Vísir - 07.04.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 07.04.1953, Blaðsíða 4
VÍSIR Þriðjudagínn 7. apríl 1953. BEZT AÐ AUGLYSA1 VlSl Bréfaskriftir Vil komast í samband við mann sem er vanur erlenaum bréfaviðskiptum og verðútreikningum. Tilboð sendist blaðinu merkt: Bréfaskriftir strax — 35 DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson* Skrifstofur Ingólfsstræti 3. tJtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. 'Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan b.f. Grímur Grímssoti, 60 ára. Grímur er fæddur að Naut- hól við Skerjafjörð 7. apríl 1893, og er því innfæddur Reykvíkingur. Gii&inn var ekki óskeikuil. "T^að dylst víst engum manni, er fylgzt hefur með nokkurri ■ athygli með atburðum þeim, sem verið hafa að gerast austur á Rússlandi síðustu dagana, að því fer mjög fjarri, að lokiðí sé átökum þeim, sem spáð var, að verða mundu um völdin þar eystra vegna dauða Stalins. Það var að vísu tilkynnt, nokkru eftir að harðstjórinn hafði sagt skilið við þenna heim, að einn hinna yngri í hópi lærisveina hans — Georgi Malenkov — hefði erft hásætið, en þó virtist einhver óskiljanlegur dráttur verða á því, að það væri gert heyrin kunnugt. Svo sem menn rekur sennilega minni til, þótti nauðsynlegt að fresta fundi í æðsta ráðinu, áður en það gat komið saman, til þess að samþykkja á fáeinum mínútum, hver verða skyldi eftirmaður Stalins. Síðustu atburðir, sem gerzt hafa á þessu sviði heims- viðburðanna, geta að vísu haft sínar eðlilegu orsakir, en þó fer varla hjá því, að jafnvel gallhörðum kommúnistum brygði í brún, þegar það var skyndilega gert heyrin kunnugt fyrir veröld allri á laugardag, að læknarnir níu — og sex að auki — hefðu verið látnir lausir. Fyrir fáeinum vikum hafi þeim verið borið það á brýn, að þeir hefðu gert sig seka um mann- dráp, og að þeir hefðu að auki viljað koma enn fleiri mönnum í hel en þeim hefði tekizt. Og þeír höfðu ekki aðeins verið látnir lausir, og af þeim létt allri sekt, heldur hafði og kvenlæknir sá, er hafði „komið upp um“ glæpsamlegt at- hæfi þeirra, verið sviftur heiðursmerkí því, sem hún hafði fengið fyrir árvekni sína. Og kona þessi hefði fengið hvorki meira né minna en Leninsorðuna, svo að Ijóst var, að hún hafði ekki unnið til neinnar smávægilegrar umbunar með uppljóstunum sínum. Þenna atburð er ekki hægt að skoða einan út af fyrir sig, heldur verður að hafa í huga, að aílskonar hreinsanir og hefnd- arráðstafanir hafa um árabil verið að heita má daglegur við- burður í Rússlandi og öðrum löndum, er kommúnistar ráða, enda er það ævinlega svo í lögregluríkjum, þar sem ein- staklingnum er fórnað umhugsunarlaust eftir geðþótta yfir- valdanna. Og úr því að það er nú komið á daginn, að læknarnir voru ákærðir saklausir og pyntaðir, til þess að játa á sig upp- lognar sakir, hvað þá um allar þær þúsundir, sem hafa á undan- förnum rúmum þremur áratugum játað á sig hverskyns afbrot og ódæði í löndum kommúnista. Hversu margir þeirra voru aðeins fórnardýr ofsóknarsjúkra harðstjóra og vei'kfæra þeirra? Hvað um alla hina gömlu bolsivika, sem Stalin lét gera höfðinu styttri, til þess að tryggja völd sín? Hvað um t.d. Slansky- réttarhöldin í Prag, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt? Svona mætti lengi telja. Þó hlýtur það að raska mest jafnvægi kommúnista, að það var meðan Stalin var enn sagður lifandi og allsráðandi, sem Jæknarnir voru dæmdir fyrir ódæðin — er þeir teljast nú salt- lausir af. Þegar á.