Vísir - 25.03.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 25.03.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 25. marz 1953. VÍSIR ^ennijee —^nteá: 20 svo í fersku minni, svo að hún gat ekki komist i skap til þess að njóta slíks fagnaðar. Ekkert, nema þessi fáu orð, sem Iands- höfðinginn hafði látið sér um munn fara, minnti á, að enn var styrjöld háð. Konumar voru klæddar í sitt fegursta skart og þær voru áhyggjulausar og skemmtu sér hið bezta. Og það mátti næstum það sama segja um karlmennina. Seinna um kvöldið kynnti Lebrun hana ungum manni, Peter Lessing að nafni, sem var aðstoðarmaður bankastjórans í banda- ríska bankanum á evnni. Þegar hann komst að því, að Sara mátti ekki dansa, stakk hann upp á því, að þau settust út á svalirnar. Þar var dauf birta og þjónar gengu um hljóðlega og færðu þeim hressingu, er þess óskuðu. Peter varð þegar mjög hrifinn af Söru og sagði: „Eg vona, að þér komið með mér á skemmtikvöldin í banda- ríska klúbbnum, því að þótt þér dansið ekki, þá munuð þér hafa gaman af að taka þátt í félagsskapnum þar. Þér ættuð að vita hvað það er dásamlegt að hitta yður. Hér sér maður alltaf sömu andlitin. Það eru innan við 300 Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar á eynni — og mér finnst oft einkennilegt til þess að hugsa, að við skulum vera á þessum afskekkta stað.“ „Þið eruð heppnir að vera svo fjarri vettvangi styrjaldarinn- ar,“ sagði hún. „Finnst yður það,“ sagði hann og varð allt í einu alvarlegur á svip. „Eg er ekki á sama máli. Eg mundi fara þegar í stað, ef þeir vildu mig í herinn, en annað lungað í mér er ekki í sem beztu ásigkomulagi. Nú, jæja, það gerist stundum ýmislegt taugaæsandi jafnvel hér. Það var talsverð hugaræsing í mönn- um um það bil, er Chaveaux landsnöfðihgi lýsti yfir fylgi sínu við De Gaulle. Einhver hafði náð tangarhaldi á hinum innfæddu eyjarskeggjum og það kom til smáuppþota hér og þar, sem stuðningsmenn Vichy-stjórnarinnar hrundu af stað. Ef Banda- ríkjastjórn hefði ekki brugðið við og sent hingað orustuskip er ekki að vita hvað hér hefði gerst. Og upp á síðkastið hefur verið talsvert um skemmdarverk, ekki aðeins á Kristóferey, heldur fleiri eyjum.“ „Skemmdarverk,” sagði Sara. „Hvaða skemmdarverk er hægt að vinna hér, sem mótaðila í styrjöld væri hagur að?“ „Það má til dæmis nefna, að bandamenn hafa flotastöð í St. Michael hinum megin á eynni. Þar hafa orðið sprengingar í seinni tíð, kveikt í olíustöðvum og fleira gerst, sem „fimmtu herdeildarmenn" eru valdir að. Vafalaust hefst upp á þeim um það er lýkur, en það sem eg get ekki fengið neinn botn í er það, að þeir skuli geta fengið hina innfæddu til þess að vinna slík hermdarverk. Ekki geta peningarnir freistað þeirra, því að hin- ir innfæddu kunna ekki að meta þá, en það er einhver einstakl- ingur, eða flokkur manna, sem hefur náð valdi yfir þeim, og notar sér það. Hér er um gátu að ráða, sem enn er óileyst, en vafalaust verður ráðin bráðlega." Sara hugsaði um þessa viðræðu á leiðinni heim. Hvernig stóð á því, að landshöfðinginn hafði talað um þessi skemmdarverk við Ben — skemmdarverkin, sem bæði hann og Lessing höfðu minnst á. Ben hafði sagt henni, að hann væri að hverfa aftur til Kristóferseyjar, til þess að líta efti'r plantekrum þeim, sem haim hafði erft eftir föður sinn, en vinir hans, Whitworth og kona hans virtust efast um, að svo væri. Henni sárnaði, að Ben skyldi ekki hafa sýnt henni fullan trúnað í þessu. Það var ekki fyrr en hún var háttuð og var í þann'veginn að slökkva ljósið, sem barið var hægt á svefnherbergisdyr hennar. Hún kallaði „kom inn“ hressilega, því að hún bjóst við, að það væri Bernice, og brá henni mjög, er dyrnar opnuðust og hún sá, að það var Iris, sem komin var. Hún var klædd svefn- fötum, en hafði varpað yfir sig grænni kvöldskikkju, og hafði háhæla, gyllta skó á fótum. „Ef þér eruð ekld syfjaðar langar mig til þess að koma inn og rabba við yður smástund,“ sagði Iris, vinsamlega, í afsök- uhartón. „Eg er ekkert syf juð,“ sagði Sara, „komið inn ef yður langai til.