Vísir - 01.04.1953, Page 4

Vísir - 01.04.1953, Page 4
Vf SIR Miðvikudaginn 1. april 1&53. DAGBLAÐ | f [-r ! Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ. Aígreiðsia: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (finam linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan lnf. Einlægni eða undirhyggja. Tpjau tíðindi gerðust á mánudaginn, að einn helzti foringi kín- verskra kommúnista tók til máls fyrir þeirra hönd, og tilkynnti, að kommúnistastjórnin í Peking væri nú reiðubúin til þess að hefja á ný viðræður þær um vopnahlé, sem staðið höfðu árangurslaust mánuðum saman til skamms tíma. Höfðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hætt viðræðunum fyrir nokkru, þar sem sýnilegt var, að kommúnistum kom ekki til hugar að gera neitt samkomulag, og vildu ekki nota fundina til annars en áróðursbragða. Ásteytingarsteinninn var skipti á föngum, þar sem kommúnistar gerðu þá skilyrðislausu kröfu, að fram- seldir yrðu allir fangar, hvort sem þeir vildu hverfa til heim- kynna sinna eða ekki, en hersveitir Sameinuðu þjóðanna höfðu tekið mikinn fjölda fanga, er höfðu verið neyddir til herþjón- ustu af kommúnistum eða töldu af einhverjum öðrum orsökum, að betra mundi að hverfa ekki til heimalands síns, þar sem kommúnistar ráða. Á þessu atriði strönduðu allar umræður, þótt fulltrúar Sam- einuðu þjóðanna teygðu sig eins langt til samkomulags á öðrum sviðum og unnt var. Voru menn orðnir vonlausir um, að sættir gætu komizt á, unz fulltrúi Indlands hjá Sameinuðu þjóðunum bar fram nýjar tillögur, sem glæddu vonir manna lítið eitt um að hægt væri að finna lausn, sem allir gæti fallizt á. Indverjar stungu upp á því meðal annars, að þeim föngum, er vildu ekki fara til heimkynna sinna, skyldi fengið hæli í hlutlausu landi, þar til komizt hefði verið að samkomulagi um framtíð þeirra. En þessar tillögur hlutu sömu örlög og allar aðrar, sem fram höfðu komið. Kommúnistar vildu ekki sinna þeim að neinu leyti. Nú hafa þeir hinsvegar snögglega snúið við blaðinu, þar sem Kínverjar tilkynna, að þeir sé nú aftur til við*tals, og vilji fallast á þessa lausn. En þar sem afstaða þeirra hefur hingað til verið gagnstæð þessu, hlýtur þetta að vekja hugleiðingar um það, hvort hér sé raunverulega um hugarfarsbreytingu að ræða hjá Kínverjum — og þó vitanlega fyrst og fremst hjá hús- bændum þeirra í Kreml — eða þetta sé aðeins enn eitt atriðið í friðarsókn Malenkovs. Á það hefur verið bent, að hann láti nú vinalega við lýðræðisþjóðirnar og er þetta síðasta í samræmi við það, sem á undan er gengið. Það virðist ekki ástæða til þess að ætla, að herrarnir í Kreml hafi stigið á stokk og strengt þess heit, að þeir skyldu verða góðmenni eftir andlát Stalins. Frá sjónarmiði kommúnista er það vafalaust meginatriði í tillögu Kínverja, að þeir vilja losna við alla erlenda heri frá Kóreu, og skaginn er sennilega einnar messu virði í þéirra augum, ef það fæst fram. Gegn því má vafalaust fórna nokkrum mönnum, sem kunna ekki að meta dásemdir kommúnismans. En ef gengið yrði að þessum skilyrðum kommúnista, mundi Kórea vera í sömu aðstöðu og í júní 1950, þegar þeir ruddust suður yfir 38. breiddargráðu. Og hvar er þá tryggingin fyrir því, að ekki yrði leikinn sami leikurinn á ný, þegar allar her- sveitir Sameiuðu þjóðanna yrðu á bak og brott?®, Enginn þarf að ætla, að kommúnistar sé fallnir frá áfoi'm- um sínum um áð ná heimsyfirráðum. Þeir breyta aðeins til um bardagaaðferðn', þegar hinar eldri gefast illa. Vel kann að vera, að hér ,sé aðeins um slík loddarabrögð að ræða, og raunar sennilegast. Flokkisr framtíiarinnar!! A Iþýðublaðið segir lesendum sínum í fyllstu alvöru í gær, að enginn geti borið á móti því, að Alþýðuflokkurinn hafi fengið miklu áorkað á undanförnum árum. Úr því að enginn getur borið á móti því, er víst ekki vert að gera það. Það er betra að taka til athugunar, hvað áunnizt hefur. Og það er — á fáum orðum sagt — að flokkurinn hefur farið hraðminnkandi. Já, það er rétt, að foringjarnir hafa sýnt mikinn dugnað við að krækja sér í embætti, en þeim hefur orðið ágengt