Vísir - 31.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 31.03.1953, Blaðsíða 4
VÍSIR Þriðjudaginn 31. marz 1953. DAGBLAÐ I |ill '! Kitstjóri: Hersteinn Fálsson. ■ » Skriístofur Ingólfsstræti 3. Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ. AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm líruir). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðj an Inf. Framboðserfi&leíkar hinna rauiu. TT'lokkarnir tiikynna nú sem óðast frambjóðendur þá, sem þeir •*- munu tefla fram við kosningar þær, sem fram eiga að fara í júnímánuði næstkomandi. Eru sjálfstæðismenn þegar búnir að ákveða framboð í einna flestum kjördæmum, svo sem skýrt hefur verið frá í bloðum flokksins jafnóðum, en það er mjög áberandi, hversu erfiðlega rauðu flokkunum ætlar að veitast að ganga frá framboðum sínum. Þetta kemur raunar engum á óvart, sem hefur nokkra nasasjón af því, hvernig högum er háttað á heimilum rauðu flokkanna, því að þar er hver hÖndin upp á móti annari. For- ingjarnir hafa að vísu verið kjörnir af þingum flokkanna, en það*er ekki ævinlega sopið kálið, þótt í ausuna sé komið, og sannast það hvað bezt um þessar mundir á báðum þeim flokkum, sem hér er um að ræða. Eins og menn muna, afþökkuðu margir forvígismenn Al- þýðuflokksins þann heiður að taka sæti í stjórn við hlið Hannibals, er honum hafði tekizt að ná formannssætinu með áhlaupi. Hann fékk þegar eldskírnina í verkfallinu mikla í desember, og kom þá brátt í ljós, hver ofstopamaður hann var og fljótfær, því að þá hafði hann í hótunum um að stöðva orkuverið við Sog, ef ekki væri hægt að knýja kröfur verk- fallsmanna fram með öðrum hætti. Þótti þá mörgum, sem höfðu fagnað kjöri hans í formannssæti Alþýðuflokksins, að ver hefði til tekizt en þeir höfff«u gert ráð fyrir. Hafa vinsældir Hannibals sízt farið vaxandi, og einkum þótti hefnigirni hans koma berlega í Ijós, er ákveðið var, að ekki skyldi hafður raðaður landlisti hjá Alþýðuflokknum við þessar kosningar eins og jafnan áður, en það hefur verið gert til þess að tryggja Stefáni Jóhanni sæti á þingi. Nú ætlar Hannibal að búa svo um hnútana — ef hann gétur — að hinn fyrri foringi verði áhrifalaus með öllu. Þetta mun þó hafa ekki borið annan árangur en þann, að mörgum Alþýðuflokksmönnum þykir Hannibal hafa gengið helzti langt, og hafa risið af þessu úfar með mönnum meiri en áður, svo að nú þykir úr vöndu að ráða. Innan kommúnistaflokksins er ástandið sízt betra, því að þar má segja, að eigi sér stað lokaátök milli þeirra, er vilja skilyrðislaust lúta Moskvuvaldinu og hlýða hverri skipun, sem þaðan berst, og hinna, er vilja ekki vera verkfæri í hendí þeirrar klíku. Blandast engum hugur um, að fram mundi hafa farið fyrir löngu hreingerning innan kommúnistaflokksins hér, ef Moskóvítar væru ekki hræddir við furðanlegan styrkleika Tito-ista. Um hann má ekki vitnast, og þess vegna er reynt að koma í veg fyrir, að upp úr sjóði, en þeim mun meira kraumar í pottinum. Þessar deilur hafa ekki svo mikil áhrif að því er snertir framboð í kjördæmum, þar sem kommúnistar eru alveg von- Jausir um q.