Vísir - 20.03.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 20.03.1953, Blaðsíða 8
•em gerast kaupendur VÍSIS eftir 19. hvers mánaðar ffi blaðlS ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. WE VÍSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið i síma 1660 og gerist áskrifendur. Föstudaginn 20. marz 1953 Stærri og gangmeiri Laxfoss! Hvaða bam er fallegast? Smðað verður í fullkomnara skip. Tilboð írá Hofila»di, Þvaskalaiidi og Bretlandi í atlmgnn. í gær var haldinn í Borgar- nesi aðalfundur Skallagríms h.f., eiganda Laxfoss. A fund- inum var mættur Gísli Jóns- son alþm. og gerði grein fyrir þeim tilboðum, sem borizt hafa frá ýmsum löndum um smíði á skipi í stað Laxfoss. Gísli Jónsson hefur sem kunn ugt er haft með höndum öfiun Og athugun tilboða fyrir félag'- ið. Tilboð hafa borizt frá ýms- um löndum, m. a. frá Hollandi, Bretlandi og Þýzkalandi, og verður rætt nánara um þau. Samþykkti fundurinn í gær, að fela stjórn sinni að vinna að því, að byggt verði nýtt skip í stað Laxfoss. Gísli Jónsson og stjórnin voru á einu máli um að gera ekki frekari grein fyrir þessum mál- um opinberlega að sinni, og eigi fyrr en Fjárhagsráð hefur kynnt sér málið. Ríkisstjórn Islands hefur sem kunnugt er lýst yfir, að hún muni nota heimild ,í fjárlögum um fjárhagslega aðstoð og á- byrgð á landi, vegna skips í : stað Laxfoss, en ríkisstjórnin var meðeigandi að honum. Þótt ekki sé unnt, sbr. hér að ofan, að greina frá nánara þeim tilboðum, sem borizt hafa, getur Vísir fullyrt, að lagt verður kapp á, að fá stærra skip en Laxfoss var. gangmeira og þannig úr garði gert, að í öl'u verði betur búið að farþegum en áður, bæði að því er veiting- ar og annað snertir. Tveir menn áttu að ganga úr stjórn Skallagríms, þeir Sverrir Gíslason formaður og Davíð Þorsteinsson, Arnbjarn- arlæk, en voru báðir endur- kjörnir. Þórður Pálmason kaup félagsstjóri á og sæti í stjórn- inni. Romulo eða Pearson eru líkiepslir. Öryggisráðinu hefur ekki enn tekizt að ná samkomulagi um eftirmann Tryggve Lie. — Að- eins Romulo og Lester Pearson eru nú taldir koma raunveru- lega til greina. Frú Pandit frá Indlandi fékk aðeins 2 atkvæði, er greidd voru atkvæði um tillögu um hana sem eftirmann Tryggve Lie. Einn var á móti, en 8 sátu hjá. — Fréttaritarar segja, að menn telji, að slagurinn muni standa að lokum um Romulo og Pearson, en verði neitunarvaldi beitt, séu mestar líkur fyrir, að Lie verði áfram út ráðning- artímann ( 1. febr. ’54). Drukkinn maður gabbar skip og flugvélar. Sagði b talstöð bát vera að sökkva á Faxaflóa, Drukkinn maður, sem var farþegi á vélbáti á leið héðan til Akraness, olli því í gær- kveldi, að flugvélar og skip hófu leit að bátnum, sem mað- urinn sagði í talstöð hans, að væri að sökkva. Mun þetta hafa verið kiukk- an rúmlega sex í gærkveldi. Heyrðist neyðarkall mannsins víða, m. a. í flugturni Reykja- Snoddas synpr fyrfr slasada íþróttamannfnn. Ármenningar efna til skemmti samkomu í samkomusal Mjólk- urstöðvarinnar til ágóða fyrir slasaða íþróttamanninn og SÍBS. Snoddas mun syngja á skemmtuninni, en Gestur Þor- grímsson ætlar að herma eftir ýmsum söngvurum, meðal ann- ars Snoddas. Geta má þess, að Snoddas ætlar að heimsækja í- þróttamanninn, Ágúst Matthí- asson í sjúkráhúsið og syngja fyrir hann þar og aðra sjúk- linga. Borð verða tekin frá í sam- komusal Mjólkurstöðvarinnar ■ frá kl. 8 í kvöld, en aðgöngu- miðar eru seldir í bákabúð Lárusar Blöndals. LJDSM : VIB!TU= LJ □ S.M : VlGFUr MYND NR. 19 ....... MYND NR. 20 ..... Geymið m.yiuiiruar, þar til ajl.ai' hatp vvt ið foiriar pg atkvæðaseðili prentaður — út- fytllð hænn þá ,og sendið bláðmu. VINNINGAIÍ: Bamið, sem fær flest atkvæði, hlvUr vandaða skjólílík frá Belgjagerðhini. Sænsk-ísl. frystthúsinu. Þrír í þeim hópi lesenda, er greiða atkvæði með vinningsmyndinni, hljóta með útdrætti eftirtalda gripi: Westinghouse-vöfflujárn frá Raforku, Yest urgötu 2. Kodak-myndavé! frá Verzlun Hans Petersen. Bankastræti 4. Century-skrúfblýant (gold-double) fiá Sveinn Björnsson & Ásgeirsson, Hafnarstræti iz. legur til Þjóðleikhússins i vor. víkurvallar. Var SVFÍ að sjálf- sögðu gert aðvart, flugvélar og skip senda á vettvang, en sam- kvæmt neyðarkaUinu átti vél-! báturinn Sigurfari að vera að sökkva út af Garðskaga. Fljótlega var sannreync, að hér var um gabb að ræða, en hins vegar vitað, að vb. Sigur- fari frá Akranesi væri á