Vísir - 14.03.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 14.03.1953, Blaðsíða 1
43. árg. 61. tbi. Pearson hlaut næg (9) atkvæði, en þá kem neitunarvaldið til sögunnar Einkaskeyti frá AP. — New York í morgun. Lester Pearson, utanríkisráð- lierra Kanada og íorseti alls- lierjar-þingsins, fékk 9 at- kvæði við kosningu á fundi "Öryggisráðsins í gærkvöldi, en Kommúnistar urðu undir. Töpuðu þrsðjungi atkv. í Hreyfli. Kommúnistar töpuðu í stjórn- arkosningunum í Hreyfli, eins og við hafði verið búirt, og í samræmi við fylgishrun þeirra yfirleitt í landinu. í sjálfseignarmannadeild fé- lagsins fékk listi lýðræðissinna 183 atkvæði, en kommúnistar 100. I fyrra, e.r fleiri voru á kjörskrá, fengu kommúnistar 145 atkv., en lýðráeðissinnar 217. — í strætisvagnsstjóra- deild. fengu lýðræðissinnar 44 atkvæði en kommúnistar 20. Formaður sjálfseignarmanna- deildar er nú Bergsteinn Guð- jónsson, Breyfli, varaform. Ei- ríkur Stefánsson, BSfí, og rit- ari Jens Ragnarsson, Borgar- bílstöðinni. í strætisyagnsstjóra deildinni er formaður Ingibevg- ur Sveinsson, Efstasundi 66. Varaform. Hjörleifur Friðleifs- son, Lindargötu 60 og ritari Bergur H. Ólafson, Shellvegi 2. — í vinnuþegadeild þu.ðu kommúnistar ekki fram lista, en formaður þar er Ingimund- ur Gestsson, eins og Vísir hefur áður greint frá. gengið var íil atkvæða um irmann Tryggve Lie. Hlaut hann því 2 atkvæðum meira en nauðsynlegt var lögmætrar kosningar, en full- trúi einnar þjóðar greiddi at- kvæði gegn honum, og þ‘ar með neitunaryaldi. Einn fulltrúi sat hjá. Fundurinn var haldinn fyrir luktum dyrum og greiðslunni hagað með svo mik illi leynd, að ekki er vitað, hvaða fulltrúi greiddi atkvæði gegn Pearson. Öryggisráðið á að senda alls- herjarþinginu skýrslu um gerð ! ir sínar í málinu fyrir fimmt dag næstkomandi. Eins og stendur er óvissa mik il um, hvað gerist næst, en vafa laust heldur Öry'ggisráðið nýj- an fund rmi málið. Mau-Mau-menn felldir í gær. Nairobi (AjP). — hryðjuverkamenn Mau-Mau- leynifélagsins voru felldir í gær í bjardaga í fjöUunum vestur af Neri. Ráku lögreglumenn og her- menn þar flótta fjölmargra Mau-Mau-manna og munu margir hryðju\"erkamanna hafa særst. Blökkumannahöfðingr, vin- veittur nýlendustjórninni, var myrtur í gær. Ellefu Mau-Mau-menn hafa verið teknir af líft fyrir morð á hvítum landnema s. 1. haust Vegna hinna tíðu eldsvoða í hafskipum í höfnum Englands leikur grunur á að um íkveikjur kunni að vera að ræða. Þegar eldur kom seinast upp í hafskipinu Q. Elizabeth, voru allir verkamenn, sem voru að vinna um borð í skipinu, yfirheyrðir af lögreglu.'Myndin sýnir verka- menn koma í land og leggur lögreglumaður frá Scqtland Yard fyrir þá spurningar.____________ Hoilandssöfnimin yfir 600 þús. kr. Tryggt er, að Hollandssöfn- unin fer yfir 600 þúsund kr. í morgun höfðu s.aínazt sam- tals kr. 578.675, en vitað er, að Reykjavíkurbær hefur lofað að leggja fram 20 þús., en ó- komið er nokkurt fé, sem safn- að hefur verið úti á landi. Frá Hafnarfirði hafa borizt kr. 21.250, þar af 5 þús. frá Hafnarfjarðarbæ. Frá Sigiu- firði bárust í fyrradag kr; 10.431, en frá Akureyri 31 þús. ekki nema hann greiddi skaftinn. Hann skuldaði 70 þús. kr. eftir viðskipti við landaríkjamenn. Það ætlaði fyrir nokkru að verða talsverðum erfiðleikum bundið fyrir Halldór Kiljan Laxness að fá vegabréf til þess að komast til útlanda. Leitaði hann til þess yfir- valds, sem þar um fjallaði — sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu — en sýslu- maður tjáði honum, að áður en vegabréfið lægi laust fyrir, yrði hann — skáldið — að gera hreint fyrir sínum dyrum í fjármálum, enda er