Vísir - 30.03.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 30.03.1953, Blaðsíða 1
4:3. árg. Mánudaginn 30. marz. 1953. 74. tbL Ragnar Bjarnason bankamaður var enn rænulaus laust fyrir hádegi. Ragnar Bjarnason, hankarit- ari, Laugatcigi 24, fannst með- vitundarláus í íbúð sinni síð- clegis á laugardag. Síðast var vitað um ferðir Ragnars á fimmtudagskvöldið um 11-leytið. Áður hafði hann verið lasinn af inflúenzu, en taldi sig vera á góðum bata- vegi eða jafnvel full-bata. A fimmtudagskvöldið, seint, hitti maður í sama húsi hann að máli, og ha'fði Ragnar þá venð að koma heim til sín úr stvæt- Jsvagni. Urðu þeir samferða inn um dyrnar, og skiptust á nokkr um orðum, og yar Ragnar' þá á allan hátt vel á sig kominn. Maður sá, sem kom með Ragn ari, fór inní herbergi si.tt, sem er ájiæstu hæð fyrir. neðan, og beint undir herbergi Ragn- ars. Sofnaði hann ekki fyrr en kl. 3—4 um nóttina, og heyiði hann þá, að Ragnar myndi vera í herberginu, og yissi enn frern- ur, að enginn myndi haf a komið inn til hans fram að þeirn tíma, þar til hann sofnaði. Syo þegar Ragnars verður ekki Vart, hvorki á föstudag eða fíam eft- ir degi á laugardag, gerir Stefán Bjarnason, bróðir hans, ítrek- aðar tilraunir til þess að ná símasambandi við Ragnar, og hafði fyrst fengið þær upplýs- ingar í bankanum, að Ragnur væri lasinn, en þegar hann svarar ekki í síma heima hjá sér á laugardaginn, fer Stefán, ásamt systur . þeirra, heim til Ragnars kl. 6 síðd. á laugardag. Þá er innri forstofan, sem til- heyrir íbúð Ragnars, og er á rishæðinni, læst, en skráarlyk- illinn stóð í að innan. Brutu þau þá.rúði í hurðinni, gátu á þann hátt náð í lykilinn og opnað. . - Þégar inn kom, lá Ragnar á gólfinu fyrir framan legubekk þann, sem hann hefur sofið á. laskálinn i Seljalandsda! gerónýtist § snjóflóði aðfaranótt sunnudags. Var svo að sjá, sem Ragnar hefði oltiö fram af bekknum. Var hann bólgimi hægra megin í andliti og meðvitundarlaus. Inni i herberginu var allt í röð og reglu, og ekkert, sem benti til, að þar hefðu nein fttök átt sér stað. Föt Ragnars lágu einnig samanbrotin, og ekkert sást á þeim. Ragnar var fluttur í Landsspítalann, og var hann ekki kominn til meðvit- undar laust fyrir hádegi í dag. — Rannsóknarlögreglan óskar að fá upplýsingsr um Ragnar frá þeim mönnum, sem'kynnu að hafa haft tal af honum, eða vitað um ferðir hans á fimmtu- dagskvöldið. Ný getrauo eftir páska, Þegar eftir páskana mun Vísir efna til nýrrar get- raunar f yrir lesendur sína, »g munu verðíaun verða þrenn, allt eigulegir og.gagn- legir munir. Mun getraun þessi verða öðru vísi en sú, sem lauk fyrir skemmstu, en síðar er ætlunin, að efnt verði til nýrrar fegúrðarsamkeppni milli barna, og mun þao verða tilkynnt nánar, er að því kemur. Lesendur eru hvattir til að vera með frá byrjun, og nýit kaupendur geta einnig f ylgzt með, ef þeir hringja í tæka tíð í síma 1660. Myndin ér af Filip hertoga af Edinborg, þegar hann var í heimsókn í N.