Vísir - 11.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 11.03.1953, Blaðsíða 4
> (4 VtSIR mm- 1 I DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. :■( Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm llnur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Ráðhiís Reykjavíkur. 'JT'rá því var skýrt í blöðum fyrir nokkru, að bæjarráð Reykja- víkur hefði farið um bæinn, til þess að kynna sér ýmsa t>á staði, sem til greina eru taldir koma fyrir ráðhúsið, er væntanlega rís af grunni áður en langt um líður. Hefur mál þetta verið lengi á döfinni, því að fjölmargar aðkallandi framkvæmdir hafa verið látnar sitja fyrir, þótt ekki verði annað sagt, en að tími sé til þess kominn, að bærinn eignist þak yfir höfuðið, og sé ekki með starfsemi sína á fjölmörgum stöðum í bænum — í húsnæði, er aðrir eiga. Það verður sennilega að telja það tákn þess, að einhverra aðgerða megi brátt vænta að því er snertir byggingu ráð- hússins, úr því að bæjarráðsmenn hafa lagt land undir fót og litazt um á þeim svæðum, sem helzt koma til greina, er aetlunin er að velja heimili bæjaryfirvaldanna stað. Eins og lesendum Vísis er kunnugt af frásögn blaðsins á sl. ári um hugsanlega staði í þessu efni, hefir það m. a. komið til orða, að ráðhúsið verði í sjálfum miðbænum, rétt við Tjörnina. Bæjarbúum hlýtur öllum að vera það mikið áhugamál, að slík bygging, verði svo í sveit sett, að hún njóti sín sem bezt, og hinum eldri Reykvíkingum finnst vafalaust mörgum, að hún ætti hvergi betur heima en í hinu gamla hjarta bæjarins, og þá kemur umhverfi Tjarnarinnar vitanlega mjög til greina. En á það er einnig að líta, að byggðin hefur þanizt út til mikilla muna, og þá sérstaklega austur á bóginn, enda land- rými minna í vesturátt. Bæjarlífið hefur þokazt til austur- áttar og miðdepill þess í rauninni einnig, þótt fjölmargar stofnanir, sem allir hljóta að eiga einhver skipti við, sé enn í sjálfum Miðbænum. En mannfjöldinn mun halda áfram að aukast tiltölulega meira austanvert í bænum, og með tíman- um hlýtur aukningin að verða einungis í þeim hvei'fum, svo að varla kemur til greina að reisa ráðhúsið í Miðbænum, og' jafnvel ekki í þeim hluta hans, sem bar lengi með réttu nafnið Austurbær. Tæpt hefur verið á því, að rétt muni vera að ætla ráðhús- inu stað fyrir austan núverandi aðalbyggð, og þegar það er haft í huga, að hér verður ekki um byggingu að ræða, sem á aðeins að fullnægja þörfum bæjarins um einn mannsaldur oða svo, virðist það liggja í augum uppi, að henni þarf að velja stað, þar sem auðvelt er að ganga frá skipulagi, svo að hægt sé að taka fullt tillit til allra þeirra atriða, sem sjálfsögð eru. iMyndarleg bygging, hver sem hún er, nýtur sín ekki, ef að henni kreppir á allar hliðar, og samgönguæðar í allar áttir verða að vera svo greiðar, að engin hætta sé á þrengslum, þótt víðátta og mannfjöldi bæjarins margfaldist. Þegar á allt þetta er litið, ætti ekki að vera svo miklum vandkvæðum bundið að ákveða ráðhúsinu stað, og það þarf að .gera sem fyrst, svo að hægt sé að hefjast handa um sjálfa bygginguna hið bráðasta. Það er rétt, að bærinn hefur í mörg horn að líta, og slík byggir.g myndi verða dýr, en á móti kemur, að ef að líkum lætur mun byggingarkostnaður ekki minnka að neinu ráði, og því fyrr sem bærinn getur flutt í ■eigið húsnæði, því fyrr fer hann að greiða sjálfum sér leigu. Sigra Moskvuagentarnir ? T^eir, sem kunnugir eru innan raða kommúnistaflokksins, segja, að þar hafi lengi verið nokkur ókyrrð, en nú hafi hún magnazt við fráfall Stalins, svo að hennar hljóti að gæta til muna við kosningarnar, sem fram eiga að fara í júnímán- uði. í flokknum hefur verið margt manna um langt skeið, .sem hefur undir niðri kunnað því illa að verða að lúta boði