Vísir - 28.03.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 28.03.1953, Blaðsíða 8
SNe&r iem gerast kaupendar VÍSIS eftir If. favers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskiifcmfnr. Laugardaginn 28. marz 1953 35 ár í ustu Thaliu. Jón Eyjólfsson erindreki Þjóðleikhússins hefur nú starf- að í þágu leik- og tónlistar í höfuðstaðnum í meira en ald- arþriðjung. Jón á fjölda vina hér í bæ, sem hann hefur eignazt við þessi störf sín, svo að þeir munu vera margir, sem hugsa til hans þessa dagana. Hann var aðeins 8 ára, þegar hann fár að selja blöð á götunum, og komst þá fljótlega „í takt“ við bæjarlífið, eins og hann segir sjálfur. — Snemma beygðist krókurinn til þess, er verða vildi, því að hann réðst brátt til h.f. Reykjavíkur- annáls, sem hélt uppi revýu- sýningum í Iðnó, og kom það íyrir, að Jón lék 3—4 hlutverk í einni og sömu revýu. Þá seldi hann og leikskrár hjá Leik- félagi Reykjavíkur, og starfaði alls við Iðnó í 31 ár, áðúr en hann gerðist starfsmaður Þjóð- leikhússins. Eins og gefur að skilja, dreif margt á daga Jóns í starfinu vjð Iðnó, svo sem það, er rottur stálúst í að eta kókossmjör og andlitsfarða, og voru þær gráð- ugar í þetta, en hjá Jón hlutu þær makleg málagjöld. í Þjóð- leikhúsinu er öldin önnur, en nóg er þar að gera samt, og Jón gengur að hverju starfi með gleði og atorku. ar að söng opinberlega, þær Jóhanna Óskarsdóttir og Álf- hildur Ólafsdóttir. Búizt er við miklum fjölda dansunnenda í GT-húsið í kvöld og annað kvöld. Ný danslagakeppni _hef í GT-húsinu í kvöíd. All.s líársist daits- »g dægsBrlág iil lieppniie itas', — 35 verða itoáwo. Skemmtifyrirtæki SKT hefur unnið kappsamlega að því að kynna ný, íslenzk dans- og dæg urlög, og í kvöld hefst enn slík danslagakeppni í GT-húsinu. Vísir hefur átt tal við Frey- móð Jóhannsson, sem sér um keppnina, og 'skýrði hann blað- inu frá því, að þátttaka í henni væri geysimikil. Hvorki meira né minna en 100 dans- og dæg- urlög bárust, þar af um 40 vals- ar, 20—30 ,,fox-trottar“, um 20 tangóar, enn fremur bolero, samba, ræll o. fl. Af þessum 100 lögum eru 60 talin mjög frambærileg, en ekki verður unnt að nota nema 35 í keppn- inni. í kvöld verður keppni i gömlu dönsunum, en annað kvöld í þeim nýju. Alls verður keppt fimm kvöld, tvö laugar- dagskvöld með gömlu dönsun- úm og þrjú sunnudagskvöld með þeim nýju, og leikin 7 lög hvert kvöld. Verðlaun verða veitt fyrir beztú lögin í hvorum flokki, 500 kr., 300 og 200 kr. fyrir þrjú beztu í hvorum flokki, og 100 ’kr. aukaverðlaun á hin lög- in, sem til greina koma, en alls konia til úrslita 8 lög í gömlu dönsunum, en 9 í þeim nýju. Hljómsvéit Bjarna Böðvars- sonar leikur fyfir gömlu döns- unúm, ett Bragá Hlíðbergs fyrir þeim nýju. Söngvarar verða Háukur Morthens og tvær ung- ar stúlkur, sem ekki eru kunn- Átta æý skaistahbiips" met staBfest. Í.S.