Vísir - 16.03.1953, Page 1

Vísir - 16.03.1953, Page 1
VI 43. árg. Mánudaginn 16. marz 1953 62. tbl. Víðtækasta flugbjörgunaræfiitg, sem fram hefur faríb. Um 40 manns tóku þátt í henní, bæði á landi og úr IoftL í gær efndi Flugbjörgunar- sveitin til einhverrar víðtæk- ustu björgunaræfingar, sem enn hefur farið fram hér á landi. Leitað var að „týndri“ flug- vél og áhöfn hennar. Um 40 manns tóku þátt í leitinni og var leitað bæði af gönguflokk- um og flugvélum. Meðal ar.n- ars tóku tvær ameriskar flug- vélar þátt í leitinni og sp.x litlar flugvélar voru kailaðar út, en vegna óhagstæðra veð- urskilyrða var ekki hægt að senda þær allar í leitina. En fyrir bragðið fékkst hin ákjós- anlegasta reynzla í því hvað hægt er að gera í sambandi við leit og björgun við erfið flugskilyrði. Æfingin stóð . frá því kí. 6 árdegis til kl. 7 síðdegis og fór í öllu fram samkvæmt á- ætlun. Leitarflokkarnir sern leituSu ætla að stof na félag tfl að kaupa þyrilvængju á landi voru þrír talsins. Einn fór frá Herdisarvík, annar leitaði við suðurenda Kleifar- vatns og þriðji flokkurinn leitaði upp með Lönguhlíð. Göngu- og leitarskilyrði voru hin verstu og reyndi mjög á dugnað og getu leitarmanna. Var yfir óslétt hraun að fara og það sem torveldaði ferðina fyrir alvöru var snjór sem lá yfir hraunið. Auk þess gekk á með svörtum hríðaréljum, en birti til á rhilli. Þratt fyrir allt þetta gekk leitin að óskum allir flokkarnir fundu „flakið“ sem var austan Kleifarvatns og vestan við Eldborg og hina „slösuðu" áhöfn, gerðu að bein- brotum þ. á. m. að höfuðkúpu- broti, auk blæðinga og annarra meiðsla. Áuk þess fahn litil leitárflugvél slysstaðinn og seinna komu amerísku leitar- vélarnar á vettvang, sveimuðu Frh. a 8. síðu. Ársþrng Ilnrekenda. Ársþing iðnrekenda 1953, sem jafnframt er aðalfundur Félags ísl. iðnrekenda, hefst í dag. Fun'durinn verður í Oddfell- owhúsinu, uppi. Þar mun Páll S. Pálsson, framkv.stjóri fé- lagsins, flytja . skýrslu um störfin á árinu, en. síðan verður lýst úrslitum stjórnarkjörs,- sem fór fram skriflega. Kosið verð- ur í starfsnefndir til framhalds- fundar, sem verður n. k. laug- ardag, en til þess tima munu nefndimar vinna að . ýmsum 1 málum. FjöMi lögreglumanna á að gæta öryggis Titos. Þeir dreifa sér meðal inann- fjöldans við komu hans i dag. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Mikill viðbúnaður er í dag hér í borg vegna komu Titos forseta, en hann stígur á land upp úr hádegi. Gert er ráð fyrir, að mikill íjöldi manna muni koma þar saman, til þess að sjá Tiío, og ef til vill gæti orðið um eins- konar mótmælagöngu að ræða, því að margir eru honum and- vígir. En lögreglan er viðbúin að hafa hemil á mannf jöldanum, og fjölmargir lögreglumenn í borgaralegum klæðum verða látnir dreifa sér um mann- grúann, til þess að fylgjast með því, að þar reyni eng- inn að sýna Tito tiíræði. Sérstök deild innan lögregl- unnar hefur mikla æfingu í að gæta öryggis tiginna gesta, og hefur henni verið' falið hlut- verkið að vernda Tito, en þó er sá munur frá því, sem oft hefur verið áður, að nú hefur fleiri lögreglumönnum verið boðið út en nokkru sinni áður. Bretá- stjórn teldi það mikið óhapp, ef eitthvað kæmi fyrir Tito, ekki sízt af því, að samvinna við hann er nauðsynleg til að við- halda klofningi meðal komm- únistaríkjanna. Virðuleg móttökunefnd. Þegar Tito stígur á land, verða þar fyrir þrír menn, til þess að fagna honum — hertog- inn af Edinborg, Winston S. Churchill forsætisráðherra og Antony Eden utanríkisráðherra Tito hefur látið fréttastofuna júgóslavnesku hafa það eftir sér, að nauðsyn sé á góðri sam- vinnu við Breta, og þurfi að ræða ýmis mál, til þess að hún verði nánari. AHt samþykkt mótatkvæbalaust Malenkov boöar frið. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Æðsta ráð Ráðstjórnarrikj- anna kom samao til fundar í gær í Moskvu. Voru þar mættir um 1300 fulltrúar og allt samþykkt, er valdhafarnir báru upp, mótat- kvæðalaust. Lagði ráðið í fyrsta lagi bless un sína á, að Malenkov yrði eftirmaður Stalins sem forsæt- isráðherra og þar með valda- mesti maður landsins, svo og á aðrar skipanir í ráðherrastöður, og allar ákvarðanir, sem hinir nýju valdbafar hafa gert. FiHltrúar erlendra ríkja voru viðstaddir. — Malenkov flutti ræðu og sagði, að allt hefði ver- ið gert að vilja og fyrirsögn Stalins. Hann boðaði friðar- stefnu sem fyrri daginn. ítalir eiga von á 2 olíuförmum. Einkaskeyti frá AP. — Róm í