Vísir - 11.04.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 11.04.1953, Blaðsíða 4
Laugardaginn 11. apríl 1953. DAGBLAÐ | Kitstjóri: Hersteinn Pálsson. , Skriístofur Ingólísstræti 3. Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hJ. Bitizt um fyrsta sætíð. 'IT'orsprakkar kommúnista hóuðu í gærkvöldi á fund nánustu •*- aðstoðarmönnum sínum hér í bæ og var fyrsta mál á dagskrá að kjósa menn í uppstillingarnefnd -— það er að segja að velja þá menn, sem eiga að ráða frambjóðendum á lista flokksins hér við kosningarnar í sumar. Hefur mikið verið starfað að tjaldabaki að undanförnu, og allt átt að fara leynt, sem foringjarnir brugga varðandi skipun manna á list- ann, en margt hefur síazt út. Þó er nú svo komið, að óhætt þótti í gær að kalla menn saman og láta þá „kjósa“ uppstilling- arnefndina. Það má heita á hvers manns vitorði, að kommúnistar eiga í miklum vandræðum með að ráða við sig, hverjir eigi að vera í framboði fyrir þá á ýmsum stöðum á landjnu. Eins og skýrt hefur verið frá í Vísi, skiptir það ekki svo ýkja miklu máli, hverjir verða settir í framboð á þeim stöðum, þar sem kommúnistar eru fylgislausir, en þeim mun harðari baráttan um þau sæti, þar sem nokkur von er til þess, að frambjóðandi þeirra fái svo mörg atkvæði, að hann fljóti á þing. Innan flokksins eru tvær fylkingar — annars vegar þeir sem hlýða öllu í blindni, er frá Moskvu berst af fyrirskipunum, og svo hinir, sem eru ekki alveg eins eindregnir þjónar þess valds, þeir, sem vilja telja sig Tito-ista, og eru það ef til vill sumir. Harðast er vitanlega barizt hér í Reykjavík — ekki einungis vegna þess klofnings, sem er æ að verða meira áberandi í liðinu, heldur og af því, að hér vilja allar höfuðkempurnar vera í framboði í tryggum sætum. Slíkum sætum fer hinsvegar mjög fækkandi á lista kommúnista. Fylgishrun þeirra er mikið, og ein bezta sönnun þess var hin grátklökka liðsbón þeirra, þegar þeir hétu á alla „íslenzka“ menn að sameinast nú í eina fróma þjóðfylkingu. í síðustu þingkosningum fengu kommúnistar tvo menn kjörna af lista sínum hér í Reykjavík, en sá þriðji komst í uppbótarþingsæti. Kosnir voru þeir Einar Olgeirsson og Sigurður Guðnason, en Brynjólfur Bjarnason flaut á. þeim inn í. þingið. *Vjð næstu kosningar á undan hafði hann verið í framboði í Vestmannaeyjum, og komizt einnig að sem uppbótarþingmaður, en svo naumlega, að ekki þótti Vestmannaeyingum treystandi til að' senda hann á þing með sama móti aftur — hvað þá heldur sem þingmann kjördæmisins. Þess vegna var honum troðið í þriðja sæti á listanum hér, en til þess að það mætti verða, voru tveir af fyrri þingmönnum kommúnista — Katrín og Sigfús —- fluttir niður, og þar með> bolað frá þingsetu i Nú er hinsvegar myndin, sem blasir við kommúnistum. sú, að þeir hafa aðeins von um að fá einn mann kjörinn hér, og allsendis óvíst, hvort hann getur dregið nokkurn með sér á þing. Þá er spurningin: Hvort er nú betri Brúnn eða Rauður — Einar eða Brynjólfur? Hvor á að víkja? Hvor er nauðsynlegri á þing? Hvor laðar fleiri kjósendur að listanum? En sannleik- urinn er sá, að því, sem annar kann að laða að listanum, hrindir hinn jafn-dyggilega frá honum. Þetta vita kommúnistar, en af því að Moskvusinnar eru öllu ráðandi um val uppstill- ingarnefndarinnar, er hægt að ganga að því vísu, að Einar fái ekki að vera í fyrsta sæti. Ef fylgishrunið heldur áfram á næstunni og fer vaxandi. Enginn fyrir vari. k Iþýð.ublaðið heldur því fram í gær, að greinin uni þjóð- Björguðu lífi sínu með því að „vega salt" í flugvélinni. Óvenjuleg björgun fyrir snarræði Nýlega bjargaðist brezk flug- vél með furðulegum hætti en hæðarstýrum hcnnar hafi verið „læst“, og var 8 manns og flugmanni bar með búin bráð hætta eða bani. Björgunin gerðist m. a. með þeim hætti, að í þrjár klukku- stundir urðu 8 manns að „vega salt“ með flugvélinni, til þess að halda henni í réttri hæð, meðan unnið var að því að brjótast gegnum