Í. hefur nýlega staðfest 8 ný Islandsmet í skautahlaupi. Af þeim eru fjögur kvenna- met og hefúr Edda Indriðadótt- ir á Akureyri sett þau öll, en það á 500 m., 1000 m., 1500 m. og 3000 metra vegarlengdum. í skautahlaupi karla voru staðfest met Kristjáns Árnason- ar frá Rvík, er hann setti í Noregi í 500 m., 1500 m. og 5000 m. skautahlaupi. Loks var svo staðfest met, er Björn Bald- ursson á Akureyri setti í vetur á 3000 metra skautahlaupi. Kynningarkvöid Guðspekifélagsins. Á morgun verður þriðja kynningarkvöld Guðspekifé- lagsins á þessum vetri. Mun sr. Jakob Kristinsson, fyrri um fræðslumálastjóri, flytja erindi á kvöldi þessu. Er hann ágætur ræðumaður og al- þjóð kunnur fyrir erindaflutn- ing í útvarp. Kynningarkvöldin að undanförnu hafa verið fjöl- sótt, og verður vafalaust hús- fyllir i húsi Guðspekifélagsins annað kvöld. Ss ö í morgun birtist spaugileg frásögn í Þjóðviljanum, bar sem „Félag róttækra stádenía“ hnekkir óhrcðrinum um Boga Guðmundsson. Sem sagt: Kommúnistar hnekkja óhróðri um kommún- istann Boga Guðmund.sson, full trúa þeirra í stúdentaráði. Sýn- ist þetta liggja nokkuð í aug- um uppi, að félag kommúnista í Háskólanum haldi uppi vörn- um íyrir erindreka sinn í Stúd- entaráði, sem það hefur lalif að vinna tiltekið óhæfuverk, eins og allir stúdentaráðsmenn. að kommúnistum undantekn- um, hafa sýnt frarn á, að hann hefur gert. Kommúnistar eru umboðs- menn „alþjóðlegrar, ópólítiskr- ar hjálparstofnunar stúdenta", og þegar svo er um hnútane búið, geta menn gert upp vic sjálfa sig, hversu „ópólitísk*' sú ,,hjá!parstofnun“ er. Boga Guðmundssyni væri annars sæmra að hafa hægt um sig eft- ir frammistöðu sína í þessu lýs- ismáli, og kommúnistarnir, ié- lagar hans, gerá honum er.gan greiða með því að gefa honum siðferðisvottorð og traustsyfir- lýsingu í Þóðviljanum. Bohleti sam- þykkmr. Einkaskeytí frá AP. — Washington f morgun. Atkvæðagreiðslan í öldunga- deild þjóðþingsins um Bohlen eru talinn mikill sigur fyrir ut- anríkisstefnu Dulles og Eisen- howers forseta. Útnefningin á Bohlen sem sendiherra í stað Kennans var samþykkt með 74 atkvæðum ggn 13. Á móti voru nokkrir demokratar með einangrunar- sinnum þeim, sem fylgdu McCarthy og McCarran. Þeim tókst að tefja fyrir staðfesting- unni mánaðartíma, og var með ýmsu móti reynt að gera Bohlen tortryggilegan, en hann var túlkur Roosevelts, enda rússneskumaður og sérfróður um rússnesk mál. Stýttan af síra Friðiriki Friðrikssyni, sem Sigurjón Ólafsson befur gert, og reist muni verða á homi Amtmannsstígs og Lækjargötu. Sr. Fr. Friðrikssyni reistur í vor. Áfeveðið befur verið að reisa myndastyttií a£ síra Friðrik Friðrikssyni, og hefur henni verið V'alinn staður á homi Amtmannsstígs og Lækjargötu. Óþarfi er að kynna sr. Friðrik Friðriksson og starf hans í þess- um línum, svo kunnur er hann löngu orðinn alþjóð sem æsku- lýðsleiðtogi og bamavinur um hálfrar aldar skeið. Sjö manna nefnd hefur starf- að að undirbúningi málsins, og eiga sæti í henni: Dr. Alexander Jóhannesson Háslcólarektor, dr. med. Ámi Ámason, sr. Bjarni Jónsson vigslubiskup, Bjarni il Snæbjörnsson læknir, Einar Er lendsson húsameistari, Valtýr Stefánsson ritstjóri og Vilhjálm ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri. Sigurjón Ólafsson mynd- höggvari hefur gert myndastytt una og verður hún steypt í eir, og því verki lokið