Vísir - 13.03.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 13.03.1953, Blaðsíða 5
Föstuda'ginn 13,.marz 1953- V í S 1R er nútíma vandamál. Á Sslandi verður að treysta á lamlbúna&inn \ vaxandi mæfi tíf að standa undir fólksfjöSgun íír erindi «Ir. Jiifiíusar Sígnrjóns- sonar í læknai'élaginn. Dr, Júlíus Sigurjónsson flutti fyrir nokkru erindi — í læknafélaginu Eir -r- um mannfjölgun í heiminum. Hér er um að ræða eitt af mestu vandamálum heims og varpaði dr. Júlíus Ijósi á mörg atriði ]iess í hinu fróðlega erintli sínu. Bað Vísir hann leyfis að fá handritið til lesturs og birta úr því . nokkur atriði, lesendum blaðsins til fróðleik.s. Varð læknirinn góðfúslega við þeirri toeiðni. í upphafi. máls míns vakti fyrirlesarinn athygli á, að til skamms tíma hafi það ekki verið áhyggjuefni, að mannkyn- inu fjölgaði of ört, Það heyrð- ust jafnvel raddir um það milli styrjaldanna, að íbúatalan væri ískyggilega lág í Evrópu, svo að í óefni stefndi fyrir ýmsar þjóðir með tilliti til hérnaðar- styrkleika. Kenning Malthusar virtist gleymd. Kenning Malthusar virtist gleymd. Eftir R. Malthus kom út rit um aldamótin 1800, m. a. um fólksfjölgun og' aukning matvælaframleiðslu. Mann- fjölgun stefndi að því, að öllu sjálfráðu, að verða sífellt um efni fram, en væri haldið í skefjum af styrjöldum, drep- sóttum og hungursneyð. Þetta væru jafnvægisráðstafanir nátt úrunnar, og hungursneyð a. m. k. væri óhjákvæmileg og bein afleiðing fólksfjölgunar, ef hún væri ekki takmörkuð á annan hátt. Of mikil svartsýni? Mörgum þótti Malthus svart- sýnn um of, íbúum álfunnar fjölgaði stöðugt og meii'a en dærai voru til, án þess að til stórfellds mannfellis kæmi sökum viðurværisskorts, og minna kvað að drepsóttum og manntjóni í styi’jöldum en oft áður. Var m. a. á það bent, að •eftir því sem fólkinu fjölgar gætu fleiri hendur unnið að matvælaöflun, er ætti að geta aukist jöfnum fetuxn. Iðnþróunin kemur til sögunnar á þessum tíma og skilyrði opnast til stóraukinnar frám- leiðslu matvæla — og þessi . þróun aúðveldaði flutning þeirra um löndin, sem var eigi síður mikilvægt. Frjósöm land - svæði byggjast í Vesturáxfu. Matvæli streyma til Evrópu. Og ekki kemur að sök þótt fólks- fjöldinn ýrði þá — þrátt fyrir útflutning — meiri en svo, að álfán gæti brauðfætt sig. Kenningunni ekki kollvarpað. Gangur málanna breytist í bili, en kenningu M. var ekki kollvarpað. Hann hafði bent á, að mannfjölgun færi eftir geometriskri töluröð, en taldi matvælaframleiðsluna aukast eftir venjulegri tölui'öð (arith- metiskt). '' Landrýmið setur fram leiðslunni takmörk, Ef landrými væri ótakmark- að og nægtabrunnur náttúr- unnar ótæmadi, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að mat- vælaframleiðslan gæti aukist að sama skapi og fólksfjöldinn og jafnvel meii-a, en meðan mat- væli eru eingöngu unnixx úr gróðri jarðar verður það landrýmið, sem fyi'r eða síðar setur framleiðslunni tak- mörk, því nær sem dregur að þessum mörkum á hverjum stað, því hægari verður fram- leiðsluaukningin. Og hvort hún fylgir einfaldri töluröð eins og Malthus vildi vera láta eða minnkar hlutfallslega á annan hátt, stefnir — að öðru óbreytiu — að því að matvælaöflun auk- ist hægara en fólksfjöldinn. Þrátt fyrir tækni- legar framfarir sem hafa auðveldað mat- vælaframleiðslu. í stórum stíl vantar nú allmikið á, að fram- leiðslan fullnægi þörfum ailra jax'ðbúa. Fólksfjölgunin er nú örari en aukning matfanga, m a. vegna þess að drepsóttum hefur verið haldið í skefjum. Hungurfellir hefur orðið í ýms- um héruðum hinna þéttbýlu Austurlanda, og tvísýnt að stór kostlegri