og banni Moskvuagentanna í öllum málum, og láta þá ráða afstöðu sinni í hvívetna. Virðast þeir hafa sótt í sig veðiúð við það, að lærifaðirinn er ekki þessa heims lengur. Um þessar mundir er verið að velja frambjóðendur flokks- ins í ýmsum kjördæmum, og mun mega ganga frá því sem vísu, -að baráttunnar milli þeirra, er telja óskir Kremverja lög, og hinna, sem vilja gera einhverja tilraun til þess að vex'a unenn með mönnum, gæti þar nokkuð. En jafnvel þótt svo fari, að hinir blind\istu Moskvumenn verðj ofan á í átökunum, mun það sega til'sín í kósninguhiim, áð fylgi kommúnismáns er hraðminnkandi, svo sem berlega hefur komið í ljós við Ipasningar í ýmsum verkalýðsfélögum upp á síðkastið. r>y Margt er shMitié • * Oveujnleg refíurliöid: Hinn ákærði skilur engan, getur ekki gert sig skiljaniegan. Ðaufdumbur maður ákærður fyrir morð. Einkaskeyti frá AP. — stöðina og virtist gefa í skyn, Lontlon í gær. I smábænum St. Clears í Carmarthen-sldri í Wales er á döfinni óvenjulegasta morðmál, sem lengi hefur upp komið hér í landi. Fyrir í'étti er 46 ái'a maður, sem sakaður er um að hafa myrt 78 ára gamla konu í þorpi einu, en málið er erfitt viðfangs vegna þess, að hinn ákærði er daufdumbur — mállaus og heyrnarlaus — kann hvorki að lesa né skrifa, og skilur hvorki fingramál né varamál. Fenginn var sérfx-æðingur í að umgangast daufdumba, til þess að gera manninum, er heit- ir George Roberts, það skiljan- legt, sem fram fór í réttarsaln- um, en jafnvel kunnátta hans nægði ekki. Roberts yppti að- eins öxlum, ef reynt var að gera honum eitthvað ljóst. Kom til lögreglunnar. Scotland Yard var fengin til þess að aðstoða lögi'egluna á staðnum við rannsókn málsins, en meðan á henni stóð, kom Roberts skyndilega í lögreglu- að hann langaði til að skýra frá einhvei'ju. Var honum feng- ið blað og blýantur og gei'ði hann þá ógreinilegan uppdrátt af smáhýsi hinnar myrtu, svo og tveim næstu húsum. Var þá fai'ið að rannsaka, hvort hann mundi við málið riðínn, og fór svo, að allar líkur bentu til þess, að hann hefði framið morðið. Þó þykir þetta engan veginn fullsannað. Frumskilyrði ekki fullnægt. En réttai’höldin eru erfið- iðari en flest, sem sögur fara af hér á landi, m. a. af því, að svo er fyrir mælt í lögum, að hinn ákærði skuli svara skil- merkilega, hvbrt hann sé sek- ur eða ekki, en það getur Robert ekki. ?VJWJVWVW.V!.%WWVWAWi J Máiflutningsskrifstofa Guð- [laugs Einarsson hdl. og2| \ Einars Gunnars Einarssonar > er í Aðalsti-æti 18. ^ Sími 6916. i _.............. , jiiij OIBB m ■■■■ jj| ■■■■ jjjjj iiia jjjjj ■!■! jjjjj mnaa ijijj ■■■■jjjjj ■■■■ jjjjj ■■■■ jjjjj Hvað er IV¥TT ktíkiMfhiiakeitnMutn ? iin ;;;;! Rosemary Clooney, Banda- ríkjastúlkan, sem varð fræg í einu vetfangi eftir að hafa sunginn inn á grammófónplötu lagið „Come On-A My House“, sem oft hefur heyrzt í útvai-p- inu hér, leikur í nýrri kvik- mynd, sem heitir , ,The Stars are Singing“. Einn af mótleik- urum hennar er hinn heims- frægi tenórsöngvari Lauritz Melchior. Rosemary er ljóm- andi lagleg og þykir sæmileg leikkona. 'k Það er vii'ðist nú komið mjög í tízku í Hollywood, að kvik- myndadísir, sem óðum eru að komast til ára sinna, giftist talsvert yngri mönnum. T. d. vakti það nokkra athygli á dög- unum, ér Ginger Rogei's, sem er 42ja ára, trúlofaðist 24 ára gömlum Frakka, Jacques de Bergerac að nafni. Þau eru sögð geysi-ástfangin, og vel getur komið til mála, að de Bergerac fái hlutverk í ein- hverri mynd fyrir tilstilli unnustu sinnar. ★ Þá er og rætt um það í kvik- myndaheiminum, að þetta sé ekkert eins dæmi, því að Robert Taylor, Allan Ladd, Tyrone Power og Clark Gable liafi allir verið kvæntir sér eldri konum. Robert Taylor var t. d. kvænt- ur Barbara Stanwyck í 11 ár, sem þykir