Vísir - 26.03.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 26.03.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Fimmtudaginn 26. marz 1953. 71. tbl. Vatnsborð Hwitár hefíi lækkað' til muna § nc Miklar vegaskemmdir á Suðurlands- undirlendi og ýmsir vegir ófærir. Fíóðin í Hvítá hafa rénað til muna í gærkvsldi og nótt og hjá Selfossi hafði vatnsborðið lækkað töluvert á annað fet frá því er það var hæzt í gær. Flóðið í Hvítá í fyrrinótt og í gær varð eitt hið mesta sem komið hefur í ána frá því Í&48, en þá kom eitt mesta flóð í manna minnum. Hvítá hefur fimm sinnum flætt yfir bakka sína í þessum' mánuði og mun slíkt einsdæmi. í öllum þessum flóðum hafa a. m. k. tveir bæir verið umflotn- ir vatni, Útverk á Skeiðum og Auðsholt í Biskupstungum, en í fyrrinótt hækkaði svo mjög í ánni að hún flæddi yfir geysi- stór svæði, bæði fyrir ofan "Vörðufell og flæddi þar yfir nær alla Auðsholtsmýrina og eins yfir landið milil Hestfjalls og Vörðufells og náði allt upp; í Ólafsvallahverfið á Skeiðum. í>ar flæddi umhverfis sex bæi og varð að fara á milli þeirra á bátum í gærdag. Bæirnir Auðsholt og Útverk hafa verið umflotnir dögum saman og vatnið umhverfis bæina 3—4 metra djúpt. Við Útverk hefur ekkert samband verið og. ekk- ert frétzt þaðan frá því s. 1. föstudagskvöld. í gærmorgun sást til báts þaðan, að hann reyndi að komast til næsta bæj- ar, en varð frá að hverfa vegna roks og straums. Við Selfoss flæddi áin einnig yfir bakka sína, braut skörð í veginn sem líggur meðf ram ánni fyrir ofan brúna og seitlaði vatn inn í nokkrá kjallara þorpsins, þá er lægst stóðu og næst ánni. í rigningunum, að undan- f ömu haf a vegaskemmdir orð- ið miklar í ýmsum sveitum Suðurlandsundirlendisins pg samgöngur af þéim sökum teppzt. Þannig var vegurinn upp í Landssveit orðinn ófær fyrir nokkru, en átti að reyna að komast hann á frósti í morg- un. Sömuleiðis var ófært í Þjórsárdal, ófært í Bræðra- tunguhverfið í Biskupstungum og Hrunamannahreppsvegur- inn í þann veginn að verða ó-; fær í gær. Búist var samt við að komast mætti um hann i dag vegna frostsins í gær og nótt. f® El þ@r9 óætan, i saniir ¥Íð sig* Stúdentaráð Háskólans hélt fund í gær og samþykkti þá: vítur á Boga Guðmundsson, annan fulltrúa kommúnista í ráðinu. Lýðræðissinnar stóðu allir að samþykkt þessari, en Bogi haf ði framið freklegt trúnaðarbrot, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, er harm hefur ráðstafað meðalalýsi í heimildarleysi, er safnað hafði verið handa bág- stöddu fólki, staðið i bréfa- skiptum við kommúnista-stú- dentasamband í Prag og gefið út tilkynhingu í heimildarleysi í nafhi stúdeíitaráðs. Þykir sýnt að kommúnistar í stúdentaráði eru ekki frekar hæfir til drengi legs samstarfs þar frekar én annaís staðar, en það kemur raunar fæstum á óvart. 11 r^ykvískir þátttak- enim í skíSsiands- moúm. Keykvíkingar hafa nú á- kveðið þátttöku í skíðalands- mótinu á Akureyri um páskaha og fara héðan samtals 11 kepp- endur, 10 kariar og 1 kona. '"¦":-¦'¦ Reykvíkingarnir taka að þessu sinni aðeins þátt í tveim- ur greinum, svigi og stórsvigl, en hvorki -göngu né stökki. Brun hefur verið lagt niður sem. keppnigrein á landsmótinu., ¦ J Frá Glímufélaginu . Ármanm ¦ fara 5 keppendur, þau Ásthild- ur Eyjólfsdóttir, Ásgeir Jðjgd ólfssoii, Stefán Kristjánsson; Bjarni Einarsson og Haukur Hergeirsson. Frá K.R. fara þrír, þeir Magnús Guðmundsson, Elfar Sigurðsson og Guðmund- ur Jónsson. Frá Í.R. fara einnig þrír þátttakendur, en þeir erii:> Guðni Sigfússon, Þórarinn. Gunnarsson og Grímur Sveinsr:. son. Reykvíkingarnir. munu fara flugleiðis norður eftir helgina> Fárarstjó.ri yerður. Magnús Guðmundssön. Hurð skall nærri hælum. Bandarísk herflugvél komst við illan leik til Prestvíkur í fyrardag, en hún haf ði orðið að fljúga í einum áfanga vcstan um haf. Flugvélin gat ekki lent á fs- landi vegna veðurs hé'r sunn- anlapds.en tók ekki þann k°st- inn að reyna að lenda á Sauð- árkróki. Varð hún því að halda áfram alla leið til Skotlands, en s'vp skall