Vísir - 07.04.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 07.04.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 7. apríl 1953. VlSIR T—- % ■ reKei«uesas^«*i!aawsaacaa« '' ^enni^e? ^4mei: 34 w 1 súlarátt ið í landshöfðingjaveizlunni um skemmdarverkin, sem hér hafa verið framin.“ ,.Hvað sagði hann?“ spurði hann allhvasslega. „Að það hlyti að vera eitthvert annað vald en peningavaldið, sem notað væri til þess að knýja eyjarskeggja til ódæðisverka.“ „Og hvað sagði hann annað?“ „Ekkert, en það er hlægilegt til þess að vita, að þessi skemmd- arverk eru unnin, Mark.“ „Vitanlega. Sjáðu, Sara — bráðum verðum við komin upp á háhássinn. Það er fyrirtaks útsýn er þangað kemur.“ Og vissulega var það fögur sjón, sem við blasti — slíkan gróður hafði hún aldrei séð. Sara gat ekki annað en rekið upp gleði- og undrunai'óp. „Þarna er St. Michael,“ sagði hann. „Bandamenn eur að byggja þarna mestu viðgerðarstöðvar og hafnarkvíar í Vestur-Indíum. Kristófersey er mikilvæg ey, ekki aðeins vegna þessara mannvirkja heldur og vegna mikilvægs útflutnings, málma og landbúnaðarafurða." St. Michael var lítill, óhreinlegur bær. Þar var mergð kofa . og ein verzlun eða „bazar“, þar sem hlnir innbornu eyjarskeggj- ar seldu varning sinn. Hinar nýu hafnarkvíar, sem verið var að vinna að, voru vel varðar, og virtist ógerlegt að komast nálægt þeim. Gistihús hafði verið reist fyrir hina bandarísku verkamenn, sem þar unnu. Það var hvítmáluð bygging með spænsku lag'i. Þegar þau Mark og Sara höfðu litið inn á baz- arinn stakk Mark upp á því, að þau litu inn í gistihúsið, ef þau gætu fengið þar te til drykkju, en er þau voru að ganga þar inn, A’att sér að Mark innfæddur eyjarskeggi, sem var að selja skart- glingur, hálsfestar og' þvi um líkt og sagði: Þér skilduð dálítið eftir í bátnum, herra, þegar eg reri yðui' til lands í gær. Það var umslag. Eg fór heim með það.“ „Eg næ í það seinna,“ sagði Mark stuttlega, sneri sér frá manninum og .gengu þau því næst inn, Sara og hann. „Þú sagðir mér, að þú.hefðir komið í morgun,“ sagði Sara. „Og það-gerði eg líka,“ sagði Mark, „hann er bara ekki færari í enskunni þessi náungi en þetta. Annars rugla þeir öllu saman, þegar um tíma er að ræða. Tími er einskis virði í þeirra augum.“ „Lentirðu hérna nálægt?“ Hann kinkaði kolli. . „Dálítið ofar hérna nálægt ströndinni. Eg sagði þér, að eg' hefði lent í erfiðleikum með flugvélina mína.“ „En hvernig' komstu til La Torrette?“ „í bifreið,“ sagði hann stuttlega. Þegar þau höfðu setið um stund að tedrykkju bað hann hana að afsaka sig — hann þyrfti að skreppa í burtu til þess að ná í umslagið. „Eg vona, að þér mislíki ekki, Sara — auk þess eru kofar manna svo skítugir, að það er ekki inn í þá komandi fyri.r hvítar konur.“ Hún sagði', að hann skyldi fara — „mér mun ekki leiðast,“ sagði hún. Áður en hún vissi af var hún farin að leggja við híustirnar. Nálægt henni sátu tveii- Bandaríkjamenn, sem voru að tala um skemmdirnar við höfnina. „Þeir fóru fjári sniðuleg'a að þessu í gærkvöldi," sagði annar þeirra. „Við verðum í nokkra mánuði að gera við skemmdirnar. Lögreglan hefir yfirheyrt alla, sem vinna, en eg er ekki trúaður á, að hér hafi hinir innbornu verið að verki. Það hefir komizt á fót orðrómur um, að innfæddur fisldmaður hafi séð sjónpípu kafbáts hér skammt undan. Við höfum enga kafbáta á þessum slóðrun. Því hlýtur hér að hafa verið um þýzkan kafbát að ræða.“ .