Vísir - 16.03.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 16.03.1953, Blaðsíða 8
Þctr sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 19. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. 'VXS & Mánudaginn 16. marz 1953 VÍSfE er ódýrasta blaðið og &ó frað fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. miiHiist fjörutíu ára starfs hér. Skátafélag Rvíkur hélt myndariegt afmælissamsæti í gærkveidi. Hvaða barn er fallegast? Skátar minntust í gærkveldi f jörutíu ára starfsemi sinnar hér á Iandi með myndarlegu kaffi- samsæti í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Skátafélag Reykjavíkur var stofnað 2. nóvember 1912, en afmælis þessa fyrsta skátafé- lags landsins var þó ekki minnzt fyrr en í gær. — For- maður Skátafél. Reykjavíkur, Hörður Jóhannesson málara- meistari, setti hófið, en sam- kvæmisstjóri var Daníel Gísla- son verzlunarmaður. Dr. Helgi Tómasson skáta- höfðingi rakti síðan sögu hreyf- ingarinnár. Þá skemmti 13 árá piltur, Guðmundur Ingólfsson, með píanó- og harmoníkuleik, en þá tók til máls Jónas B. Jónsson fulltrúi, sem flutti sam kvæminu kveðju borgarstjóra. Hljómsveit skáta lék, en síðan flutti ræðu Hrefna Tynes, vara- skátahöfðingi og form. Kven- skátaféiags Reykjavíkur, og færði húh að gjöf borðfána á stöhg. Þá fóru fram verðlauna- afhending og heiðúrsmerkja. Carl H. Sveins talaði næstur, en hann mun vera sá, er lengst hefúr starfað í skátahreyfing- unni hérlendis, og minntist hann Axels V. Tuliniusar, sem fyrstur var skátahöfðingi. Agn- ar Kofoed-Hansen flugvalla- stjóri ræddi um „gamla daga“ í skátahreyfingunni, en síðan söng kvartett, og fluttur var gamanþáttur á saxófón. Franch Michelsen úrsmíða meistari flutti ræðu og minntist tveggja látinna skátahöfðingja, þeirra Davíðs Scheving Thpf- steinsson læknis og Steingríms Arásonar kennara. í samsætinu voru f jórir stofn enda Skátafélags Reykjavílcur, þeir dr. Helgi Tómasson, Theó dór Siemsen og Stefán A. Páls son kaupmenn og Ben. G. Wáge forseti Í.S.Í. Flutti Benedikt ræðu um hollustu skátalífsins. og tilkynnti, að Í.S.Í. myndi gefa Skátafélagi Rvíkur fána Í.S.Í. á stöng. — Tryggvi Kristj ánsson, framkvæmdastj. Banda lags ísl. skáta, flutti lokaorð. Samsæti þetta var eins fjöl- mennt og húsrúm frekast leyfði, og þótti takast mjög vel. Sýning leikaramynda í Skemmugfugganum. Síðan á miðvikudag hefir verið sýning á myndum af leikurum Þjóðleikhússins í J ýmsum gervum í Skemmu- gulgganum við Austurstræti. Sýnir Vignir þarna 30 mynd- ir úr leikritum, sem Þjóðleik- húsið hefir tfekið til meðferðar frá byrjuri, en á mið'vikudag mun verða skipt um myndir og nýjar sýndar 1 staðinn. Verða þær myndir einnig eftir Vigni, pg þær verða lika af leikurum Þjóðleikhússins. KvenféSag Bústaða- sóknar. Konur í Bústaðahverfíssókn hafa áhuga á því að stofna með sér félag og hefir stofnfundur kvenfélagsins verið ákveðinn á morgun (þriðjudag). Eins og auglýsing á öðrum stað i blaðinu ber með sér, hefst stofnfundurinn kl. 9 síðdeg- is í Café Höll, upþi. Undirbún- ingsnefnd skorar á allar konur í sókninni að sækja hann. Þjóðhátíðardagur íra er 17. marz og hefir þá verið ákveðið að stofna félag til þess að vinna að menningartengslum milli fra og íslendinga. Verður stofnfundur féalgsins haldinn á morguh kl. 8.30 í húsi Verzlun- armannafél. Reykjavíkur við Vonarstræti. Þar flytur dr. Pat- rick erindi frá frlandi og Karl Guðmundsson les upp o. fl. (Vorrænt skcila- mét í sumar. 16. norræna skólamótið verð' ur haldið í Osló í ágúst. Verða þar fluttir fjölmargir fyrirlestrar um skóla og þjóð- félag. Meðal 7 fyrirlesara verða 3 frá íslandi. Þeir eru: Dr. Broddi Jóhannesson, Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi og Magnús Finnbogason mag. art Þátttaká íslendinga í nor- j rænum skólamótum hefir verið tiltölulega mikil. Alþjóðamót kenfxarasamtaka verða haldin í Oxford í sumar. SIGR. ZDEEA & CD. MÝND NR. 11 ..... MYND NR. 12 ....... Geymið myndirnar, þar til allar hafa vt. jð birtar og atkyæðaseðiii prentaður — út- fyllið hann þá og sendið btaðinu. VINXINGAH: Barnið, sem fær flest atkvæði, hlrtur vandaða