Vísir - 12.03.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 12.03.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 12. marz 1953. VlSIR „Sara, það er.dálítið, sem eg ætti að segja þér ....“ En einkennisklæddur maður stóð allt í einu við hlið þeh'ra og sagði: „Þér eruð ungírú Siddley,“ sagði hann á frönsku með spurn- arhreim, „viljið þér gera svo vel að sækja vegabréfið yðar, svo að eg geti athugað það hér. Þér verðið þá ekki fyrir töfum, er á land kemur." Þegar Sara kom með vegabréfið voru þau Lebrun og Bernice að stíga á skipsfjöl. Sara gekk á móti þeirn. Lebrun rétti henni hönd sína, hneigði sig og brosti: „Kæra Sara, eg á engin orð yfir hve það gleður okkur, að þér eruð komnar.“ Bernice steig fram og kyssti Söru, fyrst á annan vangann, svo á hmn. „Já, það er indælt, að þú ert komin, Sara mín.“ Það fór ekki fram hjá Söru, að hún var taugaóstyrk. Var hún því fegin, er Ben kom og sagði: „Komið þér sælir, Lebrun.“ Hann sagði þetta án þess að brosa, en Lebrun brosti, og það varð ekki vart neinnar andúðar í brosi hans eða svip. „Sælir, Weston, jæja svo að þér eruð komnir heim. Eg hafði fi'étt, að þér væruð væntanlegur.“ „Höfuð þér frétt það?“ spurði Ben undrandi. „Nú, það var væntanleg'a ekki nein leynd yfir heimkomu yð- ar,“ sagði hann góðlátlega, eins og hann væri að erta kunn- ungja sinn. „Engin leynd,“ sagði Ben, „aðeins ....“ Lebrun beið kurteislega eftir því, að hann lyki við setning- una, en það varð ekki, svo að hann sneri sér að Söru og mælti: „Jæja, Sara, eg verð að fara að líta eftir farangrinum þínum. Heyrðu væna mín.“ — og’ hann sneri sér að konu sinni, „þarna er Madame Dussy, kona skipstjórans. Þú verður að tala við hana kurteisi vegna. Gleymdu ekki að minnast á, að hún er jafnan velkomin og maður hennar, á heimili okkar.“ Sara furðaði sig á hve hreyfingar hennar voru óeðlilegar. Hún minnti hana á einhvern, sem er undir dáleiðsluáhrifum, sem gerir eins og skipað er ■—■ sem í leiðslu. Hún starði á eftir henni, eins og hún botnaði ekki neitt í neinu. Þetta var ekki sama Bernice og hún hafði áður þekkt. Það var blátt áfram óhugsandi. Þegar hún allt í einu heyrði stúlkurödd sneri hún sér skyndi- lega við. Sú, er maalti var stjupdóttir Lebrún, en hún hafði flutt sig nær þeim hjónum. Hún var tuttugu og sjö eða átta ára að aldri, fremur hávaxin með jarprautt hár. Hún var grannvaxin og prýðilega vaxin. Fi-amkoman var þannig, að hún bauð af sér hinn bezta þokka. Varir hennar voru þunnar og var Sara miklu munnfríðari, Augu þessarar stúlku voru grænleit frekar en grá. „Þú hefur ekki kynnt mig vinstúlku þinni, Ben,“ sagði mærin. „Hvað er þetta, hefur mér láðst það?“ sagði Ben í léttum tón, en það var þungi undir niðri. Það fann Sara glöggt. „Jæja,“ sagði stúlkan með spurnarhreim. „Þetta er Sara Siddley, sem þér hlýtur að vera kunnugt um, þar sem hún verður gestur stjúpföður þíns og konu hans. Og þetta er Iris.“ Hann sneri sér að stúlkunni og mælti: „Og hvað kallar þú þig núna, Iris?“ Hann sagði þetta, eins og honum væri skennnt, en Sara fann glöggt, að honum var þungt í hug. „Nú, það var næsta einkennileg spurning, Ben?“ sagði stúlk- an og vii'tLst hissa, „hvi skyldi eg kalla mig öðru nafni en því, sem þú gafst mér — frú Benjamín Weston.