ð geta komið manni að, jafnvel til uppbótar, en þeim mun harðari eru þær varðandi framboð, þar sem kommúnistar geta fengið mann kjörinn. Þar vilja Moskóvítar öllu ráða, eins og eðlilegt er, og hika þá ekki við að krefjast þess, að þingmenn víki, ef þeir eru ekki taldir nægilega tryggir réttlínumenn. Yerður fróðlegt að sjá, hvernig deilum þessum lyktar, en sigur Moskóvíta bak við tjöldin um kjördæmin getur orðið þeim dýrkeyptur, þegar gengið verður að kjörborðinu. Er því nokk- urn veginn útilokað, að þeir beri raunverulegan sigur úr býtum, hvernig sem fer. Neytendasamtökin. \yrir nokkru voru stofnuð hér í bænum óvenjuleg samtök —■ neytendasamtök, sem ætlað er, eins og nafnið gefur til kynna, að gæta réttar neytenda á sem flestum sviðum. Munu samtök þessi ætla sér það hlutverk að gæta þess, hvarvetna þar sem því verður við komið, að gæði varnings af öllu tagi haldist í hendur við verðlag hans, svo að neytendur fái jafnan fullt gildi fyrir fjármuni sína. Mun raunar óhætt að segja, að félag þetta muni líta svo á, að því sé ekkert mannlegt óvið- komandi í þessum efnum. Neytendasamtök af þessu tagi hafa náð mikilli útbreiðslu •víða um lönd, og áhrif þeirra eru mikil, þar sem starfsemin er rmeð mestu fjöri. Starf þeirra er raunar ekki einungis í þágu neytenda, því að framleiðendur hafa einnig notið góðs af því, og væntanlega verður hér einnig sú raunin á. Það er ástæða ,lil þéss að fagna því, að samtök þessi hafa komizt á laggir, og J>ar sem hver maður í lahdiíiu er neytandi, er sjálfsagt að veita þeim það fulltingi, sem unnt er, svo að verksviðið verði sem jvíðtækast og árangurinn. sem mestur. RBRKtlR ■ -HVAÐ FINNST YÐUR? VÍSíR SPYR: Er þörf fleiri flokka í stjttrn wná itittt Inndsins 9 Teljið þér skynsamlegt að fjölga íslenzkum stjómmála- flokkum frebar en orðið er? Ólafur Sveinbjörnsson, skrifstofustjórL Frekar fimm. Haraldur Á. Sigurðsson, leikari. Það getur efiaust verið gam- an fyrir lífsglaða og kjarkmikla unglinga að leiki, ög gera ^ I? - „hasa“ og stofna flokk er þeir svo nefna „Tígris- klóna“ eða öðr um skemmti- legum nöfn- um, en eg efast um að slík uppátæki eigi eftir að bæta stjórnarfarið hér á landi til nokkurra muna. Aftur á móti held eg að það yrði happasælla fyrir þjóðina í heild, ef þeir flokkar, sem fyrir eru í land inu og haf a í raun og veru i hliðstæðar stjórnmálalegar | skoðanir og eiga líkra hags- j muna að gæta, reyndu að bæta samkomulag sitt og hættu að. kroppa augun hvor úr öðrum. Stjórn, sem á að baki sér öfl- ugt fylgi landsmánna, fær á- byggilega meiru áorkað þjóð- inni til heilla, en stjóm, sem mynduð er af mörgum smá- flokkum eða flokksbrótum. Magnús Bjömsson, ríkisbókari: Við, sem erum í pólitískum flokkum og sæmilega ánægð, teljum að sjálfsögðu ekki ástæðu til að fjölga þeirn, frekar mættu ein- hverjir and- stöðuflokk- anna hverfa, og ýmis rök mæla jafnvel með því að tveggja flokka skipulag sé hagkvæmast, eða a. m. k. auðveldast í fram- kvæmd. En, það er nú einu sinni grundvallaratriði lýðræðisins, að menn geti haft frjálsa skoð- un og hafi tækifæri til þess að koma henni á framfæri og berj- Framh. á 7. síðu. Fréttin, sem Þjóðviljinn mun aldrei birta. ársins 1952 Það er viðkvæðið í Þjóðvilj- asum um þessar mundir, að hann einn birti erlendar fréttir - og þar sé hann fremri öðrum blöðum. Svona til skemmtunar skal þéss vegna birt hér fregn, sem kemur áreiðánlega aldrei í Þjóðviljanum, þótt útlend sé, því að hún mundi ekki passa í kramið hjá því blaði. Fyrir nokkru var kona, sem heitir frú Lea Sykes Young kosin „móðir ársins 1953“ í Virginia-fylki vestan hafs. Frú Young hefir alið manni sínum 14 börn, en af því að þau hjón voru barngóð í meira lagi, tóku þau sér að auki fimm fóstur- börn, sem misst höfðu foreldra sína. En auðvítað var þetta erf- itt, því að þau hjón áttu að vísu jörð, en hún var ekki stór, og uppskeran oft í litlu verði. Frú Young lét þó aldrei hugíallast, og til þess að-auka við tekjur u manns síns bakaði hún. fyrir nágrannana eða tók að sér sauma fyrir þá. Hún átti ekki aðra ósk