Vísir - 09.03.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 09.03.1953, Blaðsíða 1
43, árg. Mánudaginn 9. marz 1953. 56. tbl. eo vionoin, M&ihili iMttw&nfjöidi va'r a w Einkaskeyti frá AP. — Moskvu í morguh. Utför Stalins fór fram í morgun. Líkið var Iagt í graf- hýsið á Rauðatorginu næst líki Leriins. Malenkov flutti líkræðuna í viðurvist fulltrúa ráðstjórnar- lýðveldanna, sendinefnda frá ýmsum löndum, erlendra sendi- fulltrúa, rússneskra stofhána og alþýðu manna. Var þarna geysilegt f jölmeririi. Fyrir kl. 6 (eftir ísl. tíma), er athöfriin hófst, vaf húsi verklýðsfélaganna, þar sem lík- ið hefur hvílt á börum undan- gengin dægur, lókað fyrir al- menning, og biðu þá enn þús- undir manna, sem höfðu staðið í röðum alla nóttina, og sumir lengur, til þess að votta Stalin hinztu v.irðingu, en urðu nú frá að hverfa. Líkið var flutt á Rauða torg- ið, en athöfnin hófst með því, að blásið var 'í verksmiðjuflaut- ur um land allt, og aíger' vinnu- stöðvun var í 5 mínútur. Öllum skólum landsins er lokað í all- an dag í tilefni útfararinnar. Malenkov bar mikíð lof á Stalin og stefnu hans og kvað haria hafa verið friðafstefnu, sem yrði fylgt áfram. „Vér munum reyna að afstýra styrj- öld, því að ósk vor er að lifa i fríði við allar þjóðir". Malenkov lagði áherzlu á samstarf við alþýðulýðveldið kínverska. — Skotið vár af fallbyssum i Moskvu og öllum helztu bórg- um landsins. tlaur i slnpi i DuncEee. London (AP). Eldur kom upp í gær í 7000 Iesta skipi í höfn- inni í Dundce í Skotlandi. Eldurinn var mjög magnaður hafði ekki te'kizt að slökkva hann í nótt sem leið. Skipið var með farm frá Pakistan. • f lagður af stai sjo- leiðis til Bretfantls. Mun hafa þar 5 daga viðdvöl. Einkaskeyti frá AP. — Lcndon í morgun. Tito markskálkur, forseti Júgóslavíu, lagði sl. laugardag af stað frá Belgrad í ferð sína til Bretlands, en þangað kemur hann mánudag næstk. og dvelst þar 5 daga sem gestur brezku stjórnarinnar. Tilkynning um burtför Titos var ekki birt í Belgrad fyrr en í morgun. Hann fer þessa för á jugóslavnesku herskipi, og eru tveir júgóslavneskir tundur- spillar í fylgd með því, en við eyna Möltu bætast við tveir brezkir, og er herskipin nálgast Bretlandsstrendur, enn tvéir brezkir, bg verður sama tilhög- un, er Tito heldur heimleiðis. Háttsettir f örunautar. Með Tito í ferðinni eru, auk einkaritara hans Popovich ut- anríkisráðherra og háttsettir menn úr landher, flugher og flota. De Gasperi forsætisráðherra ítalíu hefur gert ferð Titos að umtalsefni. Drap hann á ræðu Titos fyrir nokkru og ásakanir hans í garð ítala. Kvað hann þær ekki hafa við neitt að styðjast. ítalir væru fúsir til samkomulags um Trieste, á þeim grundvelli, að Jugosla'var héldu þeim hluta héraðsins, þar sem þeir eru fjölmennari* en ítalir þeim, sem að mestu eru byggð ítölum. Ef ekki reyndist unnt að ná samkomulagi á þess- um grundvelli væru ítalir fúsir að fallast á þjóðaratkvæða- greiðslu í Trieste og héraðinu öllu. — De Gasperi sagði, að óskandi væri, að í ferðinni fengi Tito aukið traust á Bretum og samstarfi frjálsu þjóðanna. Trieste-málið rætt. 1 Það er yfirleitt talið alveg