svo fyrir mælt, að menn fá ekki vega- bréf nema þeir hafi greitt skatta sína og skyldur. ,,Bók mánað;uins“. Rétt er af geta hér forsögu; þessa máls, en hún er sú, að fyrir npkkruri' árum kom út í Bandaríkjun j;Tj bók Kiljans Sjálfstætt fólk, og var hún val- in til dreifjngar meðal félaga í Book of the Month Club, en það þykir í senn mikill heiður, auk þess sem það gefur höfundi drjúgan skilding — segjá sum- ir um 40,000 dollara, aðrir 50,000 dali. Er slíkt ekki til að forakta, jafnvel þótt dollarinn sé að sjálfsögðu tákn alls hins illa í þessum heimi- Úr 1200 kr. í nærri 200 þús. Um það leyti sem þetta gerð- ist var gengi Bandaríkjadollars kr. 6,50 eða þar um bil, svo að hér var um ekki lítið fé að ræða, en þó var aðeins lagt á Kiljan kr. 1200 af hreppsnefndinni. (Stiginn er víst eitthvað aðeins lægri til sveita en í kaupstöð- um). En yiirskattanefnd sýsl- unnar mun hafa borizt einhvern spum um það, að skáldið hefði haft svo miklar tekjur, að rétt; væri að leggja á það milli 40 og Loks komst svo ríkisskatta- nefnd í rn.álið, og hún hækkaði enn matið á verðgildi Kiljans, því að hún taldi hæfilegt, að hann greiddi hátt upp undir- 200 þúsund krónur. Samiúngar takast. Lyktaði þessu með því, að svo samdist, að Kiljan greiddi um 70 þúsund krónur, en síðan er liðinn drjúgur tími, og hafði hann ekkert greitt, þegar hanp sótti um vegabréfið, sem fyrr er sagt Var honum, þess vegna neitað um vegabréf, eins og venja er, þegar þannig er ástatt. (Fram a 8. síðu) för sína til Moskvu. Kommuiiistaílokkuriirftii hefir eftirlit með læknum hans! Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Gqttwald forseti Tékkósló- vakíu liggur þungt haldinn af lungnabólgu og brjósthimnu- bólgu, og var honum gefið blóð í nótt, eftir að tveir læknar höfðu verið til kvaddir til við- bótar við þá, sem fyrir voru. í fyrri tilkynningu frá Prag var sagt, að fimm læknar stunduðu Gottwald, undir yfir- umsjón kommúnástaflokksins og ríkisstjómarinnar! Gottwald kenndi lasleika á heimleið frá Moskvu, en þar var hann við- staddur útför Stalins. Fékk Gottwald háan hita eftir heim- komuna og var tilkynnt, að Eden ánægður við brottförina. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Brezku ráðherrarnir Eden og Butler eru nú á heimleið að af- stöðnum efnahags- og stjórn- málaviðræðum vestan hafs. Eden sagði við burtförina við blaðamenn, að hann hefði aldr- ei tekið þátt í eins gagnlegum viðræðum og nú í Washington. Kvaðst hann vera þeim Eisen- hower forseta og Dulles utan- rikisráðherra mjög þakklátur fyrir að verja miklu af dýr- mætum tíma sinum til viðræðn anna. hann hefði fengið lungnabólgu, og síðar, sem að ofan getur, brj ósthimnubólgu. Boðað hefur verið, að þjóð- inni verði tilkynnt með stuttu millibili, hvemig forsetanum líði. Gottwald er 56 ára að aldri. Tók hann við forsetastörfum, eftir að kommúnistar höfðu .hmndið dr. Fenes forseta og ríkisstjórninni frá völdum 1948, og hneppt þjóðina í þá kúgunarfjötra sem hún enn er í. Níu forsprakkar kommúnista í Tékkóslóvakíu voru teknir af lífi í desember, og var stjarna Gottwalds þá þegar talin lækk- andi á valdahimni kommúnista. Samkvæmt tilkynningu, sem birt far í Prag kl. 9 árdegis í dag, undirritaðri af 11 læknum, er Gottwald búinn að missa meðvitund, og var honum haldið við með blóðgjöfum og öðrum læknisaðgerðum. Síðustu fréttir. Gottwald látínn. Samkvæmt símtali sem íslendingur átti við Prag í morgun barst sú frétt, að þar hefði verið opinberlega tilkynnt kl. 11 eftir ísl. tíma, að Gottwald forseti Tékkóslóvakíu væri látinn. Laugardaginn 14. marz 1953.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.