Vísir - 02.03.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 02.03.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Mánudaginn 2. marz 1953 50. tbi. 3 skipverjar á Tröllafossi émmák fyrir smygi. Mál tveggja er enn í rannsókn. Fiöskurnar á myndinni eru „eftirtekia1' af dansleik, sem haldinn var í einu samkomuhúsi borg- arinnar í fyrrakvöld. Þær eru um 50 talsins, ýmissa tegunda, en vafalaust má gera ráð fyrir, að margir gestanna hafi haft á brott meö sér tómar flöskur. — Myndin er hví all-táknræn. fyvir óstand bað, sem ríkir í áfengismálum höf uðstaðarins. Tóitskáldafélagið samþykkir einróma vantraust á tóniistarráiuiaiita Ríkisútvarpsins. SkákþÍMginei lokið: Lárus Johnsen sigraði með yfirburðum. Skákmeistarliin frá 1950 varð ihv.12. Sakadómaraembættið hefur haft til rannsóknar mál þeirra manna, sem uppvísir urðu am smygl með m.s. Tröllafossi, er hann kom hingað seinast frá Ameríku. Er máli þriggja skipverja lok ið, en þeir voru með talsverðan smyglvarning. Hafa þeir állir játað og verið dæmdir í sektir Kaup í iðitaði hæst hér. Nefnd sú, er ríkisstjórn- in skipaði í maí s. 1., til athugunar á málefnum iðn- aðarins; segir í áliti sínu, að daglaun verðsmiðjuí'oiks á íslandi voru eftir síðustu gengisbreytingu 24—33% hærri, miðað við núgiídahdi gengisskráningu, en laun samskonar verksmiðjuíólks í nágrannalöndunum. Síðan hafa vinnulaun héf hækkað um 50% sem er aiieiðmg stighækkandi verðlags og framfærslukostnaðar, en á sama tíma hafa vinnulaun aðeins hækkað um 17—25% í sömu löndum. Framán- greindar hundraðstölur eru unnar úr gögnuiu sem nefndin hefur fengið að láni frá Hagstofu íslands. Um helgina var allmikið tun bifreiðaárekstra hér i bænum og lentu samtals 15 bifreiðir í árekstrum, en þrír bílstjórar voru teknir fyrir ölvun við akstur. Á laugardaginn hljóp 6 ára drengur fyrir bíl neðarlega á Laugavegi og var í fyrstu búist við að drengurinn hefði stór- slasast, en sem betur fór reynd- ist hann ómeiddur. Ógnaði fólki. Á laugardaginn var lögregl- unni tilkynnt um ölvaðan mann, er væri á ferli um götur bæjarins með hníf sem hann otaði að vegfarendum og ógn- aði þeim með. Lögreglan fór á vettvang, fann manninn og handsamaði hann. Var hann af- vopnaður og tekið af honum vín, sem hann hafði í fórum sínum, en síðan var honum sleppt eftir að búið var að hafa hann í vörzlu lögreglunnar um stund. af undirrétti. Vitað er ennfrem- ur um eiganda talsverðs rríágns af smyglvarningi, - sem ætlaður var til sölu hér í landi, en rann- sókn er ekki lokið til fulls. Aft- ur á móti er óupplýst um cig- andann að 399 varalitastöngum, sem fundust vendilega faldar,- og er það mál einnig enn í rann sókn. Eins og áður er getið, er máli þriggja manna lokið, og ekki talið, að neitt samband sé á milli þessara manna Um smyglið. — Þyngstan dóm — 5000 króna sekt — hlaut Sigurður Jónsson, 4. vélstjóri. Var hann með all- mikið af alls konar varningi, m. a. undirkjóla, kvenpils, eyrna- skjól, silkislæður, drengjahúfur, brjóstahöld og amerískt sæl- gæti. Tveir stýrimenn voru við- riðnir smygl áð þessu sinni. Þriðji stýrimaður, Bernódus Kristjánsson, var með 12 flösk- ur af whisky og 38 stk. seðla- og myndaveski, sem nú eru mjög í'tízkú hjá kvenþjóðinni. iHlaut Bernódus 2000 króna sekt. Loks fundust hjá 1. stýri- manni, Eiríki Ólafssyni, tals- vert af drengjahúfum og kven- pilsum, sem hvort tveggja er talið góður söluvarningur. Tvö smyglmálanna eru enn í rannsókn, og er vitað um eig- anda í öðru tilfellinu, en óupþ- lýst um eiganda um 400 vara- lita, eins og fyrr er skýrt frá. Innbrot. Innbrot var framið í verzlun Guðsteins Eyjólfssonar klæð- skera á Laugaveginum og stolið þaðan a. m. k. einum karl- mannsfrakka og e. t. v. ein- hverju fleiru. Drengir týnast. í gær var leitað lögregluað- stoðar vegna tveggja drengja, 3ja og 8 ára, sem horfið höfðu heimanað frá sér og þótti úti- vist þeirra grunsamlega löng orðin. Lögreglan hóf leit og fann þá litlu síðar á hlutaveltu í Listamannaskálanum. Bifreiðarsíuldur. í gærkveldi eða nótt var bif-' reiðinni R 603. stolið úr húsa- porti við Breiðfirðingabúð. Lög- reglan fann biíreiðina kl. 3 í nótt á mótum Mávahlíðar og Stakkahfíðar. Skákþingi Keykjavíkur lauk í gær með glæsilegum sigri Lárusar Johnsen er hlaut 9 ’v vinning og hlaut hann þar með titilinn: Skákmeistari Keykja- víkur, Næstur Lárusi að vinninguni varð Óli Valdimarsson með 7% vinning og þriðji Igni R. Jó- hannsson (16 ára) með 7 vinn- inga. Öðlast þeir báðir rétt til þátttöku í íiæstu landsliðs- keppni á Skákþingi íslands, sem hefst væntanlega seinna í þessum mánuði. Fjórði í röðinni varð Jón Pálsson með 6% vinning, 5. Þórir Ólafsson 6 vinninga, 6.