Vísir - 18.03.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 18.03.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Miðvikudaginn 18. marz 1953 64. tbl. fféMB&MV WtmÖÍM* í £ÍMgf S.€BMMm"> imgsuMppktMstið wið iwtttM°wkm isL .togurweigemuíea*. tóssum verður goldið í sömu mynt, ef þelr ráðast á flugvélar vesturveldanna. Alþýðumaðurinn: AHar Iíkur benda til þess, að samningar takist milli Félags ísL botnvörpuskipaeigenda og Dawsons, en þessir aSilarmunu eiga f und saman í dag og ganga frá ýmsu í sambandi við samn- ingsgerðina. ; Samkvæmt fréttum, sem Vís- ir aflaði sér laust fyrir hádegi í :dag, hafa þegar verið lögð drög að samningi, en í dag verð- ut væntanlega. gengið frá ýms- um smærri atriðum, enda um mikilyægt: mál að ræða,. sem hezt er að undirbúa semvendi- legast. Vel má yera, að samningur verði endanlega undirritaður í dag, en Vísir þorir þó ekki. að fullyrða á þessu stigi málsins, að svo verði, George Dawson og i fylgdarlið, ,hahs,. fer héðan aftur í nótt. flugleiðis heim til Bpetlands, og þá mun. vafalaust hafa verið gengið endanlega frá. þessum málum, þannig, að Dawson taki að sér að kaupa og dreifa íslenzkum ísfiski á brezkan markað, og hefjist þá landanir í ágúst í sumar, eins og Vísir: greindifrá i gær. Sennilegt er, að.FÍB gefi út fréttatilkynningu um þessi mál í dag eða svo ftjótt, sem. félagið telur heppilegt. Dawson átti í gær fund með fulltrúum íslenzkra togaraeig- enda, svo sem kunnugt er, en í dag verður svo framhaldsum- ræður um málið, eins og fyrr greinir. Um einstök atriði samnings- uppkasts þess, sem þegar ligg- ur fyrir, getur Vísir ekkert sagt á þessu stigi. Bndiand áfram sam- veldisland. Indvérska þingið hefur féllt tillögu umy að Indland segi sig úr brezka samveldinu. Var tillagan felld með geysi- miklum atkvæðamun éða 270 atkvæðum gegn 49._________' Skðalandsmótinu aliýst hér. Háð á Akureyri uns páskana. Skíðalandsmótinu hefur. ver- ið , aflýst í Reykjavík vegna snjóleysis. Var ákvörðun um þetta tek- in á fundi undirbúningsnefndar skíðalandsmótsins hér i Reykja- vík í gær. Áður hafði nefndin beðið um frest til þess að taka ákvörðun um málið í trausti þess að hér kynni að snjóa það mikið að fært yrði að halda mótið. Nú er fresturinn útrunn- inn og ekkert hefur snjóað svo að ákvörðunin gat ekki orðið nema á einn veg, þann að af- lýsa mótinu hér sunnanlands. Hefur Skíðasambandið á- Bandaríkjamaður játar árás á Ólaf Ottesen. Rannsókn út af árásinni á Ólaf Ottesen sjómann í Keflavík hófst í morgun. Vísir átti í morgun stutt tal við bæjarfógetan í Kefla- vík, Alfreð Gíslason, sem hefur' rannsókn málsins með höndum. Rannsóknin var 'þá að vísu á byrjunarstigi, en lá þó fyr- ir játning af hálfu Banda- ríkjamannsins að hafa barið Ólaf tvö högg. Að öðru leyti ber mönnunum ekki saman og verður rannsókn málsins haldið áfram í dag. Líðan Ólafs var slæm í morgun og hefur honum hrakað frá því tírn helgi. — kveðið að mótið skuli fara fraríi á ¦ Akureyri um páskana og héfst væntanlega á skírdag. Er búist við að mótið haldi áfram alla daga nema föstudaginn langa, ef að venju lætur, og ljúki annan í páskum. Nú verður það fyrirkomulag tekið upp að keppa aðeins í einum flokki í hverri grein, nema göngu. Þar verður keppt í tveim