hurð nærri hæl- Um, að flugmennirnir urðu að varpa farángri og öllu lauslegU fyrir borð tií þess að létta vél- ina, ög komst hún á „síðasta "bensíndropanum" til Prestvík- fiarðir bardagar Einkaskeyti frá A.P. — Tokyo í morgun. Undangenginn sólarhring hef- ur verið barizt af kappi um hæð á Corwonvígstöðvunum. í morgun fóru orrustuflug- vélar, sem höfðu sprengjur meðferðis til aðstoðar hersveit- um S. þj. þarna og var varpað sprengjum á liðkommúnista, sem í skjóli stórskotahríðar var að gráfa sér skotgrafir á hæð- inni. írska stjórnin keypti nýlega Veðhlaupahest af Aga Khan fyr ir 250'þús. pund. Verður hann tíl kynbóta. Gilberto. Pontecorvo, bróðir vísindamannsins horfna, hefur verið kpsinn í miðstjórn komm ameliiasí rithfifuncbfélðgin.? AIlsJb®r|aratkvæðagreilft.sla issbs naálIH á Fél. ísL rií!a©£Mmda. Um nokkurt skeið hafa ver- ið starfandi nefndir úr Félagi ísienzkra rithöfunda og Rithöf- undafélagi íslands, til þess að ræða grundvöll að samkomu- lagi um, að félögin samcinist. Fundir hafa verið haldnir í Ibáðum félögunum til þess að ræða ályktun, sem samþykkt var á fundi sameininganefnda félaganna, og er þess efnis, að félögin sameinist. Ályktunin mun þegar hafa verið samþykktá fundi í Rit- höfundafélagi íslands. — Á fundi í félagi íslenzkra rithöf- unda var fyrraefnd ályktun rædd í gærkveldi, og samþykkt tillaga um, að um að umræðan í gærkvóldi skyldí vera fyrri umræða af tveimur, og að alls- herjaratkvæðagreiðsla skuli fram fara í félaginu um sam- eininguna. Sunnanátt væntan- leg fijótlega. Nú er logn og bjartviðri um allan vesturhelming landsins. Norðanáttin hefur alveg dott ið niður, nema á Austurlandi, þar er enn hvasst, en mun lægja með kyöldinu. Horfur eru þær, að hér sunnanlands og suðvest- an muni draga aftur til suð- lægrar áttar og þykkna upp með kvöldinu. Dæm! tfl þess, að rrænn veikfst af neyzlu hans. Islenzlts ffisks beðið aaiell ó|»rey|ti, Fiskur sá, sem almenningur á Bretlandi hefur orðið að lcggja sér til munns undanfarið, er svo lélegur, að hann er naum- ats talinn ætur, að dómi brezkra húsmæðra. Vísir átti í morgun tal við Pétur Sigurðsson, yfirmann landhelgisgæzlunnar, en hann kom frá Bretlandi og Dan- mörku í gærkveldi. Pétur skýrði m. a. frá þvú að hann hefði orðið þess var, að megn óánægja ríkti vegna ófremdarástands þess, sem nú er á fiskmarköðum Bretlands. Kvaðst hann hafa verið gestur fjölskyldu einnar í Lpndpn,' þar sem mál þessi hefði bqrið á góma. Var t. d. fullyrt, að fiskurinn, sem nú fengist, væri svo slæm vara, að þess væru mörg dæmi, að menn hefði veikzt af að neyta hans. Þetta væri ekki aðeins lélegur fisk- ur, heldur skemmd vara. Húsmæður fylgjast vel með. Pétur Sigurðsson kvaðst einnig hafa orðið þess var, að húsmæður fylgdust með áhuga með því sem gerðist í fisksölu- áformum Dawsons, og biðu þær með óþreyju þess, að ís- lenzki fiskurinn kæmi aftur á markaðinn. Þessi frásögn Péturs Sigurðs- sonar styður það, sem menn hafa álitið hingað til, að betri fiskur en sá íslenzki fengist ekki á brezkum markaði, og að allur almenningur harmar til- tæki brezkra togaraeigenda, sem nú vilja skara eld að eigin. köku, meðan íslenzkum úrvals- fiski er bægt frá markaðnum. Myndir bessar eru teknar af flóðunum í Ef ri myndin er tekin af Ölf usarbrú og sér ii anum, og sýnir hún ljóslega vöxtin í ánn? Ólafsvaliahverfinu og sér á brúsarstæði, ^e PP BPÍ. É: .' íifn mv ían fjalls. ystri bakk- ndm er úr > áífu í kafi. Stúdentaskákmótið: iiendingar urSu 3»—4L sæti. íslenzku stúdentarnir, sem þátt tóku í alþjóðaskákmót- inu í Brússel, en því er lokið, stóðu sig mfið ágætum. Urðu þeir í 3ja og 4. sæti ásamt Finnum og hlutu 16% vinning. Sigurvegarar voru Norðmenn og fengu þeir 18% vinning. Alls tóku 16 þjóðir þátt í alþjóðaskákmóti þessu. — í áttundu umferð sigruðu ísléndingar Austur- ríkismenn glæsilega og unnu á öllum borðunum fjórum. 1 þeirri umferð sigruðu Norðmenn Breta. — Nánari fregnir af móti þessu verða birtar í Vísi síðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.