Vísir - 09.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 09.03.1953, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Mánudaginn 9. marz 1953. DAGBLAÐ ] Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línux). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Fé til flokksstarfsins. 1 i næstu ellefu mánuðum eiga tvennar kosningar að fara fram hér á landi — fyrst þingkosningar, sem efnt verður til í sumar, og síðan bæjarstjórnarkosningar upp úr næstu áramótum. Ef að venju fer, verður baráttan hörð og óvægi- leg, og flokkar þeir, sem eru andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins í þjóðmálum, munu grípa til allra þeirra vopna, sem þeir hafa yfir að ráða, til þess að koma skoðunum sínum á fram- færi við kjósendur, kynna þeim stefnumál sín og reyna að sigrast á stærsta flokknum — Sjálfstæðisflokknum. Verður þá, eins og venjulega, barizt á mörgum vígstöðvum í senn, en það verður ekki gert, svo að árangur beri, ef ekki er nægilegt fé fyrir hendi, því að það er afl þeirra hluta, sem gera skal. Það hefur verið venja andstæðinga Sjálfstæðisflokksins að reyna að núa honum um nasir, að hann væri aðeins fyrir- tæki og eign atvinnurekenda í landinu, og þeir aðilar notuðu hann ekki til annars en að vinna fyrir sig gegn hinu vinnandj fólki. Þetta byggist á því, að þessir flokkar vilja telja alþýðu manna trú um það, að enginn sé þeim fjandsamlegri en sá, sem veitir þeim vinnu og greiðir þeim kaup. Mundi þó vera fróðlegt — en varla gleðilegt — að litast um hér á landi, ef aldrei hefðu verið til neinir menn, er höfðu framtak til þess að ráða aðra menn til vinnu fyrir sig og reyna að byggja landið og gera það að lífvænlegri samastað en það var um margar aldir. En nú er svo komið, að það er aðalhlutverk stórra hópa — heilla flokka — i landinu, að gera heiti slíkra manna að smánaryrði. Sjálfstæðisflokkurinn einn getur þó borið það nafn að vera kallaður flokkur allra stétta, því að í honum eru menn, sem hafa að mörgu leyti ólíkar lífsskoðanir, en gera sér þó grein fyrir því, að vandamál þjóðfélagsins verði ekki leyst með því að einblína á hagsmuni eins hóps en ganga framhjá þörfum allra annarra. Ef tekið er á vandamálunum með þeim hætti, getur það aldrei haft farsæl áhrif — ekki einu sinni fyrir þann hóp; sem fyrst og fremst er starfað fyrir, því að í þjóðfélaginu •er það ekki til, að eins dauði sé annars brauð. Þess vegna er stefna Sjálfstæðisflokksins í þjóðmálum hin eina rétta. Þegar flokkurinn fer nú að búa sig undir þá orrahríð, sem í hönd fer, getur ekki hjá því farið, að hann verði að hafa tals- vert fé, til þess að geta innt það hlutverk af höndum, sem stuðningsmenn hans ætlast til af honum. Og af því að hann •er ekkert einkafyrirtæki auðmagnsins í landinu, verður hann að leita til almennings og fara þess á leit, að hann leggi hon- um nokkurt fé, svo að árásum andstæðinganna verði hrundið og skoðanir flokksins kunngerðar. Þess vegna hefur verið efnt til happdrættis í fjáröflunarskyni og verður sala miðanna hafin þegar. Sé menn samtaka um það að selja happdrættis- miða þessa, ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að koma þeim öllum út og mun það gera kosningabaráttuna auðveldari á marga lund. í þessu efni sannast það, að margar hendur vinna létt verk. Hver flokksbundinn Sjálfstæðismaður þarf ekki að gera annað en að kaupa miða sjálfur og selja fáeina að auki, til þess að jþað fé verði fengið, sem ætlunin er að afla flokknum með þessu móti. Ef gengið verður að þessu rösklega, verður því lokið Ækjótlega, og mun það létta flokknum baráttuna, þegár þar að kemur. Bergmál var einhverju sinni, ekki alls fyrir löngu, beðið um litla orðsendingu til Strætisvagna Reykjaviluir frá íbúum Bústaða- vegs- og smáibúðahverfanna