skilrúm í vél- inni og síðan saga sundur með hníf, er bundinn var á stöng, gúmmí-,,lás“ þann, sem settur hafði vei’ið á hæðarstýrið, með- an flugvélin sat á flugvellinum. Flugvélin flaug upp. Gúmmíáhald þetta hafði ver- ið látið á stýrið til þess, að það haggaðist ekki af vindum, meðan flugvélin sat á vellinum. Flugstjórinn, pólskur flugmað- ur, „Spud“ Potocki að nafni, sem er í þjónustu brezka flug- hersins, veitti þessu enga at- hygli, og af einstakri tilviljun tókst flugvélin á loft af vell- inum, en of seint var að reyna að stöðva vélina, þar sem hún brunaði áfram eftir flugbraut- inni. Svo vildi nefnilega til, að sérlega gott jafnvægi var á vélinni, en annars er það geysi- fátítt, að flugvél hefjist þannig á loft, er ekki er. unnt að nota hæðarstýrið. Sjö farþegar voru í vélinni, allt vísindamenn, því að þarna átti að reyna ýmiskonar hita- beltisbúnað, sem nota átti á flugleiðinni frá Khartoum til Nairobi. Potocki flugmaður var ekki af baki dottinn. Hann lét að- stoðarflugmann taka við stjórn- inni, en lét síðan farþegana ganga fram og aftur um vélina til þess að hún lækkaði ekki flugið en flygi nokkurn veginn lárétt. Hún var þannig látin vega salt. Hins vegar var hægt að beita hliðarstýrinu og þannig var sveimað yfir Khartoum meðan þessu fór fram. Tók tvær klukkustundir. Sí§an tókst Potocki að höggva gat á skilrúm aftast í vélinni og loks smágat á búk flugvélarinnar, en út um það rak hann hníf, sem bundinn var á skaft. Tókst honum ef.tir tvær stundir að saga sundur gúmmí-„lásinn“ á stýrinu, og þá lét flugvélin aftur fullkom- lega að stjórn. Menn fylgdust með þessu um talstöð flugvélar- innar, og niðri á flugvelli biðu menn með slökkvitæki og sjúkrabíla, ef illa skyldi til tak- ast. Farþegarnir voru allir bún- ir fallhlífum, en kusu heldur að vera um borð og hjálpa til að reyna að koma flugvélinni heilli á húfi til jarðar á veli- inum. Þetta var flugvél.af svo- nefndri Víkings-gerð, eign brezka flughersins, og vakti at- burður þessi mikla athygli, og var víða getið í enskum blöðum. KVÖLÐjíaHkah varnir íslands, er blaðið birti fyrir nokkru — þar var aftur talað um, að íslendingar tækju varnir landsins í sínar hendur — hafi að öllu leyti verið á ábyrgð höfundar. Með birtingu hennar hafi engin afstaða verjð tekin með Gvlfa í þingræðunni forðum. Birtingin hafi aðeins verið tákn- þess, að ritfrelsi ríkti- hjá blaðinu, það væri heimkynni frjálsrar hugs- unar. Hefði þó verið hægurinn hjá að geta þess, að þótt greinin væri birt, bæri ekki að líta á hana sem skoðun blaðsins eða Alþýðuflokksins, og slíkur fyrirvari hefði losað AB-blaðið úr klípunni fyrirfram. En nú átti Gylfi hugmyndina, og henni hefur skotið aftur upp í málgagni flokks hans, svo að ekki er nema eðlilegt að menn spyrji, hver sé eiginlega skoðun blaðs og flokks. Hinsvegar virðist það alger óþarfi af AB-blaðinu að senda þeim mæta prófessor tóninn fyrir. grikkinn, sem hann gerði því, og kalla hugmynd hans „íhaldshugmyndina for- dæmdu.“ Flestir^múndu a/3rrL kc svaray el þeir -værti í sþorum Gylfa, og er bezt að hann og Hannibal eigist við um þetta jxiál framvegis. SUMIR FULLYRÐA, að tíð- indi þau, sem borizt hafa aust- an af Rússlandi síðustu daga, séu hin merkilegustu, er gerzt hafi síðan styrjöldinni lauk. Er því haldið fram, að hin und- arlegu umskipti í læknamálinu svonefnda og í fangamálinu í Kóreu séu aðeins undanfari meiri og enn merkilegri tíðindi og tákni e. t. v. alger tímamót í samskiptum Rússa.og lýðræð- isþjóðanna. ♦ Hinir bjartsýnustu gera sér vonir um, að bráðlega renni upp þeir tímar, að unnt verði að eiga skipti við Rússa og þar með járntjaldslöndin, svo að eðlileg megi teljast, og væri vissulega vel, ef svo væri. Allt of lengi hefur skuggi of- beldis, lögregluríkis, sk-yndi- árása og kúgunar grúft yfix- heiminum, og ef læknamálin ber að skoða sem stefnubreyt- ingu í þessum efnum, eða upp- haf slíkrar breytingar, hafa hér sannarlega gerzt