það er litið, að Stalin var talinn óskeikull af fylgismönnum sínum, og það hefur nú verið sannað rækí- lega, að hann hafi síður en svo verið það, þar sem allt hefur verið gért í nafni hans, hlýtur sannfæring kommúnista varð- andi hvaðeina. sem þeir töldu bjargfast og óbifandi, nú að vera sem rerr af vindi skekin. Það hlýtur því að vera venju fremur erfitr. að vera kommúnisti þessa dagana. Þar vann Grímur þar til íshús- ið hætti störfum. Grímur er einn af hinum eldri Reykvíkingum, traustur, vin- fastur og tryggur, vinnur störf sín af trúmennsku og skyldu- rækni. Yinir Gríms munu í dag minnast hins sextuga unglings og óska honum og fjölskyldu hans heilla og blessunar í fram- tíðinni. Heill þér sextugum. Hlöðver. Kornungur byrjaði Grímur við ýmsa snúninga og fisksölu, og þar sem kappið og viljinn var mikilL, hlífði hann sér ekki, og ætlaði sér um of, enda ber hann þess- ætíð merki. Grímur réðist ungur til Nordalsíshúss og er bezt þekkt- ur sem „Grímur í íshúsinu“. Grænt khakiefni í gallabuxur, nýkomið. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Sími 3102. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður. Austurstræti 1. Sími 3409. WW^VWtfWWUWWVVW Lækkað verð. I^jóðviljinn skýrði frá því í síðustu viku, að enn hefði verð- -lag á ýmsum nauðsynjum verið lækkað í Sovétríkjun- iim, og væri hér um sjöttu verðlækkun að ræða á jafnmörgum árum. Svona sé nú farið að þar, meðan allt hækki í vest- rænum löndum. Þeir, sem verið hafa fyrir skemmstu í löndum austan járn- tjalds skýra hinsvegar frá því. að engrar verðlækkunaröldu gæti þar, svo að ekki eru þær bráðsmitandi þessar verðlækk- anir Rússa. Þaðan er nefnilega þá sögu að segja, að verðlag er hækkandi, og auk þess svo mikil hörgull á nauðsynjum af ■öllu tagi, að slíkur skortur mun vart hafa gert vart við sig á stríðsárunum. Verður ekki séð, þegar á það er litið, að komm- únisminn hafi bætt mikið kjör þeirra þjóða, sem undir. hann hafa verið beygðar með vopnavaldi, enda þótt verið geti, að alþýða manna í Rússlandi sé látin njóta þess að einhverju leyti, hversu leppþjóðirnar eru mergsognar. Að öllum líkindum mundu þær þjóðir fagna þ.ví, ef þær mættu verða aðnjótandi ■verðhækkana í vefifeænum löndum. ( En er það ekki táknrænt fyrir áróður kommúnista, að Þjóðviljanum skyldi afhent fregnin um verðlækkun nr. 6 Jaann 1.,apríl'?,, , ; ... : Nýkomnir amerískir með þrískiptri peru. — Verð kr. 665,00. Einnig amerískir borðlampar, verð frá kr. 147,00, H.f. Rafma^n Vesturgötu 10. Sími 4005. wwytfVvvwvftWVWrtiwwwwwwvwtfWWWWW 'argt er shrítiS, Kiiuturnar beirs en sláttuvélar. borgar sig.' IS 88 gVÍÉ «©251 i 53 Það er nauðsynlegt að hafa ráð undir rifi hverju, því að þá er enginn Iþröskuldui* óyfirstíg- anlegur. -Og það er áreiðanlegt, að þeir munu seint deyja ráða- lausir, áströlsku stúdentarnir við háskólann í Sydney, sem nú skal frá sagt. Þeir komust nefnilega að því, að það er hægt að græða á sauðfénaði, þótt ekki'sé selt af þeim kjötið eða uliin, og nú eiga þeir 13 kindur — sem þeir leigja út. Þeir hafa nefnilega uppgötv- húseigendur eru oft ið að slá grasblett- þess vegna leigja þeir féiagar kindurnar sínar, svo að þær geti séð um ,slátt- inn“. Auglýsa þeir þessa starf- semi sína í blöðum borgarinnar, og eru þær: eitthvaðiíá; þessa leið: „Leigið yður kind! Hvers vegna ættuð þér að strita við að slá blettinn yðar um dýr- mæta helgi?