ý.i Það var allt í einu eins og kuldahrollur færi um Söru. Hún minntist.nú allt í einu styrjaldarhörmunganna, þegar gprengj- unum rigndi allt í kringum hana, og þegar hún lá hjálparvana í rústum, og var flutt á sjúkrahús. ... . Hún vaknaði upp úr þessum hugleiðingum við, að annar mannánna nefndi nafn Bens. ; ,,Á hvern heldiu'ðu að .eg. háfi, rekizt ,á daþ§leiknum í gær ;'.ema Ben Westor.. Ihmn kyeðst ætla að koma lagi á þlantékfn- reksiurihn. a búgakjði 'iöður síþs. Það, er alltaf íiægt: að afsaka síg méð eihhverjú,'þegár ménri vilja forðast lierþjónustu. Þess- ar plantekrur eru ekki tíu senta virði með tilliti til styrjaldar- þarfa. Sumir menn hugsa alltaf um að sleppa við öll óþægincli og lifa áhyggjulaúsu lífi, en eg hélt sannast að segja, að Ben Væri ekki einn þeirra.“ , Söru hitnaði í kinnarnai'. Það var engu likara en að sá, sem ihælti, hefði móðgað hana. Henni var ofarlega í hug. að ganga til hans og segja eitthvað Ben til varnar. Saimast að segja reis liún upp til hálfs, en áttaði sig á því, að hún inátti ekki hafa'nein afskipti af þessu. Og meðan hún svolgraði í sig meira af hálf- volgu tei fór hún að hugsa um það. á nýjap lejk,- að.í raufjinni þekktiBen aí|s. ekki. Jtfún yi^si.því plls eickiL h.Yorj; 'þþssi, maður ..hafði satt að mæla .oða: ekjki. H'ann: hafði beðið.iiana að treysta sér — en það var svo auðvelt fyrir karlmann að biðja stúlku — ástfangna stúlku— áð treysta sér, án þess að gefa nokkra skýringu. Mark kom brátt og nú var ekið af stað. Þau óku sömu leið og þau komu, en einhvern veginn fannst Söru, að heimferðin bergi sínu'óg féilgið kvöldvefð þangáð — borið því við/að hún tæki miklu lengri tíma. Óg það var farið að skyggja, er þau nálguðust La Torrette. Á heimleiðinni hafði hún orðið smeyk, er hún sá hve klettar og drarigar tóku á sig annarlegar myndir í húminu — það var sem þarna væru einhver ógnandi ferlíki. Það var víst engin furða þótt hið ómenntaða, frumstæða fólk þarna á eynni tryði á illa anda. Hún var sárfegin, þegar þau óku gegnum ljósum lýstan Lulai-bæ á leiðinni heim. Og þegar þau komu til La Torrette höfðu allir safnast saman í setustof- unni. Ben hlaut að vera kominn. „Við verðum að hendast upp,“ sagði Mark, „og hafa hraðan á. Lebrún er eins og ailir Frakkar. Ef réttur tími er kominn til að matast ætlar hann vitlaus að verða, ef ekki er hægt að setjast að borðum.“ Þótt Söru fyndist, að hún, yrði að hafa hraðan á, var hún sem lömuð, og henni var ekki með nokkru móti unnt að flýta sér.1 Hún kveið sáran fyrir að fara niður í setustofuna og horfast í augu við Ben, eins og nú var komið. Ef hún aðeins þyrfti ekki að fara niður — ef hún aðeins gæti haldið kyrru fyrir í her- bergi sínu og fengið kvöldveðr þangað — borið því við, að hún væri þreytt eftir ferðina til St.Michael. Elún var í þann veginn að þrýsta á bjölluhnapp til þess að kalla á þjón, sem gæti farið I með skilaboð frá henni niður og afsökunarbeiðni, en hún átt- j aði sig á, að þetta rriundi vekja umtal. Menn mundu fara að hugieiða hver ástæðan væri í raun og veru, en .... hún vissi í hjarta sínu, að hún var aðeins sú, að hún kveið fyrir að hitta Ben. Og þó þráði hún heitt að sjá hann og hún hafði á tilfinn- j ingunni, að nauðsynlegt væri að þau gætu ræðzt við. Nei, það var ekki nema um eina leið að ræða,' fara niður og láta sem ekkert væri, og er hún hafði tekið ákvörðunina, valdi hún fallegasta kjólinn sinn til að fara í, gráan chiffonkjól, sem hafði vakið hina mestu hrifni, er hún dansaði fyrh' hermenn- ina. Hún fór með greiðu í hið jarpa hár sitt og lagaði það til og valdi sér silfurlitt band, sem fór vel bæði við hárið og