Vísir - 18.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 18.03.1953, Blaðsíða 4
VfSIR WISIHS. DAGBLAÐ .U | Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. j Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Fisksalan til Bretlands. T?ins og almenningi varð kunnugt af frásögn Vísis í gær, er fisksalan til Bretlands nú komin á þann rekspöl, að til landsins er kominn George Dawson, milljónarmæringurinn enski, sem hefur hug á að kaupa íslenzkan ísfisk og dreifa honum meðal brezkra neytenda. Þótt hann hafi að sjálfsögðu ekki getað spáð neinu um það, er tíðindamaður Vísis átti tal við hann í gær, hver verða mundu úrslit viðræðna sinna við ís- lenzka togaraeigendur, fór ekki hjá þvi, að góðar vonir voru um heppilega lausn, þar sem hann hefur komið hirgað til lands, til þess að hafa málið í eigin höndum undir lokin. Það hefur verið íslendingum talsvert áfall að vera útilokaðir frá enskum markaði, enda þótt fram á það hafi verið sýnt hér í blaðinu, að hann sé aðeins góður með öðrum mörkuðum, þar sem fisksalan á honum er mikið happdrætti. Dawson mun hinsvegar ætla að hafa nýjan hátt á fiskkaupum, ef af samn- ingum verður. Hann mun vilja greiða fast verð fyrir fiskinn, og hlýtur það að vera báðum hagur, þar sem sjaldnast fer hjá því, að miklar verðsveiflur baki ekki öðrum aðiia tjon eða jafnvel báðum. Mörg ummæli brezkra blaða taka af öllu tvímæli um það, að ofbeldisráðstafanir brezkra útgerðarmanna bitna fyrst og fremst á neytendum í Bretlandi, því að þeir verða að kaupa lélegri og dýrari fisk, þegar ekki er um neina samkeppni að ræða af hálfu íslendinga. í fyrstu mun almenningsálitið hafa verið all mótsnúið okkur, þar sem menn komu ekki auga á annað en það, að við höfðum stækkað landhelgi okkar. Haiði og verið leikið á þá strengi, að þetta væri óheimilt, en hins létu forsprakkar útgerðarmanna áuðvitað ekki getið, að þeir hefð.u þarna aðeins gripið tækifærið til þess að hnekkja á hættulegum keppinautum og stíga skref í áttina til einokunaraðstöðu á markaðnum. Því gat það talizt eðlilegt, að brezkur almenningur áttaði sig ekki þegar á því, sem var raunverulega að gerast. Nú eru einnig breyttar aðstæður að þessu leyti, og því hefur Dawson sterka aðstöðu gagnvart almenningi líka af þeim sökum, og ekki einungis vegna fjármagns þess, sem hann hefur yfir að ráða. Þó má telja víst, að brezkir útgerðarmenn muni ekki gefast upp, fyrir en í fulla hnefana, og það er ekki að vita, hvers þeir verða megnugir, er þeir leggja sig alla fram. Þess vegna verður vitanlega að búa svo um hnútana, að ekki sé hætta á því, að þessi sókn gegn þeim verði brotin á bak aftur. Þá væri verr farið en heima setið. Það mundi vafalaust verða Dawson til tjóns, en hætt er við, að tjón íslendinga gæti orðið enn meira, og málin enn erfiðari viðfangs á eftir. Það leikur hinsvegar ekki á tveim tungum, að gera ber þessa tilraun, ef líkur eru til þess, að hún geti heppnazt, því að sölu- fyrirkomulag Dawsons á einnig að geta tryggt það, að íslenzki fiskurinn komst í betrá ástand í hendur neytenda en nokkru sinni fyrr. Það er mikilvægt atriði, því að vegna úreltra sam- göngutækja, sem notuð eru við dreifingu fisks nú, geta menn aldrei kynnzt gæðum hans til fulls, en komi þau í^ljós, mun almenningsálitið verða enn eindregnara gegn brezkum út- .gerðarmönnum. Olíuskip fyrir íslendinga. fívttð firtnsi yður > Fólksfjölgun í sveitunum. Þrir fulltrúar á Búnaðarþingi svara spurningum. Teljið þér heppilegt, að fólki Þar hefur bylting átt sér stað, fjölgi til muna í sveitunum á næstu árum? Ef svo er, hvaða ráð teljið þér helzt koma til greina til þess að svo megi verða? Baldur Baldvinsson, bóndi: Eg tel þess yfirleitt