“ „Skehimtuð þér yður á dansleiknum?“ spurði Iris. „Það fer leitt, að yður skuli vera bannað að dansa. Eg veitti því nú að vísu athygli, að þér dönsuðuð einn dans við Ben —“ Hún hikaði, en settist svo á rúmstokkinn hjá henni. „Já, þér dönsuðuð einn dans við Ben. — Eg vona, að það hafi ekki háskalegar afleiðingar fyrir yður.“ „Þetta var stuttur dans,“ tautaði Sara, en fór eins og hjá sér, því að hana langaði ekkert til að fara að~iæða um þetta vio Iris. „Þið dönsuðuð ekki lengi, það er alveg satt. Þig lögðuð leið ykkar út í garð. — Ó, Sara, misskiljið mig ekki. Eg er ekki að áfellast yður. Eg mundi hafa kært mig kollótta um fyrirskip- enir allra lækna heims og dansað við Ben. Einu sinni — eg veit e ki nema eg ’hefði gert það nú, ef hann hefði boðið tiiér 'upþ — en hann gerði það ekki, og eg verð að játa, að það særði mig, þótt eg hinsvegar skilji afstöðu hans, en hvað sem öllu líður er eg konan hans, og þýí engin furða, þótt eg tæki þetta dálítið nærri mér.“ Hún horfði stöðugt á Söru, brosti lítið eitt, en var raunamædd á svip. Söru Ieið mjög illa — og það, sem verra ýar, — hún fáníi til sektar. Þó hafði hún aldrei alið nein áform um, að komast upp á milli Irisar og Ben, ehda vissi hún ekki um tilveru Irisar, er henni og Ben varð ljóst kvöldið góða, að þau höfðu fellt sterk- an ástarhug hvort til annars. En í kvöld hafði hún vitað, að Tris var konan hans. — Hvað hafði komið yfir hana, að leyfa Ben nú að þrýsta henni að barmi sér og kyssa hana? — Hún komst að þeirri niðurstöðu, að það hlyti að vera vegna þess, að hún elskaði hann, og mundi alltaf elska hann, og það þótt hann væri laglega bundinn annarri. „Sara,“ sagði Iris blátt áfram og rólega, „eg vona að yður mislíki ekki, þótt eg spjalli um Ben, — hjá því verður heldur ekki komið. Eg hefi á tilfinningunni, að yður þyki vænt um hann, og eg skil það mæta vel, því að allan þann tíma sem eg hefi þekkt hann hafa konur orðð ástfangnar í honum, því að hann hefur allt það við sig, sem konur dá, karlmannlegur, ynd- islega hranalegur stundum, ef eg má orða það þannig, en við- kvæmur undir niðri og drenglyndur. En hvað sem þessu líður, ef þér hafið orðið ástfangnar í honum, þá vona eg, að þetta hafi ekki gengið of langt, ykkar beggja vegna — og trúið mér, að- 1 allega yðar vegna, því að — eg er enn konan hans.“ „En — en þessi ógildi'ng," sagði Sara hikandi eftir nokkra þögn. „Þér hljótið að hafa óskað eftir ógildingu fyrst —“ „Óskaði eg eftir henni — í raun og sannleika? Eg held ekki, en eg taldi sjálfri mér trú um, að ekki gæti verið um aðra leið að ræða. Þegar öldur tilfinninganna rí^a hátt gerir maður stundum hina furðulegustu hluti, en nú —“ hún yppti öxlum — „virðist ógildingin hafa verið ólögleg. Eg dvaldi ekki nógu lengi í ákveðnu fylki í Bandaríkjunum til þess, og ógilding fæst ekki, nema eg fari þangað og dveljist þar ákveðinn tíma.. Það gæti eg að vísu gert — en — eg hefi komizt að raun um, að eg hafi þrátt fyrir allt elskað Ben alltaf og geri enn.