Vísir - 03.03.1953, Side 1

Vísir - 03.03.1953, Side 1
43. árg. Þriðjudaginn 3. marz 1953 51. tbi. Steindór fær stærsta farþegabíl landsins. Smíðaiur í Bílasmiðjunní, tekur 58 mauns, — fullgerður í íok mánaðarins. Fyrsta Comet-flugvélin ferst. Stærsti fólksflutningabíll. sem sézt hefur hérlendis, verður að líkindum fullgerður hjá Bíalsmiðjunni um næstu mánaðamót. Það er Bifreiðastöð Stein- dórs, sem er að láta smíða yfir þenna myndarlega vagn, en hann verður síðan tekinn í notkun á Suðurnesjaleiðinni, en þar eru geysimiklir flutningar, eins og alkunna er. Tíðindamaður Vísis skrapp inn í Bílasmiðju með Sigurði Steindórssyni framkvæmda- stjóra í gær, og skoðaði vagn- inn, sem þar er í smíðum. Þetta er sænskur vagn af Volvo-gerð, knúinn 150 hestafla diesel- hreyfli, en stærri diesel-hreyf- ill er ekki í nokkrum vagni hér- lendis. Þessi nýi bíll er ekkert smá- smíði, og yfirbyggingin. er um 11 m. löng, en 2.55 m. á breidd, 6 m. á milli hjóla (fram og aft- ur-öxla). Hann. ber 13 smál., en þar af vegur yfirbyggingin hvorki meira né minna en 5 lestir. Ráðgert er, að hann taki 58 farþega í sæti, en þau verða í þrem röðum hægra megin í bílnum en í tveim vinstra meg- in, nema fremst, en þar verða stólar. Útbúnaður allur verður mjög fullkominn, bæði að því er snertir farþega og farangur, en geymslur undir hann verða undir vagninum, þrjár geymsl- ur hvorum megin, með svip- Reykvíkingar 100 þús. árið 1981 ? Frá Varðarfundi í gær. Varðarfundurinn í gærkveldi var fjölsóttur, og þótti takast mjög vel. Að þessu sinni var f jallað um skipulagsmál höfuðstaðarins, og var Þór Sandholt húsameistari frummælandi. Brá ræðumaður upp glöggri mynd af framtíðar- áformum í Reykjavík á sviði skipulagsmála, en sýndi auk þess uppdrætti til skýringar. Kom hann víða við, minntist m. a. á hin nýju hverfi, sem nú eru að rísa, og taldi sennilegt, að íbúar hér yrðu um 100 þús. árið 1981. Aðrir ræðumenn á fundinum voru Kjartan Ólafsson bruna- vörður og Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður. Nokkrar fyrir- spurnir komu fram á fundinum, og svaraði frummælandi þeim. Áð lokum mælti formaðurinn, Birgir Kjaran hagfræðingur nokkur orð. uðu fyrirkomulagi og notað er á Greyhound-langferðavögnun- um bandarísku. Er því ekki_ gert ráð fyrir, að farangur verði á þaki vagnsins, nema sérstak- iega standi á. Sigurður Steindórsson tjáði blaðinu, að bílar, sem smíðað væri yfir hér, væru traustari en þeir, sem koma fullgerðir hing- að, og vinnu alla í Bílasmiðj-' unni taldi hann sérlega vand- aða. Eyjan kentur 09 fer. San Francisco (AP). Falcon- eyja í Toiiga-klassanum á Kyrrahafi er horfin rétt einií sinni. Eyja þessi fannst árið 1865, og síðan hefur hún ýmist horf- ið eða risið úr sæ. Gægist hún alltaf upp úr sjó við eldsumbrot og hefur orðið hæst 300 fet. Nú hefur hún ekki sést um hríð. Danski tennisleikarinn Kurt Nielsen, sem sigraði Banda- ríkjamanninn Art JLarsen í harðri tenniskeppni í Kaup- mannahöfn fyrir nokkru. 13.500 sjá „Ævintýrið“. Frumsýntngu á Vesalingununt frestað. SíSustu sýningar á „Ævin- týri á gönguför“ áð þessu sinni verða á morgun og sunnu- dag, og fer því hver að verða síðastur að sjá þenna vinsæia söngvaleik Hostrups. Guðmundúr Jónsson óperu- söngvari ,er senn á förum af landinu (fer í söngför Karla- kórs Reykjavíkur), og því verður að fella niður sýningar á leikritinu, enda þótt húsfyll- ir hafi verið á 42 sýningum. Lætur nærri, að 12.600 manns hafi séð „Ævintýrið“ að þessu sinni, en alls geta sýningar orðið 45 nú, og munu þá um 13.500 manns hafa séð ieikinn, því að vafalaust verður hús- fyllir á síðustu sýningunum. Þá má geta þess, að frumsýn- ingu á „Vesalingunum“, sem átti að verða um miðjan þenna mánuð, verður að líkindum að fresta um viku eða svo. Staf- ar þetta af þrengslum í húsinu, sem leitt hafa til þess, að æf- ingar hafa ekki getað' orðið eins margar og skyldi. Hin síðari ár hefur aðsókn að sýningum Leikfélags Rvík- 30 drukkna á Luzon. Manila (AP). — Yfir 30 manns fórust í gær með ferjn einni rétt hjá Manila-borg. Sökk ferjan í hvassviðri á Cayuga-ánni, og komust aðéins tíu menn af, þeirra á meðal skipstjórinn. ur verið gífurleg. „Ævintýrið“ hefur verið sýnt við húsfylli eins oft og unnt hefur verið, en „Elsku Rut“ var sýnd 51 sinni við meiri aðsókn en dæmí eru til um gamanleiki. Þá var „Pípa-kí“ sýnt 40 sinnum, en gamanleikurinn „Góðir