ekki þörf, bændanna vegna. sem enn búa í sveitum lands ins. — En það . ' er þjóðfélags- leg nauðsyn. Sem líkust lífskjör í sveit og borg. — Til þess svo megi verða þarf: Meira rafmagn í sveitirnar. Bættan húsakost. Meiri ræktun. Aukn- ingu sveita-vega og brúa. Fjölgun félagsheimila. Sérað- stoð fyrir efnalítið ungt fólk til heimilisstofnunar. — Allt þetta þýðir: Stóraukið fjármagn í sveit- Sigurður Jónsson, bóndi: Þessari spurningu svara eg hiklaust játandi, og hefi þá í huga þær sveitir sem eg þekki bezt á Suð-austur- landi, enda hefur fólki þar fækkað mjög í sveit- um síðustu tvo ára tugi. Of langt mál yrði að rekja orsakir þess, að svo er komið sem komið er, með búsetu fólks í þessu landi. sem veldur því að þúsundir inanna vinna nú lítt arðbær störf. En áður beindist allt vinnuaflið að atvinnuvegunum til lands og sjávar. í vaxandi borgum og bæjum verða hús, lóðir og lönd í ó- hófsverði sökum mikillar eftir- spurna, og tækni nútímans í sköpun lífsþæginda beinist fyrst og fremst þangað, svo seni rafmagnið. Borgarlífið hefur sína kosti og sínar björtu hliðar, en einn- ig sína galla, einkum í ,sam- bandi við uppeldi barna og ungmenna. Þess vegna vilja svo margir foreldrar senda börn sín í sveitina. Telja lífið og starfið þar hollara þeim sem landið eiga að erfa. Það er vegna hinna ungu sem fólk þarf að byggja sveitir fslands. Þær geta veitt sínu fólki vinnugleði, og þann manndóm, sem aðeins verður fenginn í umgengni við hina lifandi náttúru og hina frjóu móður mold. Ást gróandans — ástina til alls sem lifir. ísland á allt að verða byggt. Það átti að svara þeirri spurningu: Hvaða ráð séu lík- legust til þess að fólki fjölgi í sveitinni? Þar kemur auðvitað margt til greina: Eitt stærsta atriðið er að bóndinn, kona hans og börn fái svipað verðmæti fyrir vinnu sína — að lokinni afurðasölu — og verkafólk bæjanna. Fólkið leitar þangað sem bezt er borgað. Nú er svo komið að nær ó- framkvæmanlegt mun vera, að fá afurðaverð bænda hækkað sem þessu svarar. Þótt það sé sanngjörn krafa og fyllilega Frh. á 5. síðu. TVTavigare necesse“, sögðu Rómverjar til forna, og geta margar þjóðir sannað þetta forna orðatiltæki þeirra, og ekki aðeins þær, sem liggja að sjó, og eiga skipaflota um öll heimsins höf, heldur og aðrar sem eru fjarri heimshöfunum, þ>ví að nær hvarvetna eru skipaskurðir og fljót engu ómerki- legri samgönguæðar en járnbrautir og bílvegir. Íslendíngar hafa skilið þetta ekki síður en aðrar þjóðir, og nú er svo komið, að við eigum fagran skipastól, sem sér að mestu um þarfir okkar á sviði siglinga. Þó skortir þar enn skip, sem geta tekið að sér mikilvægt hlutverk, sem er að flytja tii landsins olíur þær og eldsneyti, sem við verðum að fá frá öðrum þjóðum. Notkunin á þeim sviðum hefur farið mikið í vöxt á síðari árum, svo að það er ekki lítill peningur, sem við greiðum útlendingum á ári hverju fyrir þessa flutninga. Nú mun hinsvegar hægt að afla slíkra skipa til landsins, og lán á að; •vera unnt að fá til kaupa á^þeim. , Sé hér um hagstæð kaup að öllu leyti að ræða, virðist sjálf- sagt, að tækifærið sé gripið, til þess að gera skipastól okkar 4ienn íullkomnari eri hann er þegar. ir bæði frá og dauðum. Fv. mágur hans, Iranskeisari, lýsir honum þanníg. E£ trúa má öllu, sem sagt hefur verið lun vesalinginn Farúk, síðan honum var steypt af stóli á sl. ári, þá hefur víst aldrei fundizt annar eins erki- fantur, síðan sögur hófust. Margt hefur verið um það sagt, hvernig hann hafi safnað að sér myndum af nöktu kven- fólki, og fundizt full hana- bjálkaloft af slíkri list. Nú hef- ur fyrrum mágur hans, írans- keisari, skýrt frá því, að sögn enskra blaða, að Farúk hafi Verið ótindur þjófur'ofan á allt annað. Þannig var nefnilega mál með vexti, að á stríðsárunum var Reza Iranskeisari. .sefjtur frá völdum af bandamönnum, þfar sem hann var vinveittur Þjóð- verjum. FliLttu Bretar hann til S.