Vísir - 25.03.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 25.03.1953, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Miðvikudaginn 25. marz 1953. Minnisblað álmennings. Miðvikudagur, 25. marz — 84. dagur ársins. Rafmagnsskömmtun . verður á morgun, fimmtu- daginn 26. marz kl. 10.45— 12.30; I. hverfi. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 19.10—6.00. Læknavarðstofan hefir síma 5030. Vanti yður lækni kl. 18—8 þá hringið þangað. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur Apóteki; simi 1760. Flóð verður næst í Reykjavík kl. 14.35. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Barnatími: a) Út- varpssaga barnanna, , „Boð- hlaupið í Alaska“, eftir F. Om- elka; I. ( Stefán Sigurðsson kennari). b) Tómstundaþáttur. (Jón Pálsson). — 20.00 Fréttir. — 20.20 Föstumessa í Laugar- neskirkju. (Prestur: Síra Garð- ar Svavarsson. Orgelleikari: Kristinn Ingvarsson). — 21.20 Kirkjutónlist (plötur). — 21.30 Útvarpssagan: „Sturla í Vog- um“, eftir Guðmund G. Haga- lín; IX. (Andrés Björnsson). — 22.00 Férttir og veðurfregnir. -—22.10 Brazilíuþættir; I: Frá vetrarríki til sólarlands. (Arni Friðriksson fiskifræðingur). — 22.35 Dans- og dægurlög (plöt- ur) til kl. 23.00. Söfnin: Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.00—16.00 á sunnudögum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. VaTcmyndasafnið er opið á cams tima og Þjóðminjasafnið. Náttúrugripasafnið er opið sunnudaga kl. 13.30—15.00 og h þriðjudögum og fimmtudögum klö 11.00- 15.00. BÆJAR- K. F. U. M. Biblíulestrarefni: Lúk. 39-46. Jesús í Getsemane. 22, Dómkirkjan. Föstuguðsþjónusta kl. 8.15 í kvöld. Sr. Jón Auðuns. Laugarneskirkja. Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 8.20. (Ath. breyttan tíma).! Sr. Garðar Svavarsson. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Washington D. C. ungfrú Margrét Thors, dóttir Thor Thors sendiherra, og L. Blaine Clarke forstjóri. „Landið gleymda“, hið nýja leikrit Davíðs Stef- ánssonar, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld kl. 8. Aðalfundur Póstmannafélags íslands 1953 var haldinn sl. sunnudag. Á fundinum var kosin stjórn og endurskoðendur félagsins fyrir næsta ár. Sigurður Inga- son, sem var formaður félags- ins síðastliðið ár, baðst undan endui'kosningu. Stjórn félagsins skipa nú þessir menn: Formað- ur: Matthías Guðmundsson. Varaformaður: Hannes Björns- ðLHW&R HnAAgátanr. Í&72, Lárétt: 2 Auga, 5 fangamark, 7 búpeningur, 8 t. d. á:vegum Ferðaskrifstofunnar; 9 frétta- stofa, 10 ósamstæðis, 11 egg, 13 á harmoniku, 15 framhluta. 16 smáfiskur. Lóðrétt: 1 Öllu hjarta, 3 slít- ur, 4 hvíla, 6 hreinlætistæki, 7 frjókorn, 11 fullnægjandi, 12 verkur, 13 högg, 14 friður. , Lausn á krossgátu nr. 1871. Láré'tt: 2 Búk, 5 LL, 7 SA, 8 vogreks, 9 ís, 10 ýt, 11 æða, 13 sliga, 15 eta, 16 nes. ''iÍiólSi'é'ttri ' Alvís) 3 iútræði, 4 'bastá. 6 ló \ 7 ský, lí æla, 12 agn, 13 st,. 