morgun. ítalska olíuflutningaskip- ið Miriella kom til Abadan í gær og tekur þar nýjan olíu- farm og hefur samflot heim með öðru ítölsku olíuskipi, Alba. Samtals munu þau flytja urn 10 þús. lestir af hráolíu til Feneýja, en þangað flutti Miriella 5 þús. lestir á dög- unum. Eins og þá mun nú koma til málaferla, því að breitk-iranska olíufélagið telur sig eiga olíuna og krefst viðurkenningar á eignarréttinum yfir henni, og hefur yfirréttur í Róm það mál til meðferðar. Stjórnarskrármálið rætt á Varðarfundi í kvöld. Þetta er fravnbaltfsfundur. Landsmálafélagið Vörður efnir til fundar í kvold, og verður það framhaldsfundur um stjórnarskrármálið. Fundur þessi verður í beinu framhaldi af þeim, sem hald- inn var í janúarmánuði, en þá var Bjarni Benediktsson utan- ríkisráðherra frummælandi, og skýrði mönnum frá tillögum þeim í stjórnarskrármálinu, er Sjálfstæðisflokkurinn hefði orðið sammála um og legði til að samþykktar yrðu í þeim eín- um. Var ræða ráðherrans mjög ítarleg, en margir menn vo.ru á mælendaskrá, þegar svo álið- ið var orðið kvölds, að ekki þótti fært að halda fundinum áfram, óg honum var því frest- að. Stjórnarskrármálið er eitt þeirra stórmála, er munu koma til kasta alþjóðar á næstunni, og því nauðsynlegt, að allir sé því sem kunnugastir, sem lagt er til í þeim efnum. Þessir fundir Varðax eru nauðsynlegir til þess að menn geti áttað sig sem bezt í þessu máli, og er þess að vænta, að fúndarsókn verði eins góð og á fyrri fundinum, sem haldinn var-um þetta efni. Fundurinn hefst kl. 8,30. Infkíenzan fer enn hægt yfir. Leggsf itii þjngra á nienn. Ekki er enn farið að draga neitt úr inf lúenzunni hér í bæn- um, en hún fer hægt yfir sem áður. Kveflungnabólgutilfellum fjölgaði og í seinustu viku, sem skýrslur ná yfir (vikuna 1.—7. mar?). Skýrslur bárust frá 41 lækni, en 36 vikuna þar á undan. In- flúenzutilfellin voru 323 (283), kveflungnabólga 25 (8) og tak- sótt 3 (0), kvefsótt 167 (160), hálsbólga 78 (56) o. s. frv. Að því er Vísir hefur heyrt utan að sér, mun influenzan leggjast heldur þyngra á menn en áður, og ættu menn að hafa hugfast, að fara eftir þeim leið- beiningum, sem birtar hafa ver ið frá skrifstofu borgarlæknis, um að fólk sem veikina tekur gæti allrar varúðar. Hafnfirðingurimi kominn fram. Hafnfirðingurinn, sem lýst var eftir í útvarpinu í gær- kvcldi, er kominn fram. Maður þessi, sem heitir Þor- kell Guðvarðarson, og nýflutt- ur til Hafnarfjarðar, hafði farið út í fyrrinótt, en er ékkert hafði spurzt til hans í gærkveldi, var farið að óttast um hann. Þor- kell kom síðan fram í morgun. Mundi leysa sam- gönguvandamál þeirra. Þ^rilvæugja væri til margra lilnla gagnleg. Vestmannaeyingar eru í þannt veginn að stofna hlutafélag £ því augnamiði að kaupa þyril- vængju (helicopter), og er jafnvel búist við að gengið verði frá hlutaféiagsstofnuninni £ dag. Ástæðan fyrir þessari félags- stofnun er sú, að Vestmanna- eyingar telja sig afskipta i flug- samgöngum. Eins og kunnugfc er, er ekki nema ein flugbraufc á Vestmannaeyjaflugvelli og völlurinn hefur stundum verið lokaður dögum saman, þegag vindar blása þvert á hann. Getur flutt f í 10 farþega. Tilboð hefur fengizt í ame- ríska vél, sömu tegund og þá, sem Bandarikjaher hefur á Keflavíkurflugvelli. Slík vél er ætluð 7 farþegum við lúxus- aðbúnað, en 10 manns ella, auk flugmanns. Ennfremur er: geymslurými fyrir talsverðan flutning. Hámarkshraði flugvélarinnar* er 169 km. á klst., en meðal- hraði 145 km. Hins vegar er vegarlengdin milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur, sem næsfc 115 km, svo að vélin yrði um þrjá stundarfjórðunga milli þessara staða. Kostar rúmar 2 milljónir kr. Verð á þessari þyrilvængju: yrði 137.500 dollara, auk björg- unartækja, ef þau yrðu keypt með, sem telja mætti sjálfsagt. Ekki er vitað með fullri vissu. um afgreiðslufrest á vélinni, en búizt við að hann sé nokk- uð langur. Sem stendur er mað- ur nú staddur vestur í Banda- ríkjunum til þess að athuga mál þessi öll, og m. a., hvorfc tök myndu vera á því að fá flugvélina leigða. Reynsluferðlr. Hvort sem vélin yrði keypfc eða leigð hefur helzt komið til tals að henni fylgdi flugmaðuú frá því landi, sem hún yrðí. keypt og myndi hann stjórna. henni þar til íslendingar sjálfir öðluðust réttindi til að stýra henni. Til þess að fá nokkra hug- mynd um hæfni þyrilvængj- unnar í flutningi og ferðum, (Frafn a 8. síðu) _J

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.