Vísir - 10.04.1953, Blaðsíða 6

Vísir - 10.04.1953, Blaðsíða 6
VÍSIR Föstudaginn 10. apríl 1953. 45. Minnin^arorð Jens Hermannsson, bvnnari. Það er ekki méiningin með þessum línUrn að rekja æviferil og ævistarf þessa góða og fjöl- hæfa manns, sem nú hefur kvatt okkur um stundarsakir. Enda munu aðrir skila því hlutverki betur en eg. Þetta verða aðeins fátækleg orð frá einum af hans fyrstu nemend- m Nú þegar hann er hoi-finn sjónum okkar, renna upp fyrir ihanni svipmyndir frá sam- verustundunum, fyrir nær fjörutíu árum. Það er komið haust, brosmilt og ljúft sumar er liðið í áhyggjuleysi sveita- barnsins, vetur er að ganga í gárð, með sína dimmu daga, en um leið bjartar tunglskins- stundir. Tími lesturs og náms fér í hönd og það er beðið í •eftirvæntingu að kennslan hefjist. Það er búið að ráða nýjan kennara. Sá, sem var í fyrra, var mér góður. Já, það var hann. Hann vildi að við lærðum, en hann var bara eins og fullorðna fólkið, og við vor- i.im bara börn, þannig átti það víst líka að vera. Við höfðum frétt, að ungi kennarinn væri lcornungur maður, og nýkom- inn úr Kennaraskólanum. Og svo rann fyrsti skóladag- urinn upp. Um tuttugu krakkar frá 10 til 15 ára mæta í lítilli baðstofu hjá ungum og fríðum kennara. Þá var fyrsta tauga- stríðið liðið hjá. Hvað skeður næst? Spurningar, yfirheyrslur, prófraunir. Og mikið myndi maður standa sig illa, því að margt hafði gleymst á góðu -sumri af því litla, sem maður kunni. Dagurinn er liðinn; það er haldið heim, létt í spori. Og nú er tilhlökkunin að mæta aftur næsta dag, og þannig urðu allir hans og okkar skóla- dagar. Nýr straumur, nýr andi,'nýtt líf. Nýr félagi en um leið góður og áhugasamur kennari. Það er laugardagur — eg er að fara heim eftir viku dvöl í skólanum. Kennarinn ætlar að koma með mér. ,,Eigum við ekki að fara skarðsgötur og Eyr arskarð?" segir Jens. Eg horfi augnablik á hann, og renni svo augunum til fjallsins og kletta- beltisins. Þráin til fjallsbrún- arinnar varð yfirsterkari kvíð- anum um svell og harðfenni á tæpri götuslóð — eg kaus skarðsgötur og kennarinn brosti góðiátlegu brosi. Á fjallsbrún- - inni var staðnæmst og horft yfir bláan Breiðafjörð og þyggðina er nú lá um 150 metr- úm undir fótum manns, og gol- an strauk af manni hitann. En það liðu mörg ár, þar til eg skildi þessa kennsiústund og margar fleiri slíkair. Eða hugs- um okkur kennara fyrir nær f jorutíu árum, sem leggur á sig erfitt ferðalag á opnum smá- bát, í mesta skammdegi ársins -e einungis til þess að fara í kaupstað, eins og það var kall- áð, til þess að kaupa ýmislegt, til að geta haldið skólabprnun- um sínum jólaglaðning, áður ■en þau færu heim og lagði auk lóess út fyrir þe?sm .sjgife. af, jbví sáralaga kaupi, sem far- jkennurum var þá greitt. þær' verðá 'margar''sviþ- æskudögum. Eg minnist hinna myndimar • • f rá þessum góðu góðu kvæða, er hann kenndi okkur. Sérstaklega eru mér þó minnisstæðar kennslustundirn- ar, er hann las- með okkur kvæðið „Vormenn Islands". Þá svall í brjósti hins unga manns vormennska hins unga íslands, með þeim hita, að ennþá eftir nær fjóra áratugi gætir þessa straums í hjörtum manns. Við samhryggjumst hans ástríku, góðu konu, börnum og barnabörnum viðskilnaðinn við góðan vin. Er við nú fylgjum þér síð- asta spölinn, þá veit eg, að hin- ar huldu vættir lands vors, er þú lýstir svo vel fyrir okkur, munu stíga þér þar sinn dans. Vertu sæll, góði vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Oddur Kristjánsson. SKIPAUTGCRÐ __RIKISINS M.s. Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar hinn 14. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Súgandafjarðar, Húnaflóa- og Skagafjarðar- hafna, Ólafsfjarðar og Dalvík- ur, í dag og árdegis á morgun. Farðseðlar seldir á mánudag. BEZT AÐ AUGLTSAIVISI ’Ktmmmmmmm ^ Fyltur með vatni —|í skrifar með bleki. ‘i é ÞORÐUR H. TEITSSON *c •* í Grettisgötu 3. 