“ Sara svaraði engu. Hverju hefði hún getað svarað henni? Henni lá við gráti. „Hvers vegna slepptuð þér honum þá — úr augsýn yðar — kröfðust ekki réttar yðar sem eiginkona? Það var ekki rétt af yður, hvofki gagnvart honum né mér, að —“ Iris leit næstum biðjandi á hana. „Við skulum umfram alla muni ræða þeíta, Sara. Víð verðum að búa undir sama þaki um tíma .... og — þér hafið ekki þekkt Ben lengi — ykkar á milli getur aðeins hafa sprottið vinátta?" Hún sagði þettá með spurnarhi-eim, en hlaut að vita svarið við þessari óbeinu spurningu, svarið, sem vitanlega kom ekki , yfir varir Söru. „Hvers vegna óskuðuð þér ógildingarinnar?" spurði Sara og SKIPAUTGeRÐ RIKXSINS NLs. Hezðubreið vestur um land til Akureyrar hinn 30. þ.m. Tekið á móti flutningi til Táknafjarðar, Súg- andafjarðar, Húnaflóa-, Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðahafna í dag og á morgun. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. „Es|a" vestur um land til Akureyrar hinn 1. apríl. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna á morgun og á föstudaginn. Far- seðlar seldir árdegis á laugar- dag. >» A livöM’vök.iiiiiiI Þau voru kornung og gengu saman úti á fögru tunglskins- kvöldi. Þá varð stjörnuhrap. — Nú geturðu óskað þér,! sagði liann. — Æ, það er ekki til neins, svaraði hún. Ósk á eg, en hún getur víst aldrei orðið að veru- ieika. — Hvers vegna ekki? sagði hann. — Vegna þess að þú ert svo óframfærinn. Ekkjufrú ein í Sórey í Dan- mörku hafði í fyrra boð inni, sem ekki er í frásögur færandi. Þegar gestirnir voru að fara bauð frúin vindla og hélt hún því fram að einn gesturinn hefði tekið fimm vindla úr kassanum. Sjálfur segist hann hafa hcgðað sér eftir kurteisis- venjum í samkvæmum og að- eins tejdð einn vindil. En frú- in bréiddj samt senv áður út þá sögu, að hann hefði tekið 5. Þetta vildi hann ekki láta á sér sitja og höfðaði mál á hend- ur henni vegna mannorðs- spjalla. Krafðist hann skaða- bóta fyrir ilhnælgi hennar og það tjón, sem starfsemi hans hefði beðið þeirra vegna. En frúin situr fast við sinn keip um vindlanna 5. — Gott er þó að fólk getur einhversstaðar fengið bætur fýrxir1 síúðúrsögúr náungans. í Iijúskaparréttinum. Dómar- inn við vitnið: Það er sagt að þér séðu sá maður, sem bezt getið ger.t grein fyrir hvenær og hvernig ósamlyndi hjónanna hófst. Getið þér það? Vitnið: Já, það ætti eg að geta. Eg var annar af svara- mönnunum við brúðkaupið. 17m Mhhí ðaK.*. Meðal bæjarfrétta Vísis hinn 25. marz 1918 voru þessar: Brezkt herskip kom hingað í morgirn og lagð- ist fyrir utan hafnargarða. Sagt er, að sendinefndin og brezki ræðismaðurinn muni fara með því til Englands. Ráðgert er, að það verði aðeins 48 tíma á leið- inni. Engin kol hefir h.f. ,,Alliance“ fengið loforð um í Bretlandi í „Jón Forseta" og verður því að sinni ekkert úr því, að hanri' fari ú fiskveiðar. DýrtíSarvimian. Á láugardaginn' vár ;'höfðú verið gfeiddar kr. 34.500.00 við dýrtiðarvinnu bæjarins. Getum bætt við frágangsþvotti Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Þvottahúsið. Sími 3187. Pappírspokageröin ii.f. \VitastiQ 3. Állsk. pappírspokœ E Vogabúar Munið, ef þér þurfið að að auglýsa, að tekið er á mótí smáauglýsingum i Vísi í i * ■ Verzlun Arma J. Sigurðssonar, Laatglsolisvegl 174 Smáaugiýsingar Vísis eru ódýrastar og fljótvirkastar. Margskonar Koldafatnaiur Hettuúlpur, skinnfóðraðar. Jakkar með loðkraga. Húfur. Sokkar. Síð nærföt o. fl. MARGTÁSAMA STAÐ l.AtiGAVEG 10 — SIMI 336? Kvetipeysur nýjasta tízka. Kven- og barnasundbolir Prjónagarnið er komið Verzlun Guðbjargar Bergþórsdóttir Öldugötu 29, sími 4199. Láfún- stigaskinnur eru nú komn- ar í: Veggíjóðursy erzlun Victors Kr. Helg assonar Simi 5949. — Hverfisgötu 37.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.