skjólflik frá Belgjagerðimúj Sænsk-isl. frystihúsinu. Þrír í þeirn hópi lesenda, er greiða atkvæð i með vinningsmjmdinní, hljóia með útdrætti eftirtalda gripi: Westinghouse-vöfflujám frá Baforku, Vesturgötu 2. , \ Kodak-myndavél frá Verriun Hans Petersen, Bankastræti 4. Century-skrúfblýant (gold-double) ftá SveinnBjörnsson& Asgeirsson, Hafnarstræti GottwaM jariaóur á fimmtudag. Prag (AP). — Útför Gott- walds forseta Tékkóslóvakíu á fram að fara á fimmtudag. Þangað til á líkið að liggja á viðhafnarbörum. — Viðstödd útförina verður rússnesk sendi- nefnd með Bulganin hermála- ráðhexra í broddi fylkingar. — Hugbiörgun. Framhald af 1. síðu. yfir staðnum, vörpuðu niður boðum og buðu hverskonar að- stoð. Meðan á þessu stóð, stóðu flokkarnir í stöðugu radiosam- bandi hvorir við aðra bæði á jörðu og í lofti. í heild tókst æfingin með ágætum og veitti Flugbjöx-g- uharsveitinni ómetanlega reynzlu. —* Helikopter. Framh. af 1. síðu. milli lands og Eyja hefuf komið til orða, að iá bandarísku þyr- ilvængjuna á Kefiavíkurflug- velli til þess að fara í nokkrar ferðir til Vestifiannaeyja við mismunandi veðurskilyrði og fá umsögn flugmannarma um það, hvort slíkar vélar geti ekki í öllu gegnt því hlutverki sem þeim er ætlað. Ný|a Bíó: Blófthefnrf. Um helgina hóf Nýja Bíó sýningar á nýrri ííalskri kvik- mynd, sem nefnd hefir verið Blóðhefnd, en heitir á itölsku II brigante Musolino. Eitt af aðalhlutverkunum hefir á hendi Silvana Mangano, ítalska stúlkan, sem gat sér mesta frægð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Bitur uppskera. Er leikur hennar í mynd þess- ari ekki síðri en í myndinni, sem gerði hana fræga. Að efni til fjallar myndin um vald leynifélagsskaparins Mafía, sem allir ítalir óttuðust áður fyrr, og baráttu eins manns ■gegn ógnarstjórn hans. Efni myndarinnar hefir viö sannsögulega atburði að styðj- ast og Bebbo Musolino lifir enn eftir að hafa teldð út 40 ára hegningai-vist fyrir morð á nokkrum h.elz.tu mönnum Mafi- unnar, sem bjúggu í þorpinu þar sem atburðirnir eiga sér stað. Eignir Strandarkirkju eru á 2. millj. króna. Áheit á kirkjuna koma öllum söfnuðum landsins til góða. Eignir Strandarkirkju námu um síðustu áramót samtals kr. 1.175.980.92, en gjafir og áheit til kirkjunnar námu alls í fyrra kr. 166.980.66. Hafa gjafir og áheit á Strand- arkirkju aldrei verið meiri en í fyrra, en getamá þess, að þau hafa faríð vaxandi með ári hverju. Samkvæmt uppíýsingum, sem Vísir hefur fengið hjá biskups- ritara, sr. Sveini Víkingi, eru sjóðseignir kirkjunnar geymd- ar í hinum almenna kirkjusjóði, sem er í vörzlu biskups, en alls nema eignir hans nú kr. 2.133.278.08. — Eru eignir Strandarkirkju því meira en helmingur þess sjóðs. Lán fara í vöxt. Hinum almenna kirkjusjéði er ætlað að veita lán til kirkna landsins, til kirkjubygginga og viðgerða og viðhalds á kirkju- húsum. Á stríðsárunum fór sjóðurinn mjög vaxandi, en ýmsir erfiðleikar.á kirkjubygg- ingum, og því lítið lánað úr honum á þessu tímabiii. Nú hefur þetta breytzt, og lán úr sjóðnum farið ört vaxandi. í fyrra var t.d. lánað úr sjóðnum um það bil 325 þús. krónur, og eftirspurn eftir lánum fer mjög í vöxt. Má búast við, að hand- bært fé hans verði riotáð til fulls á þessu ári. Ai fé hiny al- menna kirkjusjóðs eru yfir 900 þús. í lánum til kirkna, 864 þúsundir í skuldabréfum, en tæp 3Ó0 þúsurid í Landsbanka íslands. Geta má þess, að kirkjurnar, sem eiga innstæður í hinunx al- menna kirkjusjóði, eru 262 á öllu landinu, en af því á Strandarkirkja ein meira en helming, eins og fyrr grernir. Á landinu munu vera rúmi. 280 kirkjur hinnar islenzku þjóðkirkju. Strandarkirkja hjálpar öllum. Á árinú sem leið bættust hin- um almenna kirkjusjóði um 194 þús. krónur, en þar af vai' hlutur Strandarkirkju um 166 þús., eins og áður hefur verið frá skýi-t. Kirkjurnar tóku af inneign sinni úr sjónum niml. 77 þús. kr. Geta hins almenná kirkju- sjóðs til þess að gegna hlut- verki sínu byggist því að Strandarkirkju, en eins og, af framanskráðu er ljóst, koma áheit til hennar öllum söfnuð- um landsins að gagni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.