-Þýzkalandi á dögunum. _______ Liimufaus bríð 1*3 8 sækja unt skólanieistara- stöðu. Atta méníi hafá sótt um embætti skólameistara við menntaskólann að Laugarvatni. Umsóknarfrestur um stöðuna var'útrunninn .28.. þ. m., og hó'fðu þessir menn sótt um embættið: Benedikt Sigvalda- son, B. A., dr. Broddi Jóhannes- son, 'kennari við Kennaraskól- ann, Guðmundur Þorláksson gagnfræðaskóíakenn., Magnús Gíslason, skólastjóri við Skóga- skóla, Ólafur Briem, kennari á Laugarvatni, Steindór Stein- dórsson menntaskólákennari, Sveinn Pálsson, kennari á Laug arvatni og dr. Sveinn Þórðarson .menntaskólakennari. Embættið verðuf veitt frá 1. apríl n. k. Barizt í fii sölum § Rém, Einkaskeyti frá AP. — Bóm í morgun. Róstusamur fundur var hald- inn í efri deild þingsins í gær < og hörðust • þingmenn, en ekki voru þó meíin vegnir. Það var kosningalagafrum- varpið, sem hleypti þessura hita í menn. Gripu menn til þingskjala og hentu hver í ann- an og hófst þannig. leikurinn, en brátt voru blekbyttur, vatns- könnur og annað, er hendi var fiæst, á flugi um þingsalinn. Þrátt fyrir bardagann var frumvarpið, sem er stjórnar- frumvarp, samþykkt, og varð það að lögum, því að fulltrúa- deildin hafði áður afgreitt það'. Kommúnistar eru hinir. æfustu út af frumvarpi þessu og telja því stefnt gegn sér. aría Júlía sækir báta. Nokkru fyrir miðnætti í nótt var tilkynnt, að vb. Stefnir úr Hafnarfirði væri • með brotið stýri sunnan Reykjaness. Björgunarskútan María Júlía, sem stödd var í Reykjavík, brá þegar við. og fór bátnum til hjálpar. Var komið taug yfir í bátinn, og kom María Jú'iía til Hafnarfjarðar kl. 6.30 í morg un með bátinn í eftirdragi. Björgunarskútan lagði þegar af stað aftur að sækja annan bát, vb. Þrist; sem var með bil- aða vél úti af Garðskaga. Vísir átti í morgun tal við Henry Hálfdánarson, skrifstofu stjóra Slysavarnafélagsins, og tjáði hann blaðinu, að ekki væri kunnugt um neinar slysfarir eða skipatjón af völdum óveðurs- ins um helgina. Ennvoru 5 Kykyumenn myrti ir í gær í Kenya, þúsundir blökkumanna voru yfirheyrðir, og um 1200 úrskurðaðir í gæziu vai'ðhald. a tfunapingi. Vegir nœr'. affir ofiærir. Frá fréttaritara Vísis. —*¦ Blönduósi í morgun. Hér má hcíta, aS hafi verið linnulaus hríð síðan fyrir helgi, nema síðdegis í gær, er rofaði éil um tíma. í morgun var aftur versnandi veður, mikil hríð, svo að ekki sást .nema nokkta metra. í byggð er víðast ófært nema þar sem snjóýtur eru fer.gnar til ruðnings, en fjallvegii' allir óf ærir., Norðurleiðabilarnir bruti.ist til Sauðárkróks í nótt, er ýta hafði farið fyrir þeim. Vitað er, að í Hrútafirði eru mikil snjóþyngsli, og að sjáJf- sögðu á Holtavörðuheiði. Gera menn ekki ráð fyrir neinni Umferð um heiðina næstu df.ga. nema með snjóbílum. Ekki er vitað um tjón á mönnum eða skepnum. Suílíoss nálgast NjöKvasuncL Frá fréttaritara Vísis. — Gullfossi í gær. Verðum klukkan 20,00 þvert af Finisterrehöfða, á hádegi á máitudag við Vincent-höfða. Við höfum fengið- suðvest- læga: átt.það, sem af er leið- inni ,og.§tundum allhvassa,.en heilsufar er yfirleitt gptt. Biðja allir fyrir kveðjur til vina og vandamarina. 