vafalaust, að Triestemálið muni bera á góma, er Tito ræðir við brezka stjórnmálamenn, enda kunnugt að Eden ræddi það mál við Tito og júgóslavneska ráð- herra, er hann var þar, en það er skoðun hans og vestrænna stjórnmálamanna, að það hefði stórkostlega þýðingu til að treysta samtök frjálsu þjóð- anna, ef samkomulag næðist um Trieste. íeg unt skóg- rækthér. Raytnond F. Taylor skög- fræðingur, sem kom hingað til Iarids á vegurn EAO í september sl., er fyrir nokkru kóminn aftur til hófuðstöðvar sinnar í Juneau, Alaska. Hann er yfirmaður tilrauna- stofnunar skógræktarinnar í Alaska og kom hingað til þess að kynna sér íslenzka skóga og skógræktarskilj''rði. Dvaldist hann hér í 3 vikur og ferðaðist um landíð, og skoðaði m. a. uppeldisstöðvar Skógræktar- innar. Héðan fór hann til Róma- borgar, höfuðstöðva FAO — matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna ¦ og gekk frá skýrslu um ferð sína hingað til lands. Að því er Vísir hefur fregnað mun skýrsl- an væntanleg hingað innan skamms og verður þá kunnugt um álit Taylors og tillögur. Öryggissveitir hafa fellt 8 hryðjuverkarnenn á Malakka- skaga og sært 5. ^ðstreymi aðkomufólks veldur þar miklum drykkjuskap og slarki. Brýna nauðsyn ber til að auka löggæzlu í Keflavíkur- kaupstað vegna aðstreymis að- komufólks. Vísir hefur átt tal við Alfreð Gíslason, lögreglustjóra í Kefla- vík. Sagði hann, að á kvöldin hef ði lögreglan vart undan "að annast drukkna menn á göt- um bæjarins, en drykkjuskap- ur óg slafk er þar meiri syðra en venja er til, vegna gífurlegs aðstreymis aðkomufólks. Auk aðkomusjómanna á vertíðinni flykkjast menn, sem vinna á flugvellinum, til kaupstaðarins á kvöldin, en mikill f jöldi býr í Kéflavík og i Njarðvíkum. Horfir þetta til vandræða, þar eð ekki eru nú nema 4 lögreglu menn í Keflavík, sem eðlilega eiga erfitt með að halda uppi reglu. Telur lögreglustjóri nauðsyn bera til, að ríkið leggi til 2—3 menn til viðbótar, en slíkt hefur tíðkazt annars stað- ar, t. d. á Siglufirði um ver- tíðina. Innbrot framið. Aðfaranótt föstudags var brotizt inn í Varðabúð, sem er smávöruverzlun, sem stendur neðan við Hafnargötu, við sjó- inn. Hafði verið brotizt inn um Kaupmaðurinn hafði sjálfur Kaupmaurinn hafði sjálfur komið þangað um kl. 1 um nótt ina, og tekið með sér peninga 38 þús. tríi Holíandssöf n- unarinnar í fyrradag. Skrifstofa Eauðakrossins hefur nú tekið við samtals kr. 474.500 en talsvert fé hefur enn ekki borizt utan af landi. Söfnuninni lauk formlega í fyrradag, en þann dag bárust 38 þúsunr krónur. Meðal g«f- anda þann dag voru íbúar Dyrhólahrepps 2045 kr., kven- félag Tilraun í Svarfaðardal, kr. 15.450, og íbúar á Landbroti á Síðu, 1550 krónur. Vitað er, að allmiklar fjár- hæðir hafa safnazt á Akureyri, Neskaupstað og víðar, en skila- grein hefur enn ekki borizt þaðan. Má því örugglega búast við, að söfnunin hafi farið tals- vert yfir 500 þúsund, eins og Vísir greindi frá í fyrradag, Hvaða barn er fallegast? Vístr eftiir til keppni um fallegustu barnamyndina. AHir hafa gaman af að skoða góðar myndir af fallegum börnum, og þess vegna hefur Vísir Ieitað til atvinnuljós- myndara