flokkum. Aldurstak- mark er miðað við 15—35 ára aldur. Sú breyting var einnig á- kveðin í fyrra, að eftirleiðis skyldi brun fellt niður sem keppnigrein á skíðalandsmót- inu, en .stórsvig tekið upp þess í stað. Keppnigreinarnar verða því svig, stórsvig, . ganga og stökk. Kvennagreinar verða svig og stórsvig. m Aiíþýðuílokkurinn hef.ur um langt skeið svívirt verzl- unarstéttina í blöðum sínum fyrir það að hiin leggi of- mikið á vörurnar og okri þegar húnsjái sér fært. En nú kveður nokkuð við annan tón í blaði flokksins á Akur- eyri, ..Alþýðumanninum", sem barmar sér mikið yfir því að kaupmenn og kaup- félög séu farin að selja vör- urnar óheyrilega ÓDÝRT. Blaðið ségir. meðal annars: „— — — hafa nú ýmsar nauðsynjavörur verið lækk- aðar hjá kaupfélögunum svo, áð álagnhig er kominniður. fyrir lœgstu álagningru á >tröngustu verðlagseftirlits- tímum. Auðviiað er þetta: gott og blessað fyrir neyt- andann í bili EN ÆTLI -HEILBRIGÐ VERZLUN SÉ ÞÖ EKKI AFFARASÆL- UST, ÞEGAR TIL LENGD- AR 'LÆTUR?" Alþýðuflokkurinn kallar það ekki lengur heilbrigða verzlun að selja vörur fyrir lágt verð. Það væri gaman að heyra, hvað flokkurinn telji að vörur eigi að seljast á HÁU verði til þess að verzlunin geti talist „heil- brigð"? sprengjufiu'gvélaflo&inn si^ æfingum í Vesfur- Pýzkaiatidi. ---------------------------- London AP. — Bretar og Bandaríkjamenn munu fram- vegis verjast árásum rúss- neskra Ougmanna. Birfvar til- kynning í gær þessa efnis. Flugmönnunum er að sjálf- sögðu ekki heimilt að skjóta að fyrra bragði, en skjóti Rúss- ar, mega þeir grípa til byssna sinna. Ekki mega flugmennirn- ir fljúga nálægt landamærun- um — þeir eiga að vera a. m. k. í 15 km. fjarlægð frá þeim, og er þetta fyrirskipað, til þess að forða árekstrum. Háskdflasfúdent- ; ar halda f und g« Stúdentaráð Háskólans efnir til fundar Háskólastúdenta í Sjálfstæðishúsinu kl. 4 í dag. Tuttugu og tveir kommúnist- ar í Háskólanum hafa farið fram á, að fundurinn yrði hald- inn, en 20 eða fleiri geta krafizt umræðuf undar. Verður rætt um „íslenzkan her" og öryggismál landsins, og leggja kommúnist- ar að sjálfsögðu til framsögu- 'manninn, þar sem þeir kröfð- ust fundarins. Vafalaust fjöl- menna ; Háskólastúdentar. á fund þenna, og verður fróðlegt að sjá, hvað yerður úr „friðar- sokn" kommjinista á þessum vettvangi. Einn þekktastí \ imleika- maður Svía kominn. Fimleikadeild K.R. hefur fengið hingað til lands einn af beztu fimleikamönnum Svía. Þessi fimleikamaður heitir Arne Lind og er frá Stokkhólmi. Hann er í sænska landsliðs- flokknum og er talinn í allra fremstu röð sænskra fimleika- manria. Arne Lind mun dvelja hér um þriggja vikna skeið og taka þátt í fimleikaæfingum K. R. sem „forturner". Mun hann sýna æfingarnar og rétt snið á þeim svo aðrir geti leikið þær eftir. 140 -verksmiðjur innan vébanda T«l«9o Ársþing iðnrekenda, sem jafn framt er aðalfundur Félags ísl. iðnrekenda var sett í Tjarnar- café, mánudaginn 16. þ. m. Páll S. Pálsson, framkvæmda stjóri félagsins, flutti ítarlega skýrslu um hag félagsinp og störf þess á síðastliðnu ári. Skýrði hann frá því í uþp'iáti; að margar verksmiðjur hefðu gengið í félagið á árinu og væru nú 140 vefksmiðjur í F.