Vísir - 09.03.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 09.03.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 9. marz 1953. VÍSIR var engu líkara en að hann hefði misst stjóm á henni. Ef hann hefði ekki getað sveigt inn á veginn aftur í sömu andránni að kalla, hefði bifreiðin oltið út af veginum og ofan í skurð. „Heyrðu,“ kallaði Rose hvasslega, „hvað ertu að hugsa? Ætlarðu að drepa okkur öll?“ „Afsakið," sagði hann, „það var eins og eg fengi ofbirtu í augun allt í einu.“ „Við höfum hitzt,“ sagði hann og hallaði sér dálítið í áttina til Söru. „Allir hittast í Lulai, höfuðborg eyjarinnar, en eg get vart sagt, að eg þekki hana. — Veit — veit Ben, að þér ætlið að búa hjá Lebrun-hjónunum?" „Já,“ svaraði hún undrandi. „Eg sagði honum það á skipinu í gær.“ „Einmitt það,“ sagði hann og lét svo þetta tal 'detía niður, en hún hafði á tilfinningunni, að hann hefði viljað ræða það frekara. Eftir þetta talaði hann ekki um annað en bananaframleiðslu. Þau drukku te hjá hjónum að nafni Cole í Maríuhöfn, vinum Whitworths og konu hans. Cole ræktaði banana. Hús hans var með sumarhússlagi; herbergi rúmgóð og gluggar miklir. Húsið var reist á hæð frammi við sjóinn og Cole var einkar vinsam- legur og sýndi Söru um allt og fræddi hana á ýmsu varðandi bananarækt. Þau hjónin máttu ekki héyra annað nefnt en að gestimir biðu eftir kvöldverði og Garson sagði, að það gæti svo sem verið nógu skemmtilegt að aka heim í tunglsljósinu. Fyrir kvöldverð fóru þær Rose og Sara með frú Cole inn í svefn- herbergi hennar til þess að snyrta sig dálítið til fyrir kvöld- verðinn, og þá sagði Rose við Söru: „Eg hljóp laglega á mig við hádegisverðinn — mig verkjar enn í tærnar eftir að bóndinn var að stiga ofan á þær, en skrítið er það, að Ben skuli ætla aftur til Kristóferseyjar. Eg sný ekki aftur með það. Það var hræðilegt, sem fyrir hann kom, og allt að kenna konu, sem ekki var með sjálfri sér vegna móðursýki. Og hvílíkt skítkast — afsakið orðið — sem hann lenti í þar, enda heitstrengdi hann, að stíga aldrei fæti sínum þar framar. En samt kemur hann aftur — já, hver skyldi ástæðan vera? Það þætti mér gaman að vita? Hann hefir ekki gefið yður neitt í skyn um það?“ „Nei. . . ,nei,“ sagði Sara hikandi. „En hvað ....?“ Hún varð að hætta við setninguna í miðjum klíðum, því að írú Cole, sem hafði brugðið sér frá, kom inn aftur og sagði, að maður hennar væri búinn að hrista fyrirtaks „hanastél“ handa þeim, og bað þær um að koma sem fljótast út í garðinn og bragða á drykknum. — Ekkert tækifæri gafst til þess að ræða málið frekara, jafnvel þótt Sara hefði haft áræði til þess að fitja upp á því. Ökuferðin að Murtubakka-gistihúsinu var skemmtileg, þótt ekkert „spennandi" gerðist, og í dögun næsta dag lagði Sara af stað úr Kingston-höfn á skipinu St. Helene, í seinasta áfanga ferðarinnar til Kristóferseyjar. Sankti Helena leit allt öðruvísi út en skipið,, sem Sara hafði ferðazt með til Jamaica. Það var minna skip — og óhreinna enda strandferðaskip, sem flutti bæði farþega og varning milli hafna á eyjunum. Ben og Sa'ra voru einu farþegarnir, sem höfðu verið1 á hinu skipinu. Um morguninn hafði hann spurt hana hvort þau ættu að vera borðfélagar við máltíðir og vitanlega féllst hún á það. Og þau voru saman mestan hluta dags. Þetta var lognmolludagur, en Söru fannst hann líða fljótt. — Um kvöldið var ákaflega heitt og Söru var ómótt og varð það úr, að þau Ben fóru upp á efsta þilfarið, og fóru að dansa Lambeth Walk, en nokkrir farþegar höfðu náð sér í grammófón og voru farnir að dansa. „Hamingjan góða,“ sagði Ben, „þegar rriaður fef áð dansa Lambeth Walk vakna minningarnar. Eg var í London þegar Lambeth Walk æðið var að grípa um sig. Þá datt engum í hug, að styrjöld myndi bjótast út.