hungursneyð verði af- ’ stýrt á næstu árum. Jörðin getur hó brauð- fætt fleiri en nú, vafalaust mikinn fjölda um- fram núverandi íbúatölu, því að mikil landflæmi eru enn lítt nytjuð, og afrakstur annara má auka, en þetta tekur tíma og við mikla ei'fiðleika er að etja. Hversu hoi'fir hjá okkur íslendingum? Það gæti verið fróðlegt að athuga. Fyrst er mannfjölgun- in. Giskað er á, að er landið var fullnumið hafi íbúatalan vei'ið 70—80 þúsund, sennilega ekki orðið til muna hærri á næstu öldum, og drepsóttir fara snemma að láta til sín taka. Er og vafasamt að landið hefði öi-yg'glega brauðfætt fleiri vi'ð þær aðstöður, sem þá voru. — Er % landsmanna féllu. Mestur mannfellir vai'ð hér á landi er allt að % lands- manna féllu í valinn í Svarta dauða 1402—’04. í fyrsta manntali 1703 var mannfjöldinn ekki nema 50,358, en 1707 gengur Stórabóla og fækkar þá um 18,000 (áætlað). Gengur svo á .ýmsu og oftar ,en einu sinni á 18. öld nálgast íbúatalan aftur 50,000, en eftir Móðurhai'ðindin kemst hún niður fyrir 40 þús., og réttum 120 árum eftir manntalið 1703 er! hún loks örðin álíka og þá, og stefnir síðan yfirleitt upp á við. Fæðingai'talan þó lengst af mjög há (30—40/4)'. 72,000 árið 1881. Frá 1823 til 1881 er fjölgunin 0.64 % og kemst upp í 72,000 1881. Á þessum tíma vinnst fólksfækkun jafnan upp á 2—4 árum. Næsta áratug fækkar fólkinu (vesturfarir, misling- ar), og er 1890 tæplega 71,000, en óslitin fjölgun síðan, þótt fæðingatalan fari lækkandi næstu áratugi. —- 1890—1910 er aukningin 0.9% árlega, 1,06% 1911—1920, og 1921—’30 enn meiri eða 1,4% að meðal- tali árlega, en lækkar svo aftur í 1,0% 1931—1940. Á þessum árum kemst lágmark 19,4%0 fæðingartalan árið 1939. Stríðsárin. Hækkandi fæðingartala. 1945 var hún orðin 26,6 %c og komst upp í 28,3 1950. Mann- dauðinn. var stöðugt lækkandi og kominn niður í 7,9%c 1950. Mannfjölgun jókst því verulega á þessum áratug og varð sem svaraði 1,73% árlega, en komst síðustu árin upp í rúmlega 2,0%. íbúatalan tvöfaldast á 60 árum. 1890—1950 hefux' íbúatalan tvöfaldast og svarar það til sem næst 1,2% árlegrar aukn- ingar (reiknað frá aldamótum er aukningin 1,24% ). — Á línu- riti, sem læknirinn sýxidi mátti sjá hver.t stefna mundi um íbúafjölda ef fjölgun yrði stöð- ugt 1,2%: árlega eins og meðal- fjölgun frá 1890: Eftir 50 ár 262,000, en 475,000 eftir 100 ár. — Áhrifa hefur ekki gætt á þessari öld af inn- eða út- flutningi fólks. Vei'ði svo áfram mun breyting á fólksfjölguninni fara langmest eftir því hvort bi-eyting verður á fæðingartöl- unni, því að dá'nartalan er þeg- ar orðin svo lág, að frekari lækkun svo um muni er ólíkleg, vegna breyttrar aldursskifting- ar. Geisileg viðkoma. Allra seinustu ár hefixr ár- lega fjölgun numið 2r%: og er. þetta geisileg. viðkoma. Með sama áframhaldi mundi íbúa- talan. tvöfaldast á 35 árum og vera orðin yfir 140 milljónir eftir að eins 350 ár (eða nær 150 millj.) og kæmu þá ca. 3.300 á hvern ferkílómetra lands neðan 400 hæðai'línu. En lxve mikið getur landið brauðfætt? En athugum svo málið frá annari hlið: Hve mikið getur landið brauðfætt? Nú vill svo til, að aðálfi'amleiðsla lands- ins er matvæli og er miklu meira fi'amleitt af þeim, en svarar til neyzlu þarfa lands- manna. —- Fyrir nokkx'um ár- um var gerð áætlun um mat- væla framleiðsluna á árunum 1941—’45 og stuðst við heim- dldir frá fiskimálastjóra og búnaðarmálastjóra. Niðurstað- an varð sú, að heildarframleiðslan —- mið- að við hitaeiningar eingöngu — fullnægði þörfum 411,000 manns, þ. e. meira en þre- fallt fleiri en íbúatala lands- ins var þá. Þar af var hluti landbúnað- arafui'ða