Í.I. Til samanburðar skal þess getið, að fyrir fimm árum voru 98 verk- smiðjur í.félaginu og hefur fé- lagatala því vaxið um 42% síð- an 1948. Eignir félagsin^ hafa einnig aukizt verulega á þessu árabili og árstekjur þess vaxið um 115% á sama tíma. Síðai rakti Páll þau mál er skrifstofa félagsins og félagsstjórnin hafa haft til meðferðar á árinu. Stjórnina skipa nú: Kristján Jóh. Kristjánsson, form., Axel Kristjánsson, Sveinn B. Val- .fells, Magnús Víglundsson og Gunnar Friðriksson. Bretar afnema þjóðnýtingu. . London (AP). — Neðri mál stofan samþykkti í gærkvöldi frumvarpið um þjóðnýtingu járn- og stáliðnaðarins, með 33 atkvæða meirihluta. Umræður voru harðar, og deildu jafnaðarmenn hart á stjórnina, en af stjórnarinnar hálfu var því haldið fram, að það mundi verða til þess að auka framleiðslu og útflutning, að þjóðnýtingin verður afnum- Umræður um málið hafa m. staðið hálfan mánuð. Þetta er í fyrsta skipti, sem bandamenn hafa gripið til jafn- róttækra ráðstafana og þessara, en þeir yoru til neyddir, vegna ofbeldisárása Rússa og banda- manna þeirra. Af því er virðist, hafa flug- menn í Bandaríkjaflughernurn yfirleitt fengið sömu fyrirsk'.p- anir, því er rússnesk MIG- flugvél réðist nýverið á banda- ríska sprengjuflugvél austan Kamstjakaskaga, guldu Banda- ríkjamenn.í sömu mynt. Hvor- ug flugvélanna laskaðist. Brezki flugherinn að æfingum. Brezkar sprengjuflugvélar hófu æfingarárásir í gær og er flogið frá stöðvum í Bretlandi til æsingaárása á staði í Vest- ur-Þýzkalandi. — í gær fóru Canberra þrýstiloftssprengju- flugvélar þangað, varðar órr- ustuflugvélum. Á heimleiðinni lentu flugvélarnar í niðaþoku yfir ströndum Englands, en lentu allar heilu og höldnu. Þetta eru mestu flugæfingar þessarar tegundar eftir siðari heimsty r j öldina. Vélbátur frá Keflavík strandar á Gerihölma undan Garði í nótt. MannL>org, en báturinn líklega ónýtur. V.b. Svanur KE 6 frá Kefla- vík strandaði kl. 1 síðastliðna nótt á Gerðhólma út af Gerð- um. Björgunarsveii Slysavarnafé- lagsins i Garðirium sótti áhöfn- ina, 6 menn. , Lágsjávað var, er báturinn strandaði, austanátt og hvasst, en sjór .aðl'allandi. Aðstaðan var að því leyti góð til björg- unar, að aöaridsviridur var, en strandstaðuniin ér' fyrir opnu hafi, sjór örí aðfallandi og mik- ið brim við>:íiöndina. Báturinn var vel fiskáður og reyndu skip verjar. að.létts har.n með því að varpa fiskí fyrir borð, því að þeir töldu að unntmundi að ráða við lekann, en er hækkaði reyndist lekinn óviðráðanlegur. Samband vvx allan tímann við , bátinn, ty'ö björgunarskip komu á vettvang og björgunar- sveitin í GarSinum var tilbúin. Ekki vár talið reynandi að ná út bátnum í nótt.. Slysavarna- félagið á björgunarbát í Garð- inum og var áhöfn Svans, 6 menn, flutt á land í honum. Viðbót vi ðstrandið ....... Eigandi v.b. Svans er Stein- dór Pétursson útgerðarmaður £ Keflavík. Á bátnum voru þessir • menn: Sigurhans Sigurhansson skipstjóri,. Ingimundur Jónsson vélstjóri, Kristján Ásgeirsson stýrimaður, Hlynur Dagnýsson matsveinn, Arnmundur Jónas- son, háseti og Knútur Matthí- asson hásetj. í viðtali, sem blaðið átti við Keflavík í morgun var talið ó- líklegt að bátnum yrði bjargað. Svanur var talinn bezti bátur- inn í Keflavík miðað við stærij og gæði. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.