Vísir - 14.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 14.03.1953, Blaðsíða 4
VÍSIR DAGBLAÐ | | >j| Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. |{ , j#S Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefanði: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR BLF. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Simar 1660 (fimm iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hJ. Venjulegt fólk — og fri&samt. "S^að er ekki nema eðlilegt, að venjulegt fólk verði næsta hljött og uggandi um framtíðarhag, þegar því berast aðrar eins fregnir með blöðúm og útvarpi og þær, sem heyrzt hafa síðustu dagana. Fyrir fáeinum dögum var það tilkynnt, að flug- vél hefði verið skotin niður fyrir innan landamæri Þýzka- lands, svo sem steinsnar frá Tékkóslóvakíu, og í fyrradag var það gert heyrin kunnugt, að önnur flugvél hefði verið skotin niður og fimm mönnum grandað við landamerkin milli Vestur- og Austur-Þýzkalands. í bæði skiptin hafa ráðamenn hinna austrænu ríkja verið fljótir til þess að tilkynna, að umgetnar flugvélar hafi verið yfir landssvæði, þar sem þeim var óheim- •ilt að vera, og að því er síðari atburðurinn snertir, verða það að teljast mikil meðmæli með flugvélasmíðum Breta, að: Lancaster-flugvélin, sem þeir misstu, skyldi geta flogið í tvennu lagi vestur fyrir Saxelfi — a. m. k. 120 km. leið — ef trúa íná orðum Bússa. Það hefur lengi verið grunnt á því góða milli lýðræðisríkj- anna annars vegar og Sovétríkjanna og leppríkja þess hins- vegar. Kalt stríð hefur verið háð um langt skeið, og menn háfa alltaf óttazt, að það gæti orðið snögglega að „heitu stríði“. Menn eru hinsvegar — meðal hinna vestrænu lýðræðisríkja — orðnir svo vanir kalda stríðinu, að það er orðinn hluti af dag- legu lífi þeirra. Svo venjulegt ástand, að menn eru hættir að hafa svo miklar áhyggjur af því á meginlandi álfunnar, að þeim þyki ástæða tíl þess að stofna sameiginlegan her. Sam- býlið hefur svæft menn eins og ljúfasta vögguljóð, og það er ekki fyrr en farið er að „skjóta föstu“, sem menn vakna við vondan draum. Þá rennur það upp fyrir þeim, að fjandmaður- inn bíður aðeins færis. Þessir atburðir hljóta að vekja talsverða umhugsun meðal venjulegs fólks, því að það er ekki nema vika síðan húsbónda- skipti urðu í Kreml — opinberlega. Enginn þarf að ætla, að húsbóndaskiptin hafi ekki orðið þegar, er Stalin hafði fengið heilablóðfallið, en jafnskjótt og það var orðið, fór að komast meiri hreyfing á viðburðina. Hinn nýi húsbóndi er sennilega ekki eins gætinn og slóttugur og fyrirrennari hans — hann álítur kannske að bezt sé, að vopnin tali þegar. Sé sú tilgáta rétt, munu fleiri flugvélar fá að fylgja þeim, sem hafa þegai' hrapáð brennandi til jarðar, og þá getur varla farið hjá því, að gripið verði til þess ráðs að skjóta á móti — með hvaða afleið- ingum? Friðsamt fólk — að ekki sé nú talað um það, sem er bók- .staflega friðelskandi — mun þó varla kippa sér upp við tíðindi sem þessi. Það gerir sér vafalaust fulla grein fyrir því, að þau sé einmitt óræk sönnun þess, að friðardúfan blundi ekki á verðinum, og það hafi ekki verið að ófyrirsynju, að fylgjendur hennar tóku sér orðið „friður“ að herópi í hinni góðu baráttu. Það er því miður ekki svo, að öllum sé friðsemdin í blóð borin. Flestir eru bara venjulegt fólk, sem skilur ekki, að íriðarbaráttu þurfi að heyja með manndrápum. Það gerir sér heldur ekki grein fyrir því, að varnarleysi sé eina, örugga vörnin um tíma og eilífð. Og þess vegna mun þetta venjulega fólk ekki skilja það, ef svo fer, að flugmennirnir, er unnu frið- inum síðustu daga með þvi að skjóta flugvélarnaf tvær niður, hljóta heiðursmerki fyrir vasklegá’ baráttu fýrir heimsfriði. Það er heldur ekki sanngjarnt, að ætlast til slíks af öðrum en J>eim, sem friðsamir eru. Er Gottwald óþarfur? *|-kau tíðindi, sem getið er hér að ofan og rakin eru til þess, að Malenkov telji önnur ráð heppilegri til að ná heimsyfir- xáðum