við að gera flokkinn að engu. Hann hefur minnkað við hvert afrek. En Alþýðublaðið getur þess einnig, að flokkurinn eigi sitt- hvað eftir í pokahorninu af áhugamálum, því að það, sem gert hafi verið til þessa, sé ekki nema lítill hluti þess, sem hann ætli að gera. Það er gott að vita, og þegar maður athugar það, sem á undan er gengið, verður manni næst að ætla, að flokkur- inn hafi nú til alvarlegrar athugunar að fá svo miklu áorkað, að hann verði alveg úr sögunni. Það skal tekið fram, að ekki þarf mikið til, en þá ér mönnum spurn, hvernig það getur koniið heim við þá sta'ð&æfingu' Alþýðublaðsins, að Alþýðuflokkurinn sé flokkur framtíðarinnár. Kannske kratar trúi á líf eftir ■dauðann! Margt er skriíjS Hefir siglt 150 sinnum milli Macao og Hongkong. Er vegabréMaus og því hvergi 99í húsuxn hœfnr/‘ Fyrir nokkrum dögum var maður að nafni M. P. O’Brien settur í „kjallarann“ hjá lög- reglunni í Macao, portúgölsku nýlendunni við S.-Kína. Sennilega er það ekkert nýtt, að menn sé settir í fangelsi þar, því að í nýlendunni mun vera samankominn mesti trantara- lýður, en þó hefur O’Brien sér- ; stöðu, svo sem nú skal frá sagt: Þ. 18. september sté maður þessi um borð í ferjuna Lee Hong í Macao og var förinni heitið til Hongkong, enda geng- ur ferjan aðeins milli þessarra tveggja hafna. O’Brien kvaðst þurfa að ná sambandi við fyr- irtæki eitt, en hann hefði starf- að við útibú þess í Shanghai. Þegar til Hongkong kom fékk hann ekki landgönguleyfi þar, því að hann var vegabréfslaus. Hann var því sendur aftur til Macao, en þar varð hið sama upp á teningnum — ekkert vegabréf, ekkert landvistar- leyfi. Og síðan hefur M. P. O’Brien siglt fram og aftur milli þess- arra 2ja útvarðastöðva Vest- urlanda á ferjunni Hongkong, og er hann var loks tekinn á dögunum, hafði hann farið 150 sinnum hvora leið. O’Brien segist vera amerísk- ur borgari, og hefur fengið bréf frá bróður sínum í Bandaríkj- unum um það. Hann hafi starf- að í Shanghai í 20 ár, er hann hélt suður á bóginn, og fyrir- tæki það, sem hann ætlaði að ná sambandi við — A. P. Patti- ;son & Co. — greiðir honum laun reglulega, því að ekki er því að heilsa að O’Brien fái að fljóta með ferjunni endur- gjaldslaust. Hann verður að borga fyrir fæðið. Bandaríkjastjórn segir hins- vegar, að O’Brien sé fæddur í Budapest, og fái því ekki amer- ískt vegabréf — og þar við situr. En síðan O’Brien fór um borð í Lee Hong í september hefur verið skrifað um hann í flest blöð heims, og hann hefur fengið furðanlega mikinn póst, sem hann svarar samvizkusam- lega. Og margir hafa hjálpað honum, látið þvo af honum, útvegað honum hlífðarföt og jafnvel sent tannlækni um borð, til þess að láta draga úr honum tönn. En um daginn neitaði kauði að greiða vikufæði, taldi það ekki mannamat, og þá lét skipafélagið færa hann í fang- elsi. Hljómleikar Detlefs Kraus. Detlef Kraus píanóleikari hélt tónleika á vegum Tónlist- arfélagsins í Austurbæjarbíói þriðjudag og mið/ikudag sl. við mikla hrifningu áheyrenda. Við fangsefni voru sónata í a-moll (K 130) eftir Mozart, 3 lög eftir Couperin, sónata í as-dúr (op. 26) eftir Beethoven, 3 lög eftir Albeniz og fantasía í f-moll eftir Chopin (op. 49). Þessi ungi píanósnillingur er eftirtektarverður listamaður. Hann hefur mikla tækni, skap- hita, samfara íhygli, og hæfi- leika til að skynja höfuðatriði °g byggingu verksins, án þess að missa þó sjónar á nokkru einstöku atriði. Eftirtektarverð- ust er meðferð hans á Chopin (auk fantasíunnar lék hann aukalög). Kemur þar einkum fram hin karlmennskulega, víg- djarfa hlið tónskáldsins og rök- vísi, sem mörgum hefur viljað dyljast. Detlef Kraus á sér efalaust mikla framtíð, enda hefur veg- ur hans vaxið mjög undanfarið á meginlandi Evrópu. Væri fróðlegt. að; heyra hann aftur leika. B.G, PHbtrmn sótti illa tíma. Vísi lieftir borizt greinar- gerð frá kennurum Laugar- vatnsskóla vegna blaðaskrifa, seni orðið hafa vegna brott- vikningar eins nemandans það- an, Péturs A. Ólafssonar að nafni. Greinargerð þessi er lengri en svo, að Vísir geti birt hana í heild, enda ekki að