eigin- menn.... “ hefur verið sýndur 14 sinnum við húsfylli, og að- göngumiðar hafa gengið upp á 20—30 mínútum í hvert sinn. Er því sýnilegt, að L. R. hefur verið heppið í leikritavali sínu. Sjómaiur feltur útbyrðis, en bjargaðist. Það slys varð £ gær er vél- báturirm Víkingur frá Keflavík var að draga límina í Miðnessjó, ao Þoíbjörn Jónsson frá Húsa- vík, háseíi á hátnum féll aftur a£ bátnuni og í sjóinn. Þorbjörn er vel syndur og tókst að halda sér uppi á sundi, þangað til bátnum hafði verið snúið víð og skipsfélögum tókst að koma honum til hjálpa-r. All vont var í sjó, en þetta var síðla dags, og mun hafa liðið uin 15 mínútur frá því að Þor- björn féll í sjóinn og þar til honum barst hjálpin. Leikur enginn vafi á því að hann bjargaði lífi sínu með sundkunn áttunni. 5000 ftótt* meim komu í gær. Einkaskeyti frá A.P. — Berlín í morgun. I móttökustöðvum fýrir flóttamenn var unnið í alla nótt. Sumir sem komu í gær, höfðu beðið frá því í fyrradag til skrá setningar. 5000 voru skrásettir í gær og hefur straumurinn aldrei verið meiri. Fréttaritarar segja, að oft hafi verið átakanlegt að sjá flóttamannahópana, en aldrei eins og í gær. Margir áttu ekk- ert, nema tötrana, sem þeir voru í. — Óvanalega margt var í hópunum af fólki, sem farið var að reskjast, og mikið af börnum. Sjúkraflugvélin á ferð, er fært er. Björn Pálsson flugmaður flaug að Söndum í Miðfirði í gær, til þess að sækja sjúkling. Flugveður hefur verið slæmt yfirleitt um hríð, títt útsynn- ingur og hvasst. B. P. hefur verið beðinn að sækja lík Kristins heitins Að- alsteinssonar háseta af v.b. Guðrúnu, en líkið rak á Rauða- bakkafjöru. Var ætlunin að flytja það þegar til Vestmanna- eyja, en veðurs vegna gat Björn ekki sótt það í gær. í fyrri viku flaug Björn norð ur í Reykjadal með konu þá, sem áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu, að fengið hefði rúm í sjúkrahúsi á Húsavík. Lenti hann á Vestmannsvatni í Reykjadal, því að ekki var hægt að lenda nær Húsavík. Var vatnið ísi lagt og ísinn 1 % fet á þykkt, en þá voru vötn auð hér syðra. Marxismakunn- átta mikilvægust. Einkaskeyti frá AP. — Berlin í morgun. Á árinu sem leið voru marxismi og önnur skyld efni gerð að skyldugreinum við alla æðri skóla í A.-Þýzkalandi. Þá var jafnframt ákveðið, að nemendur skyldu taka próf í greinum þessum. Nú hefur enn verið hert á þessum náms ákvæðum, því að nemendur verða að ná vissri, hárri eink unn í hinum nýju fræðum, til þess að falla ekki. Brann eftir sprengingu. Me6 henni fórust 1f flugmenn og sér- fræðingar. Einkaskeyti frá A.P. —* Karachi í morgun. Comet-vél fórst í flugstöðinni hér í morgun og allir, sem í henni voru — 11 menn — biðu bana. Flugvélin var eign kanadiska Kyrrahafsfélagsins (Canadian Pacific Airlines), sem ætlaði hana til flugferða milli Ástra- líu og Kanada. Var hún á leið til Sydney. Þaðan átti hún að fara fyrstu ferðina um Honolu- lu. í vélinni var kanadisk á- höfn, 5 menn, og 6 brezkir flug- vélasérfræðingar og tæknileg,- ir aðstoðarmenn. Flugslys þetta varð áður en. bjart var orðið, og gerðist á einni flugbraut stöðvarinnar. Sprenging varð í flugvélinni og stóð hún þegar í björtu báli. Var hún að hefjast til flugs, er þetta gerðist, og voru menn í flugturninum ekki vissir um, hvort hún hefði verið búin að hefja sig frá jörðu, er spreng- ingin varð. Flugvélin var í afhendingar- flugi, hafði lagt af stað frá London á sunnudagsmorgun. Canadian Pacific hafði pantað tvær flugvélar af þessari gerð (Comet) hjá De Havilland fé- laginu. Mikil flugafrek hafa verið unnin í þessari gerð flugvéla og eru þær þegar í notkun í áætl- unarflugferðum til Suður-Af- ríku, Ástralíu og Japan. Líður bærilega eftir voðaskot. í gær vildi það slys til austur á Selfossi að 11 ára gamali drengur, Guðmundur Guð- mundsson að nafni, varð fyrir voðaskoti og særðist illa. Slysið atvikaðist með þeim. hæti, að nokkrir drengir voru að leika sér með hlaðinn riffil, en allt í einu hljóp skotið úp rifflinum og lenti í kvið Guð- mundar litla. Var þegar í stað brugðið vicS og drengurinn fluttur hingað 4 Landsspítalann þar sem gerður var á honum mikill uppskurður. Hafði skotið farið gegnuirt kviðarholið og var blaðran skotinn sundur og sömuleiðis garnirnar á mörgum stöðum. í morgun leið drengnum eítir atvikum vel eftir þessa mikltí skurðaðgerð. .

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.