kjólinn — og virtist hún vissulega enn yngii en hún var, er þessu var lokið.. Og svo lagði hún leið sína niður stigann í setustofuna. Dyrnár stóðu opnar og aílt var svo’ eðlilegt — eins og þegar fjölskylda kemur saman fyrir máltíð og' rabbað er saman í ró og næði. Það var ekki neitt sem gaf til kynna, að meira og minna rót var á öll í hugarheimi þeirra, sem. þarna voru. Iris og Ben sátu á bekk og það var vissulega ekkert sem benti til, að þau hefði slitið samvistum skyndilega fyrir sjö árum, eftir að voveiflegur atburður hafði gerzt, og ekki sézt aftur fyrr en fyrir nokkrum döguni. Lebrún var að hrista „hanastél“ og fagnaði Söru með þess- um oi'ðum: „Þarna komið þér, Sara — við vorum farin.að örvænta um ykkur Mark, að þið hefðuð dottið niður á eitthvað í St.Michael, sem betri skemmtun væri að en það, sem völ er á undir mínu þaki. Jæja, skemmtuð þið ykkur vel? Vitanlega, fyrst þið voruð svona lengi. Nei, haldið ekki að eg áfellist ykkur — og þið voruð einu sinni vildarvinir — kannske meira en það — þið hljótið að hafa haft um margt að ræða?“ Á kvöldvöl&iiiiiai Þúsundir vita aO gœfan fylQir hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstrætl 4. Margar gerðir fyrirliggjandi. NÝKOMIÐ: Sérstaklega vönduð þýzk vöflujárn, hraðsuðukatlar og könnur, 5 gerðir af strau- járnum. Amerískar hræri- vélar og ísslcápar, enskir raf- magnsþvottapottar'og hrað- suðupottar. Iðja h.f. Lækjargötu 10 B, srrni 6441 og Laugaveg 63, simi 81066. Ljósmyndavél Super Ikonta 6X9 og 4 Vi X6 til sölu. Tissar 1:3,5—10,5 cm. Innbyggður fjarlægðar- mælir, Compur Rapid 1/400 sek. Uppl. í síma 4630 kl. 5—7 í dag. Rakarameistarinn sagði við lærlinginn: Þú ert óhreinn á höndunum." „Já, sagði læi'lingurinn. „Eg hefi ekki þurft að sápa neinn énnþá.“ ® Þrír prófessorar, sem voru mjög viðutan, sátu í biðsal við járnbrautarstöð. Þeir voru svo niðursokknir í samræður, að þcir heyrða hvorki til lestar,- innár þegar hún kom né heldur þegar stöðvarvörðurinn kaiiaði, „allir í vagninn!“ En þegar eimreiðin byrjaði að stynja og púa rumskuðu þeir. Þeir 'þutu út á stöðvarpail- aria og ;tókst tveim þeirra að komast upp í lestina. Þriðji maðurinn stóð eííir og var stúrinn á svip. Stöðvarvörðurinn gekk til hans að hugga harm. — „Það var afleitt að j>ér^HbcHu<íj ekki koniast með .sa'gði hann. „En það ép£þa 'dálííih bót í máli að hinum' tvéim tokst það.“ ' „Ójá, sagði prófessorinn og Sjtunáj. við. ,,En það er bara það að, að. það' var eg, sem ætlaði með lestinni. fylgja mér.“ Hinir voru að Prjónafatnað, sem fengið liefir kné og ölnhoga af notkun, má laga með.því að láta flík- urnar liggja og jafna sig 1—2 daga cða lengur. Sléttast þá gúlarnir. Skip, sem rista dýpst, geta siglt um 2000 enskar mílur. upp eftir Amazonfljóíi. Falleg — Ódýr Sími 4681. úm áimi to,... I bæjarfréttum Vísis 7. april 1918 var þetta sagt um afurða- verð á erlendum markaði: Lýsismarkaðurinn í Englandi ef nú, samkvæmt skeyti frá Barni" Sigiirðssyríi frá 4. þ. m., þannig: 85 pd. sterl. fyrir smál. af óhreinsuðu með- Plýsi, eða sem svarar kr. 1.43 ÍHreinsað, 150 steripd. smál., :éðá sem svarar 2.40 kg. Er vérð fiétta miðað við lýsið þangað komið, en í fyrra var töiuveit hærra verð á þvi hér, þá ,gáfu Bretar kr.j.,1.00. fyrír kg. ai óhreinsuðu lýsi hér í höfn. Vandaðar, þýzkar Bratuðrisfas' á afar hagst'æðu verði. H.f. Raímagn Vesturgötu 10. Sími 4005, Raímapsofnar með og án viftu verð frá kr. 130,00. H.Í.' Ráfmagn, - Vesturgötú 10. Sími 4005.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.