Vísir - 20.03.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 20.03.1953, Blaðsíða 1
W1 43. árg. Föstudaginn 20. marz 1953 6(5. tbL Hverfisskoð nál fi! 1 vor verði statohverf I sbt*- ar s-koðsiðir, Starfsmannahöpar sfu skoðaðir áriega öryggisskyni. Undanfarin þrjú ár hefur Berklavarnastööin tekið upp þá aðferð að framkvaema hverfis- skoðanir hér í , Beykjavik og liafa nær 8500 Reykvikinga verið rannsakaðir í þessum hverfisskoðunum. í viðtali er Vísir átti við dr. Óla Hjaltesteð sagði hann að skilningur almennings í þess- um efnum væri með afbrigðum góður, og virðist hann yfirleitt vera miklu betri og meiri hj,á okkur heldur en meðal annarra þjóða. Hafa 94—96%.. fólks í þyim hverfum, sem tekin hafa verið til skoðunar, látið skoða sig, þ. e. a. s. af því fólki sem komið gat til gkoðunar. Má fullyrða að þetta sé afburða góður ár- angm' og hefur þetta gert starfsfólki Berkiavarnastöðvar- innar miklu léttara fyrir og auðveldað því starf sitt, endá hefur árangurinn orðið meiri í berklavörnum okkar heldur en hjá öðrum þjóðum. Sagði dr. Óli að þessi árangur væri ekki síður að þakka fólkinu og skiln- ingi • þess heldur en starfsemi Berklavarnastöðvarinnar sjálfr ar. : Hófst fyrir þrem árum. Þegar hverfisskoðunin hófst fyrir þremur árum var byrjað að skoða fólk í Höfðahverfi og voru þá skoðaðir 1407 manns. Árið eftir fór fram skoðun í Laugarneshverfinu og voru þá skoðaðir 2520 einstaklingar. í fyrra var Kleppsholtið alit inn að Elliðaárvogi norðan Suð- url.brautar skoðað. Af því svæði komu 4503 einstaklingar til skoðunar, eða voru skoðáðir í heimahúsum, svo sem börn á aldrinum. 1—7 ára. Af þessum hópi voru 1746 börn og reyr.d- ist ekkert þeirra vera með viika berklaveiki. En af hinum full- orðnu, sem skoðaðir voru, reyndist 1 karlmaður og 2 kon- ur vera með virka berklaveiki í lungum. Var stöðinni með öllu ókunnugt um sjúklinga þessa áður og reyndust tveir þeirra smitandi. Þessu fólki var öllu útvegað hælisvist. Auk þessa fundust sv.o gamlar berkla- breytingar hiá 61 einstaklingi og nýlegar b< rklabreytingar hjá einni konu, en þær voru óvirk- ar orðnar. Fólk í Bústaðah ver:: í vor er ráðgert að taka ; rh á 5. s. Jafnaðarinenn hakia áfram móispyrnu slnnf. Borni (AP). — Vestur-þýzka sambandsþingið — fulltrúa- deildin — hefur i'ullgilt Ev- rópuvarnarsamning og sam- komulagið, sem koma á í stað hernámssamninganna. Er vestur-þýzka sambands- þingið fyrsta löggjafarsam- kundan, sem fullgildir téða samninga og þar með aðild V.Þ. að Evrópuhernum. Fullgilding varnarsamnings- ins var samþykkt með 224 atkv. gegn 165 eða 59 atkvæða meiri- hluta, en samkomulagið er komi í stað hemámssamning- anna með.226;164. Stjórnarandstæðingar jafn- aðarmenn, hafa lýst yfir því, að þeir muni halda áfram mót- spyrnu sinni í efri deild þings- ins og skjóta því undir úrskurð stjórnlagadómstólsins, hvort fullgildingin hafi verið sam- þykkt með nægu atkvæða- magni, en flokkurinn hefur .te.k ið þá afstöðu, að til löglegrar fullgildingar þurfi % atkvæða. Hafði flokkurinn áður skotið þessu til dómstólsins, en hann neitaði að fella úrskúrð fyrr en að afgreiðslu málsins lokinni _á þingi. Gyðingar fá bætur frá V.-Þjéðver|um. Vestur-þýzka sambandsþingið hefur samþykkt frumvarp stjórnarinnar um bætur Gyð- ingum til handa, með miklum atkvæðamun, en allmargir (86) sátu hjá. Arabar hafa mótmælt þessu frumvarpi, en sambandsstjórn- ,in hafði þau mótmæli að engu. Slys í Slippnum. í gærmorgun varð minni háttar slys í Slippnum við höfnina. Maður, Guðlaugur Kolbeins- son að nafni, var að vinna aftan við bát uppi í Slippnum, er spýta datt af bátnum og á bak Guðlaugs. Guðlaugur var þegar fluttur á sjúkrahús, en læknar töldu meiðsl hans ekki alvarleg. Tito hyStuf á bailett- sýuingu. Tito marskálkur var í gær- kvöldi heiðursgestur stjórnar- innar, er sýndur var baliettinn Svanavatn í Covent Garden ó- perunni. í lok sýningar , voru lciknir þjóðsöngvar Júgóslavíu og Bretlands. Er því lauk hylltu 2000 leikhúsgestir Tító með löngu og innilegu lófataki. Tító, Churchill og Eden héldu áfram viðræðum sínum 1 gær. Handritamáðið til umræðu! Stúdentafundurinn um liand- ritamálið er í Tjarnarbíó í kvöld. kl. 9. Athygli almennings skal vak in á framsöguræðu Gísla Sveins sonar fyrrv. sendiherra, en auk hans munu ýmsir f leiri mennta- menn taka til máls. Öllum