en Stalin, höfðu varla borizt um heiminn, þegar það spurðist, að ein helzta hjálparhella Stalins, Klement Gottwald, forseti Tékkóslóvakíu, væri hættulega veikur. Stalin var aldraður maður og því veill, en Gottwald á bezta aldi'i og fílhraustur. Getur því ekki hjá því farið, að um það verði bollalagt, hvort veikindi hans sé einhver tilbúningur. Ekki að því leyti, að maðurinn sé ímyndunarveikur eða að- eins látið í veðri vaka, að hann sé krankur, heldur hitt, að _.júhann sé dauðadæmdmy og heppilegra þyki að láta hann verða ' Gsóttdauðan en ■ að það vdrði opinskátt, að hinn nýi húsbóncfí vilji reka hann svo rækilega úr vistinni. Annað eins hefur átt ' ■ ^eér stað austan járntjalds. „FESTUM í MINNI hinn einfaldasta sannleika: Stalin stóð vörð, trúan hljóðlátan vörð, um líf alþýðumannsins í heiminum, um sósíalismann, um friðinn," Þessi orð mælti Kristinn E. Andrésson á minn- ingarfundi íslenzkra kommún- ista um Stalín s. 1. þriðjudag. ♦ En það, sem Kristinn E. Andrésson sagði ekki við þetta tækifæri var þetta: Hann stóð vörð, trúan hljóðlátan vörð yfir líkömum nokkurra helztu samstarfsmanna sinna, svo sem þeirra Sinovievs, Radeks og Búkharíns, er þeir höfðu veirð teknir af lífi sam- kvæmt skipun hans, til þess að festa hann betur í sessi. Hann stóð trúan, hljóðiátan vörð heima í Kreml, meðan Trotzky, félagi Leníns, höfuðspámanns kommúnista, var hundeltúr land úr landi af útsendurum rússnesku leynilögreglunnar, unz hann var myrtur suður i Mexikó. ♦ Stalín stóð líka ti-úan vörð, trúan hljóðlátdn vörð yfir höfuðsvörðum hins tékkneska lýðræðisríkis, og trú varðstaða hans mun sjálf- sagt einnig hafa náð til al- þýðumanna í landi Masaryks og Benes, meðan kommúnista- leynilögi-egla í skjóli Rauða hersins, hins friðsama, Rauða hers, ofsótti þá, hneppti í fang-- elsi eða tók af lífi. Ættingjar þeirra Slanskys og Clementis munu vafalaust af heilum hug trega hinn mikla foringja, sem í vísdómi sínum og bróður- kærleika sá um, að þeir skyldu ekki kemba hærurnar. Stalin stóð trúan vörð um friðinn. Sú varðstaða lýsti sér einlæglega ,í árásinni á Finnland, og Finnar vegsama hann fyrir að hafa svipt þá Ví- borg og Kyrjálaeiði, og Austur- Pólverjar hrósa happi yfir því að hafa fengið að „hoppa þegj- andi og hljóðalaust inn í sósíalismann“, inn í þann frið, sem Stalín þráði svo mjÖg, og var svo örlátur á. Eistlendingar, Lettar og Lítháar þakka einn- ig þann frið, sem þeim hlauzt af trúrri, hljóðlStri varðstöðu Stalíns, og alþýðuménn í Eystrasaltslöndunum sém hurfu með óskiljanlegum hætti eitt- hvað austur á bóginn, lofa sjálf- sagt nafn hans dag hvem. ♦ Ekkert af þessu mælti Kristinn E. Andrésson á minningarfundi íslenzkra kom- múnista um hinn látna forvígis- manns alheimskommúnismann. Og þó hefði hann vel getað sagt það, því að allt er þetta satt. ThS. Fv. ma&ur Shirley Tentple í fangefsi. Höllywood (AP). — John Agar, fv. eiginmaður Shirley Temple, hefur verið sendur í fangelsi, og verður þar í fjóra mánuði. Hann hafði verið dæmdur skilorðsbundið fyrir að aka und ir áhrifum víns árið 1951. — Skyldi dómurinn falla niður, ef hann bragðaði ekki vín í 3 ár. Honum varð á að drekka. var handtekinn og tekur nú út refs- inguna. Leitað að sprengjum í skipum, er koma til USA. Leifað í 1500 skipum á rúmum tveim árum. Eitt af því, sem lýðráeðis- þjóðunum getur stafað hætta af, er að kjarnorkusprengjum j verði smyglað inn í lönd þuirra |Og látnar springa á míkilvæg- ^um stöðu, ér einræðisríkjun- um þætti „stundin“ komin. Méð því móti væri hægt að lama ýmsar mikilyægar stöðv- ar þeirra, . áður en formlegt stríð hæfist, ög gæti það jafnvel riðið baggamuninn, ef slíkum aðferðum væri beitt. Óttast Bandaríkjamenn þetta m. a„ og því hefur sérstök leit verið framkvæmd í skipum með til- liti til þessa frá. því ;! október 1950. A þessu tímabiil hafa eftir- litsmenn úr strandgæzlunni (Coast Guard) framkvæmt slíka sprengjuleit í 1500 skip- um, og er leitað í skipunum, er