“ Eða: „Látið kind létta af yður erfiðinu. Bítur blettinn betur en nokkur sláttu- vél. Aufúsugestur hjá öllum börnum.“ \ Þéir félagar setja upp 10 shillinga fyrir ,,slátt“ á bletti af venjulegri stærð — það er að segja kindin er hjá „notand- anum“ í eina viku. Ef menn óska eftir að fá slíka „sláttu- vél“ senda heim, kostar það shillingi meira. Hálsband er á hverri kind og löng festi, svo að hægt sé a,ð tjóðra hana á hent- ugum stöðum, og auk þess er nafn kindarinnar letrað á háls- bandið, svo að þeir, sem taka ástfóstri við einhverja sérstaka kind, geta fengið hana aftur. Stúdentarnir geta þess, að þeiri muni á þéssu áii fjþlga f járstofni sínum verulega vegna mikiliár 'éftirsþumar. Þeir Iiafa vafalaust orðið skritn- ir í franian margir kommúnist- arnir íslenzku, er þeir heyrSu það tilkynnt frá Moskvu, aö búiS væri að láta lausa læknana 15, sem sakaðir voru um að hafa myrt Zhadnov og setið á svik- ráðum við aðra förvigismemi Sovétþjóðarinnar. — Það mua ekki hafa komið fyrir áður, að hiklaust sé viðurkennt úr þeirri átt að beitt sé aðferðum til þess að fá sakborninga til að játa, sem ekki samrýmist venjulegum siðgæðishugmyndum. Hvað boðar þetta? Menn bollaleggja nú um hvað stefnubrcyting þessi kunni að boða, og eru uppi tilgátur uni að Sovétstjórnin hugsi nú til þess að vingast við vestrænar þjóðir. Muni vera ætlunin að láta líta svo út, að til Stalins og stefnu: hans megi rekja flest það illa í stjórnarfari Sovétrikjanna, en nú eftir lát þess mikla manns konii nýir tímar. Margt bendir að minnsta kosti ótvírætt til, að Stalinsstcfnan hafi orðið undir i breytingunum á stjórn landsins. Eftir er svo að vita, hvernig á- framhaldið verður. Rættist úr veðrinu. DymbiJdagar hófust með versí.i veðrí hér syðra, norðanroki og snjókomu, og voru magrir farnir að örvænta um að fridagarnir myndu nýtast útivistarfólkinu. Err öll él birtir upp um siðir, og á páskadag var komið bezta veður. Og um sjálfa páskahelgina, páska- dag og annan páskadág, var hreint og fagurt veður, milt og sólskin. Komust þvi margir út úr bænuni með skíðin sín, eins og gert var ráð fyrir. Það rættist lika úr veðrinu fyrir norðan, en endaði á blíðveðri, svo segja má að allt sé gott, þegar endirinn er allra beztur. Slysfarir. Þau hörmulegu tíðindi skeðu á föstudaginn langa, að snjóflóð féll á bæ í Svarfaðardal, og f-ðrst tvennt, en tvcnnt var grafið lif- andi í fönn efíir nokkrar klukku- stundir. Allvíða féllu snjóflóð fyrir norðan eftir fannkyngið, sem setti niður fyrri liluta s.l. viku, en annars staðar iliun ekki hafa orðið neitt tjón. Þar, seni bærinn stendur, er snjóflóðið kom á, er ekki vitað að fallið hafi snjóflóð áður. Þenna sama dag brann bær i Rangárvalla- sýslu og varð ekki slys á fólki, en mikið eignatjón, því að litlu sem engu varð bjargað. Þarf stærri vagn. ÞaS er greinilegt að nauðsyn ber til að stærri og rúmbetri bíl- ar séu notaðir á Bústaðavegsleið- inni, en nú er þar tiðast í ferð- mn. Kom þetta einkum greinilega í ljós um páskana, þegar vagnimr þurfti að flytja um 80 manns i sumum ferðum, skilja margt fólk eftir o. s. frv. Það er óhætt að fullyrða, að nýr vagn SVR settL erindi á þessa leið meðan ferð- um er ekki fjölgað. Gáta dagsins. Nr. 401. Hver er sú með sætan són, seg mér hennar heiti; gerir bæði gagn og tjón, garða yzt við reiti? Svar við gátu nr. 40Ó: Vörður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.