“ 4. Sará var alveg viss um, að sér hefði misheyrst, Það var ó- husgandi, að þessi stúlka hefði getað sagt þetta? Hún gat ekki yerið kona Bens Weston, mannsins, sem stóð við hlið hennar -— það hlutu að vera tveir menn samnefndir, ög þó hafði hún Íitið ákveðin á Ben, eiýhún -H- Sará.leit spyi'jandi áugum á Ben. Vafalaust mundi háhn segja eitthvað á næsta andartáki, til þess að afsanna þetta, eða sem leiddi í Ijós, að þetta hefði verið sagt sem glens. En memi höfðu ekki í flimtingum um annað eins og þetta. Og þó — þó vissi hún, að stúlkan hafði ekki verið að gera að gamni sínu. Hún sá, að hinn hörundsbrúni félagi hennar var orðinn sótrauður — reiðin sauð í honum. Hún fanrx, að haim kreppti hnefana: Það var sem dökkir skuggar væru að leggjast á allt, þótt bjart væri yfir — og' að verið væri að traðka undir fótum allar hinar Ijúfu tilfinningar, sem vaknað höfðu í huga hennar. Þessi þögn virtist svo óralöng, en fráleitt ríkti hún cema brot úr xrdnútu. 1,: ,;Eg !á víst að-te’ia mér það til1 tekna, að þú vilt !énn notást við nafn mitt, Iris,“ „Þú hefur þá ekki fengið bréfið mitt?“ „Hvaða bréf?“ „Bréf, sem eg skrifaði þér fyrir um það bil 10 dögum. Kann- ske varstu lagður af stað. En samt hefðirðu átt að fá það, því að eg sendi það í flugpósti.“ Hann hristi höfuðið. „Eg fékk ekki neitt bréf, Ii'is.“ „Andartak hélt eg, að þú hefðir komið vegna bréf míns, — ( það var heimskulegt af mér,“ sagið hún og gerði sér upp hlátur. ( „Óneitanlega — eins og ástatt var,“ sagði hann hörkulega. | „En þú veizt þá ekkert hvað í því stendur,“ svaraði hún, „og | eg er ekki frá því, að ef þú hefðir lesið það, Ben, mundi afstaða þín hafa breyzt.“ Hún mælti mjúkum rómi og horfði á hann blíðlega — næst- um biðjandi. { „Var nokkuð sérstakt í þessu bréfi?“ spurði hann og var enn harka í röddinni. „Einkennilegt, að þú skyldir fara að skrifa mér allt í einu eftir sjö ár.“ „Já, var það ekki einkennilegt,“ sagði hún og kinftaði kolli, og brosti, dálítið dapurlega — og eins og hugur hennar væri óralangt í burtu. „Eg verð að játa, að mér fannst það einkenni- legt að grípa penna í hönd til þess að skrifa þér, eins og eg gerði svo oft þegar þú varst við háskólanám í Bandaríkjunum. Manstu hvað eg skrifaði þér oft — löng, löng bréf, Ben?“ „Eg hefi ekki gleymt neinu, sem þig varðar, Iris,“ sagði Ben kuldalega. Aftur hló hún, næstum angurvær á svip. „Ber mér að skilja þetta, sem þú sért að slá mér gullhamra, Ben? Nei, það var víst ekki þannig meint. Þú hefur verið að hugsa um hitt. Það var skelfilegt —“ Og það fór eins og hrollur um hana. Sara gat ekki betur séð en að stúlkan náfölnaði. „Er nokkur ástæða til þess að fara að ræða það, Iris?“ „Nei — eg vona, að það sé ekki nein ástæða til þess. Við vilj- um sjálfsagt bæði gleyma því. Eg sagði þér í bréfinu, að eg væri staðráðin í að gleyma þessu. Og eg hélt, að þú kynnir þá að geta gleymt því lika.“ „Það er mjög vinsamlegt af þér, Ii'is, að bjóðast til að gleyma því, að þú eitt sinn leizt á mig — ekki aðeins sem flagara — held- ur sem mann, sem hafði gerst sekur um það, sem ekki var rnoroi betra. Það er einkar vinsamlegt af þér —“ „En þú varst svo ungur — eins og eg var líka, og — og —“ „Æska mín gat ekki verið mér til afsökunar, ef eg hefði gerst sekur um slíkt.