— 8. Haukur Sveinsson, Jón Ein- ■ arsson og Þórður Þórðarson með 5 vinninga hver, 9.—10. Gunn- ar Ólafsson og Ingimundur Guð mundsson með 4 vinninga, 11. Stjérnmáiaiagt samkoriMS’! ag •n&rianiðið. Washington (AP). —- Ðulles utanxikisráðherra Bandaríkj- anna ræddi í gærkvöldi við Makin, sendiherra Breta í Washing-ton, til undirbúnings viðræðunum við Eden og Butler, sem nú eru á leið vestur yfir haf á hafskipinu Queen Elisabeth, Fyrr í gær ságði Dulles, er hann ræddi við fréttamenn, að ekki væri gert ráð fyrir að ncinir samningar yrðu undir- ritaðir um þau efnahags- og fjánnál, sem tekin yrðu fyrir, en hinsvægar mætti svo faxa, að gert yrði stjórnmálalegt sam- komuiag, í lok viðræðufund- anna. Ólafur Einarsson 3 Vz vinning og 12. í röðinni varð skákmeist- ari Rvíkur frá 1950, Steingrím- ur Guðmundsson me'ö 3 vinn- inga. Síðasta umferðin í mótinu fór þannig, að Ingimundur vann Þóri, Jón Einarsson vann Hauk, Gunnar vann Ól'af, Lárus vann Þórð, Óli vann Jón Pálsson en j'afmtefli gerðu þeir Ingi og Steingrímur. í 1. flokki drðu efstir og jafn- ir Guðjón Sigurkarlsson og Jón Víglundsson með 6 vinninga hvor og munu þeir heyja ein- vígi um það hvor þeirra flyzt ýfir í meistaraflokk. Nr. 3.— 4. urðu Guðmundur Ársælsson og Karl G. Þorleifsson með 5% vinning hvor., í 2. flokki varð Knud Kaaber sigurvegari með 7V2 vinning (af 8 mögulegum). Annar varð Svavar Svavarsson nieð 6V2 vinning og flytjast þeir báðir upp í 1. flokk. Nr. 3 pg. 4 urðu Guðmundur G. Magnússon og Jón Guðmundsson með 5 vinn- inga hvor. Ókfur Thors í framboði í G.K. Ákveðið hefir verið að Ólaf- ur Thors, formaður Sjálfstæð- isflokksins, verði i framboði í Gullbringu- og Kjósarsýslu við kosningarnar í súmar. Hafa samtök raanna heima í héraði — í báðum sýslum — skor'að á Ólaf Thors að verða í framboði eins og að undanförnu, og hefir hann ákveðið ,að bjóðá sig fram í samræmi við -þenna vilja manna. Telur sslenzka tónlist afskipta hjá útvarpinu. Hlutur hennar aðeins 5 prósent af fluttu tónlistaref ni. Á aðalfundi Tónskáidafélags íslands í gær var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum vantraust á báða tónlistarráðu- nauta Ríkisútvarpsins, þá Pál ísólfsson og Jón Þórarinsson, fyrir störf þeirra við útvarpíð og þau ekki lengur talin sam- i’ýmanleg íslenzkum hagsmun- um. Var ályktun þessi strax í morgun send menntamálaráð- herra, formanni útvarpsráðs og útvarpsstjóra. Tilefni ofangreindrar van- traustsyfirlýsingar mun vera það, að Tónskáldafélagið hefur árum saman barizt fyrir því, að útvarpið yrði fleiri tónverk- um íslenkra höfunda en raun Kefúr borið vitni. Ðendir Tón- skáldafélagið á þá staðreynd, að ekki mun vera nema um 5 % af útvörpuðu tónlistarefni eft- ir íslenzka höfunda. Til saman- burðar er þess getið, að í danska útvarpinu er um 40% af út- varpstónlistarefni eftir danska höfunda, og þykir íslenzkum tónskáldum því hlutur þeirra rýr hér. Hefur félagið því unn- ið að því að fá þessu breytt, en tilmælum þeirra hefur ekki ver ið sinnt. Þess vegna er van- traustið fram komið. í stjórn Tónskáldafélagsins. voru kjörnir Jón Leifs formað- ur, Plelgi Pálsson; gjaldkeri og Skúli Halldórsson ritari. í kvöld verður málfundúr í Sjáfstæðishúsinu á vegum stjórnmálanámskeiðs Heim- dallar, og hefst hann kl. 8.30. Rætt verður um séreignar- skrpulagið og sósíalisma. Margir árekstrar um helgina. Ölvaður maður ógnar vegfaremlum með hnífi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.