ann ars vegar og Kleppsholts- og Laugarnesshverfis hins veg'ar. Tímatöf að fara ofan í bæ. I bréfi, sem Bergmáli hefur borizt, er bént á það hagræði, sem þeim mikla fjölda bæjarbúa yrði af því, ef beint samband kæmist á milli þessarra liverfa. Væri að því mikill tímasparnað- ur, því eins og nú háttar ferðum, verður ekki komizt á milli á ann- an hátt en fara fyrst ofan í bæ, skjpta þar um vagn, og lialda á- fram ferðinni. I bréfinu er síðan bent á ýmislegt, sem komið hef- ur áður fram í bréfum um sama efni, og verður það því ekki'rak- ið nánar hér. Vagnaskortur tefur málið. I samtali, sem ég lief átt við SVR, var mér skýrt frá, að þetta mál hefði verið rætt, og forráða- menn SVR hefðu fyrir löngu séð nauðsynina á því að tengja þyrfti saman úthverfin með sérstökum vegnaferðum. En vagnakostur fé- lagsins er ekki meiri en það, að hægt er rétt aðeins að anna á sómasamlegan hátt þeim leiðum, sem þegar eru hafnar. Það myndi því ekki verða nein lausn, ef fækka yrði ferðum á öðrum leið- um til þess að koma á sambandi milli úthverfanna. En undir eins og úr rætist með vagna, þá verð- ur þetta eitt þeirra mála, sem tekin verða til athugunar. Kórhnoss á ferð. Kórhnoss, skip Karlakórs Reykjavíkur, var í ferðum um útliverfi bæjarins í gær og vakti hvarvetna mikla eftirtekt, þar sem það fór um. Einkanlega höfðu börnin gaman að komu þess, og þyrptust ails staðar utan um farkosjinn, þegar numið var staðar. Er þessi söluaðferð líka all-nýstárleg, og ekki ótrúlegt að IVIIMIMllViGÆROiiÐ: - Marín Jónsdóttir, í dag er ein af mætustu kon- um Hafnarfjarðar til moldar borin, Marín Jónsdóttir, ekkja Sigurgeirs Gíslasonar fyrrv. iVerkstjóra og sparisjóðsgjald- kera, sem nýlega er látinn. Marín var fædd 1. maí 1865, að Unnarholti í Ytri-Hrepp, af góðu og guðhræddu bændafólki komin, og ólst upp í foreldra- húsum í glöðum og myndarleg- um systkinahópi, en við mikla fátækt, eins og títt var um þær mundir. —■ Hún fór því snemma að vinna fyrir sér, enda var hún bæði hraust, dugleg og mynd- arleg, 'bg var því eftirsótt sem hjú. Eftir að hún fluttist hingað,' réðist hún til síra Þórarins í Görðum, og á því mikla mynd- i arheimili öðlaðist Marín sinn fyrsta reynsluskóla, og stóðst það próf með prýði, er bezt sést á því, að Garðahjónin greiddu henni hið hæsta kaup, sem þá tíðkaðist, eða kr. 40.00 yfir veturinn, og voru peningar okkar þá það verðmiklir, að af þeirri upphæð var hún aflögu- fær, og gat fjárhagslega stutt þáverandi unnusta sinn, — síð- ar maka — til náms í Flens- borgarskólanum, þaðan sem hann útskrifaðist meðal hinna fyrstu námsmanna frá þeim merka skóla. Marín giftist 22. maí 1892 unnusta sínum Sigurgeir Gisla- syni, og hafa þau búið í Hafn- arfirði síðan. Búskap sinn byrjuðu þau með tvær hendur tómar, en áttu hún beri góðan árangur fyrir kórinn, því nú fer að líða að því að haldið verður til suðlægra landa i merkilegan leiðangur. Þar er í mikið ráðist, en gera má ráð fyrir að för Karlakórsins geti orðið allgóð landkynning, ef vel er á haldið. — kr. margter shritiS Skipið sigldi virkið niður. £n næsta virki Eagfe ofan á skipiB, Hagnaður af verðlækknn. T^ess var getið hér í blaðinu í vikunni sem leið, að dregið -*• hefði úr neyzlu mjólkurafurða eftir að þær hækkuðu í •verði sl. haust, og hefur nú verið staðfest, að mjólkursala hafi aukizt til mikilla muna, er verðlag var lækkað á ný í lok verkfallsins fyrir jólin. Hefur aukningin verið svo mikil, að mema mun á aðra milljón lítra árlega með sama áframhaldi. Það er vonandi, að Framleiðsluráð landbúnaðarins og aðrir, sem um þessi mál eiga að fjalla, læri nokkuð af þessu — nefni- lega að viðhafa sömu aðferð við verðlagningu og sölu mjólk- tir og annars varnings, hverju nafni, sem hann nefnist. Þegar iomið er