Vísir - 09.04.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 09.04.1953, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Fimmtudaginn 9. apríl 1953. | IVIInnisblað | almennings. Fimmtudagur, 9. apríl — 99. dagur ársins. Rafmagnsskömmtun vei-ður á morgun, föstudag- inn 10. apríl, kl. 10.45—-12.30; I. hverfi. Ljósatími bifreiða og annarra ökutsekja er kl. 21.00—6.00. Naeturvörður er þessa viku i Ingólfs Apó- teki. Sími 1330. Læknavarðstofan hefir síma 5030. Vanti yður lækni kl. 18—8. Þá hringið þangað. Flóð í Reykjavík verður næst kl. 15.00. Útvarpið í ltvöld. Kl. 18.30 Þetta vil eg heyra! , Hlustandi velur sér hljómplöt- j ur. — 20.00 Fréttir. — 20.20. íslenzkt mál. (Halldór Hall- dórsson dósent). — 20.40 ís-1 lenzk tónlist (plötur). — 21.00 Erindi um krabbamein: Ýmis- legt, sem máli skiptir. (Þórar- inn Guðnason læknir). — 21.20 Einsöngur; Paul Robeson syng- ur (plötur). — 21.45 Veðrið í marz (Páll Bergþórsson veður- fræðingur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Symfón- iskir tónleikar (plötur) til kl. 23.15. i Gengisskráning. 1 bandarískur dollar kr. 16.32 1 kanadískur dollar kr. 16.73 1 enskt pvnd .... kr. 45.70 100 danskar kr.....kr. 236.30 100 norskar kr.....kr. 228.50 100 sænskar kr. .. kr. 315.50 100 finnsk mörk .. kr. 7.09 100 belg. frankar .. kr. 32.67 1000 franskir fr. .. kr. 46.63 100 svissneskir fr. .. kr. 373.70 100 tékkn. Krs.....kr. 32.64 100 gyllini....... kr. 429.90 1000 lírur ...... Irr. 26.12 [ Safn Einars Jónssonar er lokað, og verður ekki opnað fyrr en kemur fram í maí. BÆJAR- "réttlr K. F. U. M. Biblíulestrarefni: Lúk. 24. 50-53. Hafinn upp í dýrð. Slökkviliðið var tvisvar á ferðinni í gær, en í bseði skiptin út af ómerkilegu tilefni. Eldur var í öskutunnu á einum stað, en á öðrum hafði kviknaði milli þilja út frá ofn- röri, og hafði verið slökkt, er slökkviliðsmenn komu á stað- Síðasti söludagur í Happdrætti Háskóla íslands er í dag, í 4. flokki. Búnaðarritið 1953 eða 68. árgangur, er komið' út, og er allmikið að vöxtum eða 316 bls. Efni þess er fjöl- breytt. Aðalgreinin nefnist „meiri og hagfeldari. fram- leiðsla", eftir Pál Zóphónías- son búnaðarmálastjói-a. Aðrar helztu greinar eru: Köfnunar- efnisvinnslan í rótarhnýðum belgjurtanna, eftir A. I. Vir- tanen, Jarðræktarmál eftir Klemenz Kr. Kristjánsson o. fl. Þá eru skýrslur ráðunautanna fyrir árið 1952 og skýrslur um hrúta-, nautgripa-, afkvæma- sýningar o. s. frv. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Leith 6. apríl til Rvk. Dettifoss fór frá Halifax 2. apríl; vænt- anlegur til Rvk. í dag. Goða- foss kom til Rvk. 4. ápríl frá jHull. Gullfoss kom til Halifax 2. apríl frá Rvk. Reykjafoss fór frá Rvk. kl. 14.00 í gær til ísa- fjarðar, Siglufjarðar, Akureyr- ar, Húsavíkur og Hamborgar. Selfoss fór frá Rvík 1 gær 8. apríl, til Keflavíkur og ísa- fjarðar. Tröllafoss kom til Rvk. 1. apríl frá New York. Straum- ey fór frá Sauárkróki 7. apríl til Rvk. Drangajökull fór fr.