bæjarins, og fengið aðstoð beirra við'að hrinda af stað einskonar fegurðarsamkeppni fyrir börn — fjögurra ára óg yngri. Hefst hún á morgun. Mun blaðið birta um eða yfir 20 myndir, sem ljósmynd- ararnir hafa valið sjálfir, og verða bírtar tvær myndir á degi hverjum, unz allar hafa komið fyrir augu lesenda. Verða þær allar númeraðar og nafn ljósmyndara birt með hverri mynd, en síðan er þess óskað, að Iesendur dæmi um, hvaða barn sé fallegast. Er fólk áminnt um að geyma myndirnar, þar til allar hafa verið birtar, en þá verður prentaður í blaðinu reitur, þar sem menn eiga að rita númer beirrar myndar, er þeir telja bezt, ásamt nafni sínu og heimilisfangi Það barn, sem flest atkvæði fær, hlýtur fallega flík, en til þess að þakka Iesendum fyrir samvinnuna, munu 3 seðlar verða dregnir úr atkvæðunum þeim, sem féllu á vinningsmyndina, og fá sendendur þeirra eimiig fallega og góða gripi. Verður náiíiar skýrt frá þessu í blaðinu á morgun. Þessir Ijósmyndarar hafa verið blaðinu hjálplegir: Alfreð D. Jónsson, Asis, Barnaljósmyndastofan, Borgartúni 7, Erna og Eíríkur, Jón Kaldal, Ljósmyndastofa Lofts, Óskar Gísla- son, Sigríður Zoega, Sigurður Guðmundsson, Vigfús Sigur- geirsson og Þórarinn Sigurðsson. Fylgist með þcssari keppni frá byrjun, og sendið blaðinu síðan atkVæði yðar. sem þar voru, svo að þjófurinns eða þjófarnir komust ekki yfir neitt í reiðu fé. Hins vegar mua hafa horfið ýmislegur varning- ur, fyrir um 2000 krónur, að því er' kaupmaðurinn telur. Axel Helgason lögreglumað- ur í Reykjavík var kvaddur suður eftir, og náði hann fingra f örum af rúðubrotum. Mun. hann nú vera að rannsaka, hvort hér hafi verið á ferðinni einhver kunningi lögreglunnar. Þá var nýverið gerð tilraun til innbrots í kaupfélagið í Kefla- vík, en án árangurs. Pótverjar fá ekki flugvéfina. Einkaskeyti frá AP. Khöfn í morgun. Danska stjórnin hefur neitaff kröfu~pólsku stjórnarinnar um að afhenda pólsku MIG-flug- vélina, sem lenti á Borgundar- bólmi. í fyrsta lagi er flugvöllurinn þar of lítill fyrir hana, til þess að hefja sig til flugs, og í öðru lagi verður rannsakað, hvort allt hafi verið með felldu um, flugið, en í flugvélinni hafa fundizt skotfæri og myndavél. Flugvélin hefur verið tekin sundur og flutt til Khafnar. Fangar skotnir í Kéreu. Tokyo (AP). — f fangaupp- þoti á ey við suSúrströrid Kórcu, skammt frá Koje-ey, voru 23 menn felldir en 42 særðir á laugardag. Fangi hafði gerst sekur um agabrot, en er átti að hegna honum risu félagar hans upp, og voru fangverðir grýttir. Herlið var kvatt á vettvang, eni var og grýtt. Var þá gripið til táragass, en það dugði ekki, enda hafði þá uppþotið gripið um sig til nýrra fangahverfa,. og tóku þátt í uppþotinu 200(> fangar. Var loks skotið á f angana, er viðvörunarskotum hafði ekkí verið sinnt. 10 stiga híti á AkureyrL Hiti er um allt land en beit- ast var á Akureyri, 10 stig, kl. 8 í morgun. Áttin er víðast suðlæg eða suðvesturlæg og víðast úrkoma eða spáð úrkomu í dag. Víða er allhvöss sunnan átt, einsog t.d. við Faxaflóa rok á miðum sva bátar hafa ekki farið í róðurs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.