heitari, en að börnin gætu öll gengið í skóla, og með elju þeirra hjóna tókst þetta, svo að þau komu öllum börn- unum á legg og þau urðu öll nokkurrar menntunar aðnjót- andi. Sex barnanna stunda til dæmis kennslu, ein dóttirin er hjúkrunarkona, önnur bóka- vörður, og tveir synirnir standa fyrír byggingafyrir- tækjum. Og hvers vegna skyldi þessi frétt ekki mega birtast í Þjóð- viljanum? Jú, svarið er ofur einfalt. Frú Young er nefni- lega; svertingi, og það voru hvítar konur, sem réðu því með atkvæðum sínum, að hún var kosin „móðir ársins“ fyrir Virginia-fylki. Síðar mun hún keppa við mæður frá öðrum fylkjum um: titilihfí\;amefíska móðirin- árið 1953“. Síðan tilkynnt var um úthlut- un listamannastyrksins hefur mönnum orðið nokkuS tíðrætt um breytingarnar, sem gerðar höfðu veriS frá fyrra ári. Eins og svo oft áSur hafa menn ekki ver- ið á einu. máli um hvernig rétt- látast væri að úthluta fjárhæð þeirri, er úthlutunarnefndin hafði til ráðstöfunar. Nöfn þeirra, sem styrk hlutu, hafa verið birf, cn nöfn þeirra, sem útundan urðu, liafa hvergi sést, en mörgum finnst það eðlilegt, að almenning ur fái vitneskju um hvaSa skáld og listamenn hafa ekki þótt hæf- ir til aS hljóta Styrk, en umsókn- ir þó borizt frá. Nöfnin ætti að birta. Um þetta hefur Bergmáli bor- izt bréf frá M. J. og fer þaS lxér á eftir: „Nokkur úlfaþytur hef- ur þegar orðið vegna úthlutunar styrksins til skálda og listama nn.t og lítur út fyrir að sá stormur sé ekki strax um garS genginn. ÁS- ur en meira er að máli þessu vik- ið, er það ekki aðeins ósk min lieldur krafa til úthlutunarnefnd- arinnar, að nöfn þeirra 57, sem fundu ekki náð fyrir augum henn ar, verði birt opinberlega. Yænti ég að blöð bæjarins verði fús til þess að fórna rúmi undir slíka upptalningu, þar sem um er að ræða mál, sem alþjóð varður og gerir úthlutunarsamanburðinu auðveldari. M. J.“ Réttlætiskrafa. Sýnist mér að það sé sjálfsagt, og hefði reyndar alltaf átt að vera að nöfn þeirra, sem ekki Iiiutu neinn styrk, en sendu umsóknir, yrðu lika birt. Féð, sem úthlut- unarnefndin hefur til umráða er almennings eign og cðlilegt að hann geti þvi fylgzt með því hvernig þvi er varið. Það gerir hann ekki nema að hálfu leyti með því einungis að fá að lieyra nöfn þeirra, sem s.tyrk liljótá, Það gæti verið að ýmsir yrðu settir hjá, sem verðugir væru, þótt þeir geti ekki tekið upp merkið fyrir sjálfa sig. Mér fyndist að útlilut- únarnefndin ætti að senda blöð- unum allan nafnalistann næst. Og í þetta skipti væri það vel þegið að nöfn áðurgreindra 57 væru birt. Skíðaskáli ónýtist. Þær fréttir bárust í gær vestan frá ísafirði, að skíðaskálinn í Seljalandsdal hefði orðið fyrir snjóflóði og skálinn væri nú ger- ónýtur. Er að þessu mikið tjón fyrir Skíðafélag ísáfjarðar, en skiðaskáli þessi var mjög myndar legúr, 6 herbergi, stór salur og éldhús. í skálantim gáín hæglega gist um 20 manns, og úm páska- helgina hefði verið þa'r fuUskip- að, ef skálinn Iiefði vorið lteill. Mesta mihii var að' enginn yar i. sbálanum,svo tjón varð ekkert á mönnuin, sem betur fór. Allmargt fólk hefur undanfarin ár i'arið liéðan úr bænum vestur til I’sa- fjarðar urri páskana, aðállega tit þess að slunda skiðaíþróttina og má gerá ráð fyrir að cyðilégging skálans af snjóflóðinu vcrði til þess að færri fari en clla. — kr„ Y Spakmæli dagsins: Ekki kcmur dúfa úr hrafnseggi. Nr. 399. Eitt sinn þá á vegi var, virðár ráði fréttirnar, brögnum mætti þrcmur þar og þeirra nöfn í vasa bar. Svar við gátu nr. 398; " Ár.'; ' u ' ■' !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.