Vísir - 11.03.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 11.03.1953, Blaðsíða 8
Þdbr sem gerast baupendur VÍSIS eftir It. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifenelur. Miðvikudaginn 11. marz 1953. U iisenhower-tímaSiiEið byrjað — StaEiti-tímahilinu lokið." Bulles talar við blaðatmenn. ia bam er SIGR. ZDEGA & CD. MYND NR. 4- ...... MYND NR. 3 ............................... Geymið myndirnar, þar til aiiar bafa vfcrið birtar og atltvæðaseðill prentaður — út- fyllið hann bá og sendið biaðinu. VINNENGAR: Barnið, sem fær flest atkvæði, hivtar yandaða skjóiflik frá Belgjagerðinni, Sænsk-ísl. frystlhúsinu. Þrír í þeim hópi lesenda, er greiða atbvæði með vinningsmyndinni, hljóta með útdrætti eftirtalda gripi: Westinghouse-vöfflujárn frá Raforku, Vesturgötu 2. Kodak-myndavél frá Verziun Hans Peter sen, Bankastræti 4. Century-skrúfblýant (gold-double) frá Sveínn Bjömsson & Ásgexrsson, Hafnarstrætí 22. liðskiptamál s Greiðsluhalli 918 milljónir á 7 árum. John F. Dulles, utanríkisráð- berra Bandaríkjanna, hefur lát- ið svo um mælt á blaðamanna- fundi í New York, að nú sé Eisenhower-tímabilið byrjað í alþjóðamálum. Hann komst meðal annars svo að orði, er hann ávarpaði blaðamenn frá flestum þjóðum heims: „Eg hefi oft verið full- trúi Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, en þetta er í fyrsta skipti, sem eg er hér sem utanríkisráðherra. Eg er stoltur af að vera í því embætti í hinni nýju stjprn Eisenhowers for- seta. Eisenhower-tímabilið byrj- ar um leið og Stalin-tíma- bilinu lýkur. í tíu ár hefur hið illa vald Stalins grúft sig yfir heiminum. Hann notfærði sér orð það, sem Rauði herinn hafði unnið sér með vorninni við Stalingrad, og. þegar Rauði herinn hélt inn í Austur-Evrópu, notaði Stalin hann til þess að koma þar á fót leppstjQrnum kommúnista. — í Asíu náðu fyrirætlanir Stalins, sem gerðar voru fyrir tuttugu og fimm árum, fram að ganga, er kommúnistar efndu til borg- arastríðs ,sem kom 450 milijón- lun Kínverja undir áhriíavald Stalins. Frelsi, en ekki ánauð. Nú er Stalin dauður. Hann getur. ekki arfleitt neinn að orðspori því, sem hann hafði unnið sér. ,Landiö gleymda' frumsýnt á næstunni. „Landið gleymda“ hið nýja leikrit Davíðs Stefánssonar verður frumsýnt f Þjóðleikhús- inu á næstunni. Nærri 70 leikendur koma fram í leiknum og er þetta fjöl- mennasti sjónleikur sem nokkru sinni hefur verið settur á svið hér á landi. Æfingar eru komnar á góðan rekspöl og öðrum undirbúningi senn lokið, leiktjöld eru full- gerð, gi'ænlenzkir búningar, sem fengnir voru að láni frá Konunglega leikhúsinu í Khöfn eru komnir til landsins og verið að ganga frá síðustu buning- unurn, sem saumaðir eru hér. Margir ræðumenn á Heimdallarfundi. Heimdallur, ! félag ungia sjálfstæðismanna, efnir til út- breiðslufundar í Sjálfstæðis- húsinu annað kvöld. Á fundinum koma fram 13 ræðumenn, piltar og stúlkur, þgeði skólafólk og ungt fólk, sem starfar á ýmsum sviðum þjóðlifísiiis. Hefst fundurími kj, 3,30 og ættu ungir bæjar- búar að fjölmenna. Þegar Stalin andast, er Eisenhower hershöfðingi, mað- urinn, sem leysti Vestur- Evrópu úr ánauð, orðinn forseti hins mikla lýðveldis okkar, og hann hefur getið sér frægð sem enginn annar. Nýtt tímabil rennur upp, tímabil, þar sem leiðarstjarnan verður frelsi en ekki ánauð, og þar sem sam- skipti manna munu einkennast af bræðralagi en ekki ógnar- valdi eins manns. Þá munu þjóðirnar fá að njóta jafnréttis, virðingar og friðar, eins og sagt er í inngangsorðum frelsisskrár okkar. Þetta er trú Eisenhowers, sem eg hefi einnig og xæyni að þjóna.“ Parakeppnirt: Ásta og Lárus halda forustunni. Parakeppni Bridgefél. Rvík- ur hélt áfram í gærkvöldi og er nú aðeins ein umferð eftir, sem spiluð verður á mániidagskvöld ið kemur. Nú standa stig efstu „par- anna“ sem hér segir: 1. Ásta F. — Lárus 264.5 2. Jóna — Sigurhjörtur 248.5 3. Viktoría — Einar Þ. 243.5 4. Laufey — Stefán 240.5 5. Hugborg — Guðm. Ó. 240 6. Ásgerður — Brynj. 