á Hamborg í gær til Rvk. Ríkisskip: Hekla fór frá Rvk. í gærkvöld austur um land í [ hringefrð. Esja fer frá Rvk. á morgun vestur um land í hring- ferð. Herðubreið er væntanleg til Reykjavíkur árdegis í dag’ að vestan og norðan. Þyrill var í Hvalfirði í gærkvöld. Baldur fór frá Rvk. í gærkvöld til Gils- f jarðarhafna og Búðardals. Vil- borg fer frá Rvk. á morgun til V estmannaey j a. Skip S.Í.S.: Hvassafell kom til Rio de Janeiro 6. þ. m. Arn- arfell fór frá New York 1. apr- íl áleiðis til Rvk. Jökulfell fór frá Keflavík 6. þ. m. áleiðis til Hamborgar. H.f. Jöklar: Vatnajökull fór frá Gíbraltar í gær áleiðis til Haifa. Drangajökull er í Ham- borg. 6UN64R tírcMgáta nr. 1881 Lárétt:, 2 Þjóðflokks, 5 rekur á undan sér, 6 á sumum fugl- um, 8 fangamark, 10 lík, 12 málmblanda, 14 fugl, 15 á krossinum, 17 dæmi, 18 nafn. Lóðrétt: 1 Mannsnafn, 2 und- ir vatni, 3 eyjan græna, 4 hindr- aði, 7 svik, 9 dautt gras, 11 ósamstaeðir, 13 þrír eiiis, 16 eyja í Greifanum af M. Christo. Lausn á krossgátu nr. 1880. Lárétt: 2 Krafa, 5 Osló, 6 ófu, 8 mó, 10 agna, 12 eru, 14 gor, 15 löst, 17 TA, 18 skart. Lóðrétt: 1 Rommels, 2 kló, 3 rofa, 4 aðfarar, 7 ugg, 9 órök, 10 not, 13 USA, Í6 TR. V eftriS. Um 400 km. suðvestur af Reykjanesi er djúp lægðarmiðja á hægri hreyfingu norðaustur eftir. Veðurhorfur: A-stormur og snjókoma til kvölds. Heldur hægari A og SA og slydda í nótt. Veðrið kl. 8 í morgun: Reykjavík NA 6, snjókoma, -f-2. Stykkishólmur ANA 6, “4. Hornbjargsviti A 5, snjó- él, -t-6. Siglunes ANA 6, snjél, -:-6. Akureyri logn, -t-6. Gríms- ey ANA 4, snjóél, 7. Gríms- staðir NA 2, snjél, -t—10, Rauf- arhöfn NA 3, -t-7. Dalatangi NA 2, snjókoma, -f-6. Djúpivogur NA 3, snjókoma -:-4. Vest- mannaeyjar A 10, mikil snjó- koma, skyggni ekkert, 9. Þing- velilr ANA 4, -t-2. Reykjanes- viti ANA 5, snjókoma, -f-3. Keflavíkui'völlur A 7, snjó- komaf -^2. Reykjavík. Reykjavíkurbátar voru á sjó í gær og var afli línubátanna frekar tregur. Svanur var með 4 tönn, Skíði IVz tonn og Hag- barður um 5 tonn. Sandfellið, sem er á netum, kom í gær með 3 tonn eftir eina lögn. Kári Sölmundarson: kom inn í g'ær með 10 tonn, sem verður að telast frekar lítið, þar sem bát- urinn hafði verið lengi úti. Akranes. Akranesbátar veiða lítið þessa dagana, en þó var það heldur skárra hjá þeim í gær. en í fyrradag. Aflinn var hjá línubátum 3—6 tonn og neta- bátunum 3—4 tonn, einnar náttar öllum. Alls var afli 16 báta 64 tonn. Togarinn Bjarni Ólafsson kom til Akraness í gær með um 200 lestir, mest þorsk- ur og ufsi og fer aflinn í herzlu. Grindavík. ■ Allflestir Grindavíkurbátar voru með eitt tonn í róðrinum í gær og nær það til bæði neta og línubáta. Von frá Grenivík, línubátur, var þó með 5 tonn og Bjargþór, netabátur, 13 tonn, Hafrenningur 9 tonn og Haraldur 11 tonn. í morgun var versta veður í Grindavík, aust- atr hvassviðri og svartur bylur. Þorláksköfn. , R’eytingsafli1! líéfur verið h'já M inniiigarorð Guðriín Vigfúsdóttir. F.15. okt. 1861. - D. 27. mari 1953. Þorlákshafnarbátum eftir páska og voru bátarnir með upp í 1800 fiska í netin, eða 14 tonn, sá, sem mest fékk í fyrra- dag. í gær var afli heldur treg- ari og voru tveir bátar, Þorlák- ur og Ögmundur með um 10 ( tonn hvor. Hæsti báturinn í fyrradag var Jón Vídalín.! Heildaraflinn hefur verið 40—1 50 tonn á dag á 6 báta. Afl- ( inn er ekki almennur, því alkaf ^ koma einhverjii’ að landi, sem ] aðeins hafa fengið sáralítið. í dag er rok af landssunnan og réri engin bátur. Sandgerði. Allir Sandgerðisbátar voru á sjó í gær og í'éru aftur í gær- kvöld. í morgun var þar svartabylur og komnir svo miklir skaflar í þorpinu að nær var ófært bilum. Afli var treg- ari í gær, en daginn á undan, og var afli bátanna 2—9 tonn. Hæstur var Faxi með 9 tonn. Hafnarfjörður. Línubátarnir frá Hafnarfii’ði fengu frekar lítið í gær, 2,—4% tonn, en þeir réru allir aftur og eru á sjó í dag, þrátt fyrir þreif- andi byl og hvassa suðaustan átt. Netabátarnir Víðir og' Síld- in komu í gærkvöldi með 60 tonn (Víðir) og 35 tonn (Síld- in). Höfðu þeir lagt net sín austur á banka, nokkuð austar en venja er til. Afli var þ&r yf- irleitt ágætur, en þá nokkuð misjafn. Vörður kom inn með 30 tonn, Einar Ólafssoh kom með 20 tunnur af lifur, en skip- ! verjar sálta sjálfir um börð, og nun aflinn véra eftir liframagn- inu 35—40 tonn. Þreifandi byl- ur var í Hafnarfirði í mórgun, en línubátar á sjó. V esímannaeyiar. í gaer var ág'ætisafli á flesta Yestmannaeyjabáta og . komst aflinn upp í 40 tonn í róðrinum, og var það Baldur. 26 bátar, sem leggja upp afla sinn hjá Vinnslustöð Ve. voru samtals með 450 tonn, og er það alveg prýðilegt. Yfirleitt var aíli mjög almennur og er gert ráð fyrir að á land hafi borizt á annað þúsund tonn af fiski. í dag er svarta hríð á miðum og réru bátar ekki í nótt, þy,I hríð- k> var skollin á milli 3—4 í nótt. Guðrún Vigfúsdóttir andað- ist að heimili sínu, Laugateig 28, 27. marz s. 1. Hún sofnaðij út af eins og saklaust barn í návist barna sinna, og friður guðs ljórhaði af ásjónu henn- ar. Hún var gæfusöm, af því að hún treysti guði og hand- leiðslu hans. Guð bænheyrði hana, hún fekk sína hinztu ósk uppfyllta að fá að sofna hinzta blundinn hjá ástvinum sínum, sem hún elskaði og var sam- vistum með alla tíð. Hún var trúkona, dugmikil og átti mik- inn kjark og vildi alla tíð bjarga sér