meiri tiðindi en dæmi eru tii síðan styrjöld- inni lauk. ♦ En hvað sem þessu líður er víst, að yfirlýsingar Rússa sjálfra, eða þeirra, sem nú ráða þar ríkjum, vekja hjá. almenningi um heim allan ým- islegar hugleiðmgar, og ekki sem heppilegastar þeim, sem streitzt hafa við að boða ti'úna á óskeikulleik Stalins og hand- benda hans. Hinir íslenzku er- indrekar Stalins og klíku hans voru ekki lengi að stimpla læknana sem glæpamenn, sem þegar hefðu „játað“ á sig hina furðulegustu glæpi, og' vjita- \ skuld var ekki um það að efast, að hér væi'i á ferðinni stór- ^ háskalegur glæpalýður, sem ræki erindi Bandaríkjamanna og Breta. ♦ Nú er hins vegar upplýst, að „játningar“ þeirra voru fengnar með óviðurkvæmileg- um hætti, þ. e. kui'teislega sagt, með pyntingum, en slíkan ó- sóma láta kommúnistar vitan- lega ekki henda sig. En úr því að þessar játningar voru þann- ig til komnar, hvað þá um allar hinar fyrri játningar í sam- bandi við hreinsanirnar, sem alltaf annað slagið eiga sér stað þar eystra? Svona spyr fóllt uppi á Islandi og annars staðar og er ekki nema von. Hitt er svo annað mál, að „Örvarodd- ar“, „Argusar“ og „Lúpusar“ Þjóðviljans telja, að allt sé með felldu, enn sýni þetta rétt- lætjð þar eystra. Og má h.ver trúa því sem vill. ThS. „Gamli“ hefur aftur í dag orð- ið í Bergmáli. Hann hcfur nú sent mér pistil sem svar við bréfi Freymóðs Jóhannssonar. S.K.T.-keppnin. Hr. Freymóður Jóhannsson hef- ur svarað bréfi minu og ræðir þar um „skálar vandlætingar minn- ar“, sem hann segir að ég hafi ausið úr á .dögunum út af dans- lagakeppni SIvT. Það yrði líklega of langt mál að fara að spjalla um þá, sem „hella úr skálum reiði sinnar" og „ausa úr skál- um vandlætingar sinnar", en það mætti kannske minna á, að það eru að jafnaði þeir, sem verða fyrir því, að aðrir segi þeiin meiningu sína skýrt og skorin- ort, er skrafa raest um reiði ann- arra, tala um sleggjudóma, ósann- girni o. fl. Veilurnar í svarinu augljósar. Yeilumar í svari Freymóðs Jóhannsspiiár eru syo augljósar, að i rauninni er óþarft nni að ræða. í fyrsta lagi er það heila- spuni lians, að eg hafi skrifað pistil minn i reiði. í öðru lagi hef ég viðurkennt góða viðleitni þeirra, sem.að SKT standa, þótt ég telji árangurinn lélegan, en viðurkenni það, sem mér þótti gott. En F. J. lætur sér sæma, að skrifa í þeim dúr, að ég' hafi verið að níða niður þessa viðleitni. Urn söngvarana sagði ég mína mein- ingu, án þess að nefna nöfn. Eg er frjáls að minni skoðun nm þá. Hvort sem F. J. likar það bet- ur eða verr, er Gamli cinn af þjóðinni, lnins rödd er rödd á- lxeyranda, hlustanda, og það cr vist m. a. lxlutverk Bergmáls, að hafa opnar dyr fyrir slika menn. F. J. hefur vitanlega alveg sama rétt, en hann má ekki gleyma þvi, að það er „lakur kaupmaður, sem lastar sina vöru“. Og fullyrðingar lians um livað muni lifa og gleðja hafa ekki meira sönnunargildi en hlut- lausra raanna. „Bara, ef lúsin íslenzk er —“ lcvað H. Hafstein, „cr þér bit- ið sómi“. — Nei, F. J. — einkunu- arorðin „Fyrst það, sem íslenzkt er“ geta því aðeins komið til mála, að það sem um er að ræða sé boðlegt, og það er kjarni máls- ins. Eg tel megnið af því, sem útvarpað var á dögunum, lítt boðlegt. En um það, sem ókomið er, lxefi eg engan dóm fejlt, þótt F. ,1. væni mig' um það. JVIeiri ánægja — meira gagn. Og ég lield, að það muni vtírða' öllum til meiri ánægju og að meira gagni, einnig þeim félags- skap, sem F. J. ber l'yrir brjósti, ef aðeins væri útvarpað því, sem að dómi smekkvisra manna á ljóð og lög.er útvarpshæft. Og seinast en ekki sízt: Það cr ó- þörf greiðasemi að útvarpa niörg lcvöld keppni, sem fram fer tií að finna það sem boðlegt er. Það ætli að nægja að útvarpa því bezta.“ Þá held ég að þessu máli hafi verið gerð full skil. — kr. Gáta dagsins. Nr. 405. Ilvað er það, seni leikur dautt en iifir í? Syaé við gátu nr. 404: Munn ©g mat.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.