að vissu marki, er ekki hægt að hækka verð á vöru, án þess að sala á henni minnki. Því meira sem hækkunin er, því meira dragast viðskiptin saman. Væntahlega hafa verðlags- stjórar bænda þetta í huga framvegis. Það gerðist í liöfninni í Lon- don í vikunni sem leið, að norskt skip, sem þar koin, var „handtekið“ af hafnarlögregl- unni. Ástæðan var sú, að skipið hafði lent í árekstri rétt fyrir utan höfnina, og árekstur sé var heldur óvenjulegur. Skipið sigldi nefnilega á virki, sem þar eru — hvorki meira né minna en tvö — og það svo hressilega, að annað rauk um koll og' hvarf í hafið, en er skipið skall á því næsta í röð- inni, hafði. dregið svo úr hraða þess, að virkið valt ekki um koll að öllu leyti, heldur studd- ist við skipið um hríð, svo að það — skipið — lagðist nærri á hliðina. Atburður þessi gerðist í byrjun síðustu viku, þegar enn ein þokubylgjan skall á Eng- landi, svo að ekki sá handa skil, og umferð tafðist eða stöðvaðist. Meðal skipa, sem þá vorú á férð í Temsárósum, var eitt norskt, Baalbek, 2160 lest- ir. Skipstjórinn vissi, að hann var allfjarri landi, er þokan skall á, svo að hann hægði ekki ferðina þegar, en hann vissi ekki, að skip hans var statt nærri leynilegum strandvirkj- um, sem Bretar byggðu á stríðsárunum. Eru virki þessi' byggð úti í sjó á steinsúlum — 50 feta háum. Og svo mikil var ferðiu á skipinu, að stöplarnjr undir fyrsta virkinu hrukku í sundur og-' virkið hvarf, en stöplar þess næsta Urotnuðu ekki alveg. Fimm virki stóðu eftir, en fjórif eftirlitsmenn týndust mtð því fyrsta, sem skipið velti. # Skipið hélt síðan upp til Lundúnahafnar, og þar tók lög- reglan á móti því. Lögreglu- maður las upp handtökutil- kynninguna, og síðan var hún negld á framsiglu skipsins.' Meðan hún er þar, má skipið ekki ,faraf í-rá LQndqp. ; bjartsýni og dugnað í ríkum mæli, og leið ekki á löngu, þar til heimili þeirra var rómað fyrir gestrisni og myndarskap, enda bar margan þar að garði, og höfðu allir góða sögu að segja frá því heimili. Marín var fríð kona, bjö.rt yfirlitum, og bar sig vel. Hún var létt í lund og gamansöm, rösk í hreyfingum og afkasta- milsil í verkum sínum. Hún var greind vel og minnug, en naut lítilla mennta í æsku, en lærði því meir í „skóla lífsins“. Marín naut trausts og virð- ingar allra þeirra sem kynntust henni, og' einhverja samleið áttu með henni um dagana. Aðalvettvangur Marínar var heimilið, því að hún var bæði heimakær og heimilisrækin með afbrigðum. — Þar ól hún upp sín mannvænlegu böm og fóst- urbörn, en mörg önnur vanda- laus börn og unglingar voru undir hennar forsjá um lengri eða skemmri tíma, því að bæði var hún hjálpsöm og greiðvik- in, en auk þess barngóð, svo að gott þótti öllum hjá henni að vera. Hjónaband þeirra Marínar og Sigurgeirs um 60 ára skeið var hið farsælasta. — Fyrir dugnað, myndarskap og reglusemi beggja, batnaði efnaliagur þeirra svo, að þau urðu brátt vel efnalega sjálfstæð, og fær um að styðja og styrkja mörg góð og göfug málefni á einn og annan hátt. — En einkum var það þó bindindismáilð, sem var þeirra beggja hjartans mál, og átti hug þeirra óskiptan. Nú eru bæði þessi góðu og mannkostamiklu hjón horfin sjónum okkar, — varð skammt á milli þeirra, — aðeins tveir mánuðir, — enda þráðu þau að fá að fylgjast að á þeim braut- um sem bíða þeirra, og trúðu þau því fastlega, að þau myndu fá að hitta einkadóttur sína, — Margréti, — sem farii^var á undan þeim, en sem þau treg- uðu sárt og lengi. Minningin lifir þótt ma'ður- inn deyi. — Minning'ar, — margar og góðar, — hafa hau Gáta dagsins. Nr. 381. Eg er barinn blákaldur, blásið að með kulda stornii, síðan emja sárpíndur, samt þó banað get eg ormi. Svar við gátu nr. 380. Una. rrrrr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.