sjálf. Guð veitti henni þá náð, að þurfa ekki að liggja lengi. Hún hafði góða sjón og sálarkrafta og sæmi- lega heyrn fram á seinustu stund. Hún var greind kona, vel máli farin, . söng vel og hafði yndi af söng', las mikið og fylgdist vel með öllum mál- um. Hún var umtalsfróm, glað- lynd, góðgjörn, einbeitt og æðrulaus er á móti gekk. Hún var í hærra meðallagi, þrekin, dökkhærð, bláeyg, höfðingleg í sjón og sópaði að henni. Hún var alla tíð fátæk, en þó frem- ur veitandi en þiggjandi í sín- um búskap. Hún var komin af góðu fólki og heiðvirðu. Guðrún fæddist 15. okt. 1861, í Syðra-Langholti, dóttir hjón- anna Vigfúsar Guðmundssonar snikkara frá Hlíð í Gnúpverja- hreppi og Auðbjargar Þor- steinsdóttur frá Úthlíð í Bisk- upstungum og var'ein af sextán börnum þeirra. Föður sinn missti hún 13 ára, árið 1875, en hann var síðast bóndi á Víðinesi, og móður sína 1924. Hún andaðist í Ameríku há- öldruð, 96 ’ ára, hjá Trausta- syni sínum og tengdadóttur. tíuðrún Vigfúsdóttir giftist Kristjáni Guðmundssyni, f. 25. okt. 1862 í Hafnarnesi, d. 29. des. 1905 s.’ st. Þau eignuðust 4 börn: Sigurláugu, Vigfús, sem hún átti heimili hjá, Guðmund bónda á Syðri-Hól og Stein, f. 1. des. 1904, d. 7. júní 1920, í Reykjavík. Þegar hún varð ekkja og stóð ein uppi með börnin, reyndi á þrek hennar og dugnað. Hún flutti frá Hafn- arnesi 1906, úr húsi sem þau hjónin byggðu þar og voru ný- flutt í, er Kristján andaðist og flutti þá inn í Búðakaupstað °g byggði sér þar snoturt hús, sem hún vann sjálf mikið að og lagði m. a. í það 20 dollara, sem Margrét systir hennar sendi henni, Hún vann við fiskvinnu á sumrin og heyjaðj fyrir nokkrum kindum á Hafn- arnesi og sló sjálf heyið og hirti það. Á veturna saumaði hún föt og vann að saumaskap og þvottum fram á nætur. Með þessu framfleytti hún sér og börnum sínum, ér ólust upp hjá henni. Eitt barnið, Guð- mund, ól frændi hennnar upp meðgjafarlaust. Til Reykja- víkur fluttist hún 1912 með þrjú börn sín — það elzta ný- fermt — og átti þar heima til dauðadags. í veikindum sínum mælti hún ekki æðruorð, en bað fyrir börnum sínum, frændfólki og vinum. Á fimmtudagskvöldið meðtók hún sakramentið af sóknarpresti sínum. Skömmu seinna sofnaði hún sæl og ánægð. Hún andaðist daginn eftir laust eftir hádegi. Jarðar- för hinnar látnu heiðurskom.^ er gerð í dag. Guð blessi ferð þína til hans, sem er sannleik- urinn og lífið og þú trúðir á og treystir. Vinur. MARGT Á SAMA STAÐ LAUG AVEG 10 SiM! 3367 Maðurinn minn, Sighvainr IJr>• ai|«Sfssíom sem iézt 1. verSur jarSsunginn frá Foss vogskirkju föstudaginn 10. fi.m., kl. 2 e.h. Athöfninm í kirkjunni verður útvarpað. Guðríður Stefánsdóttir. x, V.. 4ýffj ‘|f .. ;!úý|.'iliIÍj í'dMÚ-tÍ ; * '‘ V V ’■* ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.