft verið lítið framboð af ýmsum vöruin, og samkeppni því af skornum. skammti, og stundum engin. Við þessar aðstæður hefur innléndur iðnaður þróast síð- asta áratuginn. Hann hefur vaxið í skjóli innflutningshafta, sem oft gáfu honum óeðliiega vernd með þvi að úuioka er- lenda samkeppni í ymsum greinum. Þess ber þó að gt*a.. til hagsmuna iðnaðarins. Á þessu eru tvær hliðar. Önnur, sem snýr að öllúin almennirigi í landinu, er fyrst og fremst hefur hagsmuni af því áð kaupa nauðsynjar sínar við hagkværn- asta verði, hvort sem þær eru eriendar eða innlendar. Hin hliðin er sú, sem snýr að því fólki, er atvinnu hefur af fram- leiðslu innlendu varanna, 'og er einn liður í hinu almenna exna- hagskerfi. Hvorugt þessara sjónarmiða niá einvörðungu ráða, og verður að vega það að beztu manna yfirsýn, rneð hvaða hætti er bezt þjónað hagsmunum þjóðarheildarinnar Leiðin tii framfara — að þjóðin trúi á sitt eigið starf og noti það sem íslenzkt er. að nokkrar greinar iðnaðarins hafa rutt sér til rums í fullri samkeppni við erlendar vörui af sama tagi. En andrúmsloft haftanna er ekki gctt fyrir iðnað sem vill vera heiib: igður og samkeppnisfær. Auk þess búa höftin misjafnlega að iðn- aðinum i sambandi við öfiun og innflutning hráefna. Böggull fylgir skammrifi. Því verður ekki neitað, að höftin hafa hjálpað iðnaðinum mikið td að ná fótfestu. En í því efni hefur þó sá böggull fylgt skammrifi, að margar iðngreinar vissu ekki um Iangt skeið, hvað raunveruleg sam- keppni var. Þess vegna var nokkur hluti iðnaðarins a 6 ýmsu leyti óviðbúinn þegar losað var um höftin á árinu 1951. Hvað þjónar bezt þjóðarheildinni? Við aukið frjálsræði í inn- flutningi kom fram aukin sam - keppni frá ýmsum erlendum iðnaðarvorum. Þétta snerti lil- finnanlegast þær iðngreinar, sem verst voru undir sam- keppni búnar, og olli þar að minnsta kosti tímabundnum samdrætti. Ýmsir hafa beint þeirri gagnrýni að verzlunar- stefnu ríkisstjórnarinnar, að hún tæki ekki nægilegt tillit í þessu efrii. Min skoðun er sú, eins og eg hefi tekið fram, að þótt ráðstafanir þær, sem gerð- ar haía verið, hafi aukið i svip erfiðleika sumra iðngreina, þá muni breytingin, þegar fiá líður, verða iðnaðinum öl'uni til góðs, um leið og hagsmu.mm almennings, hvað verð og groði snertir, er betur borgið en aðúr var. Ráðstafanirriar. 1. Milliþinganefnd sé skip- uð til að athuga tollakjör iðnaðarins og gera tillögur um breytingar á þeim á þann veg, að nytsömúm og æski- legum iðnaði sé veitt hæfileg tollvernd gegn samkeppni erlendra iðnaðarvara. — í nefndinni séu þrír menn, einn samkvæmt tilnefningu fjármálaráðuneytisins, ann- ar tilnefndur af iðnaðimprt og þriðji tilnefndur af iðn- aðarmálaráðherra. 2. Fyrning á vélum og tækjum þeirra fyrirtækja, sem reka iðnað eingöngu, skal hækka um 50% á ári frá því sem nú er. 3. Hráefni og reksturefni iðnaðarins séu sett á frílista eftir því sem ástæður frekast leyfa, skv. nánari athugun í samráði við iðnaðarsam- tökin. 4. Frílistinn. sé e;ndur- skoðaður hið allra fyrsta með tilliti til þess, hvort sanngjarnt sé að breyta honum að einhverju leyti til hagsbóta fyrir iðnáðinn. 5. Endurgreitt sé fram- leiðslugjald og aðflutnings- gjöld af hráefni þeirrar iðnaðarframleiðslu, sem seld er fullunnin úr landi. 6. Þau fyrirtæki, sem reka iðnað eingöngu, greiði ekki yfir 25% inn á banka- ábyrgðir og greiðsluloforð til bankanna. 