‘t „Já,“ sagði Sara, en mjög véiftléga og hugui’; heriríar fláúg; til þessara löngu .liðnu daga. ■ Tony og hún hofðu dansað LanToéth Walk. Þgðjvar hluti áf’ skemmtiþaétti þéiirra. — Þau höfðu sýnt þátt sinh allar þessár sex vikur, sem þau höfðu verið saman, Mark og hún. Þótt furðu- legt yæri hafði þátturinn verið eins vinsæll í Berlín sem Lon- don. Jafnvel ærið gildvaxnar húsfreyjur dönsuðu Lambeth Waík við engu ógildari eiginmenn sína. Og hún og Mark höfðu oft dansað Lambeth Walk saman og hann hafði yerið eigi lítið hreykinn af að dansa við atvinnudansara. Hann sagði eit-t sinn: Mér finnst alltaf, að allir hugsi sem svo: Sá er hepp- inn — hann er að dansa við dansmærina yndislegu, sem dansar í Café Heinrich. Eg mundi ekki áfellast þig, ef þú klykktir út með að senda mér reikrúng — eg mundi glaður borga. En það gerir, þú ekki, Sara. — þú sendir mér engan reiknipg.“ : •' ->■. ííkíSí: ob : r' --- | ■in ■hvi jn v; j; MIR MIR Minningarfundur um STALIN verSur haldinn í Áusturbæjarbíói, briðjudaginn 10. marz kl. 9,30 e.h. FUND AREFNI: 1. Hljómsveit leikur söfgarlag. 2. Þórbergur Þórðarson, ávarp. 3. Kristinn E. Andrésson, minningarræða. 4. Guðmundur JórissOn, einsöngur. 5. Sverrir Kristjánsson, erindi um Stalin. 6. Ottó N. Þorláksson, stutt ávarp. 7. Þorsteinn Ö. Stephensen, upplestur úr ritum Stalíns. 8. Hannes M. Stephensen, stutt ávarp. 9. Söngur, ^öpgkpr verkalýðsfélaganna í Reykjavík, undir stjórn Sigursveiris D. Kristinssonar. Kynnir verður Jón M. Arnason. Öllum heimill aðgangur. — Aðgöngu- miðay verða afhentir eftir kl. 1 e.h. í dag í bókabúð Máls og menningar og bókabúð Kron og skrifstofu MÍR kl. 5—7. * ______________ Menningaríeiigsl Islands og IláAsljóríi;*rrik.jiaiiiia Kínverska dægradvölin Ákjósanlegasta tómstundaverkefni ungra sem gamalla er komið á markaðinn í íslenzkri framleiðslu. Kaupíð kinversku dægradvölina og reynið hæfni hugans við hina 2500 ára gömlu dægradvöl. Pöntunum veitt móttaka hjá Heildverzlun Vrfheíms Jonssonar, Miötúni 50. Sími 82170. WJW^WWWWWUVVVkWW ■ Málflutningsskrifstofa Guð- Iaugs Einarsson hdl. ogl Einars Gunnars Einarssonar, er í Aðalstræti 18. Sími 6916. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI í B (J Flugráð óskar eftir að taka á Ieigu nú þegar íbúð með húsgögnum um nokkra mánaða skeið, fyrir erlendan starfs- mann sinn. Tilboð sendist skrifstofu Flugráðs fyrir 12. þ.m. Sím«mimer vort verður fr|imvegis 82430 Vörugeymsluhus vor hafa fyrst um sinn sömu síma- númer og áSur, en innan skamms munu þau einnig ■ fá ofangreint númer, og verður {mS nánar auglýst; síSar. iiú • /, H.f. Eimskipafélag íslands KBOSSVIBl'R - GABOOA MJLPL0TOI fMiisoni<e«gei*ö) HANNES ÞORSTEiNSSON & CO. Símar: 2812, 82640. — Laugavegi 15. - ' : >Úi , j Nýkomnar Enskar Bækur Fischer: Life and death of Stalin Ilemingway: Old man and the Sea. Von Papens Memoirs. Schmith: With Rommel in the Desert. Complete works of Oscar Wilde. Steinbeck: East of Eden. Lockhart: My Europe m Eemarque: Spark of Life. Wouk: The Caine Mutiny; Douglas Reed: Far and Wide. Sarte: Lucifer and the Lord — (leikrit) — Europe in Pictures. French Impressionists. Dekerative Art 1952—1953 Internatiönal Window Display. Websters Biographieal Dictionary. Cbambers Technical Dictionary. Concise Oxford Dictionary. o. fl. o. fþ Aðeins fá eintök af hverri bók! ' MókeeifúS Æ&r&ra Hafnarstr. 4. Sími 4281.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.