3 menti tók út — 2 var bjargað. Lmuveiðarinn Strath Allan frá Aberdeen kom hingað síð- degis í gær. Hafði hann orðið fyrir ólagi í veðrahamnum, laskast all- verulega og misst út menn. Þetta gerðist, er skipið var að veiðum 100 mílur úti í hafi. Fékk linuveiðarinn á sig mik- inn sjó og missti út þrjá menn, en tveir náðust aftur. Skipið lagðist alveg á hliðina, en rétti sig brátt aftur. Björgunarbát- inn missti hann og ýmislegt brotnaði eða gekk úr skorðum ofan þilja. Árásin í Keflavík: Dánarorsök heilahrist- incjur 09 Málsskjölin vegna árásarinn- ar á Ólaf Otíesen sjómann, er leiddi hann til bana, hafa nú verið afhent dómsmálaráðu- ney tinu. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti í Keflavik, hefur nú lokið rann- sókn i máli þessu, og afhenti í dag skjölin ráðuneytinu, sem siðan mun taka ákvörðun um, hvað gera skuli, en væntanlega verður gefið út ákæruskjal á. hendur Bándaríkjamanninum og ísléndingnum, sem að áverk- t unum voru valdir. I Krufning á líki Ólafs Ottesens | leiddi í ljós, að dánarorsökin ívar heilahristingur og lungna- (bólga. Annað snjófléð féli á verkfæra- geymslu í Sikti-liilsfirði. Frá fréttaritara Vísis, ísafirði í morgun. Aðfaranótt sunnudags féll snjóflóð á skíðaskála Skíðafé- lags ísafjarðar í Seljalandsdat og gjörónýtti hann. Skáli þessi var 18X10 metrar aS stærð, og tók flóðið um 14 metra af honum, en norður- endinn stendur eftir, en undii' honum var steyptur kjallari. Brakið af húsinu er að mestu á kaf i í f önn, nema þak skálans, sem fauk 15—20 faðma leið í aðra átt en snjóflóðið féll, og má af því sjá, að veðurhæðin. hefur verið geysimikil. Sem betur fór, var enginn f skálanum um þessa helgi vegna óveðurs. Skíðafélagið hefur orðið ,fyrir tilfinnanlegu tjóni, í húsinu, sem byrjað var að byggja árið 1939, voru sex her- bergi, stór salur g eldhús. Þar voru „kojur" fyrir um 20 manns,, dýnur, ábreiður, eld-« húsáhöld og borðbúnaður fyrirt fjölda manns. Óvenjulegt er, að snjóflóðí falli þarna, því að bratti en ekki nærri, en talið, að það hafil myndazt langt uppi í fjalli ogj runnið svo langt vegna þess, aS, harðfenni var og því lítil mót-« spyrna. Annað snjóflóð féll sl. föstu- dag á verkfærageymslu á Kirkjubóli í Skutulsfirði og; eyðilagðist hún, svo og ýmisi verkfæri, en bifreið sem þari var, laskaðist mikið. Gríska lögreglan hefur und- anfarið handtekið fjölda kom^ múnista í Þrakíu. 101 kynnir sér sfysa- vamir eriencfis. Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúS SVFÍ, er um þessar mundir1, staddur í Stokkhólmi, þar sen* hann kynnir sér ýmis öryggis^ mál. ! Jón 0;ddgeir fór utan um áramótin til þess að kynna sér" slysavarnir, hjálp í ví/lögura og fleira, er að starfi hans lýtur. Ferðast hann á vegum Samein- uðu þjóðanna, og hefur dvaliðl í Sviss, Bretlandi og nú siðast í Svíþjóð þessara erinda. Hann. er væntanlegur heim í apríllok, Viðræður hafnar í Ottawa. París <AP). — Viðræðuií franskra og kanadiskra ráð- herrá eru nú hafnar í Ottawa^ Bidault utanríkisráðherra Frakklands kom þangað á laug- ardag frá Washington, og Rene-» Mayer forsætisráðherra hans £ gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.