7. Breyting á tollum á ýmsum efnivörum til iðnað- ar, samkv. athugun sem þegar hefur farið fram. Enn- fremur að endurgreiða að- flutningsgjöld af vélúm til netjagerðar og af vélum til umbúðagerðar vegna út- flutningsafurða. 8. Af öllum fiskiskipum, sem byggð eru innanlands, endurgreiði rikissjóður að- flutningsgjöld og söluskatt af efni og vélum með ákveð- inni fjárhæð á brúttó smá- lest skipanná. 9. Söluskattur sé ekki greiddur nema einu sinni af sömu vöru á mismunandi stigi framleiðslunnar. Mismunandi sjónarmið. Ráðstafanir vegna aðstoðar við iðnaðinn verða að mínu áliti að byggjast á þremur megin sjónarmiðum. 1. Hvað sé æskilegt, sam- kvæmt áliti þeirra, sem að iðnaðinum standa. 2. Hvað sé rétt, vegna hags- muna almennings í landinu og þess hlutverks, sem iðn- aðurinn hefur í atvinnukerfi þjóðarinnar. 3. Hvað sé framkvæmanlegt af þéssum tveimur sjónarmið- um, og sé þó skýnsamlegt tillit tekið til beggja. Af eðlilegum ástæðum leitast iðnaðurinn við að koma á fram- færi þeim sjónarmiðum sem hann telur sér og sínum til hagsbóta. En vegna þess að iðnreksturinn er aðeins einn þátturinn í atvinnurekstri og hagkerfi þjóðarinnar verða óskír hans ekki lagðar á ein- hliða mælikvarða. Hagsmuni hans verður að skoða einnig frá almennu sjónarmiði, hvern- ig þeir samrímast hagsmunum fólksins í landinu, sem hann á að veita þjónustu, hvernig þeir falla við þarfir og skipula þjóðarbúsins, sem iðnaðurinn er einn þáttur í — og hvernig að honum er búið í samanburði við aðra atvinnuvegi, sem þjóðinni eru lífsnauðsynlegir. í Raunhæfar tillögur. Þetta eru allt raunhæfar til- lögur, sem þegar eru komnar til framkvæmda eða komast í framkvæmd mjög bráðlega. Með þeim vill ríkisstjórnin koma til móts við iðnaðinn, eftir því sem tök eru á, til þess að stuðla að þróun hans á heil- brigðan hátt. Ennfremur verð- ur á þessu ári varið 200 þús. kr., samkv. fjárveitingu Al- þingis, til þess að undirbúa og koma á fót tæknilegri leiðbeih- ingastarfsemi fyrir iðnaðinn og leggja grundvöllinn að fram- tíðar skipulagi iðnaðarsamtak- anna. Iðnaður eirinar þjóðár vex ekki til fulls þroska á einum degi. Hann er eins og gróður jarðar að því leyti, að góð ræktún tekur langan tíma. Eii það þarf líka að veita honum þau vaxtarskilyrði sem nauð- synleg eru til þess að fá góða uppskeru. Þjóðin þarf að trúa ’ á sitt eigið starf. Mest er um vert fyrir ís- lenzkan iðnað í framtíðinni, að rétt sé stefnt í byrjun og að grundvöllurinn fyrir þróun hans sé rétt lagður. Hann má ekki leita skjóls innan múra þröngra innflutningshafta, heldur verður hann að byggja. tilveru sína á hæfilegri toll- vernd, tæknilegum framförum, hugkvæmni og dugnaði. Hann má aldrei missa þjónar af því, að tilveruréttur háns er mikill eða lítill eftir þeirri þjónustu sem hann veitir fólkinu í land- inu. En við skulum þá heldur ekki gleyma því, að iðnaðinum er nauðsynlegt til þroska og fram- fara, að löggjafarvaldið, fram- kvæmdarvaldið og allur al- menningur hafi réttan skiln- ing á hlutverki hans og kunni að meta það sem vel er gert. Þjóðin verður að læra að rneta það, sem vel er unnið í landinu og hrinda af sér þeim gamla undirlægjuhætti, að vegsama allt sem útlent er en toi'tryggja eða fordæma það sem íslenzkt er. Leiðin til fram- fara í þessum efnum er, að þjóðin trúi á sitt eigið starf, og noti bað sem íslenzkt er. Rafsuðuvír 3/32” _ 1/8” — 5/32” — 3/16” _ 1/4” 3/32” _ 1/8” — 5/32” _ 3/16” — 1/4” Samlíuidar Logsuðuslöugur 6.Þ0RSIHNSS0N i J6RNSBH “

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.