og styttan komin fyrir 25. maí n. k., en þá verður sr. Friðrilc 85 ára. — Talið er, að styttan muni kosta um 150 þús. krónur, og verður fjárins aflað með almennum samskotum. Verða þeir vafa- ! laust rnargir, sem munu vilja taka þátt í að kcma styttunni upp. Gestur Þorgrímsson eftir- hermusöngvari, sem komið hefur fram á kynningu skemmtikrafta. Skemmtikraftar með kaffinu. Undanfama þrjá sunnudaga hefur farið fram kynning skemmtikrafía í Þjóðieikhús- kjailanum við mikla aðsókn og ánægju kaffigesta. Þykir þetta hafa gefizt mjög vel, og verður haldið áfram. Á morgun kl. 3.15 verða fjórða kynningin í röðinni, og hefur verið vel vandað til skemmti- krafta. Þar flytur Einar Páls- son leikari smáþátt, og fleiri íistamenn koma þar fram. Lögreglufréttir. í fyrrinótt voru tvö innbrot framin hér í bænum, en iitlu stolið. Annað innbrotið var framið í búðarhús eitt við Njálsgötu og brotnar þar upp fimm geymsl- ur á ýmsum stöðum í húsinu. Úr einni geymslunni var stolið lítils háttar matvælum, en úx hinum var einskis saknað. Hití innbrotið var í nýlendu- vöruverzlun á Hörpugötu 13 í Skerjafirði. Rannsóknarlögregl- an hefur bæði þessi innbrot til rannsóknar. Slys. Um sexleytið í gærdag var lögreglunni tilkynnt um um- ferðarslys á Hverfisgötu, móts við hús nr. 52. Þar hafði 3ja ára drengur, Magnús Jónsson, Vatnsstíg 10A, orðið fyrir bO. Drengurinn var fluttur heim tO sín Og var talið, að hann muni hafa marizt mikið á báðum lær- um og líklegt að hann hafi feng ið snert af heilahristing. Á mánudagsmorgim hefst flutningur 1200 hermanna loft- leiðis til Kenya og hafa Bretar þar nú brátí 5000 manna lið. Ákveðið var að senda liðs- auka þennan áður en hinar blóðugu óeirðir brutusf út í grennd við Nairobi í fyrrinótt, en í þeim varu hús brennd til ösku, fólk myrt eða brennt inni, og er talið, að alls muni hafa látið lífið í blóðbaði bessu talsvert á 3. hundrað raanns. Fjöldahandtökur hafa átt sér stað síðan og um 600 menn ver- ið teknir höndum. í morð- og brennuárásum þessum hefur hryðjúverkastarf- i semi Mau-Mau manna náð há- ; marki. Verður að leita langt aftur í tímann, til þess að leita hliðstæðra atburða, er reynt var að útrýma heilum þjóð- flokkum. Tilgangurinn með á- rásunum nú var án vafa að klekkja á Kykuyú-þjóðflokkn- um fyrir stuðning hans við ný- lendustjómina, sem hefur orð- ið mikið ágen.gt að undanförnu að fá menn úr honum í lið við sig, til þess að hafa uppi á hermdarverkamönnum. Mau- Mau menn slógu hring um þorpið, þar sem flest hryðju- verkin voru framin, og var á- rásin vel skipulögð, vörður sett- ur við öll hreysi o. s. frv. Á- rásir voru gerðar á fleiri þorp. Herlið og lögregla hófu þegar skipulagða gagnsókn með þeim árangri, að þegar hafa verið handteknir nokkur hundruð Mau-Mau menn, grunaðir um þátttöku í blóðbaðinu. Dýrtíð minnkar vestra. Washington <AP). Dýrtíð í Bandaríkjunuxn er nú hrað- minnkandi, að því er segir í til- kynningu ríkisstjórnarinnar. Það er einkanlega verðlag á matvælum sem hefur lækkað, og hefur það farið sflækkanöi seinustu 3 mánuði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.