-Afríku, þar sem hann and- aðist árið 1944. Lik hans var grafið til bráðabirgða í Kairo, en síðan sent til Teheran, þar sem útförin var gerð með við- höfn. Þegar núverandi Iranskeisari opnaði hinsvegar kistuna, vant- aði í hana sverð föður hans, ger- semi mikla, greypta gulli og gimsteinum. Auk þess höfðu heiðursmerki hins látna manns einnig týnzt á leiðinni. Um þær mundir voru Farúk og Iranskeisari að semja um skiln- að hins síðarnefnda, er kvæntur var Fawzíu, systur Farúks. Eftir brottför Farúks hafði eitt Kairo-blaðið það eftir Iranskeisara, að Farúk væri svo ósvífinn þjófur, að hann stæli ekki aðeins frá lifandi, heldur og dauðum. Miðvikúdaginn 18. marz 1953 ...........■ .i i L- Fyrir allmörgum árum voru hér í bænmn tíð slys, scnt or- sökuðust af þvi, að fólk stóð aft- an á vörubílúm, og fcll á þeim á ferð, annað hvort fyrir að snöggi lega var numið staðar, eða bill- inn sveig'ði án þess að menn Jvöruðu sig. á því, enda oft ekki 1 annað að gera en að halda hver í annan. Var svo lagt bann við slíkunt flutningum. Þessu banni hefur verið svo vel framfylgt, að slík slys eru nú fátið hér, þrátt fyrir alla bílamergðina. Og slysin ske enn. En þó sá ósiður hafi að mesttr verið lagður niður hér, að flytja menn á bílpöilum, tíðkast enn viða annars staðar á land- inu. í dagblöðunum í gær er sagt frá einu sorglegu slysi, norð- anlands, þar sem litill drengur, aðeiris 6 ára, beið bana við að falla af palli vörubifreiðar og verða undir henni. Slys, sem þetta, eru hörmuleg og einmitt vegna þess að þau stafa af að- gæzluleysi. Það verður aldrei nægilega brýrit fyrir fólki, að gæta fyllstu varúðar, en farþeg- ar, sem standa aftan á vörubif- reiðum á ferð, eru algerlcga varn- arlausir. Verkefni- S.V.F.f. Það er verkefni Slysavarnalé- lags íslands að leiðbeina fólkí og gefa ábendingar til þess að: forðast slysin, og það hefur ekki legið á liði sínu. Síður en svo_ En þetta seinasta og sorglega dæmi sýnir oss ljóslega, hve nauð synlegt er að benda fólki á Iiætt- urnar, því mörgum slvsum má komast hjá, ef varkárni og að- i gæzla er sýnd. Einlivern veginn i er það þannig, að menn tekur , það oftast sárast, þegar börnin verða fyrir slysurn, og eru þeir atburðir nrinnisstæðastir. En þess vegna ættu líka svipleg slys, eins og að ofan getur, að verða al- menningi áminriing um að tenljá sér fvllstu varkárni. I Fisksala í Bretlandi. í gær ræddu menn helzt sín á milli væntanlega samninga ís- lenzkra togaraeigenda og Daw- sons hins brezka, sem hingað' er kominn til þess að fala íslenzkan fisk fyrir brezkan markað. Það er á fréttum frá Englaridi að heyra, að brezkar húsmæður sakni mjög íslenzka fisksins, sem sjaldséður hefur verið þar í landi síðan lönduriarbannið liófst. — Gera menn sér nú Vonir um, að mál þetta muni leysast og fisknr verði aftur keyptur til Englands. það, sem er þó einna athygli- verðast í tillögum Dawsons, ef af samningum verður, er, að ætlunin er ekki að notast við hið ævaforna uppboðsfyrirkomu- lag, heldur kaupa allan fiskinn á föstu verði. Siðan mun ætlun- in að flýtja ffskirin í bilum með frystitækjúm til borganriá, þar sem hann vtírður seldur. Myndi þetta fyrirkomúlag verða tit þess að ney.tendur fengju miklu betri fisk en þeir Iiafa fengið til þessa. — kr. Gáta dagsios. Nr. 388. Knúðir um það keppa hér, klæðum fá ei með sér skipt, hver í annars fötin fer, fram til þess þeim verður skipt. Svár! við gátu nr. 387: Kindarhaus.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.