“ „Ben,“ sagði hún og rétti fram, granna, hvíta hönd, „getum við ekki gleymt þessu. Ef — eftir öll þessi ár — Lebrun er fús til að gleyma, því skyldum við þá ekki —“ „En það er sitt af hverju, sem eg get ekki gleymt, og ætla mér ekki að fyrirgefa,“ greip hann hranalega fram í fyrir henni. Fjársöfnun handa Hnífsdælingum. Hnífsdælingar, búsettir í Reykjavik og nágrenni, hafa kjörið nefnd í því skyni, að hefja fjársöfnun til þess að bæta tjóii það, er varð, er baraaskólahúsið í Hnífsdal fauk. Starfar nefnd þessi í sam- ráði við Kristján Jónsson, skólastjóra í Hnífsdal, en hann er einnig formaður Lestrarfé- lags Hnífsdælinga. Hlutverk nefndarinnar er að safna fé meðal gamalla Hnífsdælinga hér syðra og einnig að veita viðtöku bókagjöfum í væntan- legt bókasafn, sem gerspilltist er húsið fauk. f nefndinni eru: Baldvin Þ. Kristjánsson, Ás- vallag. 46, Elísabet Hjartar- dóttur, Úthlíð 10 og Páll Hall- dórsson, Drápuhlíð 10. Á kvöldvökiiniti. Heuss, forseti V.-Þýzkalands, hafði lengi lofað íbúum lítiis þorps í Svartaskógi að koma þangað í opinbera heimsókn. Drógst þetta von úr viti, en { loks kom forsetinn' þar, og er hann gekk inn í þorpið, stóðu börn í löngurn röðum meðfram götunni. Heuss sagði þá við formann móttökunefndarinnar: „Hvern- ig stendur á því, að svo mörg börn eru í ekki stærra þoi’pi?“ „Já, sjáið _i.il, herra forseti“, svaraði maðurinn. „Við höfum haft góðan tíma, til þess að undirbúa komu yðar hingað“. i '& íslandsmeistaramot í frjálsum íþróttum. Sunnudaginn 22. marz n.k. verður efnt til íslandsmeistara móts (innanhúss) í frjálsum íþróttum í hinu nýja í?rótta- húsi K.R. við Kaplaskjólsveg. Keppt verður í langstökki án atrennu, hástökki án at- rennu og kúluvarpi. Það er engmn leikur að muna nöfn krónprins Síams. Piltur- inn heitir Vajiralonkorn Boromcharkrayadisorn Santa- towong Thewetthamrong Su- boribarn Abhigunooprakarn Mahitladudej Phumiþhonna- veretvarangkur Kittisirsom Booranasasapgkawadh Broom- kattiyrrajkumar. (Birt án ábyrgðar). Annar er fyrsta nafnið aðalatriðið', og nægir, að menn noti það, 9 Skömmu áður heimspekingurinn Croce andaðist í spurði einn vina hans, hyort hann yæri ánægður með líf sitt. Croce hugsaði sig um stutta stúhd, ’og svaraði síðan: „Já, ég er ánægður með það, eins en ítalski Benedetto hárri elli, og það hefur verið, þegar ég ber það saman við það, sem það hefði getað orðið, en ekki við það, sem eg hafði óskað mér að það hefði orðið“. Qhu Jimi ðat.... Einú sinni var. ............". . . ' Eftirfarandi bæjarfréttir voru í Vísi 12. marz 1918: Skipsstrandið. Skipið, sem strandaði hér fyrir utan í gær á Bygggarðs- boðum, er danskt og heitir Köbenhavn. Það var á leið frá Philadelphia til Liverpool með smurningsolíu. Hreppti versta veður í hafi og missti út björg- unarbátana, og hélt svo hingað til þess að fá nýja báta, áður en það héldi inn á hafnþanns- svæðið, Skipið er-að :sogn 3700 smálestir . að stasrð. Géiy náði skipinu af bcðunum um kl. 5 í gær og hélt með það upp á Eiðisvíkina og lá þar með það það sem eftir var dagsins. Skip- ið var eitthvað talsvert brotið, en ekki hefir Vísir fengið ná- kvæmar fregnir af því, hve mikið það var. Leildiúsið. Á fÖstudaginn ætlar leikfé- lagið að sýna hinn góðkunna gamanleik „Frænka Charleys“, . . ^ í 1. 1 ' 1 • P. >! i og raun Jens Waage leika aoul- hlutverkið. Nýkomið Smábarnabolir Bleyjubuxur Skóbuxur Bleyjuefni Skriðbuxur Naflabindi Barnakot Smádrengj af o 1 Uilarbolir Ullarbuxar Kvenullarsckkar Skólavörðustíg 3. H. Toft PLASTIC Plast í mörgum litum og breiddum verð frá 5,90 metrinn 1,40 á breidd. VERZLC" EDWIN ARNASON UNOÍÍRPÖTU 25 SÍMU745 Pappírspokagerðin íi.l. l?ttastig 3. Állsk. pappirspoíun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.