leið- inni frá Reykjavík til Aki'aness. Drukkinn maður, sem hafði tekið sér far með bátnum tii Akraness, mun hafa verið að rjála við talstöð skipsins, án þess að bátsverjar yrð ; þess varir, og var hann rekinn frá tækinu. Ekki heyrðu bátsverj- ar, hvað hann kallaði í talstöð- ina, en flest bendir til, ao hann hafi verið valdur að þessu ó- smekklega og háskalega eabbi. Maðurinn var mjög druklc- inn, er báturinn kom til Akra- ness, og því ekki unnt að yftr- heyra hann þá, en samk.væmt símtali, sem Vísir átti við full- trúa lögreglustjórans á Akra- nesi í moi'gun, verður það gert í dag. Sigurfari fór í róður í | gærkveldi, og því hefur ekki ( verið unnt að taka skýrslu af j bátsverjum, en það verðui' gert,' er báturinn kemur að.landi, til þess að mál þetta upplýsist sem j bezt. Skákþingið hefst á stonnu- daginsi. Skákþing íslendinga hefst á sunnudagimi kemur kl. 1.15 nð Þórskaffi. Keppendur eru um -40 talsins og í hópi þeirra ýmsir kunn- ustu skákmenn landsins, svo sem Vísir hefur áður skýrt frá. Keppt verður í öllum flokk- um auk landsliðs. Sú breyting hefur verið gerð á keppnisfyr- irkomulagi að landsliðskeppnin verður framvegis ekki aðgreind frá öðrum skákkeppnum, svo sem verið hefur til þessa, held- ur felld undir Skákþing íslend- inga. í gær var dregið um röð þátt- takenda og samkvæmt því er röðin þessi í landsliðsflokki: Friðrik Ólafsson, Steingrímur Guðmundsson, Baldur Möller, Óli Valdimarsson, Guðjón M. Sigur.ðsson, Svreinn Kristinsson, Ingi R. Jóhannsson Guðmundur S. Guðmundsson. Auk bess er jafnvel búizt við að annarhvor þeirra Eggerts Gilíer eða Lár- usar Johnsen taiii þátt í keopn- inni. í meistaraflokki hafa 11 fcátt- takendur þegar verið skráðiv, e nþeir eru Haukur Sveinsson, Gurínar Ólafsson, Þór.ður Jör- undsson, Jón Pálsson, Anton Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Guðmurídur Guðmundsson, Jón Víglundsson, Margeir ■ Stein- grímsson, Þórður Þórðarson og Ingimundur Guðmundsson. í 1. flokki verða þátttakend- ur 10 og í 2. flokki 9—10 talsins. Óperan „Austurbotningamir44 verður að líkindum flutt hér í maí. AUar líkur eru á því, að hing- að komi finnskur óperuflokkur til Þjóðleikhússins í vor, og flytji óperuna „Austurbotn- ingana“. Vísir hefur það eftir áreiðan- legum heimildum, að hingað sé von finnsks óperuflokks frá óperunni í Helsinki, væntaniega í maímánuði næstkomandi. Mun flokkur þessi ætla að flytja hér óperuna „Austurbotning- ana“, eftir fmnska tónskáldið Leevi Madetoja. Vísir sneri sér til Guðlaugs Rósinkranz Þjóðleikhússtjóra, og staðfesti hann, að þetta væri rétt. Taldi hann allar líkur á, að af þessu yrði. Hefir hann staðið í bréfakiptum vTið vorstj. finnsku óperunnar í Helsinki; Reikkonen, en hann var hér á ferð í fyrrahaust, og ræddu þeir þá mál þetta, sem nú er komið á. góðan rekspöl. Raskar ekki flutningi Traviata. Hér verður um að ræða gesta- leik í nokkurra daga. og vérða samningar mjög hagstaiðii' fyr- ir Þjóðleikhúsið, sem nnm ekkí þurfa að bera nema nokkurn Bjami Ásgesrjssan vi5staddtii> Miför 'GsjMwaSíls. Sendiherra íslands i Tékkó- slóvakíu, Bjarni Asgeirsson, var viðstaddur fyrii íslahds hönd útför Klement Goitwald forseta, sem fór fráin í ::oer. (Fréttatilk. frá Uraiiríkis- ráðuneytinu). hluta kostnaðarins af komu Finnanna hirigað. Þeir hafa og með sér búninga . og leiktjöld, sem með þarf til flutnings ó- perunnar, Óperan „Austurbotningam- ir“ mun vera byggð á sögnum um frelsisbaráttu Finna, og nýt- ur hún mikilla vinsælda þar í landi. Rétt er að geta-þess, að þessi gestaleikur Finna, ef af verður, mun engu raska um flutning ó- perunnar „Traviata", sem verð- ur flutt eins og áformað hafði verið. Hundruð manna fórust í jarð- skjálftunum. Áreiðanlegar og glöggar fregnir eru ekki enn fyrir hendi um tjónið af völdurn land- skjálftanna í vesturhluta Tyrk- lands, en talið er víst, að menn hafi farizt í hundraða tali. í einum bæ hafa fundizt 200 lík. Þar stendur ekki steinn yfir steini. Svipaða sögu er að segja úr ýmsum öðrum bæjum, þótt manntjón hafi sennilega orðið mest þar. Samgöngur eru í mesta ólagi. Sums staðar hafa sprungur teppt umferð, annars staðar jarðhrun, símastaurar hafa kubbazt í sundur, og eru miklir erfiðleikar á að koma meiddu fólki í sjúkrahús. — Hermann, lögreglu- og slökkvi- liðsmenn og hundruð sjálfboða iða vinna að björgunarstarf- inu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.