14 AE. Veðrið. Yfir Grænlandi er háþrýsti- svæði, en lægð fyrir suðaustan land á hægri hreyfingu austur eftir. I nótt má búast við_ allt að -f-6 stigum sunnan lands, en -4-12 norðan lands. Veðurhorf- ur: NA-stormur, skýjað í dag, heldur hægari í nótt. Dálítil él norðan til. Veðrið kl. 8 í morgun: Reykjavík N 9, -4-4. Hornbjargs viti NA 8, snjókomað stórsjór, -4-10, Siglunes N 3, snjókoma, -4-7. Akureyri NV 4, snjókoma, -4-5. Grímsey NA 5, snjókoma, -4-7. Grímsstaðir N 4, snjókoma, -4-5. Raufarhöfn NV 3, snjó- koraa, -4-3. Dalatangi -4-1. Djúpivogur NA 2, 0. Vest- ímannaeyjar N 8, 0. Þingvellir ■ N 7, -4-5. Reykjanesviti NA 4, jsnjóél, -4-4. Keflavíkurvöllur NA 7, snjókoma, -4-4. Reykjavík. Reytingsafli var hjá land- róðrabátunum í gær, en þeir eru fjórir á sjó aftur í dag. Afl- inn í gær.var 4—5 tonn, en Hagbarður mun hafa gert það bezt með um 6 tonn. Faxaborg kom í nótt með 26% tonn í 3 lögnum. Muggur, netabátur, kom með 2% tonn og Gunnar Hámundarson 1 tonn, einnig í net. Þessir tveir bátar eru rétt að byrja með net. Hafnarfjörður. Heldur var tregt hjá línu- bátunum í Hafnarfirði í gær, en . aflinn mun hafa verið hjá 6 i bátum, sem þær veiðar stunda 1 enn, 2—6 tonn. í gær hætti svo enn einn á línu og fer á net. Afli netabáta er misjafn, en Hafnfirðingur kom í morgun með ágætan afla, 26—30 to.nn. Varésáturinn með brotinn vél- arhluta og var dreginn inn til hafnar. Stefnir var með 14 tonn eftir langa útivist. Hellissandur. Afli línubáta frá Sandi hefur farið minnkandi og er talið að loðnan hafi helzt dregið úr veiðinni. í sl. viku var róið 5 sirmyjm, þrátt fy.rir misjafnt véður. Afíhm var yfirieitt 2— 4 tonn á bát i róðTÍ. Enginn bát- anna á netaútbúnað, þótt lík- legast sé að afla mætti í net nú. í gær um hádegið var komin norðaustan stórhríð og enginn bátur á sjó. Grindavík. Netabátarnir öfluðu allsæmi- lega í gær og var t. d. Ársæll Sigurðsson með 14% lest og hæstur. Annars var aflinn al- mennast 8—12 lestir, þótt ein- staka bátar væri með aðeins 1—3 tonn. Tveir bátar stunda enn línuveiðar, Vonirnar Láð- ar, og var afli Von frá Greni- vík IOV2 lest, en Von ís. 100 vaf með 6 tonn. Komin er hvöss norðanátt með góðan þerri fyrir herzlufiskinn. Keflavík. Afli Keflavíkurbáta var sæmilegur í gær, 7—8 tonn hjá línubátunum. Hjá netabátunurn var aflinn misjafnari, en þó meiri, eða frá 4—15 tonn. Mest- an afla höfðu Stella og Sæmund ur. Bátar eru þar allir á sj j í dag, en í norðan átt er oftast róið nema um stórviðri sé að ræða. Sjómenn fagna yfirleitt áttbreytingunni og þurrkinum, en herzlufiski er nú óhætt og betra er að eiga við netin í af- landsvindi. SiglufjörSur. Jörundur kom í morgun méð 100 lestir af ísfiski, sem fór í frystihús. Ákranes. Akranesbátar voru á sjó í gær og réru aftur í gærkvöld og eru því á sjó í dag. Þar er nú komin hvöss norðanátt. í dag eru þó aðeins 9 bátar á sjó, því nokkrir eru að búa sig á net. Afli línubáta var, tregur