236.5 7. Magnea — Eggert B. 233.5 8. Esther — Þórhallur 233.5 9. Ingibjörg O.— Hörður 230 10. Ásta I. — Sveinn I. 228 11. Rósa Þ. — Kr. Kristj. 222.5 12. Soffía Th. — Guðl. G. 222 13. Laufey — Gunnar G. 221.5 14. Ragnh. — Ragnar J. 220 15. Eggrún — Jóh. Jóh. 219 16. Sigr. E. — Bjarni Á. 219 17. Sigr. S. — Zóph. B. 218.5 18. Elín J. — Þorst. Þ. 218.5 19. Sigr. G. — Karl J. 216.5 20. Ásta Möller —Vigl. M. 216 Ungverjar kaupa 600 smál. al freðfiski. Hinn 7. marz síðastliðinn var undirritaður í Budapest við- skiptasamningur milli íslands og Ungverjalands fyrir árið 1953. Viðskiptasamningurinn heim- ilar sölu til Ungvei'jalands á 600 smálestum af hraðfi'ystum fiski og auk þess öðrum íslenzk- um vörum fyrir rösklega eina milljón króna. Á móti er gert ráð fyi'ir kaupum á ýmsum ungverskum vörum. Af hálfu íslands önnuðust samningana þeir Pétur Thor- steinsson, deiidarstjóri í utan- ríldsráðuneytinu, dr. Oddur Guðjónsson, varaformaður fjárhagsráðs, og dr. Magnús Z. Sigurðsson, verzlunarfulltrúi í Prag. (Frá utanríkisráðuneyt- inu). Sifelldar móðganii Rússa við Lie. Trygve LLe, aðalritari Sam- einuðu fþjóðanna, flutti skorin- orða ræðu á allsherjarþinginu í gærkvöldi. Sakaði hann Rússa um brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að neita að fallast á hann sem aðal- ritara frá 1950. Kvað hann þá og hafa halaið uppi árásum á sig í útvarpi og blöðum og móðgað sig hvað eftir annað, — allt vegna þess, að hann tók þá stefnu gegn ofbeldinu í Kóreu sem reynd ber vitni. Kvað hann það aðal- atriði, að framkvæmdarstjóri stofnunarinnar gæti starfað samkvæmt setíum reglum, og njóta þess trausts, að hafa að baki sér aðalíulltrúa Örj'ggis- ráðsins, s.em ráða valinu. Hershöfðingjar við krýninguns. Washingíon (AP).—Marshali hershöfðíngi kemur fram fyrir hönd Eisenhowers forseta við krýningu Elísabetar Breta- drotíningar í sumar. Omar Bradley yfirmaður her foringjaráðsins verður sérstak- ur fulltrúi landhers, ílughers og flota. Öhagstæ&ur viöskipta- jöftiuður viö Sterling- svæBiö. Verzlunarráð íslands hélt i gær f jöimennan hádegisverð fyrir kaupsýslumenn í Þjóð- leikhúskjallaranum. Var þangað boðinn Björn Ólafsson, viðskip amálarað- herra og hélt hgnn þ»r ræðu ’ um viðskjptamál og kom víða við. Hann gat þess meðal annars að margir undr.uðust, hvernig verzlunarhallinn væri gieiddur. Undanfarin 7 ár hef-.ir verið greiðsluhalii á erlendum við- skiptum, sem. nemur samtals 91B mitljdnum króna, eða að meðaltali 131 millj. kr. á ári. Þessi halli hefur verið greiddur á eftirfarandi hátt: Af gjaldeyriseign 431 millj. kr. Marshah-aðstoð 342 — — Marsball-Ián 63 — — Lántökiir (neíto) 69 —■. — Ýmislegt 13 — — 818 millj. kr. Mesja af þessu hefur. verið varíð tij nýbyggingar í land- inu: Skip, vérksmiðjur, vélar o. fl. Getum við íifað án greiðsluhalla? Hann sagði , að ekki væri nema eðlilegt, þótt einhver | spyrji, hvort við getum lifað í landinu, án þess að stofna til greiðsluhalla á hverju ári. Greiðsluhallinn er raunveru- lega íjárfesting, sem þjóðin getur ekki sem stendur greitt með eigin sparnaði. Það er hægt að forðast greiðsluhalla með því að draga stórlega úr fjár- festingunni. En það mundi aftur á móti draga úr allri uppbyggingu og framkvæmd- um og að líkindum hafa í för með sér atvinnuleysi. Óhagsíæður jöfnuður við Sterling-svæðið. Við kaupm miklu meira a£ vörum frá Sterling-svæðinu en við seljum þangað. Gildir þetta sérstaklega um Bretland. Erf- iðleikar eru því talsverðir með Sterlinggjaldeyri. Hallinn á gjaldeyrisviðskiptunum við greiðslubandalag Evrópu nam á síðasta ári um 80 milljónum króna. Nauðsynleg't er fyrir okkur að jafna þenna halla þannig að við seljum meira en hingað til þeim þjóðum, sem eru i bandalaginu. Útlitið næstu mánuði. Ráðherrann ræddi um frí- listana og viðskiptin við clear- ing-löndin, og kvað æskilegt, að hægt væri að auka viðskipti við þau vegna útflutningsafurð- anna. Síðan ræddi hann um gjaldeyrisástandið nú og útlitið Framh. á 2. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.