að eins 17,5% eða svarandi til neyzluþarfar 72,000 manns (sbr. áður áætl- aða tölu íbúa á landnámsöld). Samfelld gróðurlendi neðan 200 m. hæðarlínu er áætlað um 11,000 ferkíló- metra. Ef alít þetta land væri ræktað og nytjað á líkan hátt og það, sem hér er talið í rækt (1000 fei'krn.) mundi afrakst- urimi nægja til þess að fæða 790.000 manns. S j ávaraf urðirnar. Þær gáfu hitaeiningar handa 339,000 manns og væri þarna komið viðurværi handa ca. 1.130.000 manns, en svo mikill væri mannfjöldinn orðinn eftir 100 ár, ef áiv leg fjölgun héldist 2 %. Eftir 35 ár í viðbót ætti svo Myndin sýnir James B. Conant, hinn nýja fulltrúa Banda- ríkjanna í Vestur-Þýzkalandi, ásamt Ernst Reuter, yfirborgar- stjóra Bei'línar. Conant ritar. nafn sitt í lúna gullnu bók borgai-innar. mannfjöldinn að hafa tvfald- ast, þ.e, 1,13 millj. bæzt við. Þó að allt land neðan 200 m'etra línunnar, sem nú er gróður- laust eða án saiufellds gróðurs væri þá komið í.rækt,, mundi afui'ða aukningin ekki gera betur en að svara til þeirrar aukningar fólksfjöldans. Þó svo að landsmenn, sætu einir að allri veiði á íslands- miðum , og ræktun landsins fæi'ðist upp á 400 hæðai’línu, svo við bættust 17000 km. rækt- aðs lands, mundi aukning mat- fanga með sama reikningi ekki nægja handa þeim 2,5, milij manna, sem kæmu til viðbótar eftir næstu tvöföldun íbúatöl- unnar. Og hvar ætti svo að afla vista handa 5 millj. í viðbót á næsta tvöföldunai'tíma? Vissulega eru þessar áætlanir um nytjun landsins mjög los- aralegar, enda er þeim ekki ætlað annáð en að sýha í höfuð- atriðum hvernig landið sjálft getur sett því takmörk hve lengi eða hve mikið matvælaöflun, byggð á gróðri þess, getur auk- izt. Og þó að slíkar áætlanir hvíldu á traustax-i grundvelli, mundu þær ekki gefa fulla mynd af afkomumöguleikum fyrir sívaxandi mannfjölda. Til þess exu þær of einhliða. Þá má og minna á, að til þess að afla ýinissa annara nauð- synja eru nú fultt út tvfallt meiri matvæli (umfram inn- flutning) en svarar til neyzlu þjóðarinnar. Ef svo héldist á- fram þyrfti t.d. matvælafram- leiðslan að svara til neyzlu- þarfa 1.5 millj. manns, þegar íbúatalan væri orðin 500,000, þ.e. eftir rúmlega 100 ár, ef fjölgunin væri álíka mikil og' síðustu 60 árin að meðaltaii, eða 63 ár, ef fjölgun héldist um 2%, á ári eins og allra síðustu árin. Ekki skal fullyrt um off jölgun. Því skal að vísu ekki haldið fram, að bein offjölgun sé yfir- vofandi hér á landi, jafnvel þótt fæðingatalan héldist enn um nokkurt skeið álíka há og nú er, en víst er um það, að ekki má slá slöku við,. ef landið á að geta séð farborða 150.000 manns til viðbótar núverandi íbúafjölda eftir 35—50 ár (eftir því hvort miðað er við ca. 2% aukningu eða álíka fjölgun eg á tímabilinu 1940—1950). Það vcrður að treysta á landbúnaðiim. Ekki virðist öruggt að treysta megi á aukningu sjávarafurða að nokkru ráði (ofveiði), en því nauðsynlegra er að auka verð- mæti þeirra eftir föngum, og í því efni getur vafalaust all- mikið áunnist um sinn. En annars sýnast horfur á, að treysta verði í æ vaxandi mæli á landbúnaðinn til aukningar matvælaframleiðslu og þar með til að standa undir áframhald- andi fólksfjölgun, a.m.k. ef þjóðin framvegis sem hingað til verður að eiga allt undir fram- leiðslu matvæla. Hvaða breytingum þetta mundi valda á lífsháttum og afkomu þjóðarinnar skal ekkl rætt hér, en ef að líkum lætur, mun fæðingartalan fljótleá t lækka, ef hagurinn fer að þi;engjast. (í niðurlagi „erindis- ins er rætt um hina öru maniw fjölgun í heiminum yfirleitt), x

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.