í gær, eða 79 tonn á 15 báta. Aflinn skiptist misjafnlega niður þvi einn bátur var með 1300 kg, en hæsti báturinn með rúmlega 7000 kg. Heimaskagi er á néturri og er væntanlegur á morgu> éftir 4 vitj. Nokkrir bátar eru að búa. sig á net svo sem: Böðv- ar, Svanur, Sigurfari og Far- sæll. Er verið að bera í net'n Togarinn Bjarni ^Ólafsson kom ji morgun íheð trm 240 lesHþj 200 karfi og 40 þorskúr.' ' ! : son. Meðstjórnendur: Haraldur Björnsson, Tryggvi Haralds- son, Skarphéðinn Pétursson og Gunnar Einarsson. Endurskoð- endur: Kristján Sigurðsson, og Einar Hróbjartsson. Sigurð- ur Ingason minntist félaga, sem látizt hafði á árinu, Arnlaugs Árnasonar og fundarmenn vott- uðu honum virðingu sína með því að rísa úr sætum sínum. Minningarsjóður | stud. ökon. Olavs Brunborgs. — Úr sjóðnum verður íslenzk- um stúdent eða kandídat veitt- ur styrkur næsta vetur til náms við háskóla í Noregi. Umsókn- arfrestur er til 1. maí. Umsókn- ir skal senda skrifstofu Háskóla íslands, sem veitir nánari upp- lýsingar. Hvar eru skipin? | Ríkisskip: Hekla fer frá Rvk. á morgun austur um land til Siglufjarðar. Esja var á Akur- eyri í gær á austurleið. Hei’ðu- breið er á Austfjörðum á norð- urleið. Helgi Helgason er á Breiðafirði. Baldur fór frá Rvk. í gæi-kvöld til Búðardals og Hjallaness. Skip S.Í.S.: Hvassafell kom við i Azoreyjum 21. þ. m. á leið til Rio de Janeiro. Arnarfell fór frá Keflavík 18. þ. m. áleiðis til New York. Jökulfell fór frá Akureyri í gær áleiðis til Dal- víkur. H.f. Jöklar: Vatnajökull og Drangajökul eru í Rvk. MAGNtJS THORTiACJUS hæstaréttarlögmaður Málf lu tnin gsskrif s tofa Aðalstræti 9. — Sími 1875. Með afborgui! Strauvé Verð kr. 1985,00 Verð kr. 2582.09 með borði og stól. VÉLA- og RAFTÆKJAVERZLUNIN Bankastræti 10. Sími 2852. Sandgerði. Afli Sandgerðisbáta var í-gær allsæmil-egur, 6—10 tonn. Þrír bátai-, Muninn, Faxi og Mummi, voru með 10 tonn, en alls réru 19 bátar og eru aftur á sjó í dag, þrátt fyrir hvassviðrið. Norðanáttin þykir góð í Sand- gei'ði og auk þess fagna ménn þerrinurh vegna fisksins í hjöll- unum. Róðurinn í fyrradag mun vera skarpasti í’óðurinn á ver- tíðinni, en þá var afli bátanna 7—18 tonn, eins og skýrt heíur verið frá. Netabáturinn Ingólf- ur frá Keflavík lagði í gær upp 25 tonn af fiski í Sandgerði, en aflinn var 1 náttar, fenginn í sundinu rétt út af Sandgerði. Gera menn sér vonir um að .hetaveiðin sé nú að hefjast fyr- ir alvöru. Enn rætt um eftirmann Lies. N. York (AP). — Fulltrúar þeirra 5 þjóða, sem eiga föst sæti í Örýggisráðinu, komu saman á fund í gær, til þess að ræða um frambvæmdastjóra- starfið hjá S. þj. Ekki munu þeir hafa rætt einstaka menn, sem stungið hef ur verið upp á, heldur um máls- meðferð, en fastafulltrúarnir eiga í dag að gera ráðinu öllu grein fyrir viðræðum sínum og tillögum. ÞÝZKU VÖFFLUJÁRNIN tekin upp r 1 dag VÉLA- og RAFTÆKJAVERZLUNIN Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.