5 í IW.VV.V1IW/.VJVWVWWW Skuldabréf Tilboð óskast í 3ja ára skuldabref að upphfeð ■ 50.000 til 100.000 kr. 6% vextir, 3 ‘jafnar niðurgreiðslUr. Tryggð með 1. veðrétti í góðri fasteign í miðbænum. Tilboð sendist Vísi merkt: ,,50.000 til 100.000 — 40“. SXIÐKENNSLA. Sigríður Sveinsdóttir, dömu og herra klæðskeri. Sími 80801. (517 ÞROTTUR, Knattspyrnumenn 1., 2. og 3. fl. Æfing í kvöld kl. 6 á íþrótfavellinum. Mjög áríðandi að allir mæti. GET BÆTT við nokkrum mönnum í fæði. Uppl. í síma 2484. (126 1 HERBERGI til leigu í Braiitarhotli 22. (123 VIL LEIGJA lierbergi 14. maí, stúlku, einhleypri, reglusamri og góðri, í kring- um 35 ára, sem vildi laga kaffi um helgar. Æskilegt að hún spilaði svolítið á orgel, þó ekki nauðsynlegt. Tilboð sendist afgr. Vísis fyrir fimmtudagskvöldið 16. apríl, merkt: „Hárpa — 46“. (128 1—3 IIERBERGI og eld- hús óskast til leigu fyrir hjón með 1 barn. Konan gæti tekið að sér húshjálp eða sauma eftir samkomulagi. — Reglusemi. Meðmæli fyrir hendi. Uppl. í síma 5434. — (124 HERBERGI til leigu á Hverfisgötu 16 A. Fæði selt á sama stað. (135 ÍBÚÐ óskast fyrir barn- laus hjón, 14. maí, 1 her- bergi og eldhús. Tilboð send- ist Vísi fyrir hádegi á mánu- dag, merkt: „Vinna bæði úti 47‘ (136 — — ST. SEPTÍMA heldur fund í kvöld kl. 8,30. Eríndi verður flutt um frú Blavasky. Félagar fjölmenni stundvíslega. STÚLKA óskast á barn- laust heimili, hálfan eða all- an daginn. Gott hei'bergi fylgir. Uppl: í síma 4218. — GÓÐ stúlka óskast í vist. Uppl. á Guðrúnargötu 4, uppi. (131 KONA eða stúlka óskast nokkra tíma á dag. Martha Björnson, Matsalan Hafnar- stræti 4. (129 SAUMAVÉLA-viðgerðir. Fljót afgreiðsla. — Sylgja. Laufásvegi 19. — Sími 2656. Heimasími 82035. (000 RÚÐUÍSETNING. — Við- gerðir utan- og innanhúss. Uppl. í síma 7910. (547 VIÐGERÐIR á dívönum og allskonar stoppuðum húsgögnum. Húsgagnaverk- smiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. (224 Dr. juris HAFÞÓR GUÐ- MUNDSSON, málflutnings- skrifstofa og lögfræðileg að- stoð. Laugavegi 27. — Sími 7601. (95 PLÖTUR á gráfreiti. Ut- vegum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjallara). — Sími 6126 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐIR á raflögnum. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki. Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti h.f. Laugavegi 79. — Sími 5184. * BÍLSTJÓRAR. Stór aftur- . gafl,. með jámum, tapaðfet af vörubíl í Fossvogi á laug- . ardaginn. Góð fundarlaun. Uppl. í síma 2577. (508 BUDDA fundin með dá- litlu af peningum. — Uppl. í síma 4920. (121 TAPAZT hefur svartur telpuskór á annan páskadag. Vinsamlega skilist á Njáls- götu 74. (125 KVEN-armbandsúr, úr stáli, fannst nýlega. Uppl. í síma 5027. (134 TIL SÖLU: Tvísettur vandaður klæðaskápur og handsnúin Singer. saumavél. Uppl. í síma 5671 í dag og á morgun. (140 „SMOKING“. Tvíhneppt- ur „smoking“ á háan og grannan mann til sölu. — Ódýri markaðurinn, Templ- arasundi. (137 NÝR, tvísettur klæða- skápur, eldhúsborð og stólar, lágt verð. Bergstaðastr. 55. (138 ÚTSTILLINGASKAPUR til sölu, Hárgreiðslustof- unni, Aðalstræti 8. TIL SÖLU: Barnakojur, bókahilla og stofuskápur úr eik, ódýrt. í Þverholti 20. (127 TIL SÖLU falleg og vönd- uð borðstofuhúsgögn. Uppl. í síma 1674. (133 UNGLINGSKAPA, nýleg, til sölu, Njálsgötu 4. (130 RIFFLAR, haglabyssur. Stærsta og f jölbreyttasta iirval landsins. Önnumst viðgerðir. Kaupum. Seljum. Goðaborg, Freyjugötu 1. — Sími 82080. (122 KAUPUM flöskur. Sækj- um. Sími 80818. (400 CHEMIA-Desinfector er vellyktandi, sótthreinsandi vökvi, nauðsynlegur á hverju heimili til sótthreins- unar á munum, rúmfötum, húsgögnum, símaáhöldum, andrúmslofti o. fl. Hefir unnið sér miklar vinsældir hjá öllum sem hafa notað hann. (446 27 - TVIBURAJÖIWi eftir Lebeok og Williams. Nú ættum við að fá okkur stutta ökij.fQvð, Vg hvílast eftir érfiði dagsins. — Já, ég þarfn- ast þess eftir allar spurningam- ár, serh hafa gert mig ringlaða. Þetta er. eins , og að ganga undir,,þróf-.á. skftlg; vÞgirspyrjja. mig aftur og aftur.og allt verð ég að reyna ■ að muna. Var það þreytandi. — Eg var j Það er gott að heyra, að eitt- spurð um pýramídana, sem.eru hvað sé hér meira en hjá ykk- á Tvíburajörð. Þeir eru lægri heldur en þeir, sem byggðir hafa verið á jörðinni. ur. Nú höfðu þau ekið um hríð, og voru komin út fyrir borgina. liJ :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.