allnolckuð þar í borg. Mike Connolly nefnist kunn- ur Hollywood-blaðamaður. Hann hefur gaman að því að spá um, hverjir séu líklegastir til þess að hreppa hin eftirsóttu Óskarsverðlaun fyrir beztan leik. Hann telur nú þessar kon- ur líklegastar í ár: Olivia de Havilland, Shii'ley Booth, Ethel Waters, Julie Harris, Bette Ðavis og Joan Crawford. Af karlmönnum þykja þessir sig- urstranglegastir: Richard Bur- ton, Kirk Douglas, Gregoi’y Peck, José Ferrer og Danny Thomas. i ★ | Marilyn Monroe (sem leikur ^ í mynd í Gamla Bíó) er sögð fjarska kvefgjörn. Læknir hennar hefur ráðlagt henni að I t vera ekki að labba berfætt um svefnherbergi sitt. ★ John Barrymore yngri, sem nýlega er kominn til Holly- wood úr Parísai’för, þykir hafa svo gaman af mannfagnaði hjá sér, að honum hefur verið sagt upp húsnæðinu fjórum sinnum á tveim mánuðum. ★ Marlene Dietrich varð fimmtug hinn 27. desember s. I. Hún þykir enn jafn-fögur og eftirsóknarverð, að því er kvik- myndafréttir herma. Sumir segja um hana: Allt er fimm- tugi'i fsért. Miðvikudaginn 11. marz 1953. Þrátt fyrir snjóleysið, sem veldur þvi að ekki verður Ixægt að halda skíðalaiidsniótið hér sunnanlands i vetur, hafa for- göhgumenn skiðaíþróttarinnar ekki tapað kjarkinum. Þeir lifa stöðugt i þeirri trú, að snjóa muni lxér, þótt siðar verði. Lik-' lega hafa þeir rétt fyrir sér. Stökkpallar í bænum. Meðal þeirra áforma, sem Skiða ráð Reykjavikur hefur á prjón- unuin, er bygging nokkurra skíða stökkpalla innanbæjar, og var um þá ráðagerð rætt á aðalfund- inum, er haldinn var í fyrradag. Mér lízt prýðilega á þá hugmynd, að reynt verði að koma upp slik- um pöllum fyrir öll hverfi bæj- arins, eins og gert er ráð fyrir. Er ekki nokkur vafi á þvi, að verði eitthvað gert í þessu máli, er það til mikilla bóta fyrir útlit æskunnar i þessum bæ. Og þótt búið sé í haginn fyrir skíðaæf- ingar innanbæjai', er ekki þar með sagt, að leggja þurfi niður skíðaiðkanir utanbæjar, þar sem skiðaskálar flestra íþróttafélag- anna standa. Myndi auka þátttökuna. Það, sem í rauninni hefur þurft hér, er einmilt að iþróttafélögin jeittu sér fyrir því, að unga fólkið gæti æft sig í þessari fögru og heilnæmu íþrótt, án þess að þurfa að leggja i þann kostnað, sem sanifara er ferðalögum út úr bænum. 1 Visi í gær var skýrt nánar frá hugmyndum Skiðaráðs- ins, og því, að liafnar yrðu fram- kvæmdir við stóran skíðastökk- pall, sem komið yrði upp í Blesu- gróf í vor. I Noregi niunu slíkir stökkpallar vera algengir i borg- um og bæjum, og liafa reynzt lvftistöng fyrir skíðaiþróttina þar. Þannig' var það áður. En þannig var það líka liér áðnr, því að fyrir um tveim ára- tugiun, eða rúmlega það, var gamla skíðabrekkan í öskjuhlíð- inni til, og þangað fóru Reykvík- ingar til þess að æfa sig' í skiða- íþróttinni. Siðar fannst niönmmi sjálfsagt að færa leikvanginn langt burt úr bænum, og hefur það sjálfsagt nijög tafið fyrir al- mennri þátttöku í skíðaiþróttar- iðkun. Hugmyndin um að reisa skiðastökkpalla fyrir unglinga í öllum bæjarhverfum er því ágæt, og þarf endilega að komast í framkværad. Sundlaug í Vesturbænum. Og svo er það sundhuigin i Vesturbænum. Vesturbæingar eru alltaf annað slagið að Iiringja til mín og spyrja mig, livort eg viti nokkuð um, hvað því máli líði. Almennur áhugi mun vera fyrir þvi nieðal Vesturbæinga og allur fjöldinn ákveðinn í því að leggja fram sinn skerf, til þess að sund- laug fyrir Vesturbæinn verði að veruleika, ef forustan bregzt ekki. Mér finnst, að bæjaryfirvöldin ættu að hafa forgöngu um að hefj ast handa í sumar. — kr. Gáta dagsins. Nr. 382: Uti sá eg eina snót, uggadýrin stanga, auga hefur eitt og fót, á vill höfði ganga. Svai‘ við gátu nr. 381: Hnakkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.