þau eiga 30 mílna siglingu eftir til New York. Er raunar ekki aðeins leitað að kjarnorku- sprengjum, heldur og að öðrum sprengiefnum. Vio leitina er notazt við svo- nefnd' Géiger-taékí,' sfent ’réýhzt' háfa vel við slíkar athuganir. Énda þótt léitað hafi vérið í skipum, sem komu frá ýmsum löndum, er leit gerð í hverju skipi, sem kemuf frá höfn í járntjaldslandi, og skiptir ekki máli, undir hvaða fána skipið siglir. Hafa leitarmenn teikn- ingu af skipinu til hliðsjónar, meðan þeir framkvæma léitina. Þótt mönnum verði fyrst og fremst hugsáð til kjarnörku- sprengja í sambandi við slíka leit, er þó höfð gát á öðrum spréngjum einnig, svo sem „blýantssprengjum", sem.mik- ið hafa verið nötaðar við spell- virii. Loks eru menn einhig’ á hhotskóg eftir lækjiun, sém hægt væri að nota í sýklahern- aði. Eftirlit er haft með skipum, sem koma til allra stærstu hafna landsins, frá Boston norð- arlega á austurströndinni og til Seattle, sem er nyrzt á vestur- ströndinni. Rúmlega 4700 manns eru í eftirlitssveitum þéim, sém gæta siglinga til hafna þessarra og háfa 1501 skip, •flfest lítll-tll hfííotö?' ••••>!’ ! Laugardaginn 14.marz 1&53. Hin örugga og góða bílaþjón- usta í bænum er að gera bæjar- búa alvég fótalausa, lield eg, því ekki mega bílastöðvar loka eitt kvöld, livað þá lengur, án þess að fram komi kvartaflir út af þvi. Auðvitað treysta bæjarbúar mjög á bilana i ýmsum nauðsynlegum 'erindum, og getur það þvi komið sér mjög illa, ef ekki er hægt áð nó i neitt farartæki i ntisjöfnu veðri, svo að ekki ér rétt að liafa þessi vandkvæði manna : í íliml- ingum. Þegar bílastöðvar loka. Sl. miðvikudagskvöld voru ali- ar bilastöðvar í bænum lokaðar eftir kl. 9,15, og var ógerlegt að ná í bíl í Reykjavik með þvi að hringja til stöðvanna. Hvergi var svarað, enda engir bilar á stöðv- I unuin. Þannig stóð nefnilega á, að áðalfundur bilstjórafélagsins Hreyfils var þétta kvöld, og var þá öllum stöðvum lokað frá kl. 9,15. Mun þessi loknn vera í samn ingum eða reglugerðum félagsins, og þar ekki gert ráð fyrir, að hægt sé að hafa nein vaktaskipti, meðan fundur stendur yfir. Fáir þó á fundi. Nú hefur maðiir komið að máli við mig og sagt mér, að aðeifls 70—80 bílstjórar hafi verið á tirh- getnum fundi, af nokkrum himdr- uðum. Þá sagðist hann einnig vita til, að margir bilar hafi vcrið' til taks „við staurana“, á bila- stæðunum, eða i akstri um bæinn, en til einskis að hringja í stöðv- arnar eins og fyrr segir. Hélt þessi maður þvi fram, að ekkert væri við þvi að segja, og raunar sjálfsagt, að þeir bílstjórar, sem sækja vildu fundinn, gætu gert það, en aðrir, sem vildu vinna, mættu einnig gera það vitalaust. Ónauðsynlegt að loká alveg. Eins og veðurlag hefur verið undanfarið, getur það verið ínjög bagalegt fyrir allan almennibg, ef ekki er unnt að hringja i bil, og þarf ekki að fjölyrða um það. Þá sýnist og vera mögulegt fyrir bilstjóra, eða stöðvarnar, að: koma sér saman um að líafá alltaf ákveðinn bílafjölda til taks, þegar svona síendur á, sem þá væri unnt að grípa til (með sím- tali). Og ýmislegt fleira, sagði þessi bæjarbúi við mig, þegar hann var að finna að þvi, að svo víðtæk og nauðsynleg þjónusta •lægi niðri, vegna fundahalda. Sahnleikurinn er sá, að bæjarbúar eru farnir að géra ráð fyrir því, og treysta því, að alltaf sé bægt að komast í sainband við bílstöð, livenær sól- arhrings sein er. Og það kynní að verá' spurning, bvort þessa Jjjónustu má leggja niður, jafn- vel þótt úm aðaifund sé áð ræða í stéttarfélaginii, frémur en að strætisv.agnar bætti að ganga af syipuðum ástæðum. A lierðuni þeirra, sém stjórna þessum mál- itm, eiris og állri alrrierinri þjón- ustti,’ hviíir taiikil 'skylda gagn- várt almémiiitgi, og benni má ekki bregðast. — kr. Gáta dagsins. Nr. 385. Stend eg eins og stafur á bók, stirður í sömu skorðum, mig sá ekki máli tók, mælir fáum orðum. Svar yÍS gátu nr. 384: ( Mygta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.