þessu máli áður vikið hér í blaðinu. En megininntalc hennar er þetta: Pétur A. Ólafsson nemandi kom aðeins í kennslustundir er honum sýndist, og stafaði þetta ekki af veikindum, sem m. a. mátti sjá af því, að hann sótti flesta sundtíma. Skólastjóri kom þráfaldlega að máli við | nemandann og bað hann að bæta ráð sitt, en án árangurs. Dagbók bekkjarins hvarf, og , viðurkenndu bekkjarbræður , hans að hafa eyðilagt hana. i Bókin hefði getað sannað sak- leysi piltsins, ef saklaus hefði verið. Þegar sýnt var, að Pétur j myndi hverfa úr skólanum, ! tilkynntu bekkjarbræður hans t skólastjóra, að þeir myndu allir hverfa úr skóla, ef Pétur fengi j ekki að vera þar áfram. Hins I vegar bauð skólastjóri þeim er vildu að þreyta próf við skólann í vor. Þá hefur Vísi bórizt greinar- gerð frá stjóm Mímis, félags menntaskólanemenda á Laug- arvatni, þar sem því er lýst yf- ir, að sambúð menntaskólanem- enda og Bjarna Bjamasonar . skólastjóra hafi verið með á- Igætum, en að samskipti þriðja bekkjai* og skólastjóra séu menntaskólanemendum óvið- komandi, enda um tvo skóla að ræða. Greinargerðinni ; lýkur með þökkum Mímis til: skóla-; stjórans ’ fyrir störf hans að Laugárvatm. Kunningi okkar, „Gamli“, lief- ur scnt Bergmáli bréf um dægur- söngva, danslagasamkeppni SKT o. fl. Hann segir: „Það er alkunna hve dægur- söngvasmiðum hér (sbr. Ijóða- smiðum) liefur mistekist lierfi- lega að semja dægursöngva. Það má heita hrein undantekning, ef það tekst, án þess að misbjóða islenzkri tungu. Nú er sannleik- urinn sá að ýms góðskáld þjóðar- innar hafa fyrr og siðar ort vin- sæl Ijóð svo léttilega, að þau urðu á hvers manns vörum — en þeir vönduðu bara smiðina svo veí, að þau urðu fyrir „sunnan og öf- an“ þá dægursöngva, sem þó hafa margt til síns ágœtis, en 'var skammt líf ætlað. En þau yíja og gleðja i svip og ber það sízt að lasta. Lögin og Ijóðin. Nú er það alkunna, að mikiu veldur iim vinsældir ljóða, að lögin við þau séu góð, og nái til hjartnanna eigi siður en Ijóðið. Mætti margt um það segja, cn rúm. rnun vart leyfa. Sumir dægur- söngvar eiga sér þau örlög, og lögin við þá, að lyftast upp í æðra veldi, og verða varauleg eign — gleymast að minnsta kosti ekki — eiga fyrir sér að koma aftur fram. Þetta stafar af þvi einfald- lega, að þarna hefur ekki — hvorki að þvi er varðar ljóð né lag', — verið neinn „klambrari“ að verki, og Ijóðið, á þeim vængj um sem smiður lagsins hefur gef- ið þvi, eins og svifur að barmi hvers óspillts inanns, sem á næga smekkvisi og næmleik til þess að taka vel slikum gesti. Báglega tókst enn — Ég, scm þessar linur rita. er hvorki það gamall að árum né i. anda, að ég geti ekki notið góðra dægurlaga — og söngva — og væri jafnvel til í að fá mér snún- ing hjá Freymóði, hvort sem dansarnir eru gömlu dansarnir eða þeir nýju — og þftð er ein min bezta hvild og skenuntun, að hlusta á slík lög, bæði ensk, þýzk og skandinavisk, því að þótt þau séu misjöfn, eru jafnan indæl lög innan um, sem bæta hin upp. Mér hefur oft Rmdizt, að af handahófi hafi verið vandað til vals þeirra danslaga, sem leikin eru í útvarpið hér, er þar eru þo' innan um mörg góð lög og skemmtilegir söngvar, cinkanlega fyrsta klukkutímann eða svo, en er fram í sækir versnar oft. — Þar sem ég er einn þeirra mörgu sem telja það áhyggjuefni, hve illa gefðir og efnislausir dægúr- söngvar ög lélcg lög hafa spill- andi áhrif á æskulýðinn, og jafn- vel smekk manna yfirleitt, hef ég lagt það á mig, að hlusta á úl- varpið frá danslagákeppni SKT, í von um að sú viðleitni sem þar er óncitanlega um að ræða, liefði borið eiiílivern góðan árangur. En báglega tókst enn — Leirburðarstagl og holtaþokuvæl. Ég verð að segja það eins og það er, að ég hlÚstaði á þetta tvö kvöld mér til mikijs angurs. Það var að minum dómi aðeins einn frambærilegur dægursöngur, allt hitt „leirburðarstagl og holta- Gáta dagsins. Nr. 400. Fann eg tvær á velli. 'þeer voru komnar að elli, beinlausar voru þær báðar, Bragnar mega 'þáð ráða. Svar víð gátu nr. 399: Skafti. Hjalti- Eggert.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.