er heimilt að sækja fundinn og hlýða á umræður, jafnt hvort áheyrendur eru stúdentar eða ekki. Chuikov vill ráðstefnu til að afstýra árekstrum. Hafiiar aftur á móti mólmælum Breta vegna Lincolnvélarinnar. Einkaskeyti frá AP. — Berlín í morgun. Chuikov iiershöfðíngi hefur hafnað mótmælum brezka stjórnarfulltrúans, Sir. Ivons Kirkpatricks, ut af árásinni á Lincoln-sprengjuflugvélina. Chuikov leggur hins vegar tU, að haldín verði ráðstefna í Berlín, til þess að ná sam- komulagi um ráðstafanir, er verða mættu ril að afstýra slík- um atburCum ■ framtíðinni. í bréfi, sern Chuikov hefur skrifað Sif íyorij heldur hann því fram, að árásardaginn hafi Lincolns-prengjuflugvélin og 2 flugvélar brezkar aðrar, flogið inn yfir rússneska hernáms- svæðið. Af brezku sprengjuflugvél- inni fórust 7 menn og hafa Bretar krafizt fullra bóta fyrir flugvél og menn. Líklegt þykir, að ákvarðanir Breta og Bandaríkjamanna um að gjalda í söm umynt, ef árás- ir eru gerðar, hafi haft þau á- hrif, að Chuik'öv leggi nú til, að ráðstefna verði haldin til að af- stýra frekari árekstrum. Ungverska stjórnin bauð fyrir nokkru brezku stjórninni, a$ sleppa úr haldi brezkum kaupsýslumanni, Edgar Sanders að nafni, sem dæmdur var í margra ára fangelsi fyrir „njósnir4, gegn því að kommúnistaleiðtoginn Lee Meng, sem dæmd var til dauða af dómstóli á Malakkaskaga, yrði náðuð. Myndin cr af Sanders og Lee Meng. ... I 1 ii. i ...—........—............. '-«« Aðeins eitt stórt skemmti- ferðaskip kemur í sumar. ReToí að hæna hingað eitthvað a£ £ei*ða£olki, sem fer til Bretlands vegna krýniii^ariunar. Vísir hefur átt viðtal við forstöðumann Ferðaskrifstofunnar og spurt hann um komu ferðamannaskipa í sumar, áhuga manna er,lendis fyrir ferðalögum hingað o. fl. „A okkar vegum er ekki væntanlegt nema eitt stórt ferðamannaskip hingað í sum- ar,“ sagði Þ. Þ. „hið tiltölulega nýja og glæsilega skip Caronia, sem hingað hefur komið 2 und- anfarin sumur. Hún er eign Cunardlínunnar, var smíðuð eftir styrjöldina, og er glæsi- legt skip. í fyrra flutti hún hingað 550.farþega. — Farþeg- arnir eru nú sem þá á vegum American Express, sem við er- um umboðsmenn fyrir. Skipið kemur hingað 8. júlí og heldur hér kyrru fyrir einn dag og verður fyrirkomulag að því er varðar fyrirgreiðslu farþega svipað og þá. Héðan fer skipið fyrir sunnan land og til Norð- ur-Noregs.“ Hvað veldur, að ekki koma fleiri? „Til þess liggja margar or- sakir, og er ekki ósennilegt, að fleiri hefðu komið, ef ekki væri lítið um skipakosti til slíkra ferðalaga, en mikill fjödi skipa verður í förum til Bretlands á sumri komanda vegna krýn- ingarinnar, og mun því verða skortur skipafe: ða til annarra landa. Er búist víð geysilegum ferðamannafj.ölda til Bretlands í sumar sem. kunnugt er.“ Kannske slæðast einhverjir þcjrra 'ihigað? „Til þess standa nnkkrar vonir, og við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur til þess að eitthvað. af beim ferða- mönnum, sem dvoljast vikum eða jafnvel mánuðum saman í Bretlandi ? umar, noti tæki- færið og skreppi hingað. fs- lenzka ferðaskrifstofan í Lon- don (Iceland Tourist Informa- tion Bureau) hefur þegar hafið auglýsingastarfsemi í því skyni, og verður reynt að fá hingað eins marga og hægt er að flytja og taka sómasamlega við. Far- þegar þessir velja að sjálfsögðu milli þess, að ferðast loftleiðis, og með skipum Eimskipafélags- ins. „Það er raunar rétt,“ sagðií forstöðumaðurinn ennfremur, „að Brand V., sem kom hingað tvívegis í fyrra og áður, kemur hingað 28. júlí. Flytur hann hingað þátttakendur á Norræna bindindismannaþingið, sem hér verður haldið.“ Er áhugi fyrir íslands- ferðum á Norðurlöndum? „Já, mjög mikill, einkum í Svíþjóð, og ef. beinar ferðir væru milli Noregs og íslands mundu margir ferðamenn leggja hingað leið sína frá Norður- löndum. Að vísu má segja, að menn geti ferðast hingað frá þessum löndum loftleiðis, en það eru alltaf margir sem vilja getað valið milli þess að ferðast loftleiðis og sjóleiðis og far- gjöld eru eðlilega ódýrari þeg- ar ferðast er á sjó.“ Togari kemwt mað sísaBan mann. Togarinn Eíliðaey kom hing- að til hafnar um liádegið með' slasaðan mann. Var slökkviliðið beðið um að vera